Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga 11 Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili fræðin snýst um viðhorf, samskipti og starfshætti sem stuðla að virðingu íbúanna, vellíðan þeirra og lífsfyllingu þrátt fyrir færniskerðingu og þörf fyrir aðstoð. William H. Thomas er kennismiður Eden-hug- myndafræðinnar. Í störfum sínum sem læknir á Chase Memorial-hjúkrunarheimilinu í New York komst hann að því með rannsóknum sínum að íbúar hjúkrunarheimilisins lifðu innihaldslitlu lífi og var aðalástæða vanlíðanar hjá þeim einmana- leiki, vanmáttarkennd og leiði (Thomas, 1996). Thomas skrifaði bókina Life Worth Living árið 1996 þar sem hann fjallar um hugmyndafræðina og setur fram leiðbeiningar um hvernig hægt er að breyta hjúkrunarheimili í Eden-heimili. Eden-hug- myndafræðin byggist á tíu grunnreglum sem miða að því að skapa heimili þar sem lífið er þess virði að lifa því. Reglurnar miða að því að útrýma plág- unum þremur, einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða. Stuðlað er að því að finna lausnir til þess að lífið snúist um góð samskipti og að efla tengsl íbúa, starfsfólks, ættingja og vina. Áhersla er lögð á að allir hafi tækifæri til þess að veita umhyggju ekki síður en að þiggja hana og séu hvattir til þess að taka þátt í lífinu. Það styrkir sjálfsmyndina að hafa hlutverk, að veita umhyggju og að geta gert gagn. Þjónandi leiðsögn Hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar (gentle teach- ing) er einnig notuð á ÖA, hún smellpassar við Eden-hugmyndafræðina og eflir starfsmenn í því að vinna bug á einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða hjá íbúum í gegnum grunnstoðirnar fjórar sem eru að finna fyrir öryggi, að veita umhyggju og kærleika, að finna umhyggju og kærleika og að vera þátttakandi (Gentle teaching, 2013). Hug- myndafræði þjónandi leiðsagnar var sett fram á ní- unda áratugnum af John McGee í Bandaríkjunum. Í þjónandi leiðsögn byggjast öll samskipti á virðingu og umhyggju ásamt því að skapa traust á milli einstaklinga (McGee, e.d.). Hugmyndafræðin hefur aðallega verið notuð í starfi með einstak- lingum með þroskahömlun og það sem nefnt hefur verið „hegðunarvandamál“. Undanfarin ár hefur hugmyndafræðin verið tekin í notkun á fleiri sviðum, t.d. í vinnu með öldruðum. Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, sterkar hliðar og veikar. Þetta hefur áhrif á sam- skipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Þjónandi leiðsögn leggur áherslu á að horfa á sterku hliðar íbúanna og koma til móts við þá með virðingu og skilyrðislausri umhyggju við allar þær aðstæður sem upp geta komið. Verkfæri hug - mynda fræðinnar er umönnunaraðilinn sjálfur og notar hann nærveruna, orðin, augun og hendurn - ar. Hug myndafræðin ýtir undir mikilvægi þess að tala alltaf af vinsemd, horfa með athygli og vænt- umþykju, snerta af virðingu og vera gætinn. Einnig er lögð áhersla á að veita samskiptunum athygli og að vera til staðar. Vellíðanarlyklarnir Lífsgæði er hugtak sem erfitt er að skilgreina í fáum orðum. Hugtakið er samsett úr nokkrum þátt um sem m.a. tengjast heilsu, umhverfi, tengsl - um við aðra, félagslegri virkni, virðingu og sjálf - stæði. Í Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á sjö þætti sem skipta máli fyrir vellíðan fólks; þetta eru svokallaðir vellíðanarlyklar. Allen Power fjall - ar um vellíðanarlyklana og áhrif þeirra á vel líðan íbúa, aðstandenda og starfsfólks í bók sinni De- mentia beyond disease – enhancing well-being. Hann setur lyklana upp í n.k. þarfapýramída þar sem grunnurinn er sjálfsmynd og tengsl, því næst er öryggi og sjálfstæði, síðan tilgangur og þroski og efst er gleðin. Hvert þrep pýramídans byggist á því sem undir er líkt og þekkt er úr þarfapýramída Maslows (Maslow, 1954/1970; Power, 2014). Hægt er að styðjast við vellíðanarlyklana þegar vandamál eða vanlíðan er til staðar til þess að greina hvaða lykli hefur ekki verið beitt og hvað er þá hægt að gera til þess að efla og styrkja ein- staklinginn til vellíðanar. Horft er á vanlíðanina sem afleiðingu óuppfylltra þarfa og leitast er við að öðlast skilning á einstaklingnum á bak við vanlíðanina. Sjálfsmynd – hver er ég Sjálfsmyndin er í mótun alla ævi. Hugtakið „sjálfs- mynd“ er hægt að skilgreina sem allar þær hug- myndir sem einstaklingur hefur um sjálfan sig, skoðun hans og mat á sjálfum sér. Sjálfsmyndin felur því meðal annars í sér allt það sem einstak- lingurinn notar til að skilgreina sig og aðgreina frá öðrum, þar með talið líkamleg einkenni, félags- og sálfræðilegir eiginleikar, hæfileikar, færni og af - staða til lífsins. Sjálfsmyndin er því ekki bundin við ákveðinn tíma heldur nær hún til reynslu einstak- lingsins, núverandi skynjunar og svo væntinga til

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.