Morgunblaðið - 04.10.2019, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
✝ Birna Ásgerð-ur Björnsdóttir
fæddist á Ísafirði
14. ágúst 1926. Hún
lést 29. september
2019 á hjúkrunar-
heimilinu Eir, þar
sem hún hafði dval-
ist frá árinu 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Þórkatla
Þorkelsdóttir, f. á
Alviðru í Dýrafirði
1. mars 1885, d. 23. ágúst 1975,
dóttir Þorkels Árnasonar frá
Dýrafirði og Guðfinnu Jóns-
dóttur, og Björn Friðfinnsson
sjómaður á Ísafirði, f. á Atl-
astöðum í Svarfaðardal 26. febr-
úar 1888, d. 28. ágúst 1926, son-
ur Friðfinns Jónssonar bónda á
Atlastöðum í Svarfaðardal og
Guðrúnar Björnsdóttur. Al-
systkini Birnu voru Guðrún Sal-
vör Björnsdóttir Poulsen, f.
1914, Haraldur Ágúst Björns-
son, f. 1915 er varð úti við Siglu-
fjörð 4. nóvember 1935, Guð-
björg Páley Björnsdóttir Smith,
f. 1917, og Sigríður Björnsdóttir
Proppé, f. 1921. Sammæðra
voru Henrý Alexander Hálfdán-
arson, f. 1904, og Þórhildur
María Hálfdanardóttir, f. 1907.
og Ösp, f. 2. desember 2011. 2)
Pétur, f. 25. ágúst 1960, d. 12.
ágúst 1987.
Eftir lát föður Birnu nokkr-
um dögum eftir fæðingu hennar
voru þrjú systkini Birnu sett í
fóstur en Birna bjó áfram með
móður sinni og Guðrúnu elstu
systur sinni. Fyrstu árin bjuggu
þær á Ísafirði og síðan í Djúpu-
vík og á Siglufirði. Sjö ára flutti
hún með móður sinni til Reykja-
víkur og gekk þar í Miðbæj-
arskólann. Þá fluttist hún með
móður sinni á Sumarliðabæ í
Rangárvallasýslu og var í far-
skóla þar næstu þrjú árin. Hún
fluttist aftur til Reykjavíkur og
lauk grunnskólaprófi þar og
settist síðan í Kvennaskólann í
Reykjavík. Eftir nám vann hún
á Landsímanum á langlínumið-
stöðinni þar til hún fór í hús-
mæðraskóla í Valdres í Noregi
1946 og dvaldi þar í eitt ár. Þau
Pétur Pálsson dvöldu í Montreal
í Kanada í fimm ár þar sem Pét-
ur menntaði sig í verkfræði og
hún starfaði hjá kanadíska
lyfjafyrirtækinu Hornes Ltd.
Eftir heimkomuna settust þau
að í Reykjavík. Hún starfaði
lengst af við heimilisstörf, en
fór út á vinnumarkaðinn á
miðjum aldri, þá fyrst á skrif-
stofu Bananasölunnar og síðan
á sambýli fyrir þroskahefta í
Drekavogi.
Útför Birnu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 4. október
2019, klukkan 15.
Birna giftist 7.
ágúst 1948 Pétri
Pálssyni, f. 5. apríl
1926, d. 26. janúar
2007. Foreldrar
hans voru Þórunn
Sigríður Péturs-
dóttir húsfreyja, f.
28. febrúar 1902, d.
29. október 1987,
dóttir Péturs Þor-
steinssonar, prests
í Eydölum í Breið-
dal og Hlífar Bogadóttur Smith,
og Páll Magnússon, lögfræð-
ingur í Reykjavík, f. 27. sept-
ember 1891, d. 19. febrúar 1985,
sonur Magnúsar Bl. Jóhanns-
sonar, prests í Vallanesi á
Fljótsdalshéraði og Ingibjargar
Pétursdóttur Eggerz.
Börn Birnu og Péturs eru: 1)
Ingibjörg, f. í Reykjavík 1. jan-
úar 1953. Sonur hennar og
barnsföður hennar, Eriks Splitt-
orff, er Björn Börkur, f. í Árós-
um í Danmörku 16. júní 1979.
Hann er í sambúð með Hrefnu
Sif Gunnarsdóttur Lilliendahl, f.
29. júlí 1988. Dætur Björns
Barkar og fv. sambýliskonu
hans, Hrundar Guðmunds-
dóttur, f. 20. desember 1979,
eru Fura, f. 4. desember 2005,
Ég kann enn þá nöfnin á öllum
mánuðum ársins vegna þess að
hún amma mín kenndi mér þá.
Með fyrstu minningum mínum
af henni ömmu þá sitjum við í
heita pottinum inni í orkideuhaf-
inu í gróðurhúsinu á Fjólugöt-
unni. Ég sit í fanginu á henni og
froðu-bubblurnar eru mannhæð-
arháar. Afi sagaði nefnilega gat á
útvegginn á húsinu og byggði
innangengt glerhýsi við, fyllti það
með suðrænum plöntum og setti
upp viðar heitan pott og vatns-
ræktunarkerfi, hvorttveggja
örugglega það fyrsta sinnar teg-
undar á Íslandi.
Amma leyfði afa að hafa tróp-
ísku plönturnar sínar í friði í loft-
sagsstillta gróðurhúsakerfinu
sínu, hennar ástríða var hins veg-
ar garðurinn þar sem uppáhaldið
var allir krókusarnir sem komu
fyrstir og stoltið var bóndarós-
irnar sem fengu ómælda umönn-
un. Þar eyddi hún mörgum
stundum og lítill þröstur elti klór-
una hennar og hún gjuggaði að
honum einum og einum ána-
maðki. Ég var náttúrlega klifr-
andi uppi í trjánum eins og apa-
köttur í kringum hana – leikandi
lausum hala en undir vakandi
augum.
Við vorum þarna á Fjólugöt-
unni og á Laufásveginum fé-
lagarnir, skólabræðurnir og
frændurnir í hverfinu, það var
alltaf mest kósí að vera uppi hjá
henni í eldhúsinu með heitt kakó
og kex – og á veturna passaði hún
upp á að vera með nægan auka-
búnað fyrir þá húfu- og vettlinga-
lausu.
Í sumarbústaðnum, þar sem
við eyddum öllum helgum, öfugt
við alla þá sem vildu halda mús-
unum frá, laumaði hún ostbitum
út á pall fyrir hagamýsnar sem
vöndust á matargjafirnar frá
henni og þurftu þá ekkert að leita
inn. Ég man eftir henni með álft-
irnar á Álftavatni í atferlisskoðun
með kíkinum sínum eitt sumarið
– og fylgdist þá með hvernig ein
kvenálftin var lögð í einelti af hin-
um kvensunum. Amma var alveg
miður sín og við urðum auðvitað
öll þátttakendur í þessu drama.
Ég kveð hana elsku ömmu
mína með sárum söknuði og
þakka henni fyrir allt sem hún
gaf mér og kenndi mér. Hún var
lengi sú eina sem sá að ég var
hneigður til sköpunar, hvatti mig
oft og títt og hún á stóran þátt í
því að ég hafði seinna kjark til að
hætta snemma í menntaskóla og
fara út í listnám.
Börkur.
Elsku Birna frænka okkar er
látin, litla systir hennar mömmu.
Birna og Pétur bjuggu lengi
nálægt okkur og var mikill sam-
gangur á milli systranna. Við
systurnar dáðumst mikið að
Birnu frænku, sem var alltaf svo
falleg og fín. Hún var sannkölluð
heimsdama og minnti helst á
kvikmyndastjörnu. Eftir heim-
komu frá Kanada kenndi hún
mömmu að elda spennandi rétti
og var spagettí með kjötsósu
uppáhaldsrétturinn okkar lengi á
eftir.
Heimilið hennar og Péturs var
einstaklega fallegt, búið flottum
húsgögnum og listaverkum og
sumarbústaðirnir glæsilegir og
móttökurnar einstaklega hlýleg-
ar.
Hún var mjög góð við okkur
systurnar og gátum við alltaf leit-
að til hennar ef á þurfti að halda.
Þegar mamma okkar fékk berkla
og dvaldi á Reykjalundi kom
Birna með Ingibjörgu og dvaldi
hjá okkur sumarlangt.
Takk, elsku Birna, fyrir mik-
inn hlýhug í okkar garð.
Elsku Ingibjörg, Börkur og
dætur, við vottum ykkur innilega
samúð.
Katla, Hekla,
Hrefna og Birna.
Nútímakona og Reykjavíkur-
mær, alltaf bjart bros og hlýtt
viðmót.
Birna Ásgerður var glaðleg,
félagslynd og falleg kona. Glæsi-
leg og létt á fæti, heimavinnandi,
útivinnandi.
Hún er órjúfanlegur hluti af
fjölskylduheild, ein af mömmu-
num. Færði okkur krakkahópn-
um djús eða mjólk út í sólina, út á
pall, út á tún, út í garð í marglit
glös á bakka, bleik, fjólublá, gul –
kannski hún hafi komið með þau
frá Kanada? Kæfubrauð, kex eða
súkkulaðikaka uppi í sumó eða í
bænum. Stór súkkulaðikaka.
Í minningunni er nýtískulegt
og fallegt heimili, breiður rauður
hægindastóll, eikarklæddur
veggur, hornsófi úr einingum,
einn svartur veggur. Segulbands-
upptökutæki, plötuspilari og út-
varpssamstæða Péturs frænda
innfelld.
Flott formað gult eldhúsborð
með stálfæti, amerísk þvottavél,
amerískur þurrkari. Nýinnréttuð
risíbúð fyrir 1960. Þá og síðar,
alltaf smekklegt og notalegt þar
sem Birna réð ríkjum. Fallegur
gróður og blóm en það sem meira
var um vert, allir velkomnir.
Það var sjálfsagt, sjálfsagður
hluti af tilverunni að eiga góða að,
að eiga skjól í þeirri miðju sem
hverfðist um afa og ömmu á
Laufásveginum, þar sem allir
áttu leið um, þangað sem allir
komu og voru mömmur, pabbar,
frændur, frænkur, tengdadætur,
tengdasynir, ömmusystur eða
afabræður, spilafélagar, sauma-
klúbbur, náskyldir eða fjarskyld-
ir, nýlegir eða góðir gamlir vinir.
En það var auðvitað bara tóm
heppni. Heppin var ég þá og mín
börn einnig síðar, Þorgrímur
Darri og Ingibjörg Jara, að vera
hluti af heildinni, að Birna var
hluti af miðjunni, að Birna bjó í
sama húsi, aðeins fjær eða í
næsta húsi.
Heppin að við áttum í Birnu og
dýrmætt að hún vildi eiga hlut í
okkur.
Við þökkum henni allt það og
sendum Ingibjörgu, Birni Berki
og dætrum samúðarkveðjur.
Þórunn Sigríður
Þorgrímsdóttir.
Birna Ásgerður
Björnsdóttir
✝ GrímurHvammsfjörð
Leifsson fæddist í
Galtarvík, Skil-
mannahreppi, 26.
desember 1936.
Hann lést á Land-
spítalanum Foss-
vogi 23. september
2019.
Foreldrar hans
voru Leifur Gríms-
son, f. 1896, d.
1983, bóndi í Galtarvík, Skil-
mannahreppi, og kona hans,
Hólmfríður Sigurðardóttir hús-
freyja, f. 1892, d. 1968.
Grímur er yngstur sjö systk-
ina en þau eru: Jóhannes, f.
1920, Ásgerður, f. 1921, d.
2018, Sigmundur, f. 1923, d.
1995, Sigurður, f. 1926, d. 2013,
Ingiríður Helga, f. 1928, d.
2017, og Hákon, f. 1931, d.
1994.
Grímur kvæntist Önnu Jepp-
sen kennara, f. 4. maí 1939, d.
Ágústsson. Börn þeirra eru
Hrafnhildur Eyrún og Brímir
Alexander. b) Ellen Rún. c) Arn-
ór Gauti.
Grímur ólst upp í Galtvarvík,
Skilmannahreppi, þar til hann
flutti til Reykjavíkur og hóf bú-
skap með Önnu. Grímur lærði
rafvirkjun hjá Sigurði bróður
sínum. Að námi loknu, árið
1960, fluttu þau Anna til Húsa-
víkur og stofnuðu þar Raftækja-
vinnustofu Gríms & Árna með
vinafólki sínu Árna Vilhjálms-
syni rafvirkjameistara og Helgu
Magnúsdóttur málarameistara.
Bjuggu þau þar til 1985 en
fluttu þá aftur til Reykjavíkur.
Grímur var félagi í Frímúr-
arareglunni og stofnfélagi
Lionsklúbbs Húsavíkur ásamt
Árna Vilhjálmssyni og Ásgeiri
Höskuldssyni. Hann var virkur
félagi í Lions-hreyfingunni allt
til síðasta dags. Á þeim tíma sem
Grímur og Anna bjuggu á Húsa-
vík tóku þau bæði virkan þátt í
starfi Leikfélags Húsavíkur.
Útför Gríms fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 4.
október 2019, klukkan 13.
15. desember 2015,
hinn 13. júní 1959.
Börn Gríms og
Önnu eru: 1) Emil,
f. 8. apríl 1960.
Maki Rikke Elkjær
Knudsen. Börn
þeirra eru Emma
Soffía og Anna
Björk. 2) Leifur, f.
26. maí 1962. Maki
Elsa Hrönn Reyn-
isdóttir. Börn
þeirra eru: a) Matthías. Sam-
býliskona Kristjana Kristjáns-
dóttir. b) Anna Björg. Maki
Kristinn Jóhann Lund. Börn
þeirra eru Davíð Leó, Daníel
Snær og Aníta Ruth. c) Stein-
unn. d) María. e) Bjarki Már.
Maki Unnur Ósk Steinþórs-
dóttir. Barn þeirra er Valgerður
Elsa. f) Tinna Karen. g) Thelma
Lind. 3) Sigríður Sif, f. 19. febr-
úar 1969. Maki Árni Arnórsson.
Börn þeirra eru: a) Helena.
Sambýlismaður Davíð Þór
Pabbi, ég elska þig. Annað var
ekki hægt. Þú lést þó stundum
reyna vel á þá ást þegar maður
var krakki því þú gast verið hel-
víti harður og ákveðinn við okkur
Emma bróður á sínum tíma. Gast
verið „Óli Þórðar“ pabbanna, en
þá samlíkingu skilja fótbolta-
áhugamenn og þá sérstaklega
Skagamenn.
Ég veit að þú skilur ekkert
hvað ég meina, þótt þú hafir alist
upp í næsta nágrenni við Skag-
ann, sem er jú heimavöllur fót-
boltans. Fótboltinn var nefnilega
ekkert fyrir þig. En af hverju
nenntirðu samt ekki fótboltaiðk-
un okkar bræðra? Eða bara
íþróttaáhuga okkar almennt? Þú
vissir ekki einu sinni að Völs-
ungar spila í grænu! Það hefði nú
ekki drepið þig að sýna smá
áhuga. Já, eða sýna smá áhuga á
einhverju öðru í okkar lífi en
hvað við vorum lengi að skipta
um kló!
Ég held samt að þú hafir verið
þokkalega stoltur af okkur og við
staðið sæmilega undir kröfum
þínum þrátt fyrir allt. Einhvern
veginn fann maður það alltaf. Og
þér að segja þá stóðst þú, þrátt
fyrir þetta kvabb í mér núna,
mínar kröfur til þín sem pabba
og miklu meira en það.
Ég var alltaf með þig á stalli.
Þú varst algjör klettur og áreið-
anlegasti maður sem til var. Ég
var líka drullumontinn af þér.
Þér gekk vel í því sem þú tókst
þér fyrir hendur svo eftir var
tekið og ég veit að þú reyndist
mörgu fólki vel.
Auðvitað skil ég betur núna að
á mínum uppvaxtarárum hafðir
þú kannski ekki mikinn tíma fyr-
ir bolta og bull, þar sem þú varst
að byggja upp fyrirtæki af mikl-
um myndarbrag sem þú stofnað-
ir með Árna Vill vini þínum. Svo
þegar þú varst kominn yfir erf-
iðasta hjallann þar þá gast þú allt
í einu verið mjúki maðurinn sem
Sif systir fékk svo að kynnast.
Þótt ég geti ekki gefið þér 10
fyrir uppeldið verð ég samt að
gefa þér toppeinkunn fyrir það
veganesti sem þú gafst okkur
krökkunum út í lífið. Þú vildir
ekki heyra neitt væl og aum-
ingjaskap og lagðir gríðarlega
áherslu að maður „stæði sína
plikt“ eins og þú orðaðir það.
Reyndir að innprenta í okkur
dugnað og ósérhlífni. Held að þú
hefðir fílað Óla Þórðar.
Þegar þið mamma fluttuð suð-
ur sagðist þú ætla að taka það ró-
lega og dunda þér eitthvað. Því
trúði auðvitað enginn. Enda kom
það á daginn að það var alltaf
eitthvað í gangi. Hver man ekki
eftir ljósalampaframleiðslunni,
Greiðabílnum, farsímaleigunni,
síldar- og rækjusölunni, sælgæt-
isheildsölunni og ég veit ekki
hvað.
Þú varst einstaklega handlag-
inn og gast alltaf lagað alla hluti.
Það gat reyndar verið smá pirr-
andi stundum. T.d. þegar
mömmu langaði að endurnýja
gamalt raftæki. Biluð brauðrist
að morgni var klár að kvöldi.
Elsku pabbi. Nú ertu kominn
til Önnu þinnar, þangað sem þú
hefur alltaf vilja vera. Þegar
maður fór að eldast fór maður að
taka betur eftir því hvað þið
mamma voru flott hjón. Virðing-
in ykkar á milli, sjálfstæði ykkar
og það sást úr flugvél hvað þú
varst alltaf skotinn í mömmu.
Það er vel gert. Hún var líka
óskaplega skotin í þér.
Takk kærlega fyrir allt, elsku
pabbi, og skilaðu kveðju til
mömmu. Þið eruð best.
Þinn sonur
Leifur.
Hann Grímur Frændi með
stóru effi er farinn og Jói, sá elsti
af sjö systkinum, er einn eftir.
Grímur var yngstur og ég leit
alltaf á hann sem stóra frænda
minn, bæði í eiginlegri og óeig-
inlegri merkingu. Þegar ég var
að alast upp á Seyðisfirði ætlaði
ég að vera eins stór og Grímur
frændi, það tókst og ég varð
mjög stoltur af því. Mér eru
minnisstæðar ferðirnar frá Seyð-
isfirði til Reykjavíkur vegna þess
að það var alltaf komið við hjá
Grími og Önnu á Húsavík og
dvalið í einn til tvo daga í góðu yf-
irlæti. Síðar meir þegar fjöl-
skyldan flutti til Reykjavíkur var
gott fyrir mig, stamandi sveita-
strákinn, að komast undir vernd-
arvæng Karls, bróður Önnu, sem
var umsjónarkennari minn í
barnaskóla. Grímur tengdist mér
bæði í gegnum pabba og
mömmu. Í gegnum pabba sem
bróðir og í gegnum mömmu sem
sonur systur ömmu, mömmu
mömmu minnar, þannig að stóra
effið á vel við. Síðustu árin bauð
Grímur mér á þorrablót í Lions-
klúbbnum sínum sem voru haldin
um miðjan dag á laugardegi í
Hörpunni og eftir það síðasta
keyrði ég hann heim þar sem við
sátum dágóða stund og spjölluð-
um. Það var góð stund sem því
miður verður ekki hægt að
endurtaka. Ég mun sakna Gríms
en ég á góðar minningar sem
hægt verður að ylja sér við. Far-
vel Frændi.
Guðjón L. Sigurðsson.
Grímur Leifsson
Fleiri minningargreinar
um Grím Leifsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Innilegar þakkir fyrir þá samúð og hlýju sem
okkur hefur verið sýnd vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
GUNNARS ANDRÉSAR
JÓHANNSSONAR,
bónda og fyrrv. forstjóra,
Árbæ, Holtum.
Vigdís Þórarinsdóttir
Grétar Þórarinn Gunnarsson Guðríður Sigurðardóttir
Maríanna Gunnarsdóttir Ólafur Örn Ólafsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson Hafdís Svava Níelsdóttir
og afabörn
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ORRI HRAFNKELSSON
húsasmíðameistari,
lést fimmtudaginn 26. september.
Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
laugardaginn 12. október klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á hjúkrunarheimilið Dyngju.
Valgerður Valdimarsdóttir
Árdís Dögg Orradóttir Finnbogi Gunnlaugsson
Berglind Orradóttir Jóhann Þórsson
Sóley Orradóttir Pétur Wilhelm Jónasson
Þröstur Orrason Elín Ingibjörg Kristófersdóttir
Fjóla Orradóttir Viðar Benjamínsson
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ val-
inn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar