Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 04.10.2019, Síða 25
GRINDAVÍK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Ingibjörg Jakobsdóttir, leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í körfu- knattleik, er reyndasti leikmaður nýliðanna þrátt fyrir að vera fædd árið 1990. Grindavík féll úr úrvals- deildinni vorið 2017 en tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik eftir að hafa lagt Fjölni að velli í um- spili síðasta vor. „Tímabilið leggst mjög vel í okkur og við erum virkilega spenntar að byrja þetta. Við höf- um í raun bara beðið eftir því að hefja leik, allt frá því að umspil 1. deildarinnar kláraðist í apríl.“ Grindavík hefur undanfarin tvö ár leikið í 1. deildinni og telur Ingibjörg að það hafi gert liðinu, sem og leikmönnum liðsins, mjög gott. „Í hreinskilni sagt var þetta komið út í smá vitleysu hjá okkur, tímabilið áður en við féllum um deild, og að lokum varð fall svo bara niðurstaðan. Að sama skapi var þetta frábært tækifæri fyrir ungu stelpurnar til þess að sýna sig og sanna. Ég vona innilega að þessi dýrmæta reynsla sem þær öðluðust allar í fyrstu deildinni muni skila sér núna í vetur og ég hef fulla trú á því. Eins leiðinlegt og það var að falla um deild voru jákvæðir punktar í því líka.“ Stöðnun sem hafði áhrif Grindvíkingar hafa ekki styrkt sig mikið í sumar en Bríet Sif Hinriksdóttir, fyrrverandi leik- maður Stjörnunnar, gekk til liðs við félagið. „Að mínu mati þurftum við ekki marga leikmenn til þess að bæta liðið og stelpurnar sem hafa komið inn í þetta í sumar styrkja allar hópinn. Það var frábært fyrir okk- ur að fá Bríeti, bæði innan sem ut- an vallar. Hún er frábær í körfu- bolta og þá er hún einnig með mikla reynslu sem mun nýtast okkur vel. Kaninn okkar lítur mjög vel út og hún hefur aðlagast vel. Það er góð breidd í hópnum og stærðin er mátuleg ef svo má að orði komast. Auðvitað hefðum við viljað fá einn stóran leikmann undir körfuna en heilt yfir er ég mjög sátt við allt sem snýr að leikmannahópnum.“ Ingibjörg segir að myndast hafi ákveðin gjá í uppgangi félagsins síðastliðinn áratug. „Þetta hefur verið upp og ofan undanfarin ár. Það hefur hins veg- ar verið haldið mjög vel utan um yngri flokkastarfið að undanförnu og við njótum góðs af því. Það kom ákveðin stöðnun í þetta en uppgangurinn er að taka aftur við sér núna. ’90-árgangurinn var öfl- ugur og nú er ’00-árgangurinn að taka við af honum í rauninni en það kemur þarna tíu ára gat sem hafði áhrif á kvennaliðið. Þá hefur Jóhann Árni Ólafsson, þjálfari liðsins, gert mjög flotta hluti með liðið og hann er búinn að þjálfa margar af þessum stelpum lengi.“ Þrátt fyrir að Grindvíkingar séu nýliðar í deildinni er markið sett hátt suður með sjó. „Einn af helstu styrkleikum okkar er sá að margir af leik- mönnum liðsins hafa spilað mjög lengi saman. Það er hins vegar ekki mikil reynsla hjá þessum stelpum í efstu deild, en reynslan er mjög mikilvæg í þessu líka. Það er alltaf erfitt að vera nýliði í efstu deild og ætla sér að sigra heiminn. Við horfum raunsætt á hlutina og erum heiðarlegar með það. Valur og KR eru með svaka- lega hópa þannig að markmið okk- ar er einna helst að reyna að kom- ast í úrslitakeppnina og við teljum okkur fullfærar um það.“ Nýliðarnir stefna á úr- slitakeppni Morgunblaðið/Hari Úrslitaeinvígi Hrund Skúladóttir og stöllur í Grindavík slógu liði Fjölnis við í úrslitaeinvígi 1. deildar og tryggðu sér þar með sæti í úrvalsdeildinni.  Ingibjörg segir að fall úr efstu deild hafi á endanum gert Grindavík gott ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 BAKVERÐIR: Anna Margrét Lucic Jónsdóttir Bríet Sif Hinriksdóttir Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir Ólöf Rún Óladóttir Sædís Gunnarsdóttir Telma Bjarkardóttir Viktoría Rós Horne FRAMHERJAR: Andra Björk Gunnarsdóttir Arna Sif Elíasdóttir Elísabet María Magnúsdóttir Elísabeth Ýr Ægisdóttir Hrund Skúladóttir Ingibjörg Jakobsdóttir Thea Olafía Lucic Jónsdóttir MIÐHERJAR: Kamilah Jackson Sigrún Elfa Ágústsdóttir Þjálfari: Jóhann Árni Ólafsson. Aðstoðarþjálfari: Nökkvi Már Jónsson. Árangur 2018-19: Sigurvegari 1. deildar. Íslandsmeistarar: 1997. Bikarmeistarar: 2008 og 2015.  Grindavík tapaði fyrir Val á heimavelli í fyrstu umferð, 96:49. Liðið sækir Skallagrím heim í 2. umferð næsta miðvikudagskvöld og tekur svo á móti Haukum í næsta heimaleik, 16. október. Lið Grindavíkur 2019-20 KOMNAR Bríet Sif Hinriksdóttir frá Stjörnunni Kamilah Jackson frá Espoo Basket Team (Finnlandi) FARNAR Hannah Cook, óvíst Breytingar á liði Grindavíkur  Komnar aftur í efstu deild og ætla væntanlega að halda sér þar Jói Óla þjálfari er með mikla reynslu og þroska sem þarf til að leiða þetta unga lið; meðalaldurinn er rétt undir 20 ár en flestar eru með fína leikreynslu úr 1. deild og yngri landsliðum.  Gætu ,,stolið“ sigrum vegna vanmats, þurfa að mæta allar með 100% einbeitingu til að knýja fram sigra og virkilega leggja sig fram við að taka réttar ákvarðanir.  Ingibjörg Jakobs og Kamilah Jackson verða leiðtogarnir og ungu leikmennirnir stíga vonandi upp.  Spennandi leikmenn eru að koma upp og verður áhugavert að fylgjast með þeim og þá sérstaklega Elísabetu Ýri Ægisdóttur, sem er 16 ára og mikið efni.  Þori að lofa að þetta er eina liðið með þríbura að spila saman á ís- landi, en Lucic Jónsdætur eru allar efnilegar.  Bríet kom frá Stjörnunni, þar sem hún spilaði gríðarlega vel í fyrra og þá sérstaklega framan að vetri. Hún mun láta að sér kveða í vetur og hjálpar að mynda ógn fyrir utan þriggja stiga línuna. Margrét Sturlaugsdóttir um Grindavík Þegar rýnt er Íslandsmótið í knattspyrnu er athyglisvert að liðin í neðri hluta efstu deildar kvenna spjöruðu sig betur en oft áður. Nýliðarnir í deildinni Fylkir og Keflavík sýndu að þeir áttu bæði erindi í deildina. Nýliðar hafa oft átt erfitt uppdráttar í efstu deild kvenna og þurft að sætta sig við stór töp. Keflavík vann tvo stórsigra þótt liðið hafi fallið og Fylkir náði 6. sæti. Að þessu leyti hefur deildin orðið jafnari. HK/Víkingur átti reyndar erfitt uppdráttar en stóð sig vel sumarið áður. Fyrir hina hlutlausu er hins vegar minna varið í að tvö lið skeri sig alveg úr eins og Valur og Breiðablik gerðu. Það hefur því miður gerst af og til í gegnum tíðina að tvö lið séu með yfir- burði í deildinni. Það eru ekki endilega sömu liðin en Breiða- blik, Valur, KR, Stjarnan eða Þór/KA hafa þá yfirleitt komið við sögu. Fyrir áratug eða rúm- lega voru frægar rimmur á milli Vals og KR þar sem innbyrðis- viðureignirnar voru úrslitaleikir í mótinu. Ég óttast að þetta geti orðið niðurstaðan í efstu deildum kvenna í vetur í handboltanum og körfunni. Valur og Fram eru líkleg til að hafa yfirburði í handboltanum og Valur og KR í körfuboltanum. Þá yrðu bara úr- slitarimmurnar sjálfar skemmti- legar. Jafnvel þótt forystufólk hjá Breiðabliki og Val sendi frá sér yfirlýsingu og sverji af sér að róa í ungum leikmönnum þá hefur tilhneigingin verið sú að leikmenn fari í stórum stíl í bestu liðin. Í ríkari mæli en hjá körlunum. Einhverra hluta vegna. Sara Björk Gunnarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir fengu ekki sitt knattspyrnu- uppeldi í Breiðabliki og Val. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Rúnar Már Sigurjónsson skoraði glæsimark í Evrópudeildinni í fót- bolta í gær þegar fjórir íslenskir landsliðsmenn voru á ferðinni í 2. umferð riðlakeppninnar. Hörður Björgvin Magnússon studdi sig aft- ur á móti við hækju eftir leik og eng- inn Íslendinganna fagnaði sigri. Rúnar hefur þar með skorað fimm mörk í átta leikjum í Evrópudeild- inni í ár, ef leikirnir í forkeppninni eru taldir með, en mark hans í gær reyndist aðeins sárabót í 2:1-tapi Astana á heimavelli gegn Partizan Belgrad. Astana er því enn án stiga því liðið tapaði á Old Trafford í fyrstu umferð. Í hinum leik riðilsins gerðu AZ Alkmaar og Manchester United markalaust jafntefli í afar bragðdaufum leik, þar sem Albert Guðmundsson var fjarri góðu gamni vegna alvarlegra meiðsla. Albert þarf að treysta á liðsfélaga sína til þess að spila meira í Evrópukeppni í vetur, með því að komast í útslátt- arkeppnina sem hefst í febrúar. Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin léku allan leikinn í 2:0 tapi á heimavelli gegn Espanyol og eru því án stiga í H-riðli, eftir flotta framgöngu í Meistaradeildinni fyrir ári. Hörður sást styðja sig við hækju eftir leik og því óvíst að hann geti tekið sæti í íslenska landsliðs- hópnum sem kynntur verður í dag, fyrir leikina við Frakkland og An- dorra. Jón Guðni Fjóluson lék sem aft- asti miðjumaður hjá Krasnodar í heimaleik gegn Getafe en var tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getafe var þá 1:0 yfir og vann leikinn 2:1, svo Krasnodar er án stiga. Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö náðu hins vegar í sitt fyrsta stig, með 1:1- jafntefli á heimavelli í grannaslag við FC Köbenhavn. Arnór kom inn á snemma í seinni hálfleik. Arsenal rúllaði yfir Standard Liege og er með fullt hús stiga í F- riðli. Brasilíski táningurinn Gabriel Martinelli skoraði tvennu á fyrsta korteri leiksins og lagði upp loka- mark leiksins fyrir Dani Ceballos, eftir að hinn tvítugi Joe Willock hafði skorað. sindris@mbl.is Þrumufleygur Rúnars en Hörður með hækju AFP Á ferð Arnór Sigurðsson í baráttu við David Lopez í Moskvu í gærkvöld.  Íslendingaliðin eiga erfitt uppdráttar í Evrópudeildinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.