Morgunblaðið - 04.10.2019, Page 20
Ljósmynd/Kári Sverrisson
Laugalækur fyrir breytingar
Eldhúsið er sérsmíðað hjá
Hegg en borðplatan, sem er
úr marmara, kemur frá Fígaró.
Eldhúshornið var svo vel nýtt með innbyggðum sófabekk
úr leðri.“
Hvernig eru áherslur að breytast hjá þér í hönnun?
„Aðaláherslurnar breytast aldrei, en þær eru að sér-
hanna hvert og eitt heimili með tilliti til óska og þarfa íbú-
anna. Það er að kunna að „lesa salinn“. Mér finnst í raun
ekkert vera að breytast hjá mér. Maður þróast bara með
tíðarandanum. Það er tíska í þessu fagi eins og öðrum en
samt er nauðsynlegt að þekkja muninn á því hvað getur
verið bóla og hvað ekki því að fólk er að eyða miklum fjár-
munum í breytingar og því er ekki verið að tjalda til einn-
ar nætur.“
Innréttingarnar í húsinu voru sérsmíðaðar hjá Hegg.
Hanna Stína segist sækja mikið í sömu aðila þegar kemur
að sérsmíði.
„Reynslan hefur kennt mér það, en það eru nokkrir sem
eru í uppáhaldi hjá mér.“
Hvað um borðplöturnar?
„Borðplatan og gestabaðsvaskurinn eru smíðuð hjá
Granítsmiðjunni en marmarinn í eldhúsinu er frá Fígaró.“
Hvað drífur þig áfram í þinni hönnun?
„Að auka lífsgæði og gleði fólks á heimilum sínum.“
Færðu aldrei leið á vinnunni?
„Stundum er vissulega mikið álag en ég er alltaf að gera
eitthvað nýtt og skemmtilegt. Það heldur mér gangandi.“
Hver er litur ársins að þínu mati?
„Grænn – í alls konar útgáfum.“
Blár veggur mætir gráum
fataskápum sem eru sér-
smíðaðir hjá Hegg.
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019