Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Nú ber vel í veiði, hugsaði grái skógarkötturinn, þar sem hann læddist um í bakgarði húss við Skúlagötuna í Borg- arnesi í vikunni. Veiðieðlið hafði sagt til sín. Stokkandar- parið sem hékk niður úr snúrustaurnum virtist vera auð- veld bráð, kannski gæti hann náð þeim báðum í einu stökki. Hann náði að gera eina tilraun áður en það sást til hans út um eldhúsgluggann. Um leið og hann horfði í myndavélarlinsu húsráðandans stökk hann skömmustu- legur burtu. Skógarköttur í Borgarnesi gerði heiðarlega tilraun til að verða sér úti um væna máltíð Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Sýnd veiði en ekki gefin Baldur Arnarson baldura@mbl.is Friðbert Traustason, framkvæmda- stjóri Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja (SSF), segir vísbend- ingar um að hátt hlutfall fé- lagsmanna sem missti vinnuna í haust hafi fengið tilboð um starf. Arion banki sagði upp 100 starfsmönnum í lok september. Þá sagði Íslands- banki upp 20 starfsmönnum og Valitor 12 starfs- mönnum. Alls misstu því um 130 vinnuna. „Sem betur fer virðist okkar fólki ganga mjög vel að fá vinnu. Við bjóð- um ókeypis aðstoð við atvinnuleit í gegnum Hagvang, á kostnað stéttar- félagsins, en það hafa aðeins um 30 leitað til Hagvangs af þessum hópi. Ég túlka það þannig að meirihlut- anum virðist ganga vel að leita sér að nýju starfi. Hjá þessum fyrirtækjum var um að ræða stóran hóp vel menntaðra sérfræðinga. Vinnumark- aðurinn virðist vera opinn fyrir fólki sem er með slíka menntun og reynslu. Það kom til dæmis til mín fé- lagsmaður á mánudag sem var strax með tilboð frá tveimur fyrirtækjum.“ Viðkvæmur hópur „Það er hins vegar alltaf viðkvæm- ur hópur eldri starfsmanna sem á erf- itt með að finna sambærilegt starf og því verða fyrirtækin að taka sérstakt tillit til þeirra starfsmanna við upp- sagnir,“ segir Friðbert. Að hans sögn er fólkið með fjöl- breytilega menntun. „Það hefur ekki aðeins lært viðskiptafræði, hagfræði eða lögfræði heldur líka stærðfræði, tölvunarfræði, verkfræði, áhættu- stýringu og alls kyns fög sem virðast nýtast annars staðar á vinnumark- aði,“ segir Friðbert. Um 3.800 félagsmenn voru skráðir í SSF um síðustu áramót, þar af 2.800 hjá viðskiptabönkunum, og hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu ár. Spurður hvort fjármálafólk sé farið að dreifast á fleiri fyrirtæki en áður segir Friðbert að flest meðalstór og stór fyrirtæki þurfi sífellt meira af sérþjálfuðu fjármálafólki. Þá m.a. til að leita eftir fyrirgreiðslu bankanna. „Þá virðist alltaf vera eftirspurn eftir fólki með tölvuþekkingu og fólki með mikla fjármálaþekkingu. Hingað leita margir og spyrja hvort við höf- um félagatal yfir þau sem misst hafa vinnuna. Þegar við spyrjum hvers vegna fáum við það svar að bankafólk sé svo vant öguðum vinnubrögðum. Það hafi unnið undir miklum aga.“ Friðbert segir aðspurður að starfs- fólkið hafi fengið allt að sjö mánaða uppsagnarfrest. Á meðan verði það skráð í SSF eða allt fram í maí á næsta ári. Því sé ótímabært að skera úr um hvaða áhrif uppsagnir í haust muni hafa á félagatalið. Það skýrist þegar fólkið hættir á launum og hættir að greiða félagsgjöld. Hins vegar geti þeir sem fá atvinnuleysis- bætur áfram skráð sig í félagið. Hefur fækkað um tvö þúsund Friðbert segir aðspurður að í árs- lok 2007 hafi alls 4.650 manns starfað hjá Landsbankanum, Kaupþingi, Glitni og sparisjóðunum. Þar af hafi um 850 verið hjá sparisjóðunum. Í árslok 2014 hafi bankarnir yfir- tekið nær alla starfsemi sparisjóða og þá alls starfað 3.300 hjá bönkum. Nú starfi um 2.700 hjá bönkunum, eða ríflega 40% færri en 2007. Mörgum þegar verið boðið starf Friðbert Traustason  Útlit fyrir að hátt hlutfall fólks sem missti vinnuna hjá bönkum í september hafi fengið starf  Framkvæmdastjóri SSF segir fyrirtækin telja starfsfólkinu til tekna að hafa starfað í banka 4.650 3.300 2.800 Fjöldi starfsmanna hjá viðskiptabönkunum Í árslok 2007-2018 Starfsmenn Fjöldi útibúa Heimild: SSF 2007 2014 2018 157 95 80 Um 130 eru nú á uppsagnarfresti. Áætlaður fjöldi í ársbyrjun 2020 verður því um 2.670 Dolorin Hita- og verkjastillandi paracetamól Á HAGSTÆÐUVERÐI! Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesiðvandlegaupplýsingarnaráumbúðumogfylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til lækniseða lyfjafræðingsséþörfá frekari upplýsingumumáhættuogaukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Þú færð Dolorin í næsta apóteki Dolorin500mg paracetamól töflur - 20stkog30stk Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað vinnustöðvun vegna flugmanna sem starfa hjá Air Iceland Connect. Vinnustöðvunin felur í sér yfirvinnubann meðal allra flugmanna Air Iceland Connect, en þeir eru allir félagsmenn FÍA. Að óbreyttu hefst vinnustöðvunin klukkan 00.01 á föstudag eftir viku. Spurður hvort búast megi við að samningar verði í höfn fyrir þann tíma segist Árni Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Air Iceland Connect, ómögulegt að geta sér til um það. „Við erum búin að vera að ræða málin undanfarið og við höldum þeim viðræðum áfram. Það er ekk- ert annað í spilunum,“ segir hann spurður út í þá stöðu sem nú er komin upp. Yfirvinna ekki meginreglan Umrætt yfirvinnubann nær til allra verkefna flugmanna fyrir fé- lagið sem teljast til yfirvinnu. Ann- ars vegar fellur þannig niður heim- ild félagsins til að kaupa vinnu af flugmanni á frídegi og hins vegar til að kaupa viðbótarvakttíma af flug- manni á vinnudegi. Aðspurður segir Árni það ekki vera meginreglu að flugmenn félagsins vinni yfirvinnu, en ómögulegt sé að geta sér til um umfang afleiðinga yfirvinnubanns- ins ef af verður. Yfirvinnubann á flugmenn  Ómögulegt að geta sér til um af- leiðingarnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugvöllur 32 félagsmenn af 34 greiddu atkvæði með yfirvinnubanni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.