Morgunblaðið - 24.10.2019, Page 32
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
OKTÓBER TILBOÐ
WWW.ILVA.IS/TILBOD
INCONTRI GLÖS
Vatnsglös. 4 í pk. 3.495 kr. Nú 2.395 kr.
Vínglös. 4 í pk. 3.495 kr. Nú 2.395 kr.
20-30%
AF ÖLLUM
SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM
& SVEFNSÓFUM
Sofadagar’
24. OKTÓBER - 4. NÓVEMBER
30%Borgarbókasafnið í Kringlunni ogBorgarleikhúsið hafa staðið fyrirleikhúskaffi til nokkurra ára þar
sem leiksýningar eru kynntar fyrir
áhugasömum fyrir frumsýningu
þeirra. Í dag kl. 17.30 verður eitt
slíkt haldið, þá mun Kristín Jóhann-
esdóttir, leikstjóri sýningarinnar
Eitur, segja kaffigestum frá upp-
setningu Borgarleikhússins á verk-
inu og að erindi loknu verður haldið
í leikhúsið þar sem gestir fá kynn-
ingu á leikmynd og annarri umgjörð
sýningarinnar.
Eitur í kaffinu
FIMMTUDAGUR 24. OKTÓBER 297. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Liverpool og Napoli eru í góðum
málum í E-riðli Meistaradeildar Evr-
ópu í fótbolta nú þegar fyrri helm-
ingi keppninnar er lokið. Bæði hafa
þau nú lokið tveimur af þremur úti-
leikjum sínum og er Napoli með 7
stig en Liverpool 6. Alex Oxlade-
Chamberlain, „Uxinn“, skoraði tvö
fyrstu mörk Liverpool í 4:1-sigri
gegn Genk í Belgíu í gær. »26
Uxinn hraustur og Liv-
erpool í góðum málum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur á
tónleikum sínum í kvöld verk frá
18. öld eftir Bach, Händel og Ha-
ydn en einnig verður flutt Passa-
caglia eftir franska tónskáldið
Georg Muffat ásamt tveimur minna
þekktum verkum eftir Maríu Ant-
oníu Walpurgis og Önnu Amalíu af
Braunschweig-Wolfenbüttel. Ein-
leikari og kons-
ertmeistari
verður fiðluleik-
arinn Matthew
Truscott og
hljómsveit-
arstjóri
Matthew
Halls.
Verk frá 18. öld á
tónleikum kvöldsins
með selló að láni frá skólanum þar til
hún var 15 ára, en þá hafi hún fengið
sitt eigið í fyrsta sinn. „Þetta var á
mögru árunum, ég var á lágum laun-
um hjá Ríkisútvarpinu og þurfti að
hafa mikið fyrir því að hafa ofan í
okkur og á, en ég átti bílskrjóð, sem
ég seldi fyrir lítið. Upphæðin nægði
engan veginn fyrir nýju sellói og því
varð ég að taka lán, sem ég greiddi
upp á þremur árum. Þá keypti ég
mér aftur notaðan bíl, því það var
flókið að vera bíllaus þar sem ég var
að syngja úti um allar trissur, en
hann brann áður en ég hafði átt
hann í eitt ár og átti samt eftir að
borga af honum í tvö ár til viðbótar!
Þá hugsaði ég með mér að betra
væri að eyða peningunum í selló en í
bíl.“
Hildur hefur slegið í gegn að
undanförnu. Fyrir skömmu fékk
hún Emmy-verðlaun fyrir fyrr-
nefnda tónlist og henni hefur verið
hrósað í hástert fyrir tónlistina í
kvikmyndinni Joker og ekki er útséð
um hvert það leiðir. „Ég er gríð-
arlega stolt og ánægð með Hildi og
það er ánægjulegt að finna hvað hún
er elskuð og dáð í tónlistarheim-
inum,“ segir Ingveldur. „Fátt er jafn
dásamlegt í lífinu og að sjá börn-
unum sínum ganga vel og vera ham-
ingjusöm. Það er besta gjöfin.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Ingveldur G. Ólafsdóttir, móðir
Hildar Guðnadóttur, sellóleikara og
tónskálds, komst við þegar dóttirin
tileinkaði henni heiðurinn eftir að
hafa verið útnefnd sjónvarps-
tónskáld ársins fyrir tónlistina í
sjónvarpsþáttaröðinni Chernobyl á
Heimshljóðrásar-verðlaunahátíðinni
(World Soundtrack Awards) í Gent í
Belgíu um liðna helgi.
„Ég trúði ekki mínum eigin eyrum
og átti alls ekki von á þessu, var
mjög hissa en glöð,“ segir Ingveldur.
Hún leggur áherslu á að mjög gam-
an hafi verið að vera í salnum með
Kára, sjö ára syni Hildar, við þetta
hátíðlega og mikilvæga tækifæri.
Kári æfi fótbolta og hann hafi ekki
síður verið spenntur. „Þegar Hildur
hefur verið tilnefnd til verðlauna
spyr hann hana gjarnan hvort hún
fái bikarinn, rétt eins og sigurveg-
arar í fótboltanum.“
Tónlist er Hildi í blóð borin. „Hún
ólst að miklu leyti upp í Tónlistar-
skólanum í Reykjavík,“ segir Ing-
veldur og bætir við að síðan hafi hún
drukkið tónlistina enn frekar í sig
þegar foreldrarnir hafi verið í námi í
Amsterdam.
Bílar, selló og lán
Hildur sagði í þakkarræðunni að
Ingveldur hefði ávallt lagt áherslu á
að tónlistin væri mikilvægari en
veraldlegar eigur og benti á í því
sambandi að móðir sín hefði selt bíl-
inn til þess að kaupa selló handa sér.
Ingveldur segir að eftir að Hildur
hafi lokið stúdentsprófi hafi hún ver-
ið tvístígandi um framhaldið.
„Þá sagði ég henni að hún ætti að
gera það sem henni þætti skemmti-
legast og stæði hjarta hennar næst
því það myndi skila bestum árangri.
Þá velti hún fyrir sér hvort hún gæti
lifað af tónlistinni og ég svaraði því
til að andlegu gæðin, að vera glaður
og hamingjusamur í því sem maður
væri að gera í til dæmis tónlistinni
skiptu meira máli en hið veraldlega.“
Bílamálin eiga sér lengri sögu.
Ingveldur segir að Hildur hafi verið
Betra að eyða pen-
ingum í selló en bíl
Hildur Guðnadóttir tileinkaði móður sinni heiðurinn
Stolt Mæðgurnar Ingveldur G. Ólafsdóttir og Hildur Guðnadóttir, ásamt
Kára, syni Hildar, eftir verðlaunaafhendinguna í Gent í Belgíu.