Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 3
Tímarit hjúkrunarfræðinga 3
Almenn heilsa og félagslegur og tilfinningalegur
aðbúnaður kvenna á meðgöngu og á fyrstu mán -
uðum eftir fæðingu getur haft áhrif á þroska
barns ins. Ómeðhöndlað þunglyndi kvenna á með -
göngu og eftir fæðingu hefur áhrif á þroska ákveð -
inna heilastöðva barnsins og getur hægt á vits-
munalegum þroska þess og aukið líkur á þung -
lyndi seinna á lífsleiðinni. Sýnt hefur verið fram á
að áföll og óuppgerðar tilfinningar hjá verðandi
móður og föður eða erfið kjör í uppeldi, svo sem
vanræksla eða ofbeldi, séu miklir áhættu þættir
sem hindra eðlileg tengsl foreldra og barns og geta
valdið varanlegu tilfinningalegu eða líkam legu
heilsu tjóni fyrir barnið ef ekkert er að gert (Land -
læknisembættið, 2013).
Víða erlendis eru dæmi um að fyrirbyggjandi
vinna og snemmtæk íhlutun í bernsku styrki geð -
heilbrigði barnsins síðar á ævinni (Daly og Bray,
2015; Eckenrode o.fl., 2010; Glover, 2014). Hafa
breskir stjórnmálamenn meðal annars brugðist við
þessu með því að gera með sér þverpólitískan sátt -
mála sem nefnist „Fyrsti 1001 dagurinn“ um að
byggja upp þjónustu fyrir þennan hóp sem nær frá
grunnþjónustu að sjúkrahúsþjónustu (The 1001
critical days, nóv. 2015).
Hér á landi er einnig vitundarvakning sem birtist
til dæmis í undirmarkmiðum þingsályktunar um
stefnu og aðgerðaáætlun í geðheil brigðis mál um til
fjögurra ára. Þar er lagt til að þjónusta við sjúk linga,
sem glíma við geðrænan vanda, sé sam þætt og sam -
felld og að uppeldisskilyrði barna stuðli að vellíðan
þeirra. Aðgerðir, sem m.a. eru settar fram til að ná
þessum markmiðum, eru að auka geð ræna þjónustu
innan heilsugæslunnar, stuðningur verði aukinn við
börn sem eiga foreldra með geð vanda og sett verið
á fót geðheilsuteymi í sam starfi heilbrigðisþjónustu
og sveitarfélaga (Þingskjal 1217, 2015–2016).
Geðheilbrigðiseftirlit hér á landi fyrir
verðandi og nýorðnar mæður
Í mæðraeftirliti, heimavitjunum og hefðbundnu
ungbarnaeftirliti gefst tækifæri til að meta til -
finningalegt ástand og þarfir fjölskyldna. Hjúkr -
unarfræðingar og ljósmæður eru því í góðri stöðu
til þess að meta hvort andleg vanlíðan sé til staðar
þar sem þessar stéttir sinna fjölskyldunni á með -
göngu og fyrstu mánuðunum eftir fæðingu barns -
ins (Hildur Sigurðardóttir, 2014; Land lækni-
s embættið, 2013; Lowdermilk o.fl., 2012). Allar
ljósmæður og hjúkrunarfræðingar, sem starfa í
mæðra- og ung- og smábarnavernd, þurfa að hafa
þekkingu á einkennum andlegrar vanlíðanar auk
þess að vita hvaða úrræði eru í boði. En í erlendum
rannsóknum hefur komið fram að heilbrigðis-
starfsmönnum finnst þá vanta þjálfun og þekkingu
auk þess sem skortur sé á samfellu í þjónustu og
stoðþjónustu (Boots Family Trust, 2013).
Samkvæmt rannsóknum þjást 9 til 20% kvenna
af miklum þunglyndiseinkennum á meðgöngu og
12 til 13% þjást af kvíðaeinkennum auk þess sem
margar konur finna fyrir hvoru tveggja (Byrn og
Penckofer, 2015; NICE, 2014). Í greiningu á
áhættu þáttum hjá verðandi mæðrum á starfssvæði
Heilsugæslu Akureyrar höfðu um 30–40% þörf
fyrir aukinn stuðning, áfallaúrvinnslu eða önnur
með ferðarúrræði (Anna Karólína Stefánsdóttir
o.fl., 2000). Hægt hefur verið að sýna fram á að
ef þjónusta hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra með
sértæka viðbótarmenntun í greiningu og meðferð
geðvandamála er í boði dragi slíkt marktækt úr
and legri vanlíðan verðandi og nýorðinna mæðra
(Marga Thome o.fl., 2011; Glavin o.fl., 2010).
Þannig reyndust fjögur meðferðarsamtöl í heima-
vitjun út frá hugmyndafræði fjölskylduhjúkrunar
Þverfagleg geðheilbrigðisþjónusta fyrir verðandi eða
nýorðnar mæður og fjölskyldur þeirra
Innleiðing á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Anna Guðríður Gunnarsdóttir