Morgunblaðið - 30.10.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Kosninga-úrslitin ífyrradag
í fjöllóttu mið-
héraðinu Umbria
á Ítalíu sendi
sprengjuskot
fyrir framan stefni þjóðar-
skútunnar í Róm, svo
stuðst sé við hugtak úr
landhelgisstríðunum. Í
Umbria-héraði hafa vinstri-
flokkar ráðið ferðinni svo
lengi sem elstu menn
muna. Kosningarnar núna
voru hinar fyrstu á Ítalíu
sem haldnar eru eftir að ný
ríkisstjórn var óvænt
mynduð þar. Þar höfðu
sigurvegararnir úr síðustu
þingkosningum setið við
völd og voru Fimm-
stjörnuhreyfingin og
Bandalagið fyrirferðar-
mest.
Bandalagið sem Matteo
Salvini leiðir hafði um hríð
verið á hrattvaxandi sigl-
ingu enda leiðtoginn laginn
við að spila á pólitíska
strengi þjóðarinnar. Kann-
anir sýndu að flokkur Salv-
inis myndi skáka Fimm-
stjörnuhreyfingunni sem
stærsti flokkur Ítalíu
brystu kosningar snemma
á. Þótti Matteo Salvini vera
algjörlega upplagt að
stuðla að því. Hann setti
því ríkisstjórnarsamstarfið
í uppnám fullviss um það að
Fimmstjarnan, sem stofnuð
var fyrir réttum 10 árum, í
október 2009, ætti engin
varnarspil á hendinni, því
eini kostur hennar væri sá
að fara í stjórn með sósíal-
demókrötum, sem farið
höfðu bölvanlega út úr síð-
ustu kosningum.
Fimmstjarnan hafði frá
upphafi kynnt sig sem
helstu andófshreyfinguna
gegn gömlu þreyttu flokk-
unum á Ítalíu og flokkur
kratanna var einmitt lifandi
og lýsandi dæmi um þá.
Leiðtoga Fimmstjörn-
unnar, Luigi Di Maio, var
ekki skemmt og taldi sprikl
Salvinis hið mesta ódreng-
skaparbragð í sinn garð.
Og í þeirri stöðu væri því
ekkert óhugsandi.
Á örfáum dögum náði
hann að mynda nýja ríkis-
stjórn með krötunum undir
forsæti Giuseppe Conte
sem setið hafði í forsæti í
ríkisstjórn Stjörnunnar og
Bandalagsins. Og hin mikla
sigling Salvinis endaði þá
samstundis með skipbroti
með leiðtogann
glaðbeitta utan
ríkisstjórnar.
En kosning-
arnar í Umbria
benda óneitan-
lega til þess að
bikarinn sem Di Maio
drakk af hafi ekki aðeins
verið beiskur heldur jafn-
vel baneitraður. Vinstri-
flokkar, frá kommúnistum
og niður úr, hafa lengi
haldið um valdaþræði í
Umbria. Stjórnarflokkarnir
komu sér saman um fram-
bjóðanda í ríkisstjóraemb-
ættið þar og það gerðu
flokkar hægra megin við
miðju einnig. Frambjóð-
andi Bandalagsins, Dona-
tella Tesei, var að auki
studd af flokki Berlusconis
og smærri flokki hægra
megin við hann, Bræðrum
Ítalíu.
Það er engum blöðum um
það að fletta að Donatella
Tesei vann glæstan sigur í
þessu tiltölulega velhaldna
kjördæmi, sem í áratugi
hefur hallað sér til vinstri.
Matteo Salvini beitti sér
mjög í kosningunum og var
galvaskur að þeim loknum,
eins og nærri má geta.
Sagði hann að á kosninga-
úrslitin bæri að líta sem út-
burðarúrskurð sem birtur
hefði verið ríkisstjórninni í
Róm!
Hvort sem sú litríka lýs-
ing hans gengur eftir eða
ekki þá urðu þessi úrslit
töluvert áfall fyrir ríkis-
stjórnarflokkana, því að
innan þeirra beggja var
mikil ólund vegna sam-
starfsaðilans.
Úrslitin voru mjög afger-
andi því að um 57% töldust
hafa kosið frambjóðanda
Bandalagsins en aðeins um
37% frambjóðanda ríkis-
stjórnarflokkanna.
Enginn flokkur fór þó
eins illa út úr kosningunum
og Fimmstjörnuhreyfing Di
Maio gerði. Honum er því
brugðið og ekki síður leið-
togum hins ríkisstjórn-
arflokksins, Sósíaldemó-
krata, sem er arftaki
vinstrihreyfinganna sem í
hálfa öld hafa átt vinum að
mæta í þessu kjördæmi á
kjördag.
Spurningin er því þessi:
Verður Salvini að ósk sinni
og kjörseðillinn breytist
innan tíðar í útburðar-
úrskurð eða jafnar stjórnin
sig eftir rothöggið?
Fyrstu kosningar í
tíð nýrrar ríkis-
stjórnar á Ítalíu voru
áfall fyrir hana}
Salvini réttir úr kútnum
D
júpríkið hefur verið íhalds- og ein-
angrunaröflum víða um heim
hugleikið undanfarin ár. Nafnið
bendir til þess að hér sé um ill-
skeytt fyrirbæri að ræða. Donald
Trump og Boris Johnson eru fljótir að draga upp
þennan óhugnanlega andstæðing við ýmis tæki-
færi. Samkvæmt þeim á djúpríkið að vera sam-
sett af áhrifamönnum innan ríkisstofnana, leyni-
þjónustu, löggæslustofnana og hersins.
Í hvert skipti sem þessir herramenn stíga feil-
spor er það hið dularfulla djúpríki sem er söku-
dólgurinn. Saklausum áhorfanda gæti að vísu
virst þeir vinirnir fullfærir um það sjálfir að
skutla sér í pyttinn verði hann á vegi þeirra, jafn-
vel að þeir taki glaðir á sig krók til þess að
stökkva í kelduna. En nei, allt er þetta samsæri
djúpríkisins.
Íslendingar eru gjarnir á að taka upp erlenda siði og ósiði
– alvöru og ímyndaða. Ólafur Jóhannesson, formaður Fram-
sóknar, talaði á sínum tíma um íslensku mafíuna sem að
sögn hótaði honum. „Mafía er hún og mafía skal hún heita,“
sagði hann svo eftirminnilega. Síðar dró hann í land og sagði
að með orðinu mafía hefði hann átt við klíku eða hóp.
Hérlendur áhrifavaldur hefur íslenskað kenninguna og
tekið upp á arma sína: „Með „djúpríki“ er átt við eins konar
ósýnilegt og leynilegt bandalag hagsmunaafla innan og utan
stjórnkerfisins til þess að koma í veg fyrir að kjörnir fulltrú-
ar þjóðar hverju sinni geti ráðið gangi mála,“ sagði Styrmir
Gunnarsson, sem um árabil var ritstjóri Morgunblaðsins.
Hann telur að hin síðari ár hafi vaknað spurn-
ingar um „hvort til hafi orðið eins konar ósýni-
legt og andlitslaust bandalag þar sem valda-
mestu stjórnmálamenn, æðstu embættismenn,
sérfræðingar svo og hagsmunaöfl utan stjórn-
kerfisins, bæði í atvinnuvegasamtökum og fjár-
málageira, komi við sögu sem hafi það að mark-
miði að tryggja eigin stöðu umfram annarra
þjóðfélagsþegna en á kostnað þeirra.“
Fulltrúar djúpríkisins köstuðu grímunni að
sögn Styrmis í orkupakkamálinu svonefnda,
þegar fulltrúar margra hagsmunasamtaka
komu fram undir nafni og hvöttu til þess að
pakkinn yrði samþykktur.
„Sjáið bara hvernig þetta hefur snúist í hönd-
unum á hinu glæpsamlega djúpríki. Það reynir
að elta falsað samráð við Rússa, uppskáldað
svindl, og er síðan gripið glóðvolgt í risavöxnu
njósnahneyksli af stærðargráðu sem þetta land hefur jafn-
vel aldrei séð áður,“ tísti Trump og hélt áfram: „Spygate
gæti orðið eitt stærsta pólitíska hneykslismál allra tíma.“
Hann hefur gefið í að undanförnu. Þeir sem bera vitni gegn
honum eru fulltrúar djúpríkisins.
Djúpríkið er í raun svo ósýnilegt og leynilegt að þeir sem
eru hluti af því hvorki sjá það sjálfir né vita af því. Það virð-
ist vera bandalag þeirra sem þora að segja sannleikann þeg-
ar öfgaíhaldsmenn vilja búa til hliðstæðan veruleika.
Takk, djúpríki!
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Djúpríkið góða
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Það er gríðarlegur skortur álíffærum til ígræðslu íheiminum almennt. Við Ís-lendingar höfum staðið
okkur vel í að vera líffæragjafar og
viljum gjarnan gera það áfram,“ seg-
ir Kristinn Sigvaldason, yfirlæknir á
gjörgæsludeild Landspítala í Foss-
vogi.
Kristinn hélt erindi á fræðslu-
fundi um líffæragjafir í liðinni viku
og í máli hans kom fram að á síðustu
árum hafa Íslendingar komist í hóp
fremstu þjóða með fjölda líffæra-
flutninga.
„Ég veit ekki hvort það er kom-
ið til að vera en við viljum gjarnan
vera meðal betri þjóða,“ segir Krist-
inn í samtali við Morgunblaðið.
Líffæragjafir í 25 ár
Kristinn rakti sögu líffæragjafa
hér á landi í erindi sínu en í fyrra var
aldarfjórðungur liðinn frá því þær
hófust. Kom meðal annars fram að
heilbrigðisyfirvöld eru með samning
við Sahlgrenska-sjúkrahúsið í
Gautaborg um framkvæmd líffæra-
gjafa.
Sjúkrahúsið sendir sérþjálfað
líffæratökuteymi hingað til lands
sem framkvæmir aðgerðir og fer
með líffærin út til Svíþjóðar. Samn-
ingurinn felur jafnframt í sér að Sví-
arnir græða líffæri í Íslendinga og
hafa Íslendingar sama rétt til
líffæragjafa þar og þarlendir. Sam-
starfið nær raunar einnig til annarra
Evrópulanda því ef ekki finnst hent-
ugur þegi, til dæmis í Svíþjóð, er leit-
að víðar að fólki til að hjálpa.
Mikil fjölgun frá 2015
Kristinn segir að líffæragjafir
hafi gengið upp og ofan fyrstu árin
eftir að þær komust á koppinn hér.
Fram að aldamótum hafi líffæra-
gjafar verið 4-6 á ári en stundum
engir. Mikil breyting hafi hins vegar
orðið á síðasta áratuginn, einkum og
sér í lagi upp úr 2015, en þá hafi líf-
færagjöfum fjölgað umtalsvert.
„Ef við framreiknum tölurnar
per milljón íbúa þá vorum við áður í
9-10 á ári en eftir 2015 náðum við
upp fyrir Spánverja og Ísland varð
heimsmeistari í þessu. Síðan þá höf-
um við verið í hópi bestu þjóða í líf-
færagjöfum per milljón íbúa. Það
verða alltaf sveiflur í þessu en aukn-
ingin er töluverð,“ segir hann.
„Ég held að það hafi orðið vit-
undarvakning. Bæði hjá starfsfólki í
heilbrigðisþjónustu að vera vakandi
fyrir möguleikum á þessu og hjá
þjóðinni í kjölfar fjölmiðlaumræðu
þar sem aðstandendur ungra líf-
færagjafa stigu fram. Þessir að-
standendur vöktu þjóðina til um-
hugsunar,“ segir Kristinn þegar
hann er spurður um ástæður þess-
arar aukningar.
„Við sjáum greinilega fækkun á
því að ættingjar hafni líffæragjöf. Í
byrjun starfseminnar var 40% neitað
en á síðustu árum er það hlutfall
komið niður í 15%. Lög um ætlað
samþykki hafa hjálpað okkur í allri
umræðu við ættingja og eflt sam-
kennd þjóðarinnar á bak við þetta.
Við sjáum líka oft hjá fólki að líf-
færagjöf er huggun harmi gegn.“
Ferðamenn gefa líffæri
Annað sem Kristinn nefndi að
hefði hjálpað til við þessa þróun er
mikil fjölgun ferðamanna hér á
landi. „Þetta fólk veikist líka og
lendir í slysum. Það hafa verið
nokkrar líffæragjafir úr erlend-
um ríkisborgurum. Þetta hafa
verið ferðamenn frá Evrópu-
löndum þar sem þetta er vel
viðurkennt fyrirbæri. Það
munar um hvern einn og
einasta líffæragjafa enda
getur hver slíkur bjargað
allt að sex mannslífum.“
Erum meðal fremstu
þjóða í líffæragjöfum
Ný lög um líffæragjöf tóku gildi
um síðustu áramót. Nú er mál-
um svo háttað að allir verða
sjálfkrafa líffæragjafar við and-
lát hafi þeir ekki áður lýst sig
andvíga líffæragjöf. Samkvæmt
upplýsingum frá embætti land-
læknis getur fólk skráð afstöðu
sína á heilsuveru.is eða fengið
aðstoð heilbrigðisstarfsfólks
kjósi það svo.
„Samkvæmt síðustu tölum
hefur innan við 1% af Íslend-
ingum 18 ára og eldri skráð af-
stöðu sína, bæði gegn líffæra-
gjöf og því að gefa ákveðin
líffæri,“ segir Jórlaug Heimis-
dóttir hjá embætti landlæknis.
Hún segir að ráðist hafi verið í
víðtæka kynningu á þessu
nýja fyrirkomulagi og það
hafi skilað sér. „Eðlilega
eru ákveðnir aðilar með
spurningar og eðlilega er
einhver andstaða.
Það er mikilvægt
að þeir geti
skráð afstöðu
sína.“
Innan við 1%
er andvígt
NÝ LÖG UM LÍFFÆRAGJÖF
Kristinn
Sigvaldason
Líffæragjafi r á Íslandi 1993-2018
Líffæragjafi r miðað við íbúafjölda*
2010-2018, fjöldi á hverja milljón íbúa
40
30
20
10
0
’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
Heimild: Erindi Kristins Sigvaldasonar yfi rlæknis á fræðslufundi um líffæragjafi r 23. október 2019. Embætti landlæknis.
100 manns hafa gefi ð
líffæri á Íslandi frá
árinu 1993.
350 manns hafa
notið góðs af
líffæragjöfum
Íslendinga.
85 ára var elsti líffæra-gjafi nn á Íslandi.
1% Íslendinga 18 ára og eldri hefur skráð afstöðu
sína við líffæragjöf og þar með
hafnað henni alfarið eða hafnað
að gefa ákveðin líffæri.
*Uppreiknað á hverja milljón íbúa til að fá fram alþjóðlegan samanburð.
36,5
28
20,79,4
9,2