Morgunblaðið - 14.10.2019, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. OKTÓBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Stjarnan – HK ...................................... 26:22
Valur – Haukar..................................... 24:25
Staðan:
Haukar 6 5 1 0 155:142 11
ÍR 5 5 0 0 160:133 10
ÍBV 5 4 0 1 136:124 8
Afturelding 5 4 0 1 133:122 8
Selfoss 5 3 1 1 146:146 7
FH 5 2 1 2 132:131 5
KA 5 2 0 3 137:136 4
Valur 6 1 1 4 144:145 3
Fjölnir 5 1 1 3 127:143 3
Stjarnan 6 1 1 4 143:161 3
Fram 5 1 0 4 111:121 2
HK 6 0 0 6 145:165 0
Grill 66 deild karla
Víkingur – Þór Ak ................................ 26:26
Stjarnan U – Þróttur............................ 34:34
Valur U – Haukar U............................. 32:28
Olísdeild kvenna
Stjarnan – Afturelding......................... 27:16
Haukar – KA/Þór ................................. 23:25
HK – ÍBV .............................................. 29:29
Valur – Fram ........................................ 19:18
Staðan:
Valur 4 4 0 0 111:77 8
Stjarnan 4 4 0 0 103:78 8
Fram 4 3 0 1 115:80 6
KA/Þór 4 2 0 2 103:112 4
HK 4 1 1 2 104:109 3
ÍBV 4 1 1 2 78:99 3
Haukar 4 0 0 4 86:110 0
Afturelding 4 0 0 4 62:97 0
Grill 66 deild kvenna
Fjölnir – HK U ..................................... 29:28
ÍBV U – Fram U................................... 21:27
Valur U – Stjarnan U........................... 36:20
1. deild kvenna
Keflavík b – Tindastóll ......................... 82:72
Grindavík b – Hamar ........................... 56:52
Njarðvík – ÍR........................................ 68:67
Rússland
Kalev/Cramo – UNICS Kazan........... 85:63
Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig og
tók 2 fráköst fyrir Unics á 20 mínútum.
Svíþjóð
Luleå – Borås ....................................... 68:85
Elvar Már Friðriksson skoraði 9 stig
fyrir Borås, átti 9 stoðsendingar og tók 3
fráköst á 29 mínútum.
Spánn
Real Betis – Zaragoza......................... 69:71
Tryggvi Snær Hlinason tók eitt frákast
fyrir Zaragoza og lék í 6 mínútur.
B-deild:
Oviedo – Ourense ................................ 81:84
Gunnar Ólafsson skoraði 10 stig fyrir
Oviedo, tók 2 fráköst og átti eina stoðsend-
ingu á 23 mínútum.
KÖRFUBOLTI
isson fremstur í flokki með 12 brotin
fríköst. Hann gekk þó fullvasklega
fram að lokum og var þrisvar rekinn
út af.
Reyndar eyddu liðin miklum tíma
í skammarkróknum. Leikurinn var
þó aldrei grófur, en fast tekist á og
stundum stórkarlalega. Malmö fékk
tíu tveggja mínútna brottvísanir og
Selfoss sex. En portúgölsku dóm-
ararnir voru góðir, þeir héldu sinni
línu, voru yfirvegaðir og höfðu góð
tök á leiknum. Svona frammistaða
sést ekki á hverjum degi í Hleðslu-
höllinni.
Góð prófraun fyrir Selfyssinga
Reyndu ekki nógu mikið á taugar Svíanna og eru úr leik í EHF-bikarnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ógnar Haukur Þrastarson reynir skot að marki Malmö en hann skoraði 7 mörk í leiknum á laugardaginn.
Á SELFOSSI
Guðmundur Karl
sport@mbl.is
Íslandsmeistarar Selfoss eru úr leik
í EHF-bikarnum í handbolta eftir
31:29 tap á heimavelli síðastliðið
laugardagskvöld gegn HK Malmö
frá Svíþjóð. Malmö vann fyrri leik-
inn 33:27 og einvígið því samtals
með átta marka mun.
Selfyssingar stóðu sig heilt yfir
vel í seinni leiknum. Þeir náðu mest
þriggja marka forystu í upphafi
seinni hálfleiks en hefðu þurft að ná
upp meira forskoti til þess að reyna
á taugar Svíanna. Malmö er með
mikla breidd og sænska vélin malaði
jafnt og þétt allan tímann.
Malmö er gott og vel skipulagt
handboltalið með stórar og öflugar
skyttur sem stöðugt stafar ógn af.
Þetta er öðruvísi verkefni fyrir Sel-
fyssinga sem eflast örugglega við
þessa raun og geta tekið margt gott
út úr verkefninu yfir í baráttuna í
Olísdeildinni.
Guðni Ingvarsson, Haukur Þrast-
arson og Hergeir Grímsson skoruðu
allir 7 mörk fyrir Selfoss. Haukur
var algjör lykilmaður í sóknarleik
liðsins með fjölda stoðsendinga. Í
vörninni fór hinn ungi Tryggvi Þór-
FH-ingar eru úr leik í EHF-bikar
karla í handknattleik eftir naumt
tap, 28:27, fyrir Arendal í Noregi á
laugardaginn. Norðmennirnir unnu
fyrri leikinn í Kaplakrika, 30:25, og
FH-ingar voru aldrei mjög nálægt
því að vinna þann mun upp en þeir
lentu sjö mörkum undir í fyrri hálf-
leik. FH náði þó forystunni um tíma
í seinni hálfleik en það entist stutt.
Ásbjörn Friðriksson skoraði 9 mörk
fyrir FH, Einar Rafn Eiðsson og
Egill Magnússon 4 mörk hvor og
Phil Döhler varði 18 skot í marki
Hafnarfjarðarliðsins. vs@mbl.is
Eins marks tap
FH í Arendal
Morgunblaðið/Eggert
EHF Egill Magnússon reynir skot að
marki Arendal í Kaplakrika.
Tímamót urðu í frjálsíþróttasögunni
á laugardaginn þegar heimsmethaf-
inn og ólympíumeistarinn Eliud
Kipchoge frá Kenía varð fyrstur til
þess að hlaupa maraþonhlaup, rúma
42 kílómetra, á skemmri tíma en
tveimur tímum. Þetta gerði hann í
Vínarborg þar sem hann hljóp vega-
lengdina á einni klukkustund, 59
mínútum og 40 sekúndum og rauf
því tveggja stunda múrinn um 20
sekúndur. Ekki er þó um opinbert
heimsmet að ræða því Kipchoge
fékk ýmiss konar aðstoð við að ná
áfanganum og hljóp án keppni.
Fyrstur undir
tvær stundir
AFP
Einstakt Eliud Kipchoge var vel
fagnað eftir hlaupið í Vín.
Íslandsmótið í kumite, bardaga-
hlutanum af karateíþróttinni, fór
fram í Fylkisskemmunni í Norð-
lingaholti á laugardag. Iveta Iv-
anova og Ólafur Engilbert Árna-
son, sem bæði eru úr Fylki, urðu
Íslandsmeistarar í opnum flokkum
kvenna og karla.
Iveta sigraði Maríu Helgu Guð-
mundsdóttur úr Þórshamri í úr-
slitaviðureigninni í kvennaflokki og
Telma Rut Frímannsdóttur úr
Aftureldingu hafnaði í þriðja sæti.
Ólafur sigraði Þorstein Frey-
garðsson úr Fylki í úrslitaviður-
eigninni í karlaflokki en þeir Elías
Snorrason úr KFR og Máni Karl
Guðmundsson úr Fylki deildu
þriðja sætinu.
Agnar Már Másson úr Þórshamri
sigraði í -60 kg flokki karla, Máni
Karl Guðmundsson úr Fylki í -75 kg
flokki karla, Elías Snorrason úr
KFR í +75 kg flokki karla, Telma
Rut Frímannsdóttir úr Aftureld-
ingu í +61 kg flokki kvenna og
María Helga Guðmundsdóttir úr
Þórshamri í -61 kg flokki kvenna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bestar María Helga Guðmundsdóttir og Iveta Ivanova í úrslitaslagnum.
Iveta og Ólafur unnu
opnu flokkana