Morgunblaðið - 04.10.2019, Page 22
1. Skrúbbaðu varirnar
Notaðu varaskrúbb eða volgan þvottapoka til að fjarlægja dauðar húðfrumur
af vörunum og örva blóðflæði þeirra. Auðvelt er að gera sinn eigin vara-
skrúbb með því að blanda saman sykri og shea-smjöri eða nærandi olíu.
2. Varasalvi sem sléttir varirnar
og húðina í kring
Margir varasalvar eru í boði en gott er að nota örvandi formúlu sem mýkir
varirnar, gerir þær fyllri ásýndar og vinnur gegn öldrun húðarinnar.
Prófaðu Collagenist Re-Plump Lip Zoom frá Helena Rubinstein er sér-
staklega hugsuð til að örva framleiðslu húðarinnar á kolla-
geni sem stuðlar að aukinni þéttni húðarinnar. Útlínur var-
anna verða þrýstnari og varirnar mýkri en einnig mýkir
formúlan ásýnd hrukkna í kringum varirnar.
3. Notaðu langvarandi
varalitablýant
Varalitablýantur er lykilatriði þegar kemur að mótun
varanna og nú er hægt að fá langvarandi formúlur svo
mótun varanna endist talsvert lengur. Reyndu að finna
lit sem er svipaður þeim litatón sem einkennir varir
þínar. Einn vinsælasti varalitablýanturinn til að móta
varirnar, og litur sem virðist henta mörgum, er Lip Cheat-
varalitablýanturinn frá Charlotte Tilbury í litnum Pillow
Talk.
Aðrir varalitablýantar sem eru mjúkir og langvarandi eru
til dæmis Urban Decay 24/7 Glide-On Lip Pencil og Chanel
Le Crayon Lévres. Þegar rétti liturinn er fundinn skaltu
lita alveg við ystu mörk varanna. Ef þú treystir þér til má
fara aðeins út fyrir þá línu til að stækka varirnar.
4. Ljósari litur í miðjunni
Berðu varalit yfir allar varirnar og farðu svo með ljósari
varalit yfir miðju varanna. Með þessu skaparðu ákveðna
sjónhverfingu um þrýstnari varir. Einnig má nota gloss á
miðjuhluta varanna til að gera þær þrýstnari ásýndum.
5. Mótaðu varirnar með hyljara
Þegar þú hefur mótað varirnar með varalitablýanti og bor-
ið á þig varalit skaltu fara með lítinn bursta og smá hyljara
í kringum varirnar. Þetta gerir varirnar enn meira áber-
andi.
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Bankastræti 3 S 5513635
Rosa flottarsokkarbuxur
Sarah Jessica Parker
er með náttúrulegar
varir.
Urban Decay
Stay Naked
Correcting
Concealer.
Helena
Rubinstein
Collagenist
Re-Plump
Lip Zoom.
Guerlain Kiss-
Kiss Liquid
Lipstick (Can-
did Matte).
Charlotte
Tilbury Lip
Cheat.
Fyllri
varir án
fylliefna
ILIA Color Block
Lipstick (Rosette).
Það hefur líklega ekki farið framhjá
neinum að varir fólks á samfélags-
miðlum virðast fara stækkandi.
Fólk er orðið óhræddara við að láta
sprauta fylliefnum í varirnar en nauð-
synlegt er að slíkar aðgerðir séu
framkvæmdar af fagaðilum. Ekki
vilja allir þó grípa til svo róttækra
aðgerða, enda auðvelt að skerpa á
útlínum varanna og auka umfang
þeirra með réttu förðunarvörunum.
Lilja Ósk Sigurðardóttir
snyrtipenninn@gmail.com