Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Geir Ágústsson, sem segist sjálf-krýndur samfélagssérfræð-
ingur, sem er ekki verri titill en hver
annar, skrifar um fjármál MC Ham-
mer og íslenska ríkisins á blog.is.
Hann telur að tala
eigi um útgjalda-
vanda fremur en
tekjuvanda og tekur
dæmi: „Fyrir mörg-
um árum kom út lag-
ið „U Can’t Touch
It“, sem var flutt af
rapparanum MC
Hammer. Þetta lag
náði gríðarlegum
vinsældum og það,
auk fleiri, gerði MC
Hammer að moldrík-
um manni. Fyrir
nokkurra ára vinnu
hefði maðurinn get-
að lifað góðu lífi alla ævi. Svo fór þó
ekki.
Hann fór að eyða stórkostlegumfjárhæðum í glæsikerrur, hall-
ir og lífverði. Á tímabili var hann
með um 200 manns á launaskrá.
Skuldir fóru að hlaðast upp um leið
og hægðist á plötusölunni. Að lokum
þurfti hann að lýsa sig gjaldþrota.
Gjaldþrota!
MC Hammer átti á tímabili sand af
seðlum sem hefðu auðveldlega getað
dugað honum út ævina. Hann kom
sér hins vegar í útgjaldavandamál.
Hið íslenska ríki er eins konarMC Hammer. Tekjurnar hafa
aldrei verið hærri og sneiðin sem
ríkið klípur af hagkerfinu hefur
sjaldan verið stærri. Samt eru menn
að dansa í kringum núllið á meðan
opinberar skuldir eru enn í svimandi
hæðum.
Íslendingar geta gert betur en að
láta MC Hammer stjórna ríkisfjár-
málunum. Mörg sveitarfélög ættu
líka að hugsa sinn gang.“
Dæmið er óvenjulegt, en það erheilmikið til í þessu.
Geir Ágústsson
Ríkisfjármálin
og MC Hammer
STAKSTEINAR
MC Hammer
Stjórn SÍBS samþykkti á fundi sínum í gær að
skipuð verði þriggja manna starfsstjórn yfir rekst-
ur endurhæfingarmiðstöðvarinnar Reykjalundar.
Fyrr um daginn höfðu sálfræðingar við Reykja-
lund sent frá sér ályktun, þar sem fram kom að það
væri einróma mat þeirra að „framkvæmdastjórn
Reykjalundar yrði að víkja og að stjórn SÍBS verði
að hætta afskiptum af starfsemi Reykjalundar áð-
ur en meiri skaði hlýst af.“ Níu sálfræðingar starfa
á Reykjalundi á mismunandi sviðum endurhæfing-
ar og rita þeir allir undir ályktunina.
Þar segir að fagmennska hafi alltaf verið í fyr-
irrúmi á Reykjalundi og góður andi einkennt stað-
inn. Nú sé staðan önnur og ástandið orðið graf-
alvarlegt, þar sem núverandi framkvæmdastjórn
virðist hvorki hlusta á starfsfólkið né skynja mik-
ilvægi mannauðsins í húsinu til að halda starfsem-
inni gangandi. Þá vanti þar fagfólk með endurhæf-
ingarmenntun og þeir sem fari fremstir í flokki séu
starfseminni ókunnugir og lesi illa inn í aðstæður á
Reykjalundi.
Sálfræðingarnir segja að hætta sé á enn fleiri
uppsögnum fagfólks með langa reynslu af endur-
hæfingu og segjast þeir sjálfir hafa velt þeim
möguleika fyrir sér að segja upp, breytist ástandið
ekki.
Í tilkynningu stjórnar SÍBS kemur fram að
fyrirhuguð starfsstjórn muni vinna að málefnum
Reykjalundar án aðkomu stjórnarinnar. Þá eigi
starfstjórnin að vinna tillögur um rekstrargrund-
völl Reykjalundar til framtíðar. Framkvæmda-
stjórn Reykjalundar fer eftir sem áður með dag-
legan rekstur stofnunarinnar. gudni@mbl.is
Framkvæmdastjórn verði að víkja
Sálfræðingar á Reykjalundi íhuga að segja upp störfum Starfsstjórn skipuð
Dr. Gunnar Karlsson,
sagnfræðingur og pró-
fessor emeritus, lést á
hjartadeild Landspít-
alans mánudaginn 28.
október, áttræður að
aldri. Hann fæddist í
Efstadal í Laugardal
26. september 1939,
sonur hjónanna Karls
Jónssonar og Sig-
þrúðar Guðnadóttur,
bænda í Gýgjarhóls-
koti í Biskupstungum,
þar sem Gunnar ólst
upp í níu systkina hópi.
Gunnar lauk stúd-
entsprófi frá ML 1961, kandídats-
prófi í íslenskum fræðum með sögu
sem kjörsviðsgrein frá Háskóla Ís-
lands 1970 og doktorsprófi frá sama
skóla 1978. Hann lauk einnig hluta
náms í bókasafnsfræði við HÍ 1965.
Gunnar var bókavörður við Há-
skólabókasafn 1970 og stundakenn-
ari í sagnfræði við HÍ 1970-71 og
1973-74. Hann var styrkþegi, með
kennsluskyldu í Norðurlandasögu,
við University College í London
1974-1976 og varð lektor í sagnfræði
við HÍ 1976 og prófessor frá 1980.
Gunnar skrifaði fjölmargar
kennslubækur í sögu fyrir öll skóla-
stig, frá grunnskóla og upp í há-
skóla. Hann skrifaði hluta af stórum
ritum eftir marga höfunda, til dæmis
Sögu Íslands, og ritstýrði við þriðja
mann útgáfu á Grágás.
Meðal fræðirita hans
má nefna doktors-
ritgerð hans, Frelsis-
baráttu Suður-
Þingeyinga og Jón á
Gautlöndum, Íslands-
söguna Iceland’s 1100
Years: History of a
Marginal Society,
Ástarsögu Íslendinga
að fornu og ritið Goða-
menning: staða og áhrif
goðorðsmanna í þjóð-
veldi Íslendinga,
grundvallarrit um eitt
merkilegasta tímabil í
íslenskri sögu.
Hann var í stjórn Sagnfræðinga-
félags Íslands 1973-1974, 1976-1978
og formaður þess 1988-1990. Í stjórn
Sögufélags 1978-1982 og var forseti
heimspekideildar HÍ 1981-1983 og
1991.
Gunnar hlaut viðurkenningu Hag-
þenkis 1989 fyrir námsbókaritun
Hann fékk heiðursverðlaun Verð-
launasjóðs Ásu Guðmundsdóttur
Wright árið 2007 fyrir glæstan feril
sinn sem sagnfræðingur og frábæra
færni í miðlun þekkingar sinnar til
annarra.
Eftirlifandi eiginkona Gunnars er
Silja Aðalsteinsdóttir bókmennta-
fræðingur. Dætur Gunnars eru Sif,
Sigþrúður og Elísabet. Barnabörnin
eru sjö.
Andlát
Gunnar Karlsson
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/