Morgunblaðið - 30.10.2019, Page 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2019
Hildur Björg Kjartansdóttir
Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir
Þjálfari: Benedikt Guðmundsson
Árangur 2018-19: 4. sæti og tap
gegn Val í undanúrslitum, 3:1.
Íslandsmeistari: 1961, 1977, 1979,
1980, 1981, 1982, 1983, 1985, 1986,
1987, 1999, 2001, 2002, 2010.
Bikarmeistari: 1976, 1977, 1982,
1983, 1986, 1987, 1999, 2001, 2002,
2009.
KR vann Keflavík í fyrstu um-
ferð, Breiðablik í annarri umferð,
tapaði fyrir Val í þriðju umferð og
vann Skallagrím í fjórðu umferð.
Liðið mætir Grindavík í kvöld í
fimmtu umferð.
BAKVERÐIR:
Alexandra Eva Sverrisdóttir
Danielle Rodriquez
Margrét Blöndal
Perla Jóhannsdóttir
Ragnhildur Arna Kristinsdóttir
Sóllilja Bjarnadóttir
Þóra Birna Ingvarsdóttir
FRAMHERJAR:
Ástrós Lena Ægisdóttir
Jenný Lovísa Benediktsdóttir
Margrét Kara Sturludóttir
Sanja Orozovic
Unnur Tara Jónsdóttir
MIÐHERJAR:
Eygló Kristín Óskarsdóttir
Lið KR 2019-20
KOMNAR:
Alexandra Sverrisdóttir frá Stjörn-
unni
Danielle Rodriguez frá Stjörnunni
Hildur Björg Kjartansdóttir frá
Celta Vigo (Spáni)
Margrét Kara Sturludóttir frá
Stjörnunni eftir hlé
Sanja Orozovic frá Breiðabliki
Sóllilja Bjarnadóttir frá Breiðabliki
FARNAR:
Kiana Johnson til Vals
Orla O’Reilly til Sunbury (Ástralíu)
Vilma Kesanen til Barakaldo
(Spáni)
Breytingar á liði KR
Frábærar í fyrra en ennþá betri í ár að mínu
mati og á pappír eru þær með besta liðið.
Héldu sig í þekktum stærðum í útlendingum með
Daniellu og Sanju sem báðar eru frábærir leikmenn
og ekki síður liðsmenn.
Fengu Hildi Björgu sem er með ákveðið hlutverk
sem senter. Hún er okkar allra besta inni í teig og
þurfa KR-stúlkur að nýta hana vel.
Unnur Tara sem var lykilleikmaður þeirra í fyrra. Nú hefur önnur
leikreynd bæst við því Margrét Kara er mætt til leiks og mun hjálpa
liðinu gríðarlega. Tvær sleggjur á ferð sem enginn vill mæta.
Stærsta verkefni Benedikts er að halda öllum ánægðum og reyna
að spila efnum eins og Eygló Kristínu og Alexöndru en fyrir eru Ást-
rós, sem er gríðarlegt efni og gæti náð mjög langt, og svo Perla sem
átti fína spretti í fyrra. Ég segi bara það er eins gott að mæta á æfingu
og leggja sig fram fyrir þessar stelpur og varast fýlupyttinn.
Margrét Sturlaugsdóttir um KR
Albert Brynjar Ingason hefur rift
samningi sínum við knattspyrnudeild
Fjölnis en þetta staðfesti hann í samtali
við mbl.is í gær. Hann íhugar nú næsta
skref á ferlinum og á von á að leika
áfram í 1. deild á næstu leiktíð af fjöl-
skylduástæðum en vill þó ekki útiloka
að leika í efstu deild á nýjan leik. Albert
gekk til liðs við Fjölnismenn frá Fylki
fyrir síðasta tímabil og var lykilmaður í
liðinu sem tryggði sér sæti í efstu deild
síðasta haust. Hann er uppalinn í Ár-
bænum hjá Fylki og er markahæsti leik-
maður í sögu félagsins í efstu deild. Alls
á hann að baki 219 leiki í efstu deild þar
sem hann hefur skorað 69 mörk fyrir
Fylki, FH og Val.
Arnar Jón Agn-
arsson, þjálfari
kvennaliðs Gróttu í
handbolta, var í
gær úrskurðaður í
eins leiks bann
vegna grófrar
óíþróttamanns-
legrar hegðunar í
leik ÍR og Gróttu í
1. deild síðasta föstudag. Arnar Jón
mun því ekki stýra liði sínu þegar
Grótta tekur á móti Fjölni á Seltjarn-
arnesi á föstudagskvöld. Aganefnd HSÍ
komst hins vegar að þeirri niðurstöðu
að refsa Robertu Ivanauskaite, leik-
manni Aftureldingar, ekki frekar eftir að
hún fékk rautt spjald fyrir gróft leikbrot
í leik gegn Haukum í úrvalsdeildinni á
laugardaginn.
Hinn tvítugi Íri, Caoimhin Kelleher,
mun verja mark Liverpool í leiknum
gegn Arsenal í 16-liða úrslitum ensku
deildabikarkeppninnar en liðin eigast
við á Anfield í kvöld. Pepijn Lijnders,
aðstoðarstjóri Liverpool, greindi frá
þessu á vef Liverpool og sagði deilda-
bikarinn vera keppni Kellehers sem lék
sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í
síðasta mánuði þegar Liverpool sló MK
Dons út í 32-liða úrslitum keppninnar.
Aron Bjarnason átti mjög góðan leik
fyrir ungverska knattspyrnufélagið Új-
pest sem vann 5:2-sigur gegn B-
deildarliði Ajka í 64-liða úrslitum bik-
arkeppninnar þar í landi í kvöld. Aron
skoraði tvö síðustu mörk Újpest í leikn-
um, á 64. og 75. mín-
útu, en hann var í
byrjunarliði liðsins.
Þetta eru fyrstu
mörk Arons
fyrir Újpest
en hann hef-
ur leikið níu
af tíu leikjum
liðsins í deild-
inni, sjö þeirra
sem varamað-
ur.
Eitt
ogannað
Knattspyrnukonan Sigríður Lára
Garðarsdóttir er gengin til liðs við
FH, sem vann sig upp úr 1. deild í
sumar, og skrifaði hún undir
tveggja ára samning við félagið í
gær. Sigríður Lára rifti samningi
sínum við ÍBV um miðjan október-
bermánuð en hún hefur verið fyr-
irliði ÍBV undanfarin ár.
Mörg félög í efstu deild reyndu
að fá miðjumanninn öfluga til liðs
við sig en hún ákvað að semja í
Hafnarfirði. Sigríður Lára er 25
ára og á að baki 18 A-landsleiki.
Sigríður Lára
valdi FH
Ljósmynd/@fhingar
FH-ingur Sigríður Lára mun leika í
búningi FH eftir 11 leiktíðir í ÍBV.
Guðjón Þórðarson er hættur sem
þjálfari færeyska knattspyrnu-
félagsins NSÍ eftir eitt ár í starfi.
Hann stýrði liðinu til 3. sætis á ný-
afstöðnu tímabili. Svíinn Glenn
Ståhl hefur verið ráðinn í hans stað.
Í viðtali í hlaðvarpsþættinum Mín
skoðun kveðst Guðjón nú vera í leit
að vinnu. Hann hafi sótt um starf
landsliðsþjálfara Færeyja en það
verði að koma í ljós hvað verði.
Guðjón er 64 ára gamall og hafði
staðið utan fótboltans í sex ár þegar
hann tók við NSÍ.
Guðjón í leit
að nýju starfi
Ljósmynd/NSÍ
Brons Guðjón Þórðarson stýrði NSÍ
til 3. sætis í efstu deild Færeyja.
KR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Gera má ráð fyrir því að Hildur
Björg Kjartansdóttir verði á meðal
atkvæðamestu leikmanna í Dom-
inos-deild kvenna í körfuknattleik í
vetur. KR nældi í Hildi í sumar sem
ákvað að snúa heim eftir mörg ár er-
lendis. Henni líst vel á deildina og
liðin hér heima í upphafi keppnis-
tímabilsins.
„Það voru viðbrigði að koma aftur
heim en deildin er spennandi og í
henni eru margir góðir leikmenn.
Það verður því bara spennandi að
vera hér í vetur,“ sagði Hildur en
hún lék síðustu tvo vetur á Spáni.
Þar áður var hún í háskólakörfubolt-
anum í Bandaríkjunum og því mörg
ár síðan hún lék hér heima með
Snæfelli. Spurð um KR-liðið segir
hún að leikmannahópurinn sé öfl-
ugur en það muni taka liðið smátíma
að ná fram öllu sínu besta.
„Við erum með gríðarlega sterkan
hóp. Í liðinu er viss kjarni sem var
einnig á síðasta tímabili og stóð sig
rosalega vel. En við erum einnig
nokkrar sem komum nýjar inn í
þetta fyrir tímabilið. Mér finnst því
liðið eiga helling inni. Við erum að
vinna í okkar leik og við munum
bæta okkur í hverri viku en það er
nóg eftir af tímabilinu. Við setjum
auðvitað pressu á okkur en um leið
erum við rólegar á þessum tíma-
punkti. Við vitum í hvaða átt við vilj-
um fara.“
KR hefur unnið þrjá leiki af fyrstu
fjórum í deildinni. Liðið tapaði
heima fyrir Íslands- og bikarmeist-
urum Vals 74:76 í mjög fjörugum
leik. Fyrir Íslandsmótið var umræð-
an á þann veg að Valur og KR
myndu hafa yfirburði í deildinni.
Umræðan er bara umræða
„Stigasöfnunin er ásættanleg. Við
höfum spilað hörkuleiki og greini-
legt að öll liðin hafa æft vel og mæta
tilbúin til leiks sem er gaman að sjá.
Það kemur okkur ekkert á óvart.
Umræðan er bara umræða og það
getur allt gerst held ég. Veturinn er
langur og við sjáum hvað gerist.
Leikurinn á móti Val var mjög vel
spilaður og þá sérstaklega miðað við
hversu skammt tímabilið var á veg
komið. Skemmtilegt var að spila
þann leik og einnig skemmtilegt að
horfa á þann leik hef ég heyrt. Það
er bara mjög jákvætt fyrir deildina,“
sagði Hildur sem segist kunna vel
við sig í Frostaskjólinu.
„Það er erfitt fyrir mig að bera
saman hvernig er að vera í Snæfelli
annars vegar og KR hins vegar
vegna þess að ég er alin upp hjá
Snæfelli. KR er gott félag að vera í
og mjög vel var tekið á móti okkur
sem erum nýjar. Eftir því sem mað-
ur kynnist fólkinu betur því nota-
legra verður það. Það hjálpar reynd-
ar helling að í KR eru margir
Hólmarar og ég sé mörg kunnugleg
andlit. Ég er því mjög sátt og líður
vel í KR,“ sagði Hildur sem er lykil-
leikmaður í landsliðinu en þar er hún
með sama þjálfara: Bendikt Guð-
mundsson.
„Við fylgjum hans skipulagi og
treystum honum. Það hefur einnig
verið gaman að vinna með honum í
landsliðinu en þar vann ég með hon-
um fyrst,“ sagði Hildur Björg Kjart-
ansdóttir í samtali við Morgun-
blaðið.
Sér mörg
kunnugleg
andlit í KR
Morgunblaðið/Hari
Sterk Hildur Björg Kjartansdóttir styrkir lið KR verulega.
Hildur Björg Kjartansdóttir
segir að KR-liðið eigi talsvert inni