Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 32
Kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna
VANDAÐUR
vinnufatnaður
frá
Þjóðleikhúsið, í
samstarfi við
Vonarstræt-
isleikhúsið,
minnist
Jóhanns Sig-
urjónssonar á
hátíðarkvöldi á
Stóra sviði
Þjóðleikhússins
í kvöld kl. 19.30, en í haust voru lið-
in 100 ár frá andláti skáldsins.
Meðal þeirra sem fram koma eru
Hilmir Snær Guðnason, Jóhanna
Vigdís Arnardóttir, Steinunn Ólína
Þorsteinsdóttir, Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Arnar Jónsson, Lára
Jóhanna Jónsdóttir, Kristján Frank-
lín Magnús, Eyjólfur Eyjólfsson,
Sveinn Einarsson og Sveinn Yngvi
Egilsson. Aðgangur er ókeypis.
Minnast Jóhanns
Sigurjónssonar skálds
MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Íslendingar þurfa að gefa sér
þær forsendur að Frakkland
vinni Tyrkland í kvöld og
tryggi sér um leið sæti í loka-
keppni EM karla í fótbolta. Þá
eru síðustu þrír leikir Íslands í
undankeppninni afskaplega
áhugaverðir og sá fyrsti af þeim
er gegn „sérfræðingum í að
pirra andstæðinginn“, Andorra-
mönnum, á Laugardalsvelli í
kvöld. »25
ÍÞRÓTTIR MENNING
Simone Biles frá Bandaríkjunum er
orðin sigursælust allra frá upphafi
á heimsmeistaramótum í fimleikum
eftir að hún lauk keppni á HM í
Stuttgart í gær með tvennum gull-
verðlaunum. Biles hefur nú fengið
25 verðlaun á HM og þar af 19 gull-
verðlaun. Hún hefur þar með slegið
við Vitaly
Scherbo
frá
Hvíta-
Rúss-
landi sem
hlaut verð-
laun í 23 skipti
á heimsmeist-
aramótum. »24
Simone Biles er sú
sigursælasta í sögunni
Englands í kjölfarið og stofnað
hljómsveitina Change með Birgi
Hrafnssyni og Sigurði Karlssyni.
Róðurinn hafi þyngst eftir því sem
fjölgað hafi í bandinu og eitt hafi leitt
af öðru. Hann hafi unnið með Gunn-
ari Þórðarsyni að ýmsum verkefnum
um tíma og dúettinn Þú og ég hafi
orðið til 1979. „Platan okkar „Ljúfa
líf“ gekk mjög vel og við vöktum at-
hygli erlendis, ekki síst í Japan.“
Tónlistarheimurinn var allur á iði
um miðjan sjöunda áratuginn.
„Þetta voru rosalega spennandi
tímar,“ segir Jóhann. „Bítlaæðið
skall með miklum þunga á heims-
byggðina, tískan sem fylgdi snerti
alla og ástandið var í raun einstakt.
Þetta var allt okkar unglinganna,
allt var nýtt, hljómsveitir spruttu
upp í hverju horni og tónlistin var
alls staðar.“
Jóhann segir ekki hægt að bera
gamla sviðið saman við nútímann.
„Eflaust er netið spennandi fyrir
ungt tónlistarfólk sem er að hasla
sér völl. Allir geta tekið upp efni og
sett á netið fyrir allan heiminn til
þess að hlusta. Það er mjög áhuga-
vert en ég sakna þess að plöturnar
hafi að mestu dottið út. Það var svo
spennandi að kaupa plötu, setja hana
á fóninn, skoða umslagið og finna
lyktina. Það var ákveðin upplifun, en
hver kynslóð elst upp við sitt og við
rifjum upp það sem liðið er í Hörpu.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Ástin og lífið“ er yfirskrift 70 ára
afmælistónleika Jóhanns Helgason-
ar í Hörpu næstkomandi laugardag,
19. október. „Þetta er tilvalið tæki-
færi til þess að rifja upp gömlu, góðu
tímana,“ segir tónlistarmaðurinn.
Jóhann hefur verið afkastamikill
lagahöfundur og samið jafnt fyrir sig
og aðra. „Ég er þakklátur fyrir að
hafa náð að semja lög sem hafa fallið
í góðan jarðveg og lifað með hlust-
endum,“ segir hann.
Félagarnir Jóhann og Magnús
Þór Sigmundsson hafa sungið saman
í áratugi og þeir taka lög saman á
tónleikunum. Eins hafa Jóhann og
Helga Möller komið lengi fram sem
dúett undir nafninu Þú og ég og þau
verða saman á sviðinu í Eldborg.
Auk þess syngja Stefán Hilmarsson,
Jóhanna Guðrún, Daníel Ágúst,
Bjarni Arason og Stefán Jakobsson
nokkur lög hvert um sig undir stjórn
Jóns Ólafssonar hljómsveitarstjóra.
Plöturnar mikilvægar
Mörg laga Jóhanns eru lands-
þekkt. Lög eins og Söknuður, Sail
On, Karen, Mary Jane og Í Reykja-
víkurborg verða flutt á tónleikunum.
„Við tökum öll þekktustu lögin í
bland við lög, sem Jóni þótti eiga
heima í dagskránni,“ útskýrir Jó-
hann. Nefnir í því sambandi lög eins
og Poker og I’m free. „Það verður
líka spennandi að heyra Stefán Jak-
obsson úr hljómsveitinni Dimmu
syngja lagið Martröð, sem ég samdi
fyrir Vilhjálm Vilhjálmsson fyrir
plötuna „Hana nú“.“
Jóhann byrjaði að spila á gítar á
unglingsárunum og fyrsta hljóm-
sveitin var Rofar 1965. Leið Jóhanns
og Magnúsar lá síðan saman í Nes-
mönnum skömmu síðar. Þeir tóku
samstarfið föstum tökum um 1970 og
fyrsta plata þeirra, „Magnús og Jó-
hann“, kom út 1972. „Þá tókum við
þá ákvörðun að segja upp störfum
okkar og einbeita okkur að tónlist-
inni,“ rifjar Jóhann upp. Þeim hafi
verið boðinn samningur, þeir flutt til
Sígild lög Jóhanns í
sviðsljósinu í Hörpu
„Ástin og lífið“ er yfirskrift 70 ára afmælistónleikanna
Morgunblaðið/RAX
Tónlist Jóhann Helgason er ánægður með afraksturinn.
Mæta Andorra á Laug-
ardalsvellinum í kvöld