Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019 Styrktarmáltíð Í gær stóð bifhjólahópurinn Toyrun fyrir „Kótelettudeginum mikla“ til styrktar Pieta-samtökunum. Hér eru Magnús Ingi Magnússon veitingamaður og félagar að elda kótelett- urnar á Matarbarnum á Laugavegi 178. Pieta-samtökin hafa byggt upp ný úrræði í sjálfsskaða- og sjálfsvígsforvörnum. Árni Sæberg Flest okkar undr- umst við skoðun Mike Pence á samkyn- hneigðum hjónabönd- um. Að því er best verður séð hatar hann þó ekki samkyn- hneigða né vill að rík- isvaldið beiti sér gegn samkynhneigð. Skoð- un Mike Pence á hjónaböndum sam- kynhneigðra varð þó til þess að Reykjavíkurborg, gest- gjafi hans í Höfða, ákvað við kom- una að flagga fána sem er tákn- mynd samkynhneigðar til að mótmæla skoðunum hans og lít- illækka hann. Það skaut því skökku við að hans háæruverð- ugheit, sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík, lagði svo mikið á sig að aðdáun vakti, þótt einkabílstjórinn ætti víst ekki heimangengt, að koma hjólandi að hitta varaforset- ann. Hvað með aðra gesti Íslendinga? Nú er það svo að hingað hafa komið fjölmargir gestir frá lönd- um þar sem samkynhneigðir eru ofsóttir, fangelsaðir og jafnvel drepnir af ríkinu fyrir það eitt að vera eins og þeir voru skapaðir. Og verið tekið líkt og týnda syn- inum. Hvorki hósti né stuna á móti, ekki einu sinni frá tals- mönnum samkynhneigðra. Er það svo þar á bæ að þangað leiti klár- inn sem hann er kvaldastur? Setjum svo að ráðamaður frá Palestínu eða Íran væri vænt- anlegur hér til lands. Á Gaza er samkynhneigð karla refsiverð; þar þykir ýmsu Samfylk- ingarfólki gott að vera í slagtogi við Ha- mas. Annars staðar á Palestínusvæðinu eru hommar grimmilega ofsóttir af yfirvöldum og lögreglu. Í þokka- bót hafa Hamas- hryðjuverkasamtökin m.a.s. látið lífláta homma. Múhameð Sa- rif, utanríkisráðherra hryðjuverkaríkisins Írans, ver óhikað af- tökur þar á samkynhneigðum; hann nýtur mikillar virðingar fjöl- miðlanna hér. Hvaða viðtökur fær valdsmaður frá Palestínu eða Íran? Verður regnbogafánanum flagg- að við byggingar borgarinnar þar sem þeir eiga leið um? Hvað gerir Dagur borgarstjóri í „virðing- arskyni“ við þá? Hvar mun sjást til Gyðinga-Hatara? Páls Óskars? Pistils frægasta álitsgjafans? Þá mun á það reyna hvort sumir séu jafnari en aðrir. – En sanniði til. Það verður svo sannarlega aldrei á okkur Íslendinga logið. Eftir Einar S. Hálfdánarson »Múhameð Sarif, utanríkisráðherra hryðjuverkaríkisins Írans, ver óhikað aftökur þar á samkyn- hneigðum; hann nýtur mikillar virðingar fjölmiðlanna hér. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Mike Pence og aðrir gestir Íslendinga Laugarnestangi er vinsælt útivistarsvæði og einstakur útsýnis- staður. Það er eini frið- lýsti bletturinn á norð- urströnd Reykjavíkur, um 1 ferkílómetri að stærð. Á tanganum eru náttúrulegar víkur með malarfjöru, klettar og höfðar sem ganga í sjó fram. Ofurlítið holt með villtum gróðri og berjalyngi er þar að finna. Vestan á tanganum eru fjögur íbúðarhús, þar af eitt sem er jafnframt Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og sumar- tónleikastaður. Nýlega var gengið frá minningarreit um Holdsveikra- spítalann sem þarna stóð og tekinn var í notkun í október 1898. „Spít- alinn var gjöf dönsku Oddfellowregl- unnar til íslensku þjóðarinnar“ segir á Wikipediu. Það er Oddfellow- reglan á Íslandi sem ber kostnaðinn af uppgreftri og frágangi reitsins í tilefni 200 ára afmælis félagsskap- arins hérlendis og afhenti hann Reykjavíkurborg til umsjónar og umhirðu. Stór hluti tangans er í órækt en undir grassverðinum eru leifar um forna byggð og nýrri, þar er grunnur biskupsstofu, undir- stöður braggahverfis frá stríðs- árunum, minjar um sjósókn fyrri tíma, leifar Laugarnesbæjarins og gamall kirkjugarður þar sem síðast var grafinn maður seint á 19. öld. Vegna sögunnar undir sverðinum heyrir Laugarnestangi undir Minja- stofnun Íslands og 25. ágúst 2016 var gerður samningur milli þeirrar stofnunar og borgarstjórnar Reykjavíkur um friðlýsingu, vernd- un og viðgang svæðisins. Í sam- komulaginu fjallar kafli 2.4 um sér- stöðu svæðisins og þar segir svo í niðurlagi: „Náttúrufarið í Laugar- nesi gerir svæðið ein- stakt í Reykjavík þar sem hægt er að horfa yfir nesið og út í Viðey án truflunar frá mann- virkjum nútímans. Mikilvægt er að halda í þetta merkilega menn- ingarlandslag, samspil náttúru og minja, sem er hvergi að finna ann- ars staðar í Reykja- vík.“ Breytt aðalskipulag ógnar einstöku náttúrufari Síðastliðið vor var gerð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur sem ógn- ar samkomulagi Minjastofnunar og Reykjavíkurborgar frá því í ágúst 2016. Svo er að sjá sem það sé að engu haft. Hinn 9. apríl var gefið út framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu við Klettagarða og Skarfabakka sem verður alls 2,0-2,5 hektarar að stærð og myndar hvasst 90 gráðu horn við Laugarnestanga með stefnu á Skarfasker. Sjá ljósmynd og frétt í Morgunblaðinu 28. sept. Fyrirhugað er að Faxaflóahafnir byggi nýjar höfuðstöðvar á landfyllingunni sem þarna er að verða til og þar með er mikilvægur hluti náttúrufarsins í Laugarnesi fyrir bí, byggt fyrir út- sýnið til Viðeyjar og Viðeyjarstofu, sem er algjörlega óviðjafnanlegt á þessum stað og helsta aðdráttarafl þeirra fjölmörgu sem njóta útivistar á svæðinu. Útsýni sem almannagæði Það er varla ofsagt að með þeirri háhýsabyggð sem á fáum árum hef- ur risið meðfram norðurströnd Reykjavíkur hafi borgin algjörlega skipt um svip. Menn geta haft ólíkar skoðanir á því hvort hún hafi fríkkað eða ljókkað, en hitt er óumdeilanlegt að víða hefur verið gengið freklega á þau almannagæði sem felast í því að njóta útsýnis út á sundin blá, til Esju, Skarðsheiðar, Akrafjalls, Við- eyjar og Engeyjar, alls þess feg- ursta sem finnst í nágrenni höfuð- borgarinnar. Sú grundvallarregla í skipulagi að halda sjónlínum til sjáv- ar og fjalla opnum sem hluta af lífs- gæðum almennings hefur verið hunsuð, en hagsmunir verktaka og velmegandi turnbúa hafðir í fyrir- rúmi. Nokkur sárabót fyrir almenn- ing felst í því að enn er hægt að kom- ast fótgangandi út úr skugga- sundunum á göngu- og hjólreiða- stíginn meðfram Sæbrautinni. Sá stígur hefur um skeið náð frá Hörpu og inn í Sundahöfn, með nokkrum vinsælum áningarstöðum. Sá fyrsti er við Sólfar Jóns Gunnars Árnason- ar. Sá næsti við Fjöruverk Sigurðar Guðmundssonar. Þá kemur tákn fyr- ir vináttu Íslendinga og Bandaríkja- manna. Svo framúrskarandi fallegt svæði umhverfis nýja vita Faxaflóa- hafna, þaðan sem græn Þúfa Ólafar Nordal úti á Granda blasir við. Frá gula vitanum er nokkur spölur út í Laugarnes þar sem útsýnið til Esju og Viðeyjar fullkomnast. Byggð á landfyllingunni lokar fyrir þessa fegurð og rýfur hina náttúrlegu og sögulegu tengingu sem er milli Laugarnestanga og Viðeyjar, hún rústar því menningarlandslagi sem samningur Reykjavíkurborgar og Minjastofnunar var gerður til að vernda. Eftir Steinunni Jóhannesdóttur »Mikilvægt er að halda í þetta merki- lega menningarlands- lag, samspil náttúru og minja, sem hvergi er að finna annars staðar í Reykjavík. Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. Laugarnestangi – Menningarlandslagi rústað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.