Morgunblaðið - 04.10.2019, Page 2
Hver er uppáhaldsbókin þín?
„Ég á enga sérstaka uppáhaldsbók
en síðasta bókin sem ég las var Kar-
ítas án titils og mér fannst hún æðis-
leg.“
Áttu uppáhaldssjónvarpsefni?
„Það er svo margt gott í boði. Ég hef
horft á Saturday Night Live frá því
að ég var unglingur. Núna er ég að
horfa á Fleabag, sem ég mæli með. Svo
verð ég að minnast á frábæra þætti sem eru
í gangi á RÚV núna og heita Heilabrot.“
Áttu þér uppáhaldsgrínista?
„Spunaleikararnir í Improv Ísland. Líka
Kirsten Wiig og Fred Armisen.“
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
„Ég get horft aftur og aftur á Mary Popp-
ins.“
Hvað gerir þú til að dekra við þig?
„Ég fer mjög oft í sund með syni mínum.
Þá eru Vesturbæjarlaugin og Neslaugin í
uppáhaldi. Þá eyði ég dágóðum tíma í guf-
unni. Finnst allir dagar betri þegar ég næ
að fara í gufu. Þá hverfa allar áhyggjur og spenna. Svo
leyfi ég mér að fara í spa einu sinni í mánuði. Síðan er
svo sturlað gaman að æfa og sýna með Improv Ísland að
það mætti algjörlega flokka það undir dekur.“
Hvert er uppáhaldstískumerkið
þitt?
„Warrior er geggjað flott.“
Hvaða hönnuð heldur þú upp á?
„Ýri Þrastardóttur.“
Hvað þýðir tíska fyrir þig?
„Ég pæli sama sem ekkert í tísku.
Geng alltaf bara um í gallabuxum,
hettupeysu og íþróttaskóm. Ég
hef aldrei keypt föt á netinu. En
þegar ég vil vera mjög fín finnst mér
gaman að vera í kjólum, þá bæði eftir ís-
lenska hönnuði eða bara úr einhverri
ódýrri búð.“
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
„Grænn, í stíl við augun.“
Hvaða óþarfa keyptirðu þér síðast?
„Mér finnst ég alltaf vera að kaupa mér
varaliti, en ég týni þeim jafnóðum. Ég
ætti í rauninni bara að sleppa því, í stað-
inn fyrir að nota hvern bara einu sinni.“
Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn
þinn?
„Jógabuxur og hlýrabolur.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Húmorinn.“
Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?
„Gullpenninn frá Yves
Saint Laurent.“
Hver er uppáhalds-
verslunin þín?
„Kjötborg.“
Hver er uppáhalds-
borgin til að versla í?
„Ég eyði vanalega ekki
miklum tíma í að versla
þegar ég er í útlöndum.
Mér finnst það eiginlega
bara frekar leiðinlegt.“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Núna er það Warrior-gallinn minn sem ég
er nýbúin að fá. Sjúklega þægilegur og flott-
ur. Gæti verið í honum á hverjum degi.“
Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að
þínu mati?
„Mandi.“
Áttu uppáhaldsmorgunmat?
„Já, það er egg og beikon og amerískar pönnukökur.“
Hvert er uppáhaldssmáforritið?
„Instagram. Best að daðra þar.“
Hvað er á óskalistanum?
„Ný íbúð.“
Fagurkeri sem
segir best að daðra
á Instagram
Ýr Þrastardóttir er
uppáhalds-
hönnuður Dóru.
Egg, beikon
og pönnu-
kökur er
uppáhalds
morg-
unmatur
Dóru.
Dóra Jó-
hannsdóttir
dekrar við
sig með því
að fara
reglulega í
sund.
Sundlaug
Vesturbæjar.
Dóra dekrar við sig
með því að fara í SPA
einu sinni í mánuði.
Gamanleik
konan Kirsten
Wiig framan á
ELLE tímaritinu.
Ljósmynd/Thinkstockphotos
Ljósmynd/Viðar Logi
Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og leikstjóri, er stofnandi
spunaleikhópsins Improv Ísland. Hún er mikið fyrir dekur og
lítur alltaf vel út þrátt fyrir að spá lítið í tísku og útliti. Hún er
yfirhandritshöfundur áramótaskaupsins í ár.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Spunaleikhópurinn
Improv Ísland er með
sýningar á hverju mið-
vikudagskvöldi í Þjóð-
leikhúskjallaranum.
Thinkstock
Gyllti
bauga-
hyljarinn
frá YSL
er í uppá-
haldi hjá
Dóru.
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Elínrós Líndal elinros@mbl.is Lilja Ósk Sigurðardóttir
snyrtipenninn@gmail.com Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
É
g verð að játa að ég klökknaði örlítið
þegar ég las viðtal Elínrósar Líndal við
Sæunni Kjartansdóttur, sálgreini og
hjúkrunarfræðing, sem er á síðum 14
og 16 hér í blaðinu. Sæunn hefur síð-
ustu ár setið við skriftir og gert upp
samband sitt við móður sína, sem var
krefjandi og sársaukafullt. Í viðtalinu
játar hún að hún hafi verið mjög efins hvort hún ætti að
gefa bókina út eða ekki.
„Við getum skrifað hluti niður eða rætt þá við góðan
vin eða fagaðila. Smám saman undu skrifin upp á sig og
tóku aðra stefnu en ég hafði séð fyrir. Þau urðu ekki síð-
ur um mig en mömmu enda er aldrei hægt að fjalla um
fólk án samhengis. Það var því mjög stórt skref fyrir
mig að ákveða að deila bókinni með hverjum sem lesa
vildi. Annars vegar sjálfrar mín vegna, en líka vegna
skjólstæðinga minna. Sem sálgreinir ræðir maður aldrei
sín persónulegu mál eða setur sína eigin persónu í fókus.
Það er ein ástæða þess að ég var hikandi við að gefa
bókina út og ég er að sama skapi tvístígandi að koma í
svona viðtal. Ég vil ekki þröngva mér inn í líf skjólstæð-
inga minna með blaðaviðtali, þeir eiga að geta lesið blað-
ið sitt í friði án þess að ég sé mætt við morgunverðar-
borðið með mína sögu,“ segir Sæunn í viðtalinu.
Sæunn bendir á að allir eigi sér sögu og upplifi eitt-
hvað á lífsleiðinni sem er erfitt. Barnæskan er henni
hugleikin og bendir hún á að fólk eigi það til að fegra
hana. En hvers vegna erum við að því? Hvers vegna vilj-
um við láta allt líta betur út en það er í raun og veru?
Hvers vegna segjum við ekki bara satt?
Líf flestra væri til dæmis miklu einfaldara ef þeir
myndu bara segja satt og rétt frá og leyna engu. Samt
gerum við það ekki.
Við erum alltaf að reyna að halda einhverri glans-
mynd á lofti sem stenst varla skoðun. Skoðum sam-
félagsmiðla eins og Instagram og Facebook. Þar eru all-
ir frekar sprækir og glaðir og segja hinum hvað þeir lifi
stórkostlegu lífi. Instagram er svolítið eins og ferilskrá
fyrir atvinnuviðtal. Þar tínir fólk til það albesta úr lífi
sínu en sleppir restinni. Minnist ekkert á vondu tíma-
bilin.
Facebook gerir það hins vegar með sérhnapp sem
heitir minningar. Þar blasa við vondu tímabilin í lífi okk-
ar þegar færslur fyrri ára eru rifjaðar upp.
Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hugsa ég oft: „vá,
hvernig fór ég að því að vera svona mikill plebbi.“ Hvers
vegna var ég að monta mig af því þremur dögum fyrir
bankahrun að ég ætti geggjað hreint heimili. Hverjum
er og var ekki sama um það? Og hvers vegna var ég með
hálfkveðnar vísur um að ég hefði gert eitthvað æðislegt
kvöldið áður? Ég veit ekki alveg. Á þessum tíma var
ekki einu sinni læk-takki.
Það er annað sem truflar mig hinsvegar meira en
vondu Facebook-minningarnar og það er þörf „vina“
minna á samfélagsmiðlum til að henda öðru fólki fyrir
strætó. Þegar þetta rant byrjar hugsa ég oft: Hvað ætli
sé að angra þennan „vin“ minn núna. Hvers vegna er
hann/hún í svona miklu ójafnvægi?
Það er nefnilega þannig að þegar við höfum það gott,
eigum ástríkt samband við maka okkar og börn, upp-
lifum gleði í vinnunni og finnst við vera metin að verð-
leikum, þá höfum við litla þörf til að níða skóinn af öðru
fólki því við erum bara upptekin í okkar eigin lífi. Þegar
við erum hinsvegar vanstillt þá getum við gert alls kon-
ar heimskulega hluti. Stundum væri mun farsælli lausn
að panta tíma hjá fagaðila og reyna að slétta úr krump-
unum sem búa innra með okkur í stað þess að nota sam-
félagsmiðla sem lífæð. Þær minningar verða örugglega
ennþá verri í framtíðinni en mont um hreinasta heimili
landsins.
Hver er undir
strætó núna?
Marta María Jónasdóttir