Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2019 Á hugi manna á stjórnmálum hefur minnkað hratt hér á landi á und- anförnum árum. Aðild að helstu flokkum skreppur saman og mæt- ing á fundi verður tregari. Skýr- ingarnar á þessu kunna að vera margar og þær þurfa ekki allar að sýna að heimurinn fari þar með versnandi. En hvers vegna? Ein ástæðan er örugglega sú að reynsla síðasta ára- tugar sýnir að lítið eða ekkert er gert með ótvíræðar samþykktir á samkundum flokka, einmitt þeirra sem mest vald eiga að hafa samkvæmt hefðum og bein- hörðum reglum. Það þarf mikið kæruleysi, í bland við einkennilega áhættufíkn, að gera hvað eftir annað lítið úr og ekk- ert með þær samþykktir. Flokksfólkið á eftir það engan annan kost annan en þann, að líta raunsætt á þá framgöngu og skynja þar með að engu skiptir hvort það mætir og tekur þátt og afstöðu eða mætir ekki. Hvort tveggja sé jafngilt. Önnur skýring gæti sjálfsagt verið sú og sjáanlegri en áður að stjórnmálamenn hafi ekki sömu úrslita- áhrif og áður. Margir ættu auðvelt með að rökstyðja að sú breyting væri til batnaðar. Það þýddi í þeirra huga að „fagmennska“ réði mun meiru en áður var. Ókunnar stofnanir og ábyrgðarlausir „fagmenn“ ráða þegar mun meira um það en stjórnmálamenn hverjir hafa úrslitaáhrif á þau málefni sem almenningur stendur undir með skattfé sínu. Það heitir að vísu ennþá á tyllidögum að vald og ábyrgð skuli fara saman. En þróunin er önnur. Meg- inhluti valdsins er kominn í hendur þeirra sem enga ábyrgð bera, þótt áhrifalausir stjórnmálamenn kroti blindandi upp á plögg. Það er reyndar alls ekki víst að almenningur myndi aðspurður fordæma þessa stöðu. Grafa saman gröfina en ætla allir öðrum Stjórnmálamenn eru ekki endilega í hávegum hafðir og það er ekki nýtt. Þeir voru það ekki heldur á með- an vald þeirra var ekki til málamynda eins og þróast hefur. Ástæða þessa er sennilega sú, að „stéttin sjálf“ skítur út sjálfa sig hvenær sem hún má. Hún fer að vísu Krísuvíkurleið til þess. Einn hlutinn gerir því skóna að framganga annars hluta sé ekki bara hæpin heldur stórkostlega til skammar, lögbrot stundum, siðferðisbrot oftar ef ekki alltaf, af því að það er svo þægilega óljóst og rammalaust hugtak, glæpsamleg þegar mikið liggur við, vitnisburður um vafasamt inn- ræti og þar fram eftir götunum. Þegar þetta hefur gengið nægilega lengi þá hefur stéttin sem heild náð að níða svo skóinn niður af stéttinni í heild og bía hana svo út að það er ekki lengur þurr þráður á henni sem heild og fæstum sem einstaklingum. Og það skemmtilega við þetta er að allir í hópnum eru um leið sannfærðir um að engin af þessum ásökunum gildi um þá og skilja ekki hvers vegna almenningur hafi jafn lítið álit á „honum“ og hann hefur réttilega á öllum hinum. Mótvægið Áður fyrr var þó heilmikið mótvægi falið í því að stjórnmálamaðurinn sem eintak skipti einhverju máli, eins og samþykkt á landsfundi flokka gerði áður en hætt var að taka mark á þeim líka. Breytingin um þetta fyrra er smám saman að renna upp fyrir almenningi. Þegar við bætist að nán- ast allur þorrinn af löggjöfinni kemur nú annars stað- ar frá, þvert á gefin fyrirheit, og því sé blákalt haldið fram að heimildin til þessa hafi verið svikin inn á þjóðina, þá er orðið lítið eftir. Niðurstaða „stjórnvalda“ í seinasta deilumáli var sú að Ísland hefði ekki lengur heimild til þess að hafna fyrirmælum sem send væru að utan til fullgildingar hér. Þótt athæfið brjóti sannarlega bæði lög landsins og stjórnarskrá þess þá breyti það ekki því að óheimilt sé að horfa til slíkra heimilda, vegna þess ótta sem embættismenn hafi komið sér upp og miðlað til undir- manna sinna, stjórnmálamannanna. Og kannski er þetta meginástæðan fyrir því að áhuginn á því að velja sér stjórnmálaamstur sem lífsstarf víkur fyrir næstum hvaða öðrum kosti sem býðst. Og það mann- valslögmál ýtir fljótt undir að þeir sem utan við standa beini áhuga sínum annað. Almenningur virtur Hér á árum áður tóku borgarstjórar í Reykjavík á móti tugum borgarbúa í hverri einustu viku ársins, þar sem þeir báru upp erindi sín. Þeir þurftu ekki að sækja um það fyrir fram né greina þá frá erindi sínu eða óskum. Enda kom það vissulega fyrir að í hópi 40-50 viðmælenda sem talað var við vikulega væru þeir sem vildu bara sækja heim borgarstjórann sinn (þótt þeir hefðu ekki endilega kosið hann) og viðra sín eigin sjónarmið um það hvað betur mætti fara í borgarumhverfinu. En í flestum tilvikum voru menn með mikilvæg er- indi fyrir þá sjálfa, lítil eða stór. Og þar sem þeim var vel ljóst að tíminn var naumt skammtaður til samtals voru langflestir búnir að leggja vel fyrir sig hvernig leggja skyldi upp erindið. Bréfritari hafði þann hátt á að hann las nafn og efni hvers erindis inn á „diktafón“ í lok samtals og hver, ef þá einhver, skyldi fá afrit, beðinn um umsögn um er- indið eða tiltekinn þátt þess. Tók þessi munnlega skráning hann eina til tvær mínútur á milli samtala. Þegar seinasta manni var boðið inn á skrifstofuna var ritara færð spólan og þegar gesturinn fór voru minnisblöð og orðsendingar tilbúnar. Afrit af þeim voru geymd í möppu í skrifborðshillu borgarstjórans. Að morgni hverrar nýbyrjaðrar vinnuviku var rennt yfir stöðu hvers erindis, haft sím- samband við viðkomandi embættismann, ef ástæða var til eða viðmælandann sem átti í hlut til að gera grein fyrir niðurstöðunni. Þótt skrifuð væru stutt minnisblöð um heimsókn viðkomandi þá gat borgar- stjórinn afgreitt mjög mörg erindi strax eða með sím- tali daginn eftir. Bréfritari innleiddi ekki þessi árangursríku vinnu- brögð. Þau höfðu borgarstjórar tíðkað um alllanga hríð, þótt auðvitað hafi hver og einn haft sitt lag á. Mikil afturför og hættulegur hroki Fyrir nokkrum árum þegar kannað var hvernig al- menningur mætti nú ná viðtali við borgarstjóra kom í ljós að það var ekki hlaupið að því. Þá var mönnum gert að réttlæta beiðni sína með því að svara spurn- ingalista um erindið og við hvaða skrifstofur og emb- ættismenn viðkomandi hefði þegar rætt. Ekki verður betur séð en kosturinn hafi síðan enn þrengst, því nú er á heimasíðu borgarinnar aðeins rætt um þann að- draganda vilji menn ná sambandi við skrifstofu borg- arstjóra og því komin upp enn ein hindrunin áður en að hágöfgin sjálf er innan seilingar. Jón Gnarr bauð ekki mörgum borgurum eða fulltrúum fyrirtækja upp á viðtal við sig og fór svo sem ekki leynt með það, enda kynnti hann starf sitt frá upphafi sem „allt í plati“ lífsreynslu hans sjálfs og borgarbúa í senn. Hefur því sennilega verið auðvelt að draga mjög úr aðgengi borgaranna frá því sem verið hafði fyrir Ábyrgð á úrslitavöldum annarra verður seint áhugaverður kostur ’ Það heitir að vísu ennþá á tyllidögum aðvald og ábyrgð skuli fara saman. En þró-unin er önnur. Meginhluti valdsins er kom-inn í hendur þeirra sem enga ábyrgð bera, þótt áhrifalausir stjórnmálamenn kroti blind- andi upp á plögg. Reykjavíkurbréf25.10.19

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.