Morgunblaðið - 30.10.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Við kynnum nýja
„jólalookið“ frá Chanel
ásamt fleiri glæsilegum
nýjungum.
Gréta Boða verður á staðnum
og veitir faglega ráðgjöf
CHANELdagar
í Snyrtivöruversluninni Glæsibæ
30. október – 1. nóvember
20% afsláttur
af CHANEL vörum
kynningardagana
Verið velkomin
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Að undanförnu hafa göngustígar í Esjunni við Mógilsá
verið endurbættir, settur í þá ofaníburður, þar byggð ný
göngubrú og merkingar settar upp. Þarna heitir Esju-
stígur, fjölfarin leið á Þverfellshorn sem er á efstu brún
fjallsins í 840 metra hæð.
Verulegar endurbætur hafa einnig verið gerðar í landi
Kollafjarðar sem er rétt austan og innan við Mógilsá.
Jarðirnar Mógilsá og Kollafjörður eru báðar í ríkiseigu,
þær eru skilgreindar og skipulagðar sem útivistarsvæði.
Skógræktarfélag Reykjavíkur (SR) hefur haft umsjón
með svæðinu síðan um síðustu aldamót og sinnt þar upp-
byggingu og viðhaldi.
Hjólastígar og göngubrýr
„Þessar framkvæmdir auka mjög gildi þessa frábæra
útivistarsvæðis,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmda-
stjóri SR. „Gönguleiðin um Esjustíg er ein vinsælasta
gönguleiðin á höfuðborgarsvæðinu, en talið er að þarna
fari um 100 þúsund manns um á ári hverju. Margir fara á
Þverfellshorn en aðrir að svonefndum Steini, sem er
ofarlega í hlíðum Esjunnar. Við þurftum að gera ýmsar
úrbætur, með tilliti til slysahættu. Þarna hefur oft hent
að útivistarfólk hafi slasað sig, oftast þó aðeins lítillega,
en nú virðist okkur sem slíkum tilvikum hafi fækkað.“
Úr ýmsu hefur svo verið bætt í Kollafjarðarlandi.
Byrjað var á að endurbæta jeppaslóða við Kollafjarðará,
sem liggur að rótum Esjunnar undir Kistufelli. Þar var
útbúið bílastæði og stikaðar gönguleiðir um hlíðar fjalls-
ins. Einnig brautir fyrir fjallahjól, sem eru samsíða
jeppaslóða sem þarna liggur. Með ofaníburði og
hleðslum er um helmingur sex kílómetra langra hjóla-
stíga orðinn góðar brautir sem hjólafólk er nú að komast
upp á lagið með að nota.
Raunar komu hjólreiðamenn sjálfir talsvert að þessum
framkvæmdum og tóku góðan skurk með sjálfboðnu
starfi. Þá voru á tveimur stöðum á þessum slóðum yfir
læki settar göngubrýr, smíðaðar úr timbri sem fallið hef-
ur til við grisjun skóga í Heiðmörk.
Bakhjarlar studdu verkefnið
Helgi Gíslason segir að í framtíðinni sé þess vænst að
tengja megi saman skógræktarsvæðið við Mógilsá og
Kollafjarðarjörðina, þar sem á síðustu árum hefur verið
gróðursett í 230 ha. Þar eru plöntur komnar vel á legg og
innan fárra ára verður þarna stæðilegur skógur.
Í Kollafirði, skammt frá fyrrgreindu bílastæði, hefur
sömuleiðis verið útbúinn áningarstaður með bekkjum og
borðum, sem eru við stór klettabjörg í vaxandi skógi. Þar
heitir Pálslundur til heiðurs Páli Samúelssyni, áður eig-
anda Toyota hf., sem lengi hefur verið traustur bakhjarl
starfs Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Að mestum hluta er umbótastarfið í Esjuhlíðum, sem
unnið hefur verið á síðastliðnum tveimur árum, þó fjár-
magnað fyrir tilstyrk frá Framkvæmdasjóði ferða-
mannastaða. Úr þeim potti hafa fengist alls 33,5 milljónir
króna á síðastliðnum tveimur árum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mógilsá Horft að Esjunni úr austri. Um þessa skógarhlíð er fjölfarin gönguleið upp að Steini og á Þverfellshorn.
Endurbæta göngu-
stíga í hlíðum Esju
Braut og brýr Mógilsá og Kollafjörður Fengu styrki
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdir Helgi Gíslason á Esjustígnum við göngu-
brú sem smíðuð er úr timbri úr Heiðmerkurskógum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Búast má við fjölda erlendra ferða-
manna í höfuðborginni um jól og
áramót í ár. Að sögn Kristófers Oli-
verssonar, framkvæmdastjóra
Centerhotels og formanns FHG,
Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu,
hefur þegar mikið verið bókað á
hótelum á höfuðborgarsvæðinu um
hátíðarnar.
„Eins og staðan er núna er
mjög þétt bókað um áramótin en
enn er eitthvað laust um jólin. Ef
desember er skoðaður í heild sinni
þá stefnir í að hann verði ekki eins
góður og í fyrra en þegar horft er
til fyrri ára er hann þó mjög góður í
samanburði,“ segir Kristófer.
Hann rifjar upp að ráðist hafi
verið í öfluga markaðssókn fyrir
nokkrum árum til að fá hingað fleiri
ferðamenn í desember. Það hafi
skilað ríkulegum árangri enda sé
skemmtilegt að heimsækja landið á
þessum árstíma, bæði mikið að ger-
ast í höfuðborginni og birtan og
norðurljósin séu heillandi.
Auk þess hafi framboð á þjón-
ustu aukist til muna síðustu ár. „Við
erum með alla okkar veitingastaði
opna yfir hátíðarnar. Það er víðast
hvar opið núorð-
ið. Menn eru al-
mennt búnir að
taka vel á þess-
um málum og
vita að þetta
skiptir miklu
máli.“
Kristófer
segir að erfitt sé
að slá á hversu
margir ferða-
menn verði hér yfir jólahátíðina.
Margir komi í stuttar ferðir yfir jól
eða áramót, en sjaldnast sé sama
fólkið yfir báðar hátíðarnar. „Sam-
kvæmt upplýsingum frá Stjórnstöð
ferðamála eru 90 þúsund ferðamenn
hér á hverjum degi yfir sumartím-
ann og hátt í 30 þúsund á dag yfir
veturinn. Í ljósi þess gæti ég slegið
á að hér verði um 30-50 þúsund
ferðamenn yfir hátíðarnar.“
Auk erlendu ferðamannanna
segir Kristófer að færst hafi í vöxt
að Íslendingar nýti sér þjónustu
veitingastaða á þessum árstíma.
„Það eru margir sem hafa komið
sér upp öðrum lífsstíl, til að mynda
fólk sem býr hluta ársins erlendis.
Við sjáum þróun í þá átt að fólk
kjósi að borða jólamáltíðir á veit-
ingastöðum.“
Stefnir í anna-
söm áramót hér
Allt að 50 þúsund ferðamenn koma
Kristófer
Oliversson
Nokkrir flokksbundnir félagar í Sjálfstæðisflokknum
hafa ákveðið að stofna nýtt félag innan flokksins á lands-
vísu, Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál. Nýverið
afhentu fulltrúar félagsins, þeir Jón Kári Jónsson og Er-
lendur Borgþórsson, umsóknina í Valhöll og tók Jón
Gunnarsson, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins,
við henni. Með fylgdi ósk um að málið yrði tekið fyrir á
næsta fundi miðstjórnar flokksins.
Jón Kári og Erlendur eru jafnframt formenn tveggja
hverfisfélaga sjálfstæðismanna í Reykjavík. Undir um-
sóknina skrifa 30 flokksbundnir sjálfstæðismenn, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.
Í umsókninni er talað um að stofnfundur félagsins yrði
í Valhöll 1. desember nk. „Markmiðið með stofnun þessa
félags er að halda til haga, með fræðslu og upplýsingu,
merkum þáttum í sögu Sjálfstæðisflokksins sem tengjast
fullveldisbaráttu þjóðarinnar, s.s. stofnun lýðveldis,
varnarsamstarfi frjálsra þjóða og baráttunni um yfirráð
yfir auðlindum hafsins,“ segir m.a. í bréfi til miðstjórnar.
„Eftir þá óeiningu sem orkupakkamálið olli bæði í
flokknum og þjóðfélaginu öllu teljum við nauðsynlegt að
ræða framtíðarstöðu málaflokksins og hversu langt eigi
að ganga í því að innleiða hér orkustefnu Evrópusam-
bandsins,“ segir ennfremur í bréfi félagsmanna.
Stofna félag um fullveldi
Umsókn fari fyrir mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins
Valhöll Jón Kári Jónsson og Erlendur Borgþórsson
afhentu Jóni Gunnarssyni ritara umsóknina nýverið.