Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2019, Side 32
SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 2019 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 * Taxfree tilboðið gildir af öllum vörum nema vörum frá IITTALA og SKOVBY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Allar vörur á taxfree tilboði* TAX FREE LÝKUR Á M ORGUN M ÁNUDAG 28 OKT. . www.husgagnahollin.is V E F V E R S L U N A LLTAF OP IN Liverpool tekur á móti Tottenham Hotspur á heimavelli sínum Anfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kl. 16.30 í dag, sunnudag. Heimamenn hafa komið sér mak- indalega fyrir á toppi deildarinnar með 25 stig af 27 mögulegum en gengi Tottenham hefur verið undir vænt- ingum; liðið er í sjöunda sæti með aðeins 12 stig. Harry Kane og félagar hrukku þó í gang í Meistaradeild Evr- ópu í vikunni og eru ólíklegir til að leggjast niður og deyja í leik dagsins. Svo skemmtilega vill til að þessi sömu lið áttust við í fyrstu beinu útsendingunni frá knattspyrnuleik í ís- lensku sjónvarpi; þegar þau glímdu um deildarbikarinn, eða Mjólkurbikarinn eins og hann hét þá, á Wembley- leikvanginum í Lundúnum 13. mars 1982. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1:1; Steve Archibald kom Totten- ham yfir snemma leiks en Ronnie Whelan jafnaði undir lokin. Það kom svo í hlut Bjarna Felixsonar, íþrótta- fréttamanns emeritus, að hryggbrjóta þjóðina með þeim tíðindum að Ríkissjónvarpið hefði ekki aðgang að gervi- hnettinum lengur og gæti fyrir vikið ekki sýnt framleng- inguna. Þar tryggðu téður Whelan og Ian Rush Liver- pool bikarinn með tveimur mörkum sem sparkelskir urðu að bíða í heila viku eftir að sjá í sjónvarpinu. Löngu seinna, eða 3. maí 1997, þurfti Bjarni einnig að rjúfa leik sömu liða í úrvalsdeildinni á Anfield, um miðj- an seinni hálfleik. Þá var gervihnötturinn að vísu enn þá til taks en leikurinn skaraðist aðeins við dálæti þjóðar- innar, Júróvisjón, þar sem Páll Óskar og Minn hinsti dans voru í eldlínunni, og varð að víkja. Litlar líkur verða að teljast á því að klippt verði á útsendinguna í dag. Mohamed Salah var á skotskónum með Liverpool í vikunni. AFP Verður klippt á útsendinguna? Það var Harry Kane einnig fyrir Tottenham Hotspur. AFP Liverpool og Tottenham mætast í stórleik sunnudagsins í ensku knattspyrn- unni. Sömu lið mættust í fyrstu beinu útsendingunni á Íslandi frá kappleik. „Og nú ætla þeir að sýna í sjón- varpinu og flytja í útvarpinu nýtt leikrit, um ránmorðið á Natan langafa mínum, og aftökuna á ógæfufólkinu, sem varð honum að bana. Jafnvel hálshöggva tuskudúkku, svo ekki er mann- úðin mikil þegar kemur að til- finningum annarra. Já, mikið vinnur maðurinn til að verða stór, og græða peninga.“ Með þessum orðum hófst bréf frá Hannesi nokkrum Jónssyni, sem birt var í Morgunblaðinu 26. október 1969 undir yfirskriftinni Ég mótmæli. „Það væri sök sér, ef þetta væru kommúnistar, því það illa ýtir þeim áfram. En þetta þykj- ast vera góðir menn og guð- hræddir, og gera allt fyrir listina. Þeim dettur ekki í hug, að Al- vizkan hafi látið hryllings- viðburðina koma fram, þátttak- endum og öðrum til kennslu,“ hélt Hannes áfram. Og enn fremur: „Mér þætti undur vænt um, að hætt yrði við að sýna leikritið. Og ég vil biðja sem flesta, að hugsa hlýlega til látins fólks, hvort það er þetta löngu liðna fólk, eða hinir, sem nýlega eru farnir.“ GAMLA FRÉTTIN Jafnvel hálshöggva tuskudúkku Natan og Agnes hafa orðið mörgum að yrkisefni. Hér eru Baltasar Kor- mákur og María Ellingsen í kvikmynd Egils Eðvarðssonar, Agnes, frá 1995. Kvikmyndavefurinn ÞRÍFARAR VIKUNNAR Meg Ryan kvikmyndaleikkona Lilja Sigurðardóttir rithöfundur Björg Þórhallsdóttir söngkona

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.