Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta verða milliliðalaus samskipti, listamennirnir verða á staðnum og sýna verk sín og gestir geta spjallað við þá og kynnst þeim og list þeirra. Þannig geta gestir átt í beinum sam- skiptum við listamenn og keypt af þeim verk ef þeir vilja. Það eru oft ekki mörg tækifæri til að hitta lista- menn, jafnvel þó að þeir sýni verkin sín oft. Þetta verður afslappað, svo- lítið eins og menningarnótt, mark- miðið er að hafa umhverfið sem notalegast og að öllum líði vel,“ seg- ir Ástþór Helgason, kynningarstjóri listamessunnar TORG, sem haldin verður á Hlöðuloftinu og í Ráðs- mannsportinu á Korpúlfsstöðum nú um helgina. „Við verðum með um sjötíu bása en listamennirnir verða vel yfir hundrað, því suma básana hafa félög listamanna leigt og þá geta verið margir listamenn þar innan. Sam- band íslenskra myndlistarmanna, SÍM, stendur fyrir messunni sem er stærsta listamessan hér á landi og leggur undir sig nær alla Korpúlfs- staði, “ segir Ástþór og bætir við að mikil breidd sé í þeim listamönnum sem verða á messunni, margir stílar í listinni og ólíkir frumkraftar. Hann segir að sumpart séu sömu lista- menn að sýna og í fyrra en að einnig hafi nýir bæst í hópinn, en auðvitað sé um ný verk að ræða. Kýrnar í Ráðsmannsportinu „Messan er aðgengilegur vett- vangur fyrir marga, bæði listunn- endur og þá sem vilja kynnast list og listamönnum. Þetta eykur breiddina í hópi fólks sem nýtur list- ar. Að koma á messuna getur verið hentugur helgarrúntur, tækifæri til að sjá fjölbreytta flóru listamanna á einum stað. Þetta er því annar vett- vangur og alþýðlegri. Aðsóknin var mikil í fyrra þegar messan var hald- in í fyrsta sinn, en þá komu á Korp- úlfsstaði mörg þúsund manns. Hverjum listamanni fylgir líka margt fólk úr hópi vina og fjölskyldu sem mæta á svæðið. Auk þess dreg- ur húsið sjálft að, það er virkilega gaman að koma inn á Korpúlfsstaði, þetta sögufræga hús, ég fékk gæsa- húð þegar ég kom hingað fyrst. Þetta er ótrúlegt hús. Núna verður opið í fleiri rýmum en í fyrra, við sýnum líka niðri í Ráðsmannsporti í ár sem er skemmtilegt svæði sem er opið út í portið, en þar var kúnum líklega hleypt út í gamla daga.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Undirbúningur Ástþór ásamt Önnu Eyjólfs, formanni SÍM, en listamessan er hennar þrekvirki að stórum hluta. Listamessa á hlöðulofti  Gestum og gangandi boðið á Korpúlfsstaði um helgina  Yfir 100 listamenn kynna verk sín og selja á staðnum Torg-Listamessa verður opnuð í dag, föstudag, kl. 18-20. Opið á morgun, laugardag, kl. 12-20 og á sunnudag kl. 12-19. Nánar á Facebook undir Torg listamessa í Reykjavík. Franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, heiðursgestur RIFF í ár, hlaut í gær heiðurs- verðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi list- ræna sýn og var það Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem afhenti henni lundann góð- kunna við hátíðalega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddu fjölmenni. Af fyrri heiðursverðlaunahöfum má nefna Mads Mikkelsen, Susanne Bier, Helgu Stephen- son, Jim Jarmusch, David Cronenberg, Marg- arethe von Trotta, Mike Leigh og Milos Forman. Denis hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún hóf að leikstýra snemma á áttunda ára- tugnum. Af þekktustu kvikmyndum hennar má nefna Beau travail, Chocolat, White Material, Let the Sunshine in og þá nýjustu, High Life. Denis sat fyrir svörum í gærmorgun í Norræna húsinu en þar spurði rithöfundurinn Auður Ava Ólafsdóttir hana út í eitt og annað tengt verk- unum og ferli hennar og gestum í sal bauðst einnig að spyrja. Franski leikstjórinn Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum Morgunblaðið/Hari Lundi fyrir framúrskarandi listræna sýn Myndlistarsýning Ólafar Bjargar Björnsdóttur, Eitur sem meðal – meðal sem eitur, var opnuð í gær í Borgarbókasafninu í Spönginni. Ólöf sýnir þar verk unnin með blandaðri tækni en hún útskrif- aðist frá málaradeild Listahá- skóla Íslands árið 2001 og hefur einnig stundað nám við Listahá- skólann í Granada á Spáni. Í til- kynningu segir m.a. um verkin að fegurðin liggi í því að umfaðma breyskleika egósins, umbreyta sársauka í mynstruð hjartalaga ör eins og blómamynstur á við- kvæmu postulíni. „Fegurðin end- urheimtir tært flæðið, viljann og endurskapar sjálfa sig. Dansar á milli þess að vera lýsing, sögn og sjálfsins nafn,“ segir þar m.a. Sýningin stendur til 14. nóv- ember. Eitur sem meðal – meðal sem eitur Litríkt Hluti málverks eftir Ólöfu. Þarftu að láta gera við? FINNA.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 13/10 kl. 13:00 Sun 20/10 kl. 13:00 Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Brúðkaup Fígarós (Stóra Sviðið) Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 9.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Fös 4/10 kl. 19:30 Frums Fös 11/10 kl. 19:30 4.sýn Mið 6/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 10/11 kl. 19:30 8. sýn Fim 10/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 26/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 15/11 kl. 19:30 auka Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Lau 5/10 kl. 19:30 5.sýn Lau 12/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 25/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 6/10 kl. 19:30 6.sýn Fim 17/10 kl. 19:30 auka Lau 26/10 kl. 19:30 auka Fim 10/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 18/10 kl. 19:30 9.sýn Lau 2/11 kl. 19:30 12.sýn Fös 11/10 kl. 19:30 auka Lau 19/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 auka Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 5/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 12/10 kl. 13:00 7. sýn Lau 5/10 kl. 15:00 6. sýn Lau 12/10 kl. 15:00 8. sýn Brúðusýning fyrir alla fjölskylduna Atómstöðin (Stóra Sviðið) Fös 1/11 kl. 19:30 Frums Mið 13/11 kl. 19:30 4. sýn Fös 22/11 kl. 19:30 7. sýn Fim 7/11 kl. 19:30 2. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 5. sýn Fös 8/11 kl. 19:30 3. sýn Fim 21/11 kl. 19:30 6. sýn Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 10/10 kl. 19:30 3. sýn Sun 13/10 kl. 19:30 4. sýn Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.