Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 ✝ Anna Ragn-heiður Guðna- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 25. janúar 1942. Hún lést á Land- spítalanum 27. september 2019. Hún var dóttir hjónanna Mar- grétar Halldórs- dóttur, f. 22. júlí 1904, d. 8. maí 1990, og Guðna Pálssonar, f. 18. maí 1894, d. 6. september 1959. Tveggja ára gömul fluttist hún með foreldrum sínum að Hverf- isgötu í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu í þrjú ár eða þar til þau fluttu á Vitastíg 9 í sama bæ og var það heimili Önnu þar til hún hóf búskap með eiginmanni sín- um árið 1967. Anna var einkabarn foreldra sinna en fyrir átti Guðni dæt- urnar Guðfinnu og Theódóru 1981. Þeirra börn: Logi, f. 2008, Auður Alice, f. 2012, og Jón Úlf- ur, f. 2017. c) Íris Ásmundar- dóttir, f. 2000. 2) Kristrún, f. 29. október 1967, maki Stefán Rafn Stefánsson, f. 12. nóvember 1964. Börn: a) Birgir Rafn Stef- ánsson, f. 1994. b) Andri Rafn Stefánsson, f. 1999. c) Guðný Björk Stefánsdóttir, f. 2001. 3) Guðni, f. 6. janúar 1971, maki Guðrún Elísa Þorkelsdóttir, f. 7. september 1968. Börn Guðna frá fyrra hjónabandi: a) Jason Guðnason, f. 1998. b) Anna Ragnheiður Guðnadóttir, f. 2001. c) Viktor Darri Guðnason, f. 2003. Börn Elísu frá fyrra hjónabandi: a) Garðar Þór Pét- ursson, f. 1995. b) Ísak Péturs- son, f. 1998. c) Hafrún Sigríður Pétursdóttir, f. 2004. Anna vann hin ýmsu störf á lífsleiðinni en lengst af og til starfsloka við umönnun á deild- um og aðstoð við sjúkraþjálfun á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði þar sem mannkostir hennar nýttust vel. Útför Önnu Ragnheiðar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði í dag, 4. október 2019, klukkan 15. sem báðar eru látn- ar. Hinn 1. desem- ber 1966 giftist Anna eftirlifandi eiginmanni sínum Birgi Eyjólfssyni, f. 27. apríl 1940, son- ur Kristrúnar Ís- leifsdóttur, f. 25. júní 1909, d. 27. mars 1997, og Eyj- ólfs Ólafssonar, f. 24. apríl 1915, d. 17. apríl 2015. Saman áttu þau og ólu upp börnin sín þrjú þau: 1) Margréti Alice, f. 10. október 1960, maki Ásmundur Jónsson, f. 3. desem- ber 1967. Börn: a) Anna Hlín Gunnarsdóttir, f. 1982, maki Fróði Steingrímsson, f. 1980. Þeirra börn: Finnur, f. 2010, Stella Margrét, f. 2015, og Stormur Freyr, f. 2017. b) Thelma Gunnarsdóttir, f. 1984, sambýlismaður Jón Óskarsson, f. „Sannleikurinn finnst ekki í bókum – ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag.“ (Halldór Laxness) Þessi orð Nóbelskáldsins eiga vel við þegar minnst er elsku tengdamóður minnar Önnu Ragnheiðar Guðnadóttur sem kvaddi þennan heim svo skyndi- lega hinn 27. september síðastlið- inn. Fáum manneskjum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem svo heið- arlega, áreynslulaust og einlæg- lega opnaði faðm sinn og hjarta þeim sem næst henni stóðu. Æv- inlega tilbúin að rétta hjálpar- hönd svo óendanlega óspör á að sýna umhyggju, alúð og hlýju. Það fékk ég svo sannarlega að reyna. Frá fyrsta degi tók hún mér og börnunum mínum opnum örmum með fangið fullt af vin- semd, skilningi og ástúð. Það verð ég ævinlega þakklát fyrir. Það voru forréttindi að fá að kynnast Önnu og öllum hennar mannkostum. Með innsæi sínu, umburðarlyndi, æðruleysi og næmi fyrir samferðafólki hefur hún að mörgu leyti breytt gild- ismati mínu og ég held að það sé ekki ofsagt að kynnin við hana hafi gert mig að betri manneskju. Fjölskyldan var henni allt og hún lagði mikið upp úr því að hafa fólkið sitt nærri sér. Ævinlega vakin og sofin yfir velferð þeirra, gætti vel að hverjum og einum með hvatningu, hrósi og kærleika að leiðarljósi. Hún hafði yndislega nærveru, sýndi samferðafólki sínu mikinn áhuga, var ræðin og sagði skemmtilega frá. Það var alltaf gott að koma til hennar og Bigga á Norðurbakk- ann þar sem boðið var upp á sam- bland af hlýju, góðu spjalli, ógleymanlegum skemmtisögum, nærandi og uppbyggilegum sam- ræðum ásamt vingarnlegum ábendingum, óendanlegri um- hyggju, hressandi kaffisopa og góðu meðlæti. Anna hafði hárbeittan „húm- or“ svo stundum þótti sumum nóg um. Hún var hrein og bein, lá ekki á skoðunum sínum og talaði tæpitungulaust ef því var að skipta. Í mörg ár vann hún við umönn- un á Sólvangi og þegar hún rifjaði upp þann tíma mátti glöggt heyra hversu mikla umhyggju hún bar fyrir skjólstæðingum sínum. Þar hafa eðlislægir eiginleikar henn- ar notið sín vel. Hún var einstaklega skilnings- rík og umburðarlynd gagnvart fólki sem hefur orðið undir í lífs- baráttunni og var snillingur í að sjá það góða í hverjum og einum. Það haustar og fagrir haustlit- ir klæða heiðar og fjöll. En það haustaði allt of snemma í lífi elsku Önnu okkar og ástvinir hefðu svo mikið viljað njóta samvista við hana svo miklu, miklu lengur. Margir eiga um sárt að binda enda er stórbrotin kona, sem var elskuð af svo mörgum að kveðja þessa jarðvist. Hún hefur snert líf margra með elsku sinni og manngæsku og mun minning hennar lifa um ókomna tíð í börnum hennar, barnabörnum, barnabarnabörn- um og eins í hjörtum okkar hinna. Yndislega Anna, þar til að við hittumst aftur megi Guð geyma þig Þín tengdadóttir Elísa. Elsku amma. Það er svo stutt síðan ég sagði þér að þú værir uppáhalds amm- an mín. Þú sagðir að það væri af því að ég ætti bara eina. Ég svar- aði að þó svo að ég ætti hundrað værirðu samt uppáhalds. Það er svo sárt að kveðja þig svona snemma, elsku amma. Mínar uppáhalds minningar frá því í æsku eru óteljandi margar frá Erluhrauni 4. Allt drullumallið í þvottahúsinu, allar pönnukök- urnar sem sumar enduðu á hausnum á þér, allt blótið sem ég lærði af þér en var of huglaus til að hafa eftir þér, allar sögurnar um Jóa Pétur sem þú spannst svo hratt að það var eins og hann væri til. Við systurnar fengum oft að gista og þegar lætin voru sem mest í okkur kom og afi og sagði að ef við færum ekki að sofa myndi hann senda „sýsla“ inn til okkar. Við vorum pínu stressaðar en samt alveg jafn spenntar að fá þig inn því þú varst alltaf jafn góð við okkur. Við fengum okkar eig- ið pláss í gróðurhúsinu en næst Anna Ragnheiður Guðnadóttir ✝ Kristmar Arn-kelsson fæddist í Ólafsvík 19. febr- úar 1943. Hann lést á nýrnadeild Land- spítalans við Hring- braut 20. septem- ber 2019. Foreldrar hans voru Aðalheiður Jó- hannsdóttir frá Fagurhól, Ólafsvík, f. 27. apríl 1917, d. 4. október 1971, og Arnkell Jón- as Einarsson frá Reykjavík, f. 15. október 1920, d. 7. mars 1985. Hálfsystir Kristmars sam- mæðra er Hlíf Björk Sigurð- ardóttir, f. 25. desember 1945. Eiginmaður hennar er Árni Ólafur Sigurðsson. Þau eru bú- Kristmar ólst upp hjá móður sinni og afa í Fagurhól í Ólafs- vík. Þegar hann var í kringum tvítugt flutti hann í Brúarholt 8 í Ólafsvík og bjó þar allt sitt líf. Kristmar byrjaði ungur að árum að vinna við ýmis störf í landi. Þar má nefna sem vörubílstjóri, rútubílstjóri, vöruflutningabíl- stjóri, veghefilsstjóri og lög- reglumaður. Einnig vann hann sem handflakari í fiskvinnslu. Tónlist lék stórt hlutverk í lífi hans og var hann meðal annars meðlimur í hljómsveitinni Ómó frá Ólafsvík þar sem hann spil- aði á saxófón. Útför Kristmars fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag, 4. októ- ber 2019, og hefst hún klukkan 14. sett á Skagaströnd. Hinn 15. nóvember 1980 kvæntist Krist- mar Þórdísi Ingi- björgu Ólafsdóttur. Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarni Ólafsson, f. 27. mars 1911, d. 9. ágúst 1979, og María Þorbjörg Maríasdóttir, f. 17. maí 1914, d. 4. októ- ber 1989. Þau skildu. Þau eignuðust eina dóttur, Að- alheiði Jóhönnu, f. 6. ágúst 1980. Börn hennar eru: a) Ísmael Krist- mar, f. 30. september 2008, b) Sara Rakel, f. 18. september 2011, c) Lilya Þórdís, f. 4. janúar 2015, d) Adam Þór, f. 22. júlí 2016. Þau eru búsett í Frakklandi. Elsku pabbi minn. Þau verða mér þung sporin sem ég tek í dag þegar ég fylgi þér síðasta spölinn. Það er stórt skarð höggvið í litla fjölskyldu þegar svo mikilvægur hlekkur fellur frá. Nú er komið að kveðju- stund og mikið er það sárt. Með hjálp nútímatækni gastu tekið virkan þátt í okkar daglega fjölskyldulífi úti í Frakklandi sem gerði fjarlægðina bærilegri. Það var hringt á hverjum degi, stundum oftar, sungið með börnunum, glaðst saman í af- mælum og á jólum, svo ef eitt- hvað bilaði hringdi maður í pabba og þá var málunum redd- að gegnum skype. Síðustu vikurnar þínar voru erfiðar. Það var ekki auðvelt að horfa upp á pabba sinn svona mikið veikan en huggun að vita að við vorum öll sameinuð í síð- asta sinn og barnabörnin gátu knúsað þig og kysst enda brostir þú eins og sól í heiði í hvert sinn sem þau gengu inn í sjúkrastof- una til þín. Það er yndislegt að sjá að svo litlar verur geti glatt mannshjartað eins og raun er en alltaf gast þú brosað og glaðst yf- ir að sjá andlit þeirra þrátt fyrir að þróttur þinn leyfði vart meira. Þú átt nú helling í yngsta barna- barninu þínu honum Adam Þór, og hafðir þú lúmskt gaman af því að fylgjast með honum svipta öllu upp eins og ekkert væri og sagðir svo: „Ætlar þú að vera sterkur eins og afi?“ Heljarmenni varst þú að burð- um þegar þú varst upp á þitt besta. Fórst nú létt með Full- sterk og Húsafells-helluna. Gerð- ir bestu kjötsúpuna og heita kakóið þitt var nú frægt en eng- um hefur tekist að útbúa það eins gott og þú. Elsku pabbi og afi, þú munt lifa í minningum okkar að eilífu og aldrei gleymast. Ég kveð þig nú í hinsta sinn en veit að við sjáumst aftur. Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt en jörðin fær hlutdeild í himninum þar búa ekki framar neinar sorgir og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. (Halldór Laxness) Þín dóttir, Aðalheiður Jóhanna. Nú er komið að kveðjustund, elsku Kristmar. Okkur langar í nokkrum orð- um, elsku bróðir og mágur, að minnast þín. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig, þú hafðir einstakt minni og mundir eftir ótrúlegustu atburðum á lífsleið- inni. Við sitjum hér og skrifum um þær góðu stundir sem við átt- um saman, sem voru því miður allt of fáar. Ástæðan kannski þar að það var langt á milli okkar, þú í Ólafsvík og við á Skagaströnd. Við höfðum reglulega samband við þig í síma og spjölluðum þá æði lengi saman. Það var dýr- mætt að heyra þig ræða um elsku Aðalheiði dóttur þína og litlu afa- gullin þín sem búa í Frakklandi, en hugur þinn var alltaf þar alla tíð. Það hafa verið erfiðir tímar hjá þér undanfarið vegna veik- inda og átakanlegt var að hitta þig þá en jafnframt ánægjulegt. Alltaf höfðum við trú á því að þú myndir koma til baka á einn eða annan hátt. En við vonum sannarlega að þú hvílir nú á betri stað eftir að þú yfirgafst þetta líf. Elsku Aðalheiður Jóhanna, Ísmael Kristmar, Sara Rakel, Li- lya Þórdís og Adam Þór. Við vottum ykkur öllum okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Megi Guð geyma þig, elsku Kristmar okkar. Hlíf og Árni. Elsku Kristmar frændi. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Aðalheiður Jóhanna, Ísmael Kristmar, Sara Rakel, Li- lya Þórdís og Adam Þór. Við systir vottum ykkur öllum okkar innilega samúð á þessum erfiðu stundum. Aðalheiður Sif, Halla Kristín og Elva Dröfn. Minningarnar birtast hver af annarri þegar ég rifja upp sam- skiptin við æskuvin minn Krist- mar Arnkelsson frá Fagurhóli í Ólafsvík. Hann gerði ekki víð- reist og var ekki mikið fyrir að fara að heiman til starfa eða dval- ar og hann átti alla tíð heimili í fæðingarbænum sem var honum mjög kær og hann bar samfélagið í Ólafsvík mjög fyrir brjósti. Á æskuárum Kristmars var leik- svæði okkar krakkanna í þorpinu fjaran og höfnin, Gilið og farveg- ur þess, Kotlækurinn, Tvísteina- hlíðin og Stekkjarinn þar sem var róið á heimasmíðum kajökum í sumarblíðunni eða stigið á skauta þegar færi gafst að vetri. At- hafnasvæði okkar var einnig á túnunum í námunda við Kot þar sem fjölskylda Kristmars reisti sér síðar myndarlegt hús og þar átti hann sitt heimili. Það var gott að eiga Kristmar að vini svo hæg- látur og traustur sem hann var jafnt á unglingsárunum sem þá er hann var orðinn fullorðinn. Allt sem Kristmar tók sér fyrir hendur var framkvæmt af yfir- vegun, fyrirhyggju og það var ekki flanað að hlutunum. Starfsferill hans mótaðist af umhverfinu og þeirri staðreynd að hann hóf mjög ungur að vinna fulla vinnu og sjá fyrir sér sjálfur. Og það lá þá beint við að hefja störf í fiskvinnslu í þorpinu þar sem allt snérist um sjávar- útveginn. Síðar gerðist hann bif- reiðarstjóri og hann rak eigin vörubifreið um árabil. Þá vann hann við akstur hjá öðrum og starfaði sem vélamaður hjá Vega- gerðinni. Kristmar hafði mikinn áhuga á tónlist. Saxófónn var uppáhaldshljóðfærið og hann lagði rækt við að ná tökum á saxófónleik og kynnti sér tónlist þar sem blásturshljóðfæri komu við sögu. Um tíma lá leið okkar saman í hljómsveitunum ÓMÓ og Þyrnum sem léku fyrir dansi á Snæfellsnesi og Dölum. Við nut- um mjög þeirrar vináttu sem skapaðist á hljómsveitarárunum. Hljómsveitin hafði æfingarað- stöðu í skólanum en einnig á heimili foreldra minna í Borgar- túni í Ólafsvík. Þar voru stofurn- ar lagðar undir æfingar á lögum Bítlanna, Shadows, Kinks og tón- list sem hentaði fyrir gömlu dansana sem voru stundaðir á öll- um dansleikjum á þeim tíma. Voru margar ferðir farnar til að leika á sveitaböllum svo sem á Breiðabliki, Görðum, Arnarstapa að Staðarfelli í Dölum og í Dala- búð, en oftast var spilað í Röst- inni Hellissandi og Samkomuhús- inu í Ólafsvík. Þegar hluti hljóðfæraleikaranna fór að heim- an til skólagöngu í höfuðborginni var þeirri skemmtilegu iðju að spila á dansleikjum hætt. Sá ánægjulegi og eftirminnilegi tími var jafnan rifjaður upp þegar við Kristmar hittumst. Hestmennska og hrossarækt var mikið áhugamál hjá Krist- mari. Þar lágu leiðir okkar saman í hestamennsku og mótahaldi á Kaldármelum í Kolbeinsstaða- hreppi þegar stórmót Hesta- mannafélagsins Snæfellings voru haldin með miklum tilþrifum. Samskipti okkar Kristmars hafa ekki verið mikil hin síðari ár en það gladdi okkur Kristmar báða að dætur okkar tengdust vina- böndum þegar þær dvöldu sam- tímis við nám og störf í Montpel- lier í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Að leiðarlokum vil ég minnast Kristmars vinar míns með virðingu og þökk og sendi Aðalheiði dóttur hans og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Blessuð Kristmar Arnkelsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORLEIFSSON símaverkstjóri, Einbúablá 44, Egilsstöðum, lést á Landspítalanum mánudaginn 30. september eftir stutt veikindi. Kári Hólm Þórleifur Hólm Guðríður Björg Guðmundur Hólm Stefán Bjarnar og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, DR. HALLDÓR I. ELÍASSON stærðfræðingur, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, lést á Landspítalanum 1. október. Jarðarför auglýst síðar. Björg Cortes Stefánsdóttir Stefán V. Halldórsson Anna Margrét Halldórsdóttir Haraldur Darri Þorvaldsson Steinar Ingimar Halldórsson Xue Li og barnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, BARBRO S. ÞÓRÐARSON lyfjafræðingur, lést þriðjudaginn 1. október á Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 10. október klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Tryggvi V. Traustason Kristín Þorvaldsdóttir Ásta M. Traustadóttir Óskar Sveinsson Íris Ó. Tryggvadóttir Anton Ström Helena R. Tryggvadóttir Hlynur G. Inguson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.