Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 11
Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Þetta er örugglega besta gjöfsem heilbrigðiskerfið hef-ur fengið. Að hugsa sér aðþú getir fengið þetta öfl- uga verkfæri, sem kostar ekki neitt því þú þarft að borða, og það eru engar alvarlega aukaverkanir. Þetta er draumur að rætast.“ Þetta segir bandaríski skurðlæknirinn dr. Caldwell Es- selstyn, og ræðir ekki um sýklalyf eða nýja jáeinda- skanna, heldur um plöntufæði (e. plant based diet). Hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að plöntufæði, en hann hefur rannsakað áhrif þess á heilsu mannsins frá því um miðjan níunda áratuginn. Hann er fæddur 1933 og útskrifaðist sem læknir árið 1956. Lengst af starfaði hann á hinu virta Cleveland Clinic-sjúkrahúsi, en fer- ilskráin er þó fjölbreytt. Sem dæmi starfaði hann sem skurðlæknir í Ví- etnamstríðinu og hlaut gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 fyrir róður. Á miðvikudag held- ur hann erindi á ráðstefnunni Vegan heilsa, sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu, þar sem hann fjallar um áhrif plöntufæðis á heilsuna og hvernig hægt er að sporna gegn hin- um ýmsu sjúkdómum með réttu mataræði. Bein vísindi „Þetta byrjaði allt saman þegar ég fór fyrir brjóstakrabbameins- teyminu [á Cleveland Clinic] í upp- hafi níunda áratugarins. Ég varð alltaf meira hugsi yfir því að sama hversu margar aðgerðir ég gerði, þá var ég ekki að gera neitt fyrir næsta grunlausa fórnarlamb,“ segir Essel- styn í samtali við Morgunblaðið og heldur áfram: „Þetta leiddi mig út í rannsóknir á heimsvísu, og það var ljóst að í mörgum heimshornum voru þjóðfélagshópar þar sem brjóstakrabbamein var þrjátíu til fjörutíu sinnum fátíðara en í Banda- ríkjunum.“ Nefnir hann sem dæmi að brjóstakrabbamein hafi verið mun fátíðara hjá japönskum konum um miðja síðustu öld, en eftir að af- komendur Japana hafi flust búferl- um til Bandaríkjanna hafi brjósta- krabbamein hjá annarri og þriðju kynslóð innflytjenda orðið jafn- algengt og hjá Bandaríkjamönnum. Segir Esselstyn að eftir að hann hóf rannsóknir sínar hafi hann einnig fljótlega áttað sig á að í mörgum þjóðfélagshópum þar sem plöntufæði var meginuppistaða mataræðis fólks hafi hjarta- og æðasjúkdómar verið svo gott sem óþekktir. Til að gera langa sögu stutta hefur Esselstyn komist að þeirri nið- urstöðu að kransæðasjúkdómar séu að öllu leyti háðir lífsstíl fólks og fullyrðir í dag að þá sé hægt að koma í veg fyrir eða snúa við með réttu mataræði. Spurður hvernig niðurstöðum hans hafi verið tekið í lækna- og lyfjaiðnaðinum svarar Esselstyn: „Það er augljóst að þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta verða á móti þessu, segja að þetta virki ekki, segja að mataræðið sé of strangt eða ómögulegt sé að fá sjúk- linga til að fylgja því, rannsóknirnar séu of smáar o.s.frv.“ Segir hann hins vegar að um sé að ræða bein vísindi. Hann hafi með mörgum rannsóknum komist að því að ekki væri einungis hægt að stöðva hjarta- sjúkdóma, heldur einnig væri í mörgum tilfellum hægt að snúa þró- un sjúkdóms við. „Eiginlega ein á báti“ Spurður hverja hann telji vera mestu áskorunina fyrir þá sem vilja skipta yfir í plöntufæði segir hann: „Það sem ég tel að geri skiptin auð- veldust er í fyrsta lagi að mennta sig. Að horfa á kvikmyndir sem snúa að þessari speki, lesa bækurnar og fara á vefsíðurnar, og síðan athuga sjúkrasögu fjölskyldu sinnar, hvort einhver skyldmenni hafa látist vegna krabbameins eða hjarta- sjúkdóma. Það mjög mikilvægt.“ Esselstyn hefur sjálfur lifað á plöntufæði frá 1984, og segir að- spurður að á þeim tíma hafi verið fá- ir sem lifðu á grænkera- eða vegan- fæði. „Við vorum eiginlega ein á báti,“ segir hann og hlær, og bætir við að þökk sé eiginkonu hans að hann hafi getað fengið góðan mat. Hún hafi síðar gefið út bók með uppskriftum, Prevent and reverse heart disease cookbook, en sú bók ætti að henta vel þeim sem lesa bók dr. Esselstyns sem hann gaf út 2007, Prevent and reverse heart disease. Eins og áður segir fjallar Essel- styn um rannsóknir sínar í Hörpu á miðvikudag, en áhugasömum er einnig bent á heimildamyndina Forks over knives, sem finna má á Netflix-streymisveitunni. Plöntufæði stöðvi hjartasjúkdóma Morgunblaðið/Eggert Heilsubót Plöntufæði er lykillinn að bættri heilsu, fullyrðir Esselstyn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Á ráðstefnunni Vegan heilsa, sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu á miðvikudag, er eigin- kona dr. Esselstyns, Ann Essel- styn heilsufrömuður, einnig á meðal framsögumanna. Þá munu Brenda Davis, bandarísk- ur næringarfræðingur og höf- undur bókarinnar Becoming vegan, dr. Shireen Kassam, breskur blóðsjúkdómalæknir, og dr. Arvind Maheru, breskur geðlæknir, einnig flytja erindi. Þá munu tveir Íslendingar flytja erindi. Elín Skúladóttir athafna- kona segir frá því þegar hún skipti yfir í plöntufæði í miðri krabbameinsmeðferð og Berg- sveinn Ólafsson knattspyrnu- maður flytur reynslusögu íþróttamanns af veganfæði. Ann meðal ræðumanna RÁÐSTEFNA Í HÖRPU Dr. Caldwell Esselstyn, skurðlæknir og ólympíugullverðlaunahafi, fullyrðir að kransæðasjúkdóma megi stöðva og snúa við með rétta mat- aræðinu. Hann hefur sjálfur einungis borðað plöntufæði frá árinu 1984 og hljómar eldhress, áttatíu og fimm ára gamall. Dr. Caldwell Esselstyn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.