Morgunblaðið - 24.10.2019, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ram Limited
Litur: Svartur/ Svartur að innan.
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, loftpúðafjöðrun, upphitanleg
og loftkæld sæti, hiti í stýri, segl yfir palli, sóllúga, nýr
towing technology pakki. 35” dekk.
VERÐ
10.129.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000
pund! Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology pakki.
35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat
Litur: Perlu hvítur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Band & Olufsen
hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í sætum, hiti í
stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6) 10-gíra
375 hestöfl 470 lb-ft of torque
VERÐ
12.590.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Sport-pakki, Bakkmyndavél, Band
& Olufsen hátalarakerfi, heithúðaður pallur, hiti í öll
sæti, hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6)
10-gíra 375 hestöfl 470 lb-ft of torque
VERÐ
12.670.000 m.vsk
Ian McEwan hefur sérstakt lagá að taka fyrir málefni líðandistundar í bókum sínum ogverða þær jafnvel eins og
sókratísk umræða þar sem settar
eru fram spurningar og svör þar sem
allar hliðar málsins eru reifaðar.
Í skáldsögunni Vélar eins og ég,
sem kom út á ensku fyrr á árinu og
var hraðað í útgáfu á íslensku í tilefni
af því að höfundurinn hlaut Alþjóð-
leg bókmenntaverðlaun Halldórs
Laxness nú í haust, er viðfangsefnið
vitræn vél-
menni.
Vélar eins og
ég er bráð-
skemmtileg af-
lestrar og Árni
Óskarsson þýð-
ir bókina af
mikilli list. Þá
er mikill fengur
að því að bók
eins og þessi
komi út í ís-
lenskri þýðingu aðeins nokkrum
mánuðum eftir útgáfu á frummálinu.
McEwan bregður á það ráð að láta
söguna gerast á liðinni öld. Fyrir
ýmsar tilviljanir hefur tæknin þróast
hraðar en hjá okkur og margt smá-
legt því með öðrum hætti en nú er.
Ein af afleiðingum tækniframfar-
anna er að Margaret Thatcher tapar
Falklandseyjastríðinu fyrir Argent-
ínu og það hefur sínar afleiðingar.
Þetta bragð heppnast ágætlega og
kryddar söguna.
Söguhetjan, Charlie, ákveður að
verja nýfengnum arfi í að kaupa ein-
tak af fyrstu kynslóð slíkra vél-
menna. Kaupandinn getur ráðið per-
sónuleika vélmennisins, sem vita-
skuld nefnist Adam, með því að
svara ákveðnum spurningum. Til
þess að auka á spennuna við að fá
vélmennið felur hann Miröndu, sem
býr fyrir ofan hann og hann er ást-
fanginn af, að svara helmingi þeirra.
Adam reynist flókinn persónuleiki
og fær um að sýna tilfinningar. Hann
verður ástfanginn og yrkir ljóð.
Hann getur reiknað margfalt hraðar
en maðurinn, meistari hans. Hann
getur á augabragði farið í gegnum
allar bókmenntir heimsins. Hann
getur stundað hlutabréfaviðskipti og
fjárfestingar á leifturhraða. Hann
getur meira að segja stundað kynlíf.
En þó er hann vél, bara vél.
Hann yrkir japanskar hækur, þær
streyma fram. En er kveðskapur
hans sköpun? Eigandi hans gerir
lítið úr, enda erfitt stökk að eigna
algrími eða reiknirita skáldskapar-
gáfu, en ástæðan gæti eins verið
minnimáttarkennd gagnvart vél-
menninu. Eins og Charlie orðar það
á einum stað: „Við vorum að verða
eftirbátar tæknikunnáttu okkar, eins
og alltaf hlaut að gerast, strönduð á
hinu litla sandrifi takmarkaðra gáfna
okkar.“
Adam er einnig ófær um að segja
ósatt, jafnvel hin hvíta lygi, sem oft
er forsenda mannlegra samskipta,
veldur honum vandkvæðum.
Eftir því sem líður á söguna kem-
ur í ljós að öðrum vélmennum, sem
eru eins og Adam, farnast misvel og
sum þeirra eiga beinlínis í mesta
basli með glundroða og mótsagnir
mannheima. Þau taka sig úr sam-
bandi, en gefa enga skýringu.
Erfiðast virðist vélmennunum
reynast að horfa fram hjá því, sem
hefur farið aflaga í heiminum og taka
sérhagsmuni fram yfir hagsmuni
heildarinnar.
Vélmennin eru ófær um að skipta
vitund sinni niður í hólf og skortir
því þann eiginleika að ýta hlutum til
hliðar, sem er manninum svo
mikilvægur eigi hann að halda söns-
um.
En hefur vélmennið þá siðferðis-
lega yfirburði yfir skapara sinn?
Svarið við þeirri spurningu er hins
vegar ekki svo einfalt. Í sögunni býr
McEwan til siðferðislegan prófstein
fyrir menn og vélar og það er lesand-
ans að meta hvar yfirburðirnir
liggja.
Ian McEwan er góður sögumaður
og hefur sérstakt lag á að flétta mál-
efni líðandi stundar inn í skáldsögur
sínar.
Eftirbátar tækni-
kunnáttu okkar
Morgunblaðið/Hallur Már
Vélar og menn „Ian McEwan er góður sögumaður og hefur sérstakt lag á
að flétta málefni líðandi stundar inn í skáldsögur sínar,“ segir í umsögninni.
Skáldsaga
Vélar eins og ég bbbbm
Höfundur: Ian McEwan.
Þýðing: Árni Óskarsson.
Bjartur gefur út. 377 síður. 2019.
KARL
BLÖNDAL
BÆKUR
Söngvarinn og leikarinn Helgi
Björns verður gestur Jóns Ólafs-
sonar tónlistarmanns í spjall-
tónleikaröðinni Af fingrum fram í
Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.30.
Helgi hefur komið víða við á ferli
sínum, bæði sem sólótónlist-
armaður og með hljómsveitum,
m.a. Grafík og Síðan skein sól. Má
því búast við að þeir Jón hafi um
nóg að ræða á sviðinu í Salnum.
„Helgi hefur verið í fremstu röð
allt frá því hann kom fram á sjón-
arsviðið með hljómsveitinni Grafík.
Nauðsynlegt er einnig að nefna SS
Sól og Reiðmenn vindanna en báðar
sveitirnar njóta gríðarlegra vin-
sælda. Leikhús og bíó hafa einnig
verið fyrirferðamikil hjá Helga
Björns og víst er að margt mun
bera á góma í Salnum,“ segir á vef
Salarins þar sem hægt er að kaupa
miða á viðburðinn.
Af fingrum fram með Helga Björns
Morgunblaðið/Kristinn
Reiðmaður Helgi Björns með ónefndum
fáki. Helgi hefur m.a. sungið með Reið-
mönnum vindanna á ferli sínum.
Netflix hefur stöðvað framleiðslu
kvikmyndar sem byggist á bók eftir
norska rithöfundinn Karl Ove
Knausgård, að því er fram kemur á
vefnum Deadline. Alexander Payne
átti að leikstýra myndinni, Mads
Mikkelsen að fara með aðal-
hlutverkið og tökur áttu að hefjast
nú í vikunni.
Ástæða stöðvunarinnar mun vera
óvænt ákvörðun rithöfundarins að
vilja ekki að bók hans yfðir kvik-
mynduð en titill bókarinnar er ekki
nefndur í fréttinni. Hafa árangurs-
lausar tilraunir verið gerðar til
þess að fá höf-
undinn til að
skipta um skoð-
un.
Kvikmyndin
átti að fjalla um
danskan blaða-
mann sem fer í
ferðalag um
Bandaríkin með
dóttur sinni og
skrifar um það
ferðagrein. Tökur áttu að fara
fram í Svíþjóð, Danmörku og
Bandaríkjunum.
Knausgård bregður fæti fyrir Netflix
Karl Ove
Knausgård
Sýning á verkum japönsku lista-
konunnar Yui Yaegashi verður
opnuð í galleríinu i8 í dag kl. 17.
Í tilkynningu segir að úr fjarlægð
gæti virst sem Yui Yagashi geri
smágerð og látlaus verk sem beri í
sér þöglan einfaldleika en nánari
skoðun leiði í ljós flókin mynstur og
lög smáatriða. „Einlitir fletir eru í
raun flóknir vefir pensilfara, en í
öðrum samsetningum má greina
eldri bendingar faldar undir
ákveðnum litastrokum sem hlaðið
er hverjum ofan á aðrar. Hárfín
notkun Yui á málningu og litavali
skapar lifandi spennu á milli þess
tilviljunarkennda og þess skipu-
lagða, á milli nákvæmni og óvæntra
tilbrigða við fegurð, sem fá áhorf-
andann til að skoða aftur, og aftur,
enn nær,“ segir þar.
Yaegashi býr og starfar í Tókýó,
hlaut BA-gráðu frá málaradeild
Zokei-háskóla í Tókýó árið 2009 og
MFA-gráðu frá lista- og hönn-
unardeild sama skóla árið 2011.
Sýningin sem opnuð verður í dag er
sú fyrsta sem hún heldur í i8.
Yui Yaegashi sýnir í i8 galleríi
Vefir Hluti olíumálverks eftir Yui
Yaegashi sem ber heldur forvitni-
legan titil, P078+026.
Pólsk-íslenska heimildarmyndin In
Touch, eftir Pawel Ziemilski, verð-
ur frumsýnd í dag í Bíó Paradís.
Hefur hún þegar hlotið fjölda verð-
launa og þá m.a. dómnefnd-
arverðlaun á IDFA sem er ein virt-
asta heimildarmyndahátíð heims,
skv. tilkynningu og aðalverðlaunin
á heimildarmyndahátíðinni Skjald-
borg.
Myndin fjallar um fólk frá smá-
bænum Stary Juchy í Póllandi og
tengingu þeirra við fjölskyldu-
meðlimi sína á Íslandi. „Þriðjungur
íbúa hvarf til starfa á Íslandi og
þeir sem eftir eru, flestir af eldri
kynslóðinni, halda í vonina um að
börn þeirra og barnabörn snúi einn
daginn til baka. Í millitíðinni, verða
þau að láta rafræn samskipti hlýja
sér um rætur þar sem mörg þúsund
kílómetrar skilja þau að,“ segir
m.a. um efni myndarinnar.
Í dag verða haldnar pallborðs-
umræður á ensku og pólsku í kjöl-
far sýningar á myndinni sem hefst
kl. 17.45. Þátttakendur verða
Sandra Pawlik og Adrian Jaszcz-
urowski, tvö þeirra sem eru í mynd-
inni, leikstjórinn Ziemilski sem tek-
ur þátt í gegnum Skype og Anna
Wojtynska sem nýlega lauk við
doktorsritgerðina sína um Pólverja
á Íslandi. Marta Sigríður Péturs-
dóttir, kvikmyndagerðarkona og
gagnrýnandi, stjórnar umræðun-
um.
In Touch er framleidd af Lukasz
Dluglecki og Hauki M. Hrafnssyni
fyrir NUR í Póllandi og meðfram-
leidd af Antoni Mána Svanssyni fyr-
ir Join Motion Pictures á Íslandi.
Haukur og Pawel skrifuðu hand-
ritið, kvikmyndataka var í höndum
Filip Drozdz og Ástu Júlíu Guðjóns-
dóttur, myndin var klippt af Dorota
Wardeszkiewicz og frumsamin tón-
list í henni er eftir Árna Val Krist-
insson.
Tengsl Stilla úr heimildarmyndinni.
Sýningar hefjast á In Touch