Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.10.2019, Qupperneq 24
ÞÓR Þ. Kristján Jónsson kris@mbl.is Morgunblaðið ræddi í gær við Emil Karel Einarsson, lykilmann í liði Þórs í Þorlákshöfn, um tímabilið í Dominos-deildinni sem er nýhafið. Þórsarar töpuðu fyrir Stjörnunni og Val en unnu Þór frá Akureyri í fyrstu þremur umferðunum. „Við héldum kjarnanum í leik- mannahópnum en fengum erlenda leikmenn í stað þeirra sem fóru. Þetta hefur verið nokkuð langt ferli hjá okkur að komast í gang og við höfum verið í smá ströggli í upphafi móts. Þetta er að smella saman finnst mér eftir að við fengum Dino Butorac sem var síðasta púslið. And- inn er orðinn miklu betri í liðinu og við erum að dreifa boltanum betur. Ég er mjög bjartsýnn á að takturinn verði orðinn góður á næstu vikum,“ sagði Emil, en lið Þórsara átti skemmtilega úrslitakeppni á síðasta tímabili. Liðið sló út sterkt lið Tinda- stóls og mætti meisturunum í KR í undanúrslitum og tapaði 3:1. „Þetta var ótrúlega gaman og skil- ur eftir sig reynslu hjá leikmönnum. Maður vill leika stóru leikina og vinna þá, hvort sem er í úr- slitakeppninni eða bikarúrslitaleiki. Árangur okkar síðasta vetur skilur einnig eftir sig aukið hungur að komast enn lengra og vinna.“ Friðrik er körfuboltaheili Þjálfarinn reyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu í sumar af Baldri Þór Ragnarssyni, sem fór í Skagafjörðinn. „Mér líst vel á Frikka. Hann er alger körfuboltaheili og hugsar mikið um íþróttina. Hann hefur séð þetta allt áður og við hlustum bara á allt sem hann segir. Hann er alveg ófeiminn við að segja skoðun sína og lætur mann heyra það duglega ef ástæða er til, sem er bara mjög gott. Við spilum eft- ir hugmyndafræði hans og skipu- lagi. Ég verð að hrósa stjórninni í Þorlákshöfn fyrir að ráða topp- þjálfara hvað eftir annað. Það segir mikið um stefnu félagsins. Við viljum ekki fara niður aftur heldur halda stöðu okkar og jafn- vel bæta. Þjálfarastaðan er auðvit- að stór þáttur í því ferli,“ benti Emil á. Of sveiflukennt Emil hefur skorað 15 stig að meðaltali í fyrstu leikjunum og hefur sett niður átta þriggja stiga körfur í sautján tilraunum. „Ég er í mjög góðu formi en síðasta tímabil var ég meiddur mestan hluta vetrarins, sem voru vonbrigði. Leikurinn kem- ur auðveldlega til mín um þessar mundir. Boltinn skilar sér til mín eftir gott flæði og þá fæ ég opin skot- færi. Vonandi heldur það áfram en ég er helst að leita eftir meiri stöð- ugleika. Ég hef átt það til í gegnum tíðina að skora 20 stig í einum leik en taka varla skot í þeim næsta. Segja má að sama markmið sé hjá liðinu sjálfu því við erum of sveiflukenndir í leik okkar,“ sagði Emil Karel Ein- arsson í samtali við Morgunblaðið. Stefnt að auknum stöðugleika Atkvæðamikill Emil Karel Einarsson er drjúgur fyrir Þórsara.  Þjálfararáðningar endurspegla metnaðinn í Þorlákshöfn að mati Emils Morgunblaðið/Hari 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019 LEIKSTJÓRNENDUR: Ísak Júlíus Perdue Benjamín Þorri Benjamínsson Vladimir Nemcok Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson Árangur 2018-19: 9.sæti Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Þór tapaði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferðinni, tapaði fyrir Val í annarri umferðinni en vann Þór Akureyri í þriðju umferðinni. Þór sækir Íslandsmeistara KR heim í kvöld. BAKVERÐIR: Sæmundur Þór Guðveigsson Halldór Garðar Hermannsson Magnús Breki Þórðarson Tristan Rafn Ottósson Ragnar Örn Bragason Jón Jökull Þráinsson FRAMHERJAR: Vincent Bailey Marko Bakovic Emil Karel Einarsson Davíð Arnar Ágústsson Styrmir Snær Þrastarson Lið Þórs Þ. 2019-20 KOMNIR: Marko Bakovic frá Gorcia í Króatíu Vladimir Nemcok frá Rhein Köln í Þýskalandi Vicent Bailey frá Boncourt í Sviss FARNIR: Nick Tomsik í Stjörnuna Kinu Rochford í Hamar Jaka Brodnik í Tindastól Breytingar á liði Þórs Þ.  Styrkleiki Þórs er að íslenski kjarninn hefur spil- að lengi saman og allir þekkja hver annan inn og út.  Hitti Þórsarar á réttu erlendu leikmennina þá á liðið að geta verið í efri hluta deildarinnar.  Frá því að Þór kom upp í efstu deild 2011 þá end- ar liðið nánast alltaf ofar allar spár segja til um.  Ég er á því að Þór eigi að gera unnið hvaða lið sem er á heimavelli í Þorlákshöfn en útileikirnir verða erfiðari. Benedikt Guðmundsson um Þór Þorlákshöfn Meistaradeildin E-riðill: Genk – Liverpool ......................................1:4 Stephen Odey 88. – Alex Oxlade-Cham- berlain 2., 57., Sadio Mané 77., Mohamed Salah 87. Salzburg – Napoli.....................................2:3 Erling Braut Håland 40. (víti), 72. – Dries Mertens 17., 64., Lorenzo Insigne 73. Staðan: Napoli 3 2 1 0 5:2 7 Liverpool 3 2 0 1 8:6 6 Salzburg 3 1 0 2 11:9 3 Genk 3 0 1 2 3:10 1 F-riðill: Inter – Dortmund .....................................2:0 Lautaro Martínez 22., Antonio Candreva 89. Slavia Prag – Barcelona..........................1:2 Jan Boril 50. – Lionel Messi 3., Peter Olay- inka 57. (sjálfsmark) Staðan: Barcelona 3 2 1 0 4:2 7 Inter Mílanó 3 1 1 1 4:3 4 Dortmund 3 1 1 1 2:2 4 Slavia Prag 3 0 1 2 2:5 1 G-riðill: Leipzig – Zenit Petersburg.....................2:1 Konrad Laimer 49., Marcel Sabitzer 59. – Jaroslav Rakitskij 25. Benfica – Lyon ..........................................2:1 Rafa Silva 4., 86. – Memphis Depay 70. Staðan: RB Leipzig 3 2 0 1 4:4 6 Zenit 3 1 1 1 5:4 4 Lyon 3 1 1 1 4:3 4 Benfica 3 1 0 2 4:6 3 H-riðill: Ajax – Chelsea ..........................................0:1 Michy Batshuayi 86. Lille – Valencia .........................................1:1 Jonathan Ikoné 90. – Denis Cherishev 63. Rautt spjald: Mouctar Diakhaby (Valencia) 85. Staðan: Ajax 3 2 0 1 6:1 6 Chelsea 3 2 0 1 3:2 6 Valencia 3 1 1 1 2:4 4 Lille 3 0 1 2 2:6 1 England B-deild: Bristol – Charlton .....................................2:1 Derby – Wigan ..........................................1:0 Fulham – Luton.........................................3:2 Huddersfield – Middlesbrough................0:0 Nottingham Forest – Hull........................1:2 Staða efstu liða: WBA 13 7 5 1 24:15 26 Leeds 13 7 3 3 17:8 24 Sheffield Wed. 13 7 2 4 18:10 23 Bristol City 13 6 5 2 20:17 23 QPR 13 7 2 4 23:23 23 Preston 13 6 4 3 24:14 22 Fulham 13 6 4 3 23:14 22 Nottingham F. 13 6 4 3 17:12 22 Swansea 13 6 4 3 17:13 22 Charlton 13 6 3 4 19:14 21 Unglingadeild UEFA karla 1. umferð, síðari leikur: Levadia Tallinn – ÍA ...............................1:12  ÍA áfram, 16:1 samanlagt.  Danmörk Esbjerg – Randers................................25:19  Rut Jónsdóttir var ekki á meðal marka- skorara Esbjerg.   Dominos-deild kvenna Skallagrímur – KR................................68:83 Grindavík – Snæfell...............................63:66 Valur – Keflavík.....................................82:51 Haukar – Breiðablik .............................64:62 Staðan: Valur 4 4 0 364:249 8 Haukar 4 3 1 290:249 6 KR 4 3 1 315:292 6 Skallagrímur 4 2 2 276:268 4 Keflavík 4 2 2 284:272 4 Snæfell 4 2 2 271:289 4 Breiðablik 4 0 4 235:307 0 Grindavík 4 0 4 227:336 0 Evrópubikarinn Unics Kazan – Joventus Badalona .....86:74  Haukur Helgi Pálsson skoraði 2 stig á þeim 8 mínútum sem hann spilaði fyrir Un- ics Kazan. NBA Úrslitin í fyrrinótt: LA Lakers – LA Clippers.................102:112 New Orleans – Toronto ....................122:130   Dómaranefnd handknattleiks- sambands Íslands hefur fordæmt þá niðurstöðu aganefndar sambandsins að beita Kristin Guðmundsson og Kristján Örn Kristjánsson ekki viðurlögum vegna ummæla sem þeir viðhöfðu eftir tap ÍBV gegn Aftur- eldingu í Olísdeildinni 15. október. Ramunas Mikalonis og Þorleifur Árni Björnsson dæmdu leikinn. Kristinn, annar þjálfara ÍBV, lét þung orð falla um dómarana á mbl.is eftir leikinn og sagði meðal annars: „Ég er búinn að segja það áður við þá sem sjá um dómaramálin hjá HSÍ að þetta par sé það allra slak- asta sem boðið er upp á í þessari deild. Sérstaklega annar dómarinn sem er gjörsamlega út úr kú í dóm- gæslunni sinni, hann á þrjá, fjóra eða fimm dóma á okkur sem eru allir vafasamir á síðustu mínútunum.“ Kristján Örn, skytta ÍBV, sagði meðal annars við RÚV eftir tapið: „Ég held að Afturelding telji pen- ingana sína mjög dýrt núna. Þeir fengu allt með sér þarna í lokin.“ Mat aganefndar var það að um- mæli Kristins „...feli ekki í sér ósæmilega framkomu sem skaðað getur ímynd handknattleiksíþróttar- innar,“ og að hið sama eigi við um ummæli Kristjáns sem séu „með öllu óskiljanleg bæði samkvæmt orðanna hljóðan og almennri mál- venju“. Dómaranefnd kemur dómurunum til varnar í yfirlýsingu á vef HSÍ í gær þar sem niðurstaða aganefndar er fordæmd. „Það er með ólíkindum að aganefnd skuli meta það sem svo að ummæli sem þarna féllu eins og mátti skilja frá leikmanni og þjálf- ara ÍBV, skuli ekki geta skaðað ímynd handknattleiksíþróttarinnar, eins og talað er um í fyrrnefndri 18. grein reglugerðar um agamál,“ seg- ir meðal annars í yfirlýsingunni. Tel- ur dómaranefnd málið grafalvarlegt og að vegið sé að hlutleysi og æru dómaranna. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Óskiljanlegt tal Kristján Örn Kristjánsson á landsliðsæfingu í gær. Fordæma niðurstöðu um harkaleg ummæli  Kristni og Kristjáni ekki refsað KÖRFUKNATTLEIKUR Dominos-deild karla: Origo-höllin: Valur – Tindastóll ...........19.15 DHL-höllin: KR – Þór Þ. ......................19.15 Ásvellir: Haukar – Fjölnir ....................19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.