Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 11

Morgunblaðið - 24.10.2019, Side 11
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Smávirkjanir í vatnsafli virðast vera helsta leiðin sem orkufyrirtækin sjá til að auka raforkuframleiðsluna um þessar mundir. Ferli rammaáætl- unar er óvirkt og eitthvað vantar upp á regluverk um vindorku. Eigi að síður er óþarflega dýrt og flókið að koma upp smávirkjunum í minni kantinum og það er varla á færi ein- stakra landeigenda. Síðustu fimm árin hefur Orku- stofnun veitt rannsóknarleyfi fyrir 22 nýjum smávirkjunum í vatnsafli. Virkjun sem er með minna en 10 megawött í uppsettu afli er skil- greind sem smávirkjun. Á sama tíma hafa 10 verkefni fengið virkj- analeyfi. Sjá má listann hér til hlið- ar. Ef litið er lengra aftur í tímann, um áratug, hafa verið veitt 32 rann- sóknarleyfi í vatnsafli og 19 leyfi fyrir smávirkjunum. Á þessu sést að þunginn er á síðustu fimm árum. Við því er að búast að mun færri virkjanaleyfi séu gefin út en rann- sóknarleyfi því rannsóknir leiða stundum til þeirrar niðurstöðu að ekki sé hagkvæmt að virkja eða áhrifin á umhverfið eru talin of mik- il. Mikill áhugi á verkefnum Miklu meiri aðsókn varð að fundi sem Orkustofnun boðaði til um smávirkjanir en reiknað var með. Hátt í 500 manns sóttu fundinn eða fylgdust með honum í beinni út- sendingu á netinu. Erla Björk Þor- geirsdóttir, verkefnastjóri hjá Orkustofnun, telur að þessi áhugi endurspegli áhuga á smávirkjunum. Hún stýrir verkefni Orkustofnunar um smávirkjanir sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið styður. Fyrr á árum voru það aðallega bændur og aðrir landeigendur sem komu sér upp litlum rafstöðvum til eigin nota. Verkefnin hafa þróast og stækkað og virkjanir tengst raf- orkukerfinu í auknu mæli og áhugi orkufyrirtækjanna vaknaði fyrir nokkrum árum. Þau sjá þarna tæki- færi til að auka eigin raforkufram- leiðslu og draga úr kaupum á orku frá Landsvirkjun. Þar spilar inn í sú staða sem rammaáætlun er í. Niðurstaða síð- ustu verkefnisstjórnar, þeirrar þriðju í röðinni, hefur ekki verið lögfest og því allt í biðstöðu. Þrátt fyrir það hefur ný verkefnisstjórn tekið til starfa. Þá er að einhverju leyti lagalegt tómarúm í nýtingu vindorku enda ágreiningur á milli Skipulagsstofnunar og Orkustofn- unar um það hvernig standa skuli að málum. Margir líta á smávirkj- anir sem möguleika í þessari stöðu. Orkufyrirtækin sjá möguleika Sagt hefur verið frá þróuninni hjá HS orku og systurfélögum hér í blaðinu. Þegar þær 16 smávirkjanir sem félagið á aðild að eða kaupir orku af verða allar komnar í notkun einhvern tímann á næsta ári verður uppsett afl þeirra samtals 42 MW og framleiðslan 247 GWst á ári. Orkusalan sem er dótturfélag RARIK er með margar smávirkj- anir á rannsóknarstigi, auk stærri virkjana, en hefur enn ekki aflað sér virkjanaleyfis. Áformin eru flest í nágrenni við virkjanir sem Orku- salan rekur á Fljótsdalshéraði og í Fljótum. Sama má segja um vind- orkukost sem fyrirtækið er að þróa. Fallorka sem er dótturfélag Norðurorku á Akureyri hefur einn- ig verið öflugt í smávirkjunum og Orkubú Vestfjarða er með nokkra kosti í vinnslu. Þá eru önnur sjálf- stæð orkufyrirtæki og einstaka landeigendur að undirbúa virkjanir. Þá má nefna aðrar gerðir af virkj- unum sem ekki er fjallað um hér. Vindorkuver hefja gjarnan starf- semi sem smávirkjanir og íslenskt fyrirtæki býður sænska lausn til framleiðslu raforku úr borholuvatni með lægri hita en áður hefur þekkst. Kerfið ekki hliðhollt Það kom fram á ráðstefnu Orku- stofnunar að þeim sem hyggja á framkvæmdir þykir kerfið ekki hlið- hollt þeim. Það snýr að skipulags- málum, umhverfismati, kostnaði við rannsóknir, raforkulög og fjár- mögnun. Arnar Bergþórsson, verkfræð- ingur hjá fyrirtækinu Arnarlæk, sagði í framsöguerindi á ráðstefnu Orkustofnunar að leyfisveitingaferli og skipulagsmál fyrir minni smá- virkjanir væri orðið of kostnaðar- samt og tímafrekt. Hann á þar við virkjanir á bilinu 200 kílówött til 2ja megawatta sem bændur ættu að geta ráðist í. „Það er mín upplifun og fleiri sem hafa verið að vinna að þessum málum að það tekur fjölda- mörg ár að reka þetta í gegnum kerfið með miklum kostnaði sem í mörgum tilvikum slær hugmynd- irnar út af borðinu,“ segir Arnar í samtali við Morgunblaðið. Hann stóð fyrir nýjustu virkjuninni í Húsafelli og rekur fyrirtæki með fé- laga sínum sem undirbýr virkjanir og býður einnig bændum þjónustu sína við slíkan undirbúning. Ekki er gerð skilyrðislaus krafa um umhverfismat fyrir virkjanir sem eru undir 10 MW í uppsettu afli. Hins vegar er þess krafist að metið sé hvort slíkar virkjanir, yfir 200 kílówöttum, skuli fara í fullt um- hverfismat. Erla Björk hjá Orku- stofnun segir að Skipulagsstofnun geri svo miklar kröfur um rann- sóknir og gögn með matsskyldufyr- irspurn og ferlið taki svo langan tíma að þeir sem undirbúi virkjanir telji stundum best að fara strax í fullt umhverfismat, til þess að reyna að flýta verkinu. Erla segir að lægri mörkin séu ótrúlega lág og mun lægri en í Noregi. 200 kílówatta virkjun sé ekki stórkostlegt inngrip í náttúruna. Oft sé stöðvarhúsið við- lækinn eina mannvirkið sem sjáist og það sé eins og lítill sumarbú- staður. Hún segir að ekki henti að nota aðferðafræði stórra virkjana við undirbúning minnstu virkjana. Arnar segir að hægt væri að ein- falda skipulagsferlið verulega. Nú þyrfti að skrifa ítarlegar grein- argerðir vegna breytingar á að- alskipulagi, deiliskipulagi og vegna matsskylduspurningar til Skipulagsstofnunar. Þetta mætti sameina. Erla Björk bendir á að í Noregi séu öll leyfismálin á einum stað, hjá norsku Orkustofnuninni. Þar sé sérþekkingin og áhugafólk geti sótt þangað leiðbeiningar. Næsta hindrun er í raforkulögum og reglugerðum með þeim. Regl- urnar eru íþyngjandi fyrir smávirkj- anir, að mati Arnars. Hár tengi- kostnaður getur fallið á smá- virkjanir og hreinlega ýtt þeim út af borðinu. Þá eru gerðar kröfur um að smávirkjanir séu búnar sem varaafl- stöðvar en það er dýr búnaður. Á móti segja Erla og Arnar að ekki sé tekið tillit til þess ábata sem mynd- ast í flutnings- og dreifikerfinu með fjölgun smávirkjana. Lækir og ár skipta skipta oft löndum. Arnar nefnir það sem þriðja þröskuldinn. Erfitt og tíma- frekt sé að semja við ríkið um vatns- réttindi, þegar það á í hlut. Loks má nefna fjármögnun. Vext- ir af lánum eru háir hér á landi. Þá fást almennt ekki lán fyrir rann- sóknum og öðrum undirbúnings- kostnaði við öflun leyfa. Ekki eiga allir næga fjármuni undir kodd- anum þess til að standa undir því. Ef til vill þess vegna hafa stærri orkufyrirtækin oft komið til sög- unnar og tekið yfir áformin og tekið vatnsréttindin á leigu eða aðstoðað landeigendur við fjármögnun gegn samningum um kaup á orkunni. Sóknarfæri í smávirkjunum  Veitt hafa verið rannsóknaleyfi fyrir 22 smávirkjunum í vatnsafli síðustu fimm árin og 10 hafa fengið leyfi til að virkja  Undirbúningur dýr og skipulags- og leyfisveitingaferli talið of tímafrekt Útgefi n rannsóknar- og virkjanaleyfi í vatnsafl i 2015-2019* Rannsóknir Virkjanir Útgefi n rannsóknarleyfi í vatnsafl i, smá- og stórvirkjanir Útgefi n virkjanaleyfi í vatnsafl i, undir 10 MW 2015 ■ Austurgilsvirkjun í Selá í Ísafjarðardjúpi ■ Hafnardalsá í Ísafjarðardjúpi ■ Skúfnavatnavirkjun í Ísafjarðardjúpi ■ VesturVerk, Hvalárvirkjun í Árneshreppi ■ Íslandsvirkjun, Gönguskarðsárvirkj- un í Skagafi rði ■ Mosvallavirkjun í Svelgsá í Helgafellssveit 2016 ■ Arctic Hydro ehf., Dimmugljúfursvirkjun í Hafralónsá á Norðausturlandi ■ Arctic Hydro ehf., Djúpárvirkjun í Djúpá í Skaftárhreppi ■ Arctic Hydro ehf., Hamarsá í Djúpavogshreppi ■ Dalsorka ehf., Selá í Súgandafi rði ■ Geitdalsvirkjun í Geitdalsá ■ Glámuvirkjun í Ísafjarðardjúpi ■ Kiðufellsvirkjun í Fellsá og Kelduá í Fljótsdal ■ Orkuveita Vestfjarða ohf., Mjólká IV í Arnarfi rði ■ VesturVerk ehf., Hundsá og Hestá í Ísafjarðardjúpi ■ VesturVerk ehf., Hvanneyrardalsvirkjun í Ísafjarðardjúpi 2017 ■ Arctic Hydro ehf., Geitlandsá á Fljótsdalshéraði ■ Fallorka ehf., Djúpadalsvirkjun III í Djúpadalsá í Eyjafi rði ■ Fallorka ehf., Kambfellsvirkjun í Hagá og Hrauná í Eyjafi rði ■ Landsvirkjun, Stóra-Laxá í Hrunamannahreppi ■ Orkubú Vestfjarða ohf., Helluvirkjun í Vatnsfi rði í Vesturbyggð ■ AB-Fasteignir ehf., Kaldárvirkjun, Önundarfi rði ■ AB-Fasteignir ehf., Þverárvirkjun, Önundarfi rði ■ Fallorka, Glerárvirkjun II, Akureyri ■ Ferðaþjónustan Húsafelli ehf., Urðarfellsvirkjun í Húsafelli ■ HS Orka hf., Brúarvirkjun, Bláskógabyggð 2018 ■ Orkusalan ehf., Bessastaðavirkjun í Fljótsdal ■ Orkusalan ehf., Gilsárvirkjun á Héraði ■ Orkusalan ehf., Köldukvísl á Austur-Héraði ■ Orkusalan ehf., Ódáðavötn niður í Suðurdal Skriðdals á Héraði ■ Orkusalan ehf., Tungudalsvirkjun í Fljótum ■ AB - Fasteignir ehf., Úlfsárvirkjun á Dagverðardal, Ísafi rði 2019* ■ Orkusalan ehf., Kaldá og Ásdalsá í Jökulsárhlíð ■ Arctic Hydro ehf., Hólsvirkjun í Hólsá og Gönguskarðsá í Fnjóskadal ■ Tjarnavirkjun ehf., Eyjafjarðará Ný leyfi fyrir smávirkjunum, undir 10 MW 2009-2019* 1 1 1 2 1 3 2 5 1 2 1 2 1 2 3 1 4 8 5 5 1 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 *Það sem af er ári. Heimild: os.is FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 Vatnsheldir Kuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is Innbyggðir broddar í sóla Verð 17.995 Stærðir 36 - 47

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.