Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Starfsemi í skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi verður hætt í desem- ber þar sem engin verkefni liggja fyr- ir eftir þann tíma. Áður en stöðinni verður lokað halda síðustu íslensku skipin heim á leið, samkvæmt samn- ingi Vard um smíði á sjö íslenskum skipum og afhendingu þeirra á þessu ári. Í desember 2017 undirrituðu fjög- ur íslensk útgerðarfyrirtæki samn- ing við Vard um smíði á sjö systur- skipum. Öll eru skipin tæplega 29 metrar að lengd og 12 metrar að breidd. Fjögur skipanna eru komin til landsins, tvö til Bergs-Hugins ehf. í Vestmannaeyjum, dótturfyrirtækis Síldarvinnslunnar, og tvö til Gjögurs á Grenivík. Harðbakur, skip Útgerð- arfélags Akureyringa, leggur vænt- anlega heim á leið í næstu viku og síð- astar í röðinni verða tvær systur sem fara til Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði og eru væntanlegar í des- ember. Skrokkar skipanna fyrir Gjögur og Skinney-Þinganes voru smíðaðir í Víetnam og smíði Gjögur- skipanna var lokið hjá Vard í Brattvaag. Um 80 manns missa vinnuna Í Aukra hafa áður verið smíðuð skip fyrir íslenskar útgerðir og má nefna Pétur Jónsson RE 69, sem kom til landsins 1994. Samkvæmt því sem fram kemur í Finansavisen í Noregi eru engin verkefni í pöntun hjá stöðinni. Um 80 starfsmönnum hefur verið tilkynnt að þeir missi vinnuna í desember. Hagræðing hjá Vard í Aukra hefur legið í loftinu um tíma. Fyrr á árinu kom fram að Vard vildi selja stöðina og hafa sveitarfélagið og fyrirtæki í Aukra lýst áhuga á að koma þar á laggirnar nýju fyrirtæki sem tæki að sér viðhaldsverkefni. Aukra er öflugt sveitarfélag í Møre og Romsdal, ekki langt frá Molde og Álasundi, og í sveitarfélaginu eru miklar gas- leiðslur frá vinnslusvæðunum í Norð- ursjó og miklir gasflutningar þaðan. Starfsemi víða um heim Vard er með starfsemi í 13 löndum og alls eru starfsmenn fyrirtækisins um níu þúsund, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu fyrirtækis- ins. Fimm skipasmíðastöðvar Vard eru í Noregi, tvær í Rúmeníu, ein í Brasilíu og ein í Víetnam. Ljúka verkefnum fyrir íslenskar útgerðir og loka  Vard hættir í Aukra í desember  Sjö íslensk systurskip Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Í heimahöfn Vestmannaey VE-54 kom fyrst systranna sjö til landsins í júlí. Baldur Arnarson Ragnhildur Þrastardóttir „Tilboð okkar til Blaðamannafélags Íslands er í fullu samræmi við lífs- kjarasamninginn sem við höfum nú þegar undirritað við 95% okkar samningsaðila á almennum vinnu- markaði,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Nýr kjarasamningur Blaða- mannafélagsins og útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið samþykktur. Halldór Benjamín segir aðspurður ljóst að samningur Blaðamanna- félagsins við Birtíng feli í sér marg- feldi af þeim kostnaðarhækkunum sem lífskjarasamningurinn fól í sér. Myndi setja friðinn í uppnám „Slíkur samningur myndi tefla í tvísýnu friði á almennum vinnu- markaði,“ segir Halldór Benjamín. Samkvæmt heimildum blaðsins felur samningurinn við Birtíng í sér 42 þúsund króna taxtahækkun fyrsta samningsárið, auk annarra hækkana. Til samanburðar hljóðaði lífskjarasamningurinn upp á 17 þús- und króna launahækkun í ár. „Það hefur gengið vel að ná sam- stöðu meðal Samtaka atvinnulífsins og viðsemjenda. Það hafa enda 95% viðsemjenda gengið frá og samþykkt kjarasamning á nótum lífskjara- samningsins á undanförnum mánuð- um. Það væri óverjandi að rjúfa þá sátt og það munu Samtök atvinnu- lífsins aldrei gera. Lífskjarasamn- ingurinn markar launastefnu SA með mjög skýrum og afdráttarlaus- um hætti. Okkur hefur enda í sam- einingu tekist að ná meginmarkmið- um lífskjarasamningsins nú þegar sem eru aukinn kaupmáttur og lækkun vaxtastigs í landinu,“ segir Halldór Benjamín. SA semja fyrir hönd Árvakurs, RÚV, Sýnar og Fréttablaðsins. Segir launin þau lægstu Blaðamenn kjósa um vinnustöðv- un í dag. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við mbl.is í gær að ágætar umræður hefðu verið á fundinum í gær en þær hefðu ekki skilað neinni niðurstöðu. „Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að efna til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun til þess að fá alvöru- viðræður um nýjan kjarasamning tíu mánuðum eftir að síðasti samningur gekk úr gildi,“ segir Hjálmar sem sagðist jafnframt ekki efast um það að grunnlaun blaðamanna eftir eins árs starf með háskólamenntun, sem nú eru 400.083 kr. væru lægstu laun háskólamenntaðra í landinu. SA muni aldrei rjúfa sátt á vinnumarkaði  Framkvæmdastjóri SA segir kröfur BÍ umfram samninga Morgunblaðið/Eggert Kjaraviðræður Samninganefnd Blaðamannafélagsins sest við samningaborðið við upphaf viðræðna í gærmorgun. Kjarasamningar sem gerðir hafa verið á vinnumarkaði að undanförnu kveða á um launabreytingar sem eru sagðar samrýmast lífs- kjarasamningunum á almenna vinnumarkaðinum. Kynning stendur yfir þessa dag- ana á samningum fimm BHM-félaga og ríkisins frá í seinustu viku, áður en gengið verður til rafrænna kosn- inga um samninginn. Hann kveður m.a. á um að vinnuvikan styttist í 36 stundir sem tekur gildi 1. janúar 2021. Launahækkanir sem koma inn frá og með 1. desember eru aftur- virkar til 1. apríl sl. en á móti dregst 105 þúsund kr. eingreiðsla sem fé- lagsmenn í BHM-félögunum fengu 1. ágúst sl. frá þeirri upphæð. Gengið var frá samkomulagi um að orlof verði 30 dagar fyrir alla, óháð aldri, miðað við fullt starf og að starfsfólk eigi rétt á 15 daga sam- felldu orlofi yfr sumarorlofstímann. Samið var um breytta launatöflu sem á að auðvelda launaþróun, launahækkanir eru sagðar hóflegar en kaupmáttaraukning þó tryggð, og samkomulag náðist um rýmri heimild til þess að greiða viðbót- arlaun umfram reglubundin mán- aðarlaun og um launaþróunartrygg- ingu fyrir félagsmenn. Í gær var nýr kjarasamningur Blaðamannafélags Íslands og Birt- íngs, sem gefur út tímaritin Gest- gjafann, Vikuna, Hús og Híbýli og dagblaðið Mannlíf, kynntur og sam- þykktur af blaðamönnum á Birtíngi. 11 greiddu atkvæði af 14 og sam- þykktu allir samninginn. Samningurinn er ekki afturvirkur en samkomulag náðist um að blaða- menn á Birtíngi fái greidda 162 þús- und kr. eingreiðslu 1. janúar nk. vegna þess hversu langt er liðið á ár- ið og frá því síðastgildandi samn- ingur rann út. Í Birtíngs-samningnum felst m.a. gildistaka nýrrar launatöflu, grunn- kaupshækkanir, hækkun á end- urgreiddum kostnaði, endurskoðun á vaktaálagi og gildistaka á samn- ingi um framsal á höfundarrétti. Öll kjör og kjaratengdir liðir hækka um 17 þús. kr. frá og með 1. desember og síðan um 24 þús. kr. 1. apríl næst- komandi, aftur um sömu fjárhæð 1. janúar 2021 og 1. janúar 2022 verð- ur hækkunin 25 þús. kr. Samið var um að útgefandi greiði aukinn hluta kostnaðar vegna tækjakaupa og samkomulag náðist um nýtt ákvæði um að vaktstjórar fái að lágmarki 15% álag á taxtalaun. Þá var samið um að hver starfsmaður á ritstjórn fái 80 þús. kr. 1. apríl ár hvert ef um samnýtingu efnis verður að ræða á fleiri en einum fjölmiðli í eigu sama útgefanda. Samkomulag náðist um hækkun prósentu vegna yfirvinnu frá og með 1. nóvember árið 2022, um launaþróunartryggingu skv. ákveðnum útreikningum o.fl. Samningur BHM-félaganna gildir til 31. mars 2023 en gildistími samn- ings blaðamanna á Birtíngi er til 1. nóvember 2022. Hækkanir í takti við launastefnuna  Samið um afturvirkni og eingreiðslu Vinnutími og bætur » Stytting vinnutímans í BHM-samningnum verður út- færð í samstarfi starfsfólks og stjórnenda á hverjum vinnustað. » Desember- og júlíuppbætur hækka í Birtíngssamning- unum. Jólauppbót fer í 92 þús. á þessu ári og hækkar svo í skrefum upp í 98 þús. 2022. Verktakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í smíði og uppsetningu útsýnispalls á Bolafjalli. Tilboð voru opnuð á mánudag í Ráðhúsi Bolung- arvíkur og bárust fjögur tilboð. Tilboð Eyktar var upp á 158,5 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun var nokkru hærri eða upp á 193 milljónir. Þotan ehf. bauð 169 milljónir í verkið, Köfunarþjón- ustan 198 milljónir og Ístak bauðst til að vinna verkið fyrir 276 millj- ónir. Meðal helstu verkþátta eru borun og festing bergbolta, smíði og upp- setning stálvirkis og frágangur yfirborðs. Eykt bauð lægst í útsýnispall á Bolafjalli Bolafjall Mikið útsýni verður yfir Djúpið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.