Morgunblaðið - 04.10.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.10.2019, Qupperneq 14
S æunn Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur og sálgreinir frá Arbours Association í London, er einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna. Hún starfar með fólki en hefur einnig í gegn- um árin skrifað vinsælar bækur um barnæskuna. Nýverið lauk hún við að skrifa bókina Óstýriláta mamma mín … og ég – sem fjallar að hluta um hennar eigin barn- æsku en einkum þó um ævi móður hennar og sambandið þeirra á milli. Hún segir töluverðan mun á þessari sögu og því sem hún hefur látið frá sér á prenti áður. „Þessi bók á sér langan aðdraganda en kveikjan að henni var andlát mömmu fyrir 12 árum sem bar að með nokkuð óvenjulegum hætti. Ég fann sterka þörf til að vinna mig út úr tilfinningum sem vöknuðu þá en þurfti að bíða í fjögur ár með að byrja að skrifa. Ég þurfti tíma og næði því að ég gat ekki unnið þessa bók með sama hætti og ann- að sem ég hef skrifað, þegar frítími hefur gefist hér og þar. Í fyrstu vissi ég ekki hvað ég myndi gera við þessi skrif, hvort þau yrðu bara fyrir mig og fjölskyldu mína. Þetta var fyrst og fremst mik- ilvæg úrvinnsla fyrir mig.“ Óstýrilát móðir sem var á undan sinni samtíð Sæunn segir úrvinnslu tilfininga geta gerst með svo marg- víslegum hætti. „Við getum skrifað hluti niður eða rætt þá við góðan vin eða Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæunn er á því að tengsl foreldra og barna séu flóknustu ástarsambönd sem til eru. Sálgreinirinn Sæunn Kjartansdóttir hefur nýlokið við að skrifa bók um eigin barnæsku sem lýsir margbrotnu sambandi hennar við móður sína. Hún segir alla eiga sér sögu og með því að deila þeim sjáum við skýrar hversu margslungið líf okkar allra getur verið. Hún segir flóknustu ástarsamböndin sem til eru vera tengslin á milli foreldris og barns. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Flóknustu ástarsam- bönd sem til eru“  Sjá síðu 16 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019 VIÐTAL SMARTLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.