Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Vekjaraklukkan hringirklukkutíma fyrr en venju-lega á heimili hjónannaMalenu Ernman og
Svante Thunberg. Fyrsti dagur
skólaársins er runninn upp, 20.
ágúst 2018. Dóttir Malenu og
Svante hefur
annað á prjón-
unum þennan
haustdag en að
mæta í skólann.
Þess í stað hjólar
hún í Helgeands-
holmen í mið-
borginni, þar er
sænska þingið til
húsa. Hún tekur
sér stöðu við bygginguna, sest með
skólabækur í hönd.
Með þessu hófst skólaverkfall
hinnar fimmtán ára gömlu Gretu
Thunberg gegn loftslagsbreyting-
um. Í fyrstu var með öllu óljóst
hver áhrif þessara einstaklings-
mótmæla yrðu en líklega hefur eng-
inn rennt grun í að innan fárra sól-
arhringa yrði Greta þekkt um allan
heim fyrir uppátæki sitt og að
rúmu ári síðar yrði hún komin um
langan veg, sjóleiðina til New York,
þar sem hún talaði yfir hausamót-
unum á leiðtogum heimsins á lofts-
lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Frá því að mótmælastaða Gretu
Thunberg komst í hámæli hefur
nafn hennar verið á flestra vörum.
Framganga hennar hefur vakið
sterk viðbrögð, aðdáun en einnig
harða gagnrýni. Meðal annars hef-
ur gagnrýnin beinst að foreldrum
Gretu sem ýmsir telja að hafi beitt
dóttur sinni fyrir eigin baráttu í
umhverfismálum.
Hvað sem liðið hefur gagnrýni í
hennar garð hefur stuðningurinn þó
reynst mun meiri og til marks um
það tók hópur norskra þingmanna
sig til og tilnefndi Gretu til friðar-
verðlauna Nóbels. Var hún því í
hópi 301 einstaklings og félaga-
samtaka sem til greina kom að hlyti
hina miklu viðurkenningu í ár.
Verðlaunin féllu hins vegar í skaut
Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþí-
ópíu.
Margir spáðu því hins vegar að
Greta hlyti verðlaunin. Fyrir því
eru nokkrar ástæður en þó helst sú
að liðin eru 12 ár frá því að lofts-
lagsbaráttufólk, með Al Gore í
broddi fylkingar, hlaut verðlaunin
og þá hefur nóbelsnefndin sem
ákveður hver hlýtur verðlaunin
hverju sinni bæði valið yngra fólk
og pólitískara á síðustu árum en
hefð var fyrir fyrr á tíð. Þar má
nefna útnefningu Baracks Obama
2009 og Malölu Yousafzai árið 2014.
Hin óvænta innkoma hinnar ungu
baráttukonu á heimssviðið er geysi-
lega forvitnileg í mörgu tilliti og því
er mikill fengur í því framtaki Ey-
rúnar Eddu Hjörleifsdóttur þýð-
anda og JPV að kynna lesendum
hér á landi bókina Húsið okkar
brennur - Baráttusaga Gretu og
fjölskyldunnar sem á frummálinu
nefnist Scener ur hjärtat og kom
fyrst út í árslok í fyrra.
Bókin er skrifuð í fyrstu persónu
þar sem sögumaðurinn er Malena,
mamman. Þar lýsir hún sögu fjöl-
skyldunnar, allt frá þeim tíma þeg-
ar hún sjálf þeyttist um heiminn og
byggði upp feril sem óperusöng-
kona en Svante stóð á fjölum stóru
leikhúsanna í Stokkhólmi og til þess
tíma þegar Greta hefur öðlast
heimsfrægð með aðgerðum sínum.
Á þeim tiltölulega fáu árum sem
líða frá fyrstu minningabrotunum
sem bókin geymir og til söguloka
gengur hins vegar mikið á í lífi fjöl-
skyldunnar. Hverfist sú saga að
miklu leyti um þá andlegu og lík-
amlegu erfiðleika sem Greta á við
að etja en einnig sambærilegar
áskoranir í tilfelli litlu systur henn-
ar, Beötu, og raunar móðurinnar
einnig.
Það er ekki annað hægt en að
fyllast aðdáun á þreki og þraut-
seigju Malenu og Svante þegar
maður fylgir lýsingum hennar á
gríðarlegum erfiðleikum sem ekki
síst birtust í lystarstoli Gretu og
hvernig þau horfðu upp á dóttur
sína veslast upp án þess að nokkr-
um vörnum yrði við komið. Afar
ung er hún greind með raskanir af
ýmsu tagi, einhverfu, ADHD, kjör-
þögli og eftir því sem lífsógnandi
árátta nær tökum á henni tekur líf
fjölskyldunnar allrar að hverfast
um þá miklu erfiðleika.
Hvað sem líður andlegum erfið-
leikum sem fólk á við að etja eru
grunnþarfir mannsins ætíð þær
sömu og enginn þreyr þorrann yfir
lengri tíma án líkamlegrar næring-
ar. Við þá staðreynd þurftu for-
eldrar Gretu að kljást um árabil og
hreint ótrúlegt er að fylgjast með
fjölskyldunni telja hverja pasta-
skrúfu ofan í barnið og fagna sigri
ef tókst að koma örlítilli næringu
inn fyrir varir hennar og það oftast
á mjög löngum tíma.
En svo gerist kraftaverkið. Sam-
hliða að því er virðist óvæntum
áhuga á loftslagsbreytingum nær
Greta bata og hún tekur ekki að-
eins að nærast með eðlilegri hætti
en áður heldur brýst út úr félags-
legri einangrun. Stóra baráttumálið
sem hún hefur öðlast heimsathygli
fyrir virðist því hafa bjargað lífi
hennar.
Það þætti óvarlegt að setjast í
dómarasæti yfir foreldrum sem
leita leiða til þess að auka lífsgæði
barna sinna, ekki síst þeirra sem
höllum fæti standa eða takast á við
erfiða sjúkdóma. Hins vegar leitar
sú spurning óneitanlega á lesand-
ann með hvaða hætti umhverfi
Gretu hefur mótað hana frá barn-
æsku. Ljóst er af texta Malenu að
hún og eiginmaður hennar eru
mjög pólitísk og líkt og gjarnan er
með listamenn brenna þau fyrir
þeim málefnum sem sækja á hug-
ann. Þannig lýsir hún því á einum
stað þar sem fjölskyldan fylgist
með kappræðum forsetaframbjóð-
enda í Bandaríkjunum árið 2016 að
Svante verður svo heitt í hamsi að
hann beinlínis rýkur út af heimilinu.
Víða í bókinni má sjá vísbendingar
um hvaða frambjóðandi olli hinu
mikla ergelsi enda fer fjölskyldan
ekki leynt með fyrirlitningu sína á
núverandi forseta Bandaríkjanna.
Blóðhitinn sem fyrrnefnd frásögn
lýsir birtist svo í umfjöllun Malenu
um loftslagsmál og þar er engin
tæpitunga töluð. Textinn er gjarnan
í predikunarstíl og kaflarnir, sem
eru margir og stuttir, klifa á full-
yrðingum um að enginn tími sé til
stefnu, grípa verði til aðgerða strax
ef ekki eigi að fara illa fyrir öllu
mannkyni. Umfang þeirra aðgerða
sem kallað er eftir kristallast einna
best í eftirfarandi texta (bls. 101):
„Sumarið 2017 skrifuðu sex leið-
andi vísindamenn og stjórnendur í
umhverfismálum grein í vísinda-
tímaritið Nature og sögðu að mann-
kynið hefði nú þrjú ár til þess að
snúa losunarkúrfunni í rétta átt,
beint niður. […] Svo framarlega
sem heimurinn er ekki tilbúinn til
þess að loka næstum öllum verk-
smiðjum árið 2025 og kyrrsetja alla
bíla og flugvélar og láta þá ryðga
hægt í sundur á meðan við borðum
það sem er til í skápunum. Og höf-
undar greinarinnar eru ekki þekkt-
ir fyrir glannalegar fullyrðingar.“
Þótt bókin sé saga af margskonar
baráttu, bæði persónulegri og einn-
ig pólitískri, verður að segjast að
umföllunin um loftslagmálin er
fremur þunnur þrettándi. Lítill reki
er gerður að því að skýra í hverju
vandinn felst, annað en að hækk-
andi hitastig sé vágestur mikill, og
enn síður er fjallað um hvaða leiðir
eru í raun færar til þess að bregð-
ast við vandanum. Eitt skýrasta og
helsta baráttumál fjölskyldunnar er
að fá almenning til þess að hætta að
fljúga vegna djúps kolefnisfótspors
flugstarfsemi í heiminum og nota
þess í stað lestarsamgöngur og raf-
bíla. Skautað er fram hjá þeirri
kolefnislosun sem sú starfsemi öll
leiðir af sér.
Þá virðist áeggjan Malenu oft
tengjast dýpri pólitískri sannfær-
ingu en aðeins loftslagsmálum og er
kapítalisminn þar helsti skotspónn-
inn. Virðist gagnrýnin þó byggjast
á litlum skilningi á gangverki al-
þjóðaviðskipta. Þannig er kallað eft-
ir því að þróuð velmegunarríki
dragi úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda og raunar allri neyslu, til þess
að rýmka fyrir auknu kolefn-
isfótspori þróunarríkja. Það sé
nauðsynlegt svo þau ríki geti aukið
velmegun sína. Staðreyndin er hins
vegar sú að eina leiðin til að auka
velmegun þróunarríkja er að halda
uppi neyslu í ríkari hlutum heims-
ins. Dragist umsvifin í fyrsta heim-
inum verulega saman kemur það
harðast niður á þeim sem byggja
þriðja heiminn.
Loftslagsumræðan er pólitísk í
eðli sínu. Þar eru margir kallaðir af
djúpri sannfæringu en æ fleiri
stökkva á vagninn í von um vin-
sældir og atkvæði fólks sem deilir
þungum áhyggjum af þróun nátt-
úrufars og loftslagsins sem umlyk-
ur jörðina. Það hljóta allir að hrí-
fast með Gretu Thunberg, ungri
stúlku sem sigrast hefur á ótrúlegu
mótlæti og hefur djörfung og dug
til að segja þjóðarleiðtogum til
syndanna. Til hennar þarf ekki að
gera eins miklar kröfur og fullorð-
inna einstaklinga. Til þeirra er
nauðsynlegt að höfða með kröfum
um yfirvegun og að stuðst sé við
vísindalegar rannsóknir án upp-
hrópana og þær ræddar og skoð-
aðar með krítískum hætti. Því mið-
ur fellur Malena Ernman á því
prófi og kannski var aldrei ætlunin
að standast það. Það dregur ekki úr
áhrifaríkri fjölskyldusögu sem á er-
indi við þá sem vilja kynnast Gretu
Thunberg betur.
Barátta í fullkominni óreiðu
AFP
Baráttukona Greta Thunberg á mótmælafundi við Hvíta húsið í Washington 13. september síðastliðinn.
Loftslagsmál
Húsið okkar brennur bbbnn
Eftir Malenu Ernman, Svante Thunberg,
Gretu Thunberg og Beötu Ernman.
JPV, 2019, 301 bls., kilja.
STEFÁN E.
STEFÁNSSON
BÆKUR