Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
✝ Nanna GuðrúnZoëga fæddist
24. september 1951
í Reykjavík. Hún
lést 30. september
2019 á Hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum.
Foreldrar Nönnu
Guðrúnar voru
Sveinn Zoëga for-
stjóri, f. 8. október
1913, d. 4. desem-
ber 1989, og Guðrún Sigríður
Jónsdóttir Zoëga húsfreyja, f. 8.
janúar 1918, d. 5. febrúar 1995.
Nanna giftist 11. desember
1971 Lárusi Johnsen Atlasyni,
flugvélstjóra, f. 22. september
1951 í Reykjavík, en hann er son-
ur hjónanna Atla Helgasonar
skipstjóra, f. 7. júlí 1926, d. 18.
september 2001, og Sifjar Ás-
laugar Johnsen húsfreyju, f. 25.
ágúst 1926, d. 12. maí 2006.
Nanna Guðrún var yngst fjög-
urra systkina: Hanna Sveins-
dóttir Zoëga, f. 1939, húsfreyja í
Kópavogi, d. 2015, Jón Gunnar
Zoëga, f. 1943, hæstarétt-
arlögmaður í Reykjavík, Anna
Sigríður Zoëga, f. 1947,
hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík.
Börn Nönnu Guðrúnar og
Lárusar eru: 1) Una Marsibil, f.
Jónsdóttur, börn þeirra eru:
Dagur Kári, f. 25. ágúst 2013, og
Nanna Sigrún, f. 30. maí 2016.
Nanna Guðrún ólst upp í Reykja-
vík og stundaði nám við Miðbæj-
arskólann og Lindargötuskólann
þar sem myndaðist vinkvenna-
hópur sem hefur haldið hópinn
til dagsins í dag. Nanna Guðrún
lærði til hárgreiðslu og öðlaðist
meistararéttindi. Síðar lauk hún
stúdentsprófi frá Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ árið 1989.
Nanna stundaði nám við guð-
fræðideild Háskóla Íslands þar
sem hún útskrifaðist sem guð-
fræðingur BA og djákni. Nanna
Guðrún vígðist til Garða- og
Bessastaðasóknar sem djákni ár-
ið 1995 og starfaði þar til
margra ára.
Nanna Guðrún tók virkan þátt
í félagsstörfum, m.a. Djákna-
félagi Íslands þar sem hún var
formaður, Oddfellow-stúkunni
Rbst.12 Barböru og Lions-
klúbbnum Eik í Garðabæ.
Nanna og Lárus hófu búskap
vestur í Bandaríkjunum árið
1971, árið 1972 fluttu þau til
Lúxemborgar en árið 1974 fluttu
þau aftur heim til Íslands og
keyptu sína fyrstu íbúð á Njáls-
götu. Á árunum 1976 til 1986
voru þau oft langdvölum erlend-
is, m.a. í Kenía og á Möltu. Árið
1982 flutti fjölskyldan í Garðabæ
þar sem þau svo bjuggu til ársins
2017 en þá fluttu hjónin í Kópa-
vog.
Útför Nönnu Guðrúnar fer
fram frá Vídalínskirkju í dag, 4.
október 2019, klukkan 15.
6. nóvember 1970,
eiginmaður hennar
er Þorsteinn Þór-
steinsson, dætur
þeirra eru Alex-
andra Dís, f. 12. maí
1992, hennar sonur
er Nóel Gunnar, f.
30. maí 2017,og
Bergrós Lilja, f. 16.
maí 1997, hennar
sonur er Gunnar
Steinn, f. 7. desem-
ber 2018, 2) Atli Sveinn, f. 8. nóv-
ember 1972, synir hans eru
Matthías Breki, f. 3. nóvember
2004, og Ernir Lárus, f. 30. nóv-
ember 2007. 3) Kristinn Ingi, f.
19. desember 1973, kvæntur
Ingibjörgu Þormar Sigfúsdótt-
ur, börn þeirra eru: Kristófer
Ingi, f. 7. apríl 1999, Arnór Ingi,
f. 23. júní 2001, og Sigríður
Svava, f. 26. desember 2005. 3)
Lárus Helgi, f. 29. maí 1978,
kvæntur Maríu Stefaníu Dal-
berg, sonur þeirra er Hilmar
Andri, f. 18. desember 2006. 4)
Sigurjón Örn, f. 2. júlí 1981,
kvæntur Berglindi Þórðar-
dóttur, börn þeirra eru: Anna
Sif, f. 25. ágúst 2007, Heimir
Halldór, f. 24. júní 2009, og Rún-
ar Örn, f. 5. nóvember 2013. 5)
Guðjón Hrafn, f. 2. júlí 1981, í
sambúð með Önnu Friðrikku
Elsku Nanna mín, núna ertu
loksins búin að fá kærkomna
hvíld eftir erfið síðustu ár. Ég er
lánsöm að hafa kynnst þér. Þú
varst svo hjartahlý, alltaf með
opinn faðm og alltaf hægt að
leita til þín.
Þú varst alltaf tilbúin í að að-
stoða við hvaða verkefni sem
var, sauma kjóla, baka púður-
sykurköku, þrífa heimili manns
eða vera með barnabörnin þín.
Það var einstakt að vera í
kringum þig, kærleikurinn var
alltaf til staðar og samband þitt
við syni þína endurspeglar það
og var það alveg einstakt. Það
sem þú varst þakklát fyrir að fá
nöfnu, litla ömmu gullið hana
Nönnu Sigrúnu. Allt fram á síð-
ustu stundu sá maður gleðina í
andliti þínu þegar Nanna Sigrún
og Dagur Kári komu í heimsókn
til þín.
Við eigum eftir að geyma allar
fallegu minningarnar í hjörtum
okkar og munum ávallt sakna
þín.
Takk fyrir allt elsku, Nanna
mín.
Anna Friðrikka Jónsdóttir.
Elskuleg vinkona hefur kvatt
jarðvistina eftir harða raun í
sjúkdómsbaráttu sem braut
hana niður á fáum árum. Við höf-
um átt gjöfular gæðastundir
saman bæði á heimilum okkar, í
ferðalögum, félagsstarfi og á
vettvangi kirkjunnar. Allir
mættu mildi og hlýju viðmóti og
ómældum kærleika í þessari ein-
stöku konu sem Nanna Guðrún
var.
Nanna Guðrún starfaði sem
djákni í Vídalínskirkju og ann-
aðist starf meðal eldri borgara.
Áberandi var að þeim þótti vænt
um hana og löngu eftir að hún lét
af störfum spurðist fólk fyrir um
hana, fólk sem hún hafði starfað
fyrir eða stutt með öflugri kær-
leiksþjónustu sinni.
Nanna var fundvís á ýmsar
lausnir og naut sín vel í safn-
aðarstarfinu og fór vel með öll
sín verk í kirkjunni.
Augljóst var að hún átti náið
kærleikssamband við syni sína
og fjölskyldu, sem hún studdi og
hvatti með ráðum og dáð. Hlýjan
í samskiptunum var augljós og
snart strengi í hjartanu. Einnig
var hún gestrisin og gamansöm.
Við hjónin sendum Lárusi og
fjölskyldunni allri innilegar sam-
úðarkveðjur og þakkir fyrir
gæðastundir og vináttu og biðj-
um þann sem öllu ræður að vaka
yfir og allt um kring.
Anna Nilsdóttir.
Horfin er okkur langt um ald-
ur fram eftir erfið veikindi
Nanna Guðrún frænka mín. Við
áttum mikið saman að sælda sem
börn. Árið 1930 reisti Jón Brynj-
ólfsson afi okkar, sem fæddur
var á Hreðavatni 1865, sér hús
þar sem hann nefndi Æsku-
minni. Á þeim unaðsreit dvöld-
um við frændsystkinin mörg
sumur frá fjögurra og fimm ára
aldri með mæðrum okkar, systr-
unum Önnu Margréti og Guð-
rúnu Sigríði, og voru þar sannar-
lega okkar æskuminni.
Hreðavatn og umhverfi er
skreytt öllu því fegursta sem ís-
lensk náttúra hefur upp á að
bjóða.
Við vorum sem systkini og
lékum okkur saman daga langa á
þessum unaðsreit. Vorum þó
ekki há í loftinu þegar við unnum
verk dagsins, sem var að sækja
mjólk á Hreðavatnsbæinn og
burðast með brúsann fullan til
baka. Frænka mín var ákaflega
ljúf og glaðlynd og við uppá-
tækjasöm eins og búast má við
af ungum krökkum. Hennar er
sárt saknað. Elsku Lassi, Una
Marsibil, Atli Sveinn, Kristinn
Ingi, Lárus Helgi, Sigurjón og
Guðjón, mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til ykkar og allra
ykkar.
Kristinn Karlsson.
Nanna Guðrún
Zoëga
HINSTA KVEÐJA
Elsku besta amma, ég
sakna þín rosa mikið. Ég
elska þig, elsku amma. Þú
varst alltaf svo góð við mig
og alltaf svo flott og sterk.
Ég á eftir að sakna þín mik-
ið. Guð mun passa upp á
þig.
Dagur Kári Guðjónsson.
✝ Einar Ár-mannsson
fæddist að Engja-
vegi 3, Selfossi, 16.
maí 1953. Hann lést
á Tenerife 17. sept-
ember 2019.
Foreldrar Einars
voru Guðbjörg Ey-
vindsdóttir sauma-
kona, f. 30. septem-
ber 1927, d. 29.
mars 2013, og Ár-
mann Einarsson
bifvélavirki, f. 5. desember 1920,
d. 25. apríl 1993. Systur Einars
eru: Laufey, f. 15. mars 1947, og
Freydís, f. 7. ágúst 1960. Uppeld-
isbróðir Einars er Steinþór Óm-
ar Guðmundsson, f. 9. júní 1950.
Einar giftist hinn 13. janúar
1979 Ásdísi Garðarsdóttur, f. 28.
janúar 1957. Foreldrar hennar
eru Garðar Karlsson, f. 28. nóv-
ember 1928, og Gyða Sigurð-
2011, og Ólafur Kári, f. 2. júní
2013. 3) Emil Karel, f. 5. mars
1994.
Einar ólst upp á Selfossi en
snemma leitaði hugur hans til
sjávar. Eitt sinn þegar hann var
11 ára gamall hjólaði hann frá
Selfossi að Eyrarbakka til þess
eins að berja hafið augum. Einar
bjó á Selfossi fram yfir tvítugt en
flutti til Reykjavíkur árið 1976
með Ásdísi, eftirlifandi eigin-
konu sinni, til að nema við Skip-
stjóra- og stýrimannaskólann.
Einar og Ásdís fluttust til heima-
bæjar hennar Þorlákshafnar ár-
ið 1977, þar sem þau bjuggu æ
síðan, og hóf hann störf við sjó-
mennsku. Ýmist sem skipstjóri
eða stýrimaður. Einar var til sjós
í 34 ár en síðustu 13 árin vann
hann hjá Lýsi. Einar var um ára-
bil félagi í Lionsklúbbi Þorláks-
hafnar og tók virkan þátt í starfi
félagsins á því tímabili.
Einar verður jarðsunginn frá
Þorlákskirkju í dag, 4. október
2019, og hefst athöfnin klukkan
13.
ardóttir, f. 16. júní
1928, d. 8. febrúar
2001. Einar og Ás-
dís eignuðust þrjú
börn: 1) Una Björg,
f. 25. febrúar 1977,
maki Hallgrímur
Stefánsson, f. 2.
nóvember 1970.
Sonur þeirra er
Orri Hrafn, f. 24.
nóvember 2015.
Dóttir Unu Bjargar
og Rúnars Arnar
Hafsteinssonar, f. 25. september
1978, d. 8. nóvember 2009, er
Arna Eir, f. 2. september 2008,
sonur Hallgríms og stjúpsonur
Unu Bjargar er Stefán Fannar,
f. 7. október 2005. 2) Ármann, f.
5. september 1982, maki Þór-
halla Sólveig Jónsdóttir, f. 20.
febrúar 1980; börn þeirra eru:
Jón Hjaltalín, 17. janúar 2006,
Einar Þórhallur, f. 1. febrúar
Pabbi varð bráðkvaddur á Te-
nerife hinn 17. september, langt
fyrir aldur fram. Hann naut sín vel
í hitanum og sagði við mömmu á
hverjum degi hve frábært væri að
vera þarna. Dásamlega, dásam-
lega jákvæði pabbi minn. Pabbi
var yfirleitt með bros á vör og allt-
af tilbúinn að sjá jákvæðu hliðarn-
ar á lífinu. Það lýsir pabba svolítið
vel að ekki fyrir svo löngu sagði
hann við mömmu hvað hann væri
sáttur við lífið. Hann hefði allt sem
hann þyrfti og lifði svo góðu lífi.
Hann ætti þak yfir höfuðið, góða
konu, þrjú börn sem hann væri
stoltur af, hann ætti frábær barna-
börn og svo ætti hann sinn griða-
stað á ættaróðalinu á Hömrum.
Hvers meira gæti einn maður ósk-
að sér. Þessi orð finnst mér lýsa
pabba svo ótrúlega vel. Hann sá
alltaf það besta og fallega í lífinu.
Pabbi var helsti stuðningsmaður
okkar systkina í öllu því sem við
tókum okkur fyrir hendur. Hann
hafði þann hæfileika að sjá alltaf
eitthvað jákvætt við hvaða bras
sem okkur datt í hug og var alltaf
fyrstur mættur á staðinn, ásamt
mömmu, til að aðstoða ef á þurfti
að halda. Aldrei taldi hann okkur
af því að gera eitthvað, hann sýndi
okkur stuðning og áhuga. Hann
var alltaf til staðar. Hvort sem það
var að keyra dótturina í skólann á
Laugarvatni seint á sunnudags-
kvöldi, mæta á körfuboltaleiki son-
anna eða standa í flutningum. Það
var ótrúlega dýrmætt að heyra
pabba segja að hann lifði fyrir
börnin sín. Sem hann og sýndi í
verki. Pabbi var ósérhlífinn, pínu
stríðinn, kvartaði aldrei, hafði afar
gaman af því að rökræða pólitík og
hafði stórt jafnaðarmannahjarta
sem sló fyrir þá sem minna mega
sín. Pabbi gat talað við alla og
hann sýndi fólki virðingu. Hann
var ljúfmenni. Hann var jafnframt
mikill matmaður og hafði gaman
af að borða góðan mat. Ef skál
með súkkulaði eða konfekti var
sett fyrir framan pabba leið ekki á
löngu þar til búi var úr skálinni.
Ósjaldan um jól heyrðist setning-
in: „Einar, ertu búinn með kon-
fektið úr skálinni?“ og hann svar-
aði „nei, ég fékk mér bara lítið“ og
glotti. Pabbi var ótrúlega vinnu-
samur og alltaf að. Þegar hann var
til sjós kom oft fyrir að þegar hann
kom í land þá fór hann í húsverkin
eða jafnvel að baka skonsur. Pabbi
var mikill barnakarl og elskaði að
vera með barnabörnunum. Þeim
fannst ótrúlega gaman að fara í
Þorlákshöfn, eða Citýið eins og við
kölluðum það, því þar var mikið
brallað. Farið í sund, keyptur ís,
farið með afa á bryggjurúnt að
skoða bátana, bakað með ömmu og
kósíkvöld voru ómissandi. Pabbi
og mamma voru skemmtilega
samheldin. Þau hjálpuðust að á
heimilinu, fannst gaman að
ferðast, tuða stundum svolítið í
hvort öðru og síðustu árin elskuðu
þau að vera í hjólhýsinu sínu á
Hömrum III með fólkinu sínu. Þar
áttu þau sér sinn griðastað.
Margs er að minnast, margs er
að sakna. Pabbi var ákveðin fyr-
irmynd í því hvernig á að lifa lífinu.
Einblína á það jákvæða, láta sig
þjóðfélagsmálin varða og hugsa
vel um fólkið sitt. Ég mun halda
minningu hans á lofti með því að
halda áfram að tileinka mér þessa
eiginleika sem hann eftirlét okk-
ur.
Pabbi, þú verður ávallt elskað-
ur og þín minnst með hlýhug.
Þín dóttir.
Una Björg Einarsdóttir.
Í dag kveðjum við bræðurnir
ljúfa afa Einar okkar í hinsta sinn.
Hann fór allt of snemma. Við
kvöddum hann síðast með gleði í
hjarta þegar hann fór með ömmu
Ásdísi í langþráð frí. Margar góð-
ar minningar um afa munu fylgja
okkur í gegnum árin að ógleymd-
um sögum um sjómennskuna og
veðurfar. En afi Einar gat alltaf
með mikilli nákvæmni sagt til um
veðrið á hverjum stað. Við munum
sakna afa með djúpu röddina sem
vakti okkur alla þrjá sem ungbörn
því það fór ekki framhjá neinum
þegar hann kom í heimsókn. Við
munum sakna lífsgleðinnar og
hversu jákvæður hann var alla
daga innan um okkur bræður og
þá munum við einnig sakna þess
að spjalla við hann um körfubolta-
heiminn.
Elsku afi Einar, við bræður
munum líka passa vel upp á ömmu
Ásdísi sem saknar þín svo sárt.
Hvíldu í friði.
Þínir afastrákar,
Jón Hjaltalín, Einar
Þórhallur og Ólafur Kári.
Einar Ármannsson
✝ Magnús LárusJónsson fædd-
ist 14. maí 1919 í
Reykjavík. Hann
lést 4. maí 2016.
Foreldrar hans
voru Guðlaug
Björnsdóttir versl-
unarkona, ættuð
frá Karlsstöðum í
Fljótum, og Jón A.
Erlendsson, verk-
smiðjustjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands, frá
Sturlureykjum í Reykholtsdal í
Borgarfirði. Systir hans var
Unnur Andrea Jónsdóttir, f. 1.5.
1925, d. 7.2. 1962.
Magnús ólst upp í Reykjavík,
fyrst á Lokastíg 15 og síðar á
Álfabrekku við Suðurlands-
braut. Hugur hans stefndi til
náms og eigin reksturs en eftir
lát föður hans þurfti hann að að-
stoða móður sína
við rekstur heim-
ilisins og vann hann
ýmis störf sem til
féllu.
Magnús fluttist
til Bandaríkjanna
árið 1941 og bjó þar
síðan. Hann kvænt-
ist Patriciu Weigh
árið 1959. Eignuð-
ust þau soninn Jon
Eirik, f. 7.2. 1960,
en hann lést í september 2018.
Magnús og Patricia störfuðu
bæði hjá CIA.
Útför Magnúsar fer fram í
Arlington-kirkjugarði í dag, 4.
október 2019, kl. 10 og er hún
svokölluð „full military honors
ceremony“ sem eingöngu þeir fá
sem taldir eru hafa þjónað
bandarísku þjóðinni af hetju-
skap.
Magnús móðurbróðir okkar
lýsti því oft hversu vonlaust það
var fyrir ungan mann að koma
undir sig fótunum á Íslandi þar
sem allt byggðist á klíkuskap. Ár-
ið 1941 vann hann hjá Héðni sem
suðumaður og féllst á að fara með
skipi til New York til lagfæringar.
Skipið kemur til New York 2. des-
ember. Fimm dögum síðar réðust
Japanir á Pearl Harbour og öllum
höfnum í Bandaríkjunum var lok-
að og skipasmíðaiðnaðurinn þjóð-
nýttur. Dvalarleyfi Magnúsar
rann út og voru honum gefnir
tveir kostir, að ganga í bandaríska
herinn eða að vera sendur heim til
Íslands. Honum fannst lítið bíða
sín á Íslandi svo hann gekk í her-
inn. Hann var sendur til Filipps-
eyja að berjast við Japani og tók
þátt í orrustunum kenndum við
Guadacanal. Hann lýsti þessari
sorglegu reynslu svo: „Þegar við
vorum tilbúnir með flotann til inn-
rásar í Japan sumarið 1945 var
okkur tjáð að mannfall yrði gíf-
urlegt, allt að 75%. En þá kom
sprengjan (kjarnorkusprengjan á
Hirosima), hún bjargaði okkur.“
Þessi reynsla fékk mikið á Magn-
ús en hann gegndi áfram herþjón-
ustu eftir að heimsstyrjöldinni
lauk, m.a. í Kóreustríðinu. Við
heimkomuna til Bandaríkjanna
sem stríðshetju beið hans lítið
annað en atvinnuleysi. Hann
komst síðar í radíótækninám hjá
RCA og starfaði m.a. við að setja
upp fjarskiptamöstur á háhýsi
New Yorkborgar. Um 1950 er
honum boðið starf hjá CIA við
uppsetningu fjarskiptastöðva,
m.a. vegna tungumálakunnáttu.
Þá kom í ljós að þeir höfðu miklar
upplýsingar um hagi og fortíð
hans á Íslandi, sem bendir til þess
að CIA hafi haft njósnara á Ís-
landi. Magnús var dulur um störf
sín, en ræddi þau meira síðustu
árin, ljóst er að njósnir voru hluti
af starfi hans. Í starfi sínu ferðað-
ist hann til um 100 landa og hitti
og þekkti þjóðarleiðtoga, s.s.
Bush eldri ásamt fleiri forsetum
BNA, Chiang Kai-shek, leiðtoga
Kína og Taívan, Maó, Jasser Ara-
fat og Idi Amin.
Þar sem sögulegir atburðir
voru að gerast þar var Magnús
gjarnan staddur. CIA eða „The
Organization“, eins og hann kall-
aði vinnuveitendur sína, skipti sér
af einkahögum starfsmanna sinna
og þurfti hann t.a.m. að bera undir
þá er hann kvongaðist Pat, sem
einnig var starfsmaður CIA. Þau
bjuggu í Reykjavík á sjöunda ára-
tugnum vegna starfa sinna. Gam-
all samstarfsfélagi og vinur
Magnúsar segist aldrei hafa
kynnst manni eins og Magnúsi,
hann hafi verið lykilmaður í mörg-
um flóknum verkefnum og unnið
Bandaríkjunum ómetanlegt gagn.
Magnús hafði sterkar taugar til
Íslands og var í sambandi við
móður sína eftir því sem starf
hans leyfði. Honum var einnig ein-
staklega hlýtt til Línu móðursyst-
ur sinnar og Jóns Gunnarssonar
eiginmanns hennar sem studdu
hann fyrstu árin í BNA. Samband
okkar við hann jókst síðustu árin,
það var okkur dýrmætt að kynn-
ast betur þessum óvenjulega
manni og sögum frá bæði Íslandi
og heimsatburðum sem spanna
heila öld. Hann heimsótti Ísland
síðast árið 2011.
Á ferðalagi um ættarslóðirnar í
Borgarfirðinum lifnuðu gamlir
tímar við og hann hafði engu
gleymt. Magnús náði háum aldri,
hélt sér vel andlega, hafði stál-
minni, hann bjó heima og sá um
sig sjálfur þar til hann veiktist og
lést stuttu fyrir 97 ára afmæli sitt í
maí 2016.
Útför hans fer fram í Arling-
ton-kirkjugarði en þar hvílir Pat
einnig. Lýkur þar með merkilegri
og viðburðaríkri ævisögu sem
Magnús fékkst því miður aldrei til
að skrá. Blessuð sé minning
Magnúsar frænda.
Guðmundur Guðmundsson
Karólína Guðmundsdóttir
Guðlaug Guðmundsdóttir
Einar Guðmundsson.
Magnús Lárus
Jónsson
Sálm. 10.14
biblian.is
Þú gefur gaum að
mæðu og böli og
tekur það í hönd
þér. Hinn bágstaddi
felur þér málefni
sitt, þér sem hjálpar
munaðarlausum.