Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Garnaveiki, ekki riða
Villa slæddist inn í fréttagrein um
garnaveiki sem birtist á blaðsíðu 32 í
blaðinu í gær. Sagt var að riðuveiki
hefði greinst á tveimur bæjum fyrir
austan í ár en þar átti að standa
garnaveiki, eins og ljóst mátti vera
af samhenginu. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Kvenfélagasamband Íslands efnir
til umhverfisdags á Hallveigar-
stöðum á morgun, laugardag, frá
kl. 12-16. Þar munu kvenfélags-
konur mæta og aðstoða gesti og
gangandi við fataviðgerðir og einn-
ig verður skiptimarkaður með föt á
staðnum. Er umhverfisdagur nú
haldinn í þriðja sinn.
Fataskiptimarkaður
Útreikningarnir ná einnig til
meðalíbúðar í nágrannasveitarfélög-
um höfuðborgarsvæðisins. Íbúðaverð
þar hefur að meðaltali hækkað um-
fram hækkanir á höfuðborgar-
svæðinu frá árinu 2017 en mánaðar-
leg afborgun af verðtryggðu láni
staðið í stað vegna vaxtalækkana.
Við það bætast launahækkanir og
eru afborganir því lægri sem hlutfall
af ráðstöfunartekjum en árið 2017.
Vextir í Evrópu og Bandaríkjunum
eru nú sögulega lágir sem birtist í því
að ríkissjóður gat í sumar sem leið
sótt sér evrulán á 0,1% vöxtum. Sterk
staða þjóðarbúsins hefur sitt að segja
í þessu efni en fjármögnun ríkissjóðs
hefur áhrif á vaxtaþróun.
Sögulega góðir tímar
Elvar Orri Hreinsson, hagfræðing-
ur hjá Greiningardeild Íslandsbanka,
segir sjaldan eða aldrei hafa verið
jafn hagstætt að taka íbúðalán.
„Vaxtaumhverfið og aukin sam-
keppni á markaðnum með innreið líf-
eyrissjóða gera það að verkum að
þetta eru sögulega góðir tímar fyrir
neytendur hvað varðar vexti í land-
inu,“ segir Elvar Orri.
Ólíkt fyrri samdráttarskeiðum sé
nú ekki kreppuverðbólga á Íslandi
heldur svigrúm til vaxtalækkana.
„Þótt efnahagsumsvif séu að drag-
ast saman er það í mýflugumynd í
sögulegu samhengi. Þetta er miklu
grynnri efnahagslægð en við eigum
að venjast,“ segir Elvar Orri. Þá
bendir hann á að ekki sé hægt að bera
saman lánamarkaðinn nú og fyrir
efnahagshrunið. Í síðustu uppsveiflu
hafi verið hægt að taka 100% íbúða-
lán en nú sé lánshlutfallið hæst 85%
hjá almennum lántökum. Næsta
kastið séu meiri líkur en minni á enn
frekari vaxtalækkunum. Aukið hlut-
fallslegt vægi óverðtryggðra íbúða-
lána geti aukið líkur á því að vaxta-
lækkanir Seðlabankans skili sér í
lægri íbúðalánavöxtum.
Spurður hvort lántökukostnaður á
Íslandi sé að nálgast hin norrænu
löndin segir Elvar Orri vaxtakjörin
aðeins einn af mörgum þáttum í
heildarkostnaði við að eignast og reka
húsnæði. Til dæmis sé húshitunar-
kostnaður allt að 3,5 sinnum hærri
annars staðar á Norðurlöndum.
Það sé betri mælikvarði að miða við
hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráð-
stöfunartekjum. Á þann mælikvarða
sé Ísland samkeppnishæft við hin
norrænu löndin.
Ari Skúlason, sérfræðingur hjá
Landsbankanum, segir marga þætti
hafa áhrif á kaupgetu almennings í
húsnæði. Almennt megi þó fullyrða að
vaxtaumhverfið á Íslandi sé hagstæð-
ara en áður og horfur á jafnvel enn
frekari vaxtalækkunum. Fjármagns-
kostnaður sé því að lækka. Munurinn
á Íslandi og hinum norrænu löndun-
um sé að minnka hvað þetta varðar.
Nálgast hin norrænu löndin
„Við höfum verið með miklu hærra
vaxtastig á Íslandi. Umræður um
vaxtastigið hafa þó verið skrítnar.
Það er lítið rætt um stærð íslenska
fjármálakerfisins og álögur í banka-
kerfinu. Þegar leiðrétt er fyrir þess-
um þáttum hafa vaxtakjörin á Íslandi
nálgast mikið kjörin annars staðar á
Norðurlöndum,“ segir Ari.
Hann segir raunverð fasteigna á
höfuðborgarsvæðinu hafa verið stöð-
ugt í lengri tíma, eða um 60% hærra
en 2011. Horfur séu á að nafnverð
hækki í takt við verðbólgu á næsta ári
þannig að raunverð verði stöðugt.
Ef vextir lækki meira séu meiri lík-
ur á að vextir óverðtryggðra íbúða-
lána lækki meira en vextir verð-
tryggðra lána.
Íbúðalánin sjaldan hagstæðari
Vegna vaxtalækkana hefur afborgun af dæmigerðri íbúð lækkað þrátt fyrir verðhækkanir á húsnæði
6%
5%
4%
3%
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Verðtryggðir vextir íbúðalánaÓverðtryggðir vextir íbúðalána
Lægstu skráðu breytilegu vextir óverðtryggðra íbúðalána frá 21. mars 2010 til 21. sept. 2019 Lægstu skráðu fastir vextir verðtryggðra íbúðalána frá 21. mars 2010 til 21. sept. 2019
9%
8%
7%
6%
5%
4%
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
10 daga tölur nema fyrir lífeyrissjóði sem eru
mánaðarlegar. Heimildir: Seðlabanki Íslands.
*Meðaltal vaxta hjá Arion banka, Íslandsbanka og
Landsbanka. Engin gögn fyrir Arion banka fyrir 1.12.
2013 nema frá 11.2.-1.5. 2011 . **Meðaltal vaxta
Gildis lsj., Lífsverks og Lsj. starfsm. ríkisins.
Meðalvextir viðskiptabankanna*
Meðalvextir lífeyrissjóða**
Vextir Íbúðalánasjóðs***
Meðalvextir viðskiptabankanna*
Meðalvextir lífeyrissjóða**
*Meðaltal vaxta hjá Arion banka,
Íslandsbanka og Landsbanka.**Meðaltal
vaxta Almenna lsj., Festu lsj., Frjálsa lsj.,
Gildis lsj., Lífsverks, Lsj. starfsm. ríkisins,
Lsj. v erslunarmanna, Stapa lsj. og
Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. ***Vextir
Íbúðalánasjóðs miðast við verðtryggða
vexti íbúðalána með uppgreiðsluþóknun
frá og með desember 2005, en án upp-
greiðsluþóknunar fyrir þann tíma.
10 daga tölur nema fyrir lífeyrissjóði sem eru mánaðarlegar.
Heimildir: Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands.
Íslandsbanki og
Landsbanki Íslands
Arion banki
og Íslandsbanki
1. mars
2015
Frá 1. des. 2013: Arion
banki, Íslandsbanki og
Landsbanki Íslands Frá 1. mars 2013: Arion
banki, Íslandsbanki og
Landsbanki Íslands
5,77%
5,50%
4,20%
3,52%
3,23%
5,24%
4,50%
8,25%
5,49%
Húsnæðisverð og greiðslubyrði húsnæðislána
2010-2019
24,7
16,6
37,7
23,1
38,8
25,9
2010 2017 2019 2010 2017 2019
Höfuðborgarsvæðið Nágrannasveitarfélög höfuðborgarsv.***
Húsnæðisverð, milljónir kr.*
Húsnæðislán, 70% af kaupverði húsn.
Greiðslubyrði, þús. kr. á mánuði:**
Óverðtryggt lán
Verðtryggt lán
*Meðalraunverð á u.þ.b. 80 m2 íbúð í fjölbýli byggðri á árunum 1985-2000 á núvirði skv. vísitölu neysluverðs.
**Mánaðarleg greiðsla af 25 ára láni á lægstu breytilegum vöxtum, óverðtryggðum og verðtryggðum (miðað við 3%
verðbólgu yfir lánstímann). ***Suðurnes, Akranes, Ölfushreppur, Hveragerði og Selfoss. Heimild: Íbúðalánasjóður.
102
164 162
69
101
84
127
137
127
85
84
108
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vegna vaxtalækkana hefur mánaðar-
leg afborgun af dæmigerðu íbúðaláni
lækkað um rúmar 10 þúsund á mán-
uði frá 2017. Miðað er við 70% láns-
fjárhlutfall af 80 fermetra íbúð í fjöl-
býli á höfuðborgarsvæðinu sem
kostar 38,8 milljónir króna. Lánið er
verðtryggt og til 25 ára.
Þetta kemur fram í útreikningum
Guðmundar Sigfinnssonar, hagfræð-
ings hjá Íbúðalánasjóði, fyrir Morg-
unblaðið. Hann segir aðspurður að
samhliða betri vaxtakjörum hafi laun
á Íslandi hækkað að meðaltali um
16,7% frá byrjun árs 2017. Þá hafi
kaupmáttur launa á Íslandi aukist
yfir sama tímabil um 8,4%.
Miðað við lægstu vexti
Útreikningar Guðmundar eru hér
endurgerðir í töflu. Miðað er við
lægstu vexti sem eru í boði á verð-
tryggðum og óverðtryggðum lánum.
Eins og sjá má hefur íbúðaverð
hækkað mikið frá árinu 2010. Árið
2017 er hér líka valið til samanburðar
vegna þess að það var þensluár og af
því að vextir hafa síðan lækkað.
Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551
Fallegar
jakkapeysur,
slæður, töskur
LISTHÚSINU
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14