Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.10.2019, Qupperneq 1
Rétt að afhenda bréfin Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kveðst aðspurður hafa átt frum- kvæði að því að afhenda upplýs- ingar um sam- skipti fyrrverandi starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið. Vikið hafi verið að þessum samskiptum í bréfaskrift- um Seðlabankans við forsætisráðu- neytið í ágúst síðastliðnum. „Ég lét setja bréfin til forsætis- ráðuneytisins fram sem hluta af málsskjölum sem Seðlabankinn lagði fram í tengslum við skaðabóta- málið. Síðan hringdi ég í Þorstein Má [Baldvinsson, forstjóra Sam- herja] og skýrði honum frá því að hann gæti gengið að þessum bréfum sem hluta af gögnum málsins – og ég teldi það skyldu mína að upplýsa hann um þetta,“ segir Ásgeir um af- stöðu sína til málsins. »2  Seðlabankastjóri ræðir Samherjamálið M I Ð V I K U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  255. tölublað  107. árgangur  SETJA UPP RISABIRNI Í PARÍSARBORG DALURINN KLÁR Í MARS? VAXTARTÆKI- FÆRI ÚR HUG- VITI OG TÆKNI ÍÞRÓTTIR 24 VIÐSKIPTI 16 SÍÐURMENNING 28 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is  Fólki gefst kostur á að setja niðurbrjótanleg duftker með ösku ástvina sinna í svokallaða gróður- eða skógargrafreiti sem tillaga er gerð um í BS-ritgerð í umhverfis- skipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hægt er að setja fræ í duft- kerið eða gróðursetja tré, runna og fjölærar plöntur á leiðið. Fólk sem hugsar fyrir þessu fyrir fram getur þannig valið að enda sem tré eða planta, stuðlað að land- græðslu og skógrækt á útivistar- svæði og bundið kolefni. »10 Hinsta óskin að enda sem tré? Íslandsstofa hefur gengið frá sam- komulagi við Elizu Reid forsetafrú um að hún verði talsmaður Íslands- stofu á völdum viðburðum erlendis á næsta ári. Um launað starf er að ræða og fær Eliza 576 þúsund krónur auk vsk. í laun á mánuði. „Við erum búin að ganga frá sam- komulagi við Elizu Reid forsetafrú. Hún hefur reyndar unnið fyrir okkur áður en nú höfum við formgert sam- band okkar við hana og verður hún talsmaður okkar á völdum stórum viðburðum erlendis á næstu árum. Við reiknum með um 7-9 viðburðum á hverju ári, auk þess að vinna með Ís- landsstofu að kynningu á íslensku at- vinnulífi gagnvart fjölmiðlum og sam- starfsaðilum íslenskra fyrirtækja,“ segir Pétur Þ. Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu, í samtali við ViðskiptaMoggann. Pétur segir að Eliza sé mjög fram- bærilegur talsmaður og það skipti sköpum að hafa hana með í för. „Þeg- ar hún er með okkur fáum við miklu meira pláss, meiri athygli og almennt meira út úr viðburðinum,“ segir Pét- ur, og nefnir að fjölmiðlar í Seattle hafi t.d. verið mjög áhugasamir um forsetafrúna á kynningu þar í borg á dögunum. Forsetafrú til Íslandsstofu Morgunblaðið/Hari Kynning Eliza Reid verður tals- maður á viðburðum erlendis.  Eliza fær 576 þúsund kr. á mánuði í laun auk vsk.  Einungis 18% lögreglunema á Íslandi eru hlynnt almennum skot- vopnaburði lögreglu samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Er það næstum helmingi lægra hlutfall en í sambærilegri rannsókn meðal norskra lögreglunema. Guðmundur Oddsson, dósent í fé- lagsfræði við hug- og félagsvís- indasvið Háskólans á Akureyri, segir mikilvægt að spyrja nem- endur út í afstöðu sína til skot- vopnaburðar. „Í þessum hópi eru lögreglumenn framtíðarinnar og stefna lögreglunnar með tilliti til vopnaburðar hefur vafalaust áhrif á hvers konar fólk sækir í starfið,“ segir hann en rannsóknin verður til umræðu á málþingi í vikunni. »9 18% lögreglunema hlynnt vopnaburði Gyða Valtýsdóttir hlaut í gærkvöldi tónlistar- verðlaun norðurlandaráðs 2019, en verðlaunaaf- hending ráðsins fór fram við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi í gærkvöldi. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Gyða hafi verið einn af stofnmeðlimum hinnar rómuðu tilraunakenndu rafsveitar múm, en hafi síðan þá verið „áberandi sem fjölhæfur flytjandi í flokki þess íslenska tónlistarfólks sem hefur getið sér gott orð á erlendri grund“. Gyða er sjötti Ís- lendingurinn til þess að hljóta verðlaunin. Í sam- tali við mbl.is í gær sagði Gyða það hafa verið mikinn heiður að vera tilnefnd til verðlaunanna. „Maður þarf sennilega að sætta sig við að maður er ekki byrjandi lengur.“ Ljósmynd/Norðurlandaráð Gyða hlaut tónlistar- verðlaunin Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil fjölgun hefur orðið á líffæra- gjöfum hér á landi síðustu ár. Aldar- fjórðungur er liðinn frá því líffæra- gjafir hófust hér og fyrstu árin gengu þær upp og ofan að sögn Kristins Sigvaldasonar, yfirlæknis á gjörgæsludeild. Frá 2015 hefur alger sprenging orðið. „Ef við framreiknum tölurnar á milljón íbúa þá vorum við áður í 9-10 á ári en eftir 2015 náðum við upp fyr- ir Spánverja og Ísland varð heims- meistari í þessu. Síðan þá höfum við verið í hópi bestu þjóða í líffæragjöf- um á milljón íbúa. Það verða alltaf sveiflur í þessu en aukningin er tölu- verð,“ segir hann. Mikil fjölgun ferðamanna hér á landi hefur hjálpað til við þessa þró- un. „Þetta fólk veikist líka og lendir í slysum. Það hafa verið nokkrar líf- færagjafir úr erlendum ríkisborgur- um. Þetta hafa verið ferðamenn frá Evrópulöndum þar sem þetta er vel viðurkennt fyrirbæri. Það munar um hvern einn og einasta líffæragjafa enda getur hver slíkur bjargað allt að sex mannslífum.“ Ferðamenn gefa líffæri  Íslendingar meðal fremstu þjóða í líffæragjöfum síðustu ár  Vitundarvakning hefur orðið meðal þjóðarinnar  Nokkrar líffæragjafir úr erlendum ferðamönnum Líffæragjafir í 25 ár » Um 100 manns hafa gefið líffæri á Íslandi frá 1993. 350 manns hafa notið góðs af líf- færagjöfum Íslendinga. » Elsti líffæragjafinn á Íslandi var 85 ára. MErum meðal fremstu þjóða »14 Ásgeir Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.