Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 18
un (WHO, 2016). WHO (2016) segir um þessa skilgreiningu að hún sé víðtæk og gefi til kynna að unnt sé að afstýra lyfjamistökum á ýmsum stigum. Lyfjaumsýsla hjúkrunarfræðinga Lyfjaumsýsla er flókið ferli sem skipta má í undir- búning, tiltekt, gjöf og skráningu og er mikilvægur þáttur í meðferð og umönnun sjúklinga. Stór hluti lyfjaumsýslu og eftirlit með lyfjaumsýslu er í hönd- um hjúkrunarfræðinga (Cheragi o.fl., 2013; Helga Bragadóttir o.fl., 2010). Hlutverk hjúkrunarfræð- inga og ábyrgð í lyfjaumsýslu felst í að taka til lyf sem læknir hefur ávísað, gefa sjúklingi lyfin, fylgj- ast með verkun og aukaverkunum þeirra, meta ár- angur og skrá lyfjagjöfina (Al-Shara, 2011; Helga Bragadóttir o.fl., 2010). Framkvæmd lyfjaumsýslu innan heilbrigðisþjónustunnar krefst samvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga og lyfjafræðinga. Lyfja- umsýsluferlið hefst þegar læknirinn ávísar lyfinu og lýkur þegar hjúkrunarfræðingurinn gefur sjúk- lingnum lyfið, fylgist með verkun þess og skráir lyfjagjöfina. Hjúkrunarfræðingurinn er síðasti hlekkurinn í ferlinu og er ábyrgur fyrir lyfjagjöf- inni (Karavasiliadou og Athanasakis, 2014). Öryggi við lyfjaumsýslu Eitt af mikilvægustu hlutverkum í heilbrigðisþjón- ustunni er að koma í veg fyrir lyfjamistök og stuðla að auknu öryggi (Cheragi o.fl., 2013). Hjúkrun- arfræðingar gegna veigamiklu hlutverki við að tryggja öryggi í lyfjameðferð sjúklinga. Ástæðan er sú að hjúkrunarfræðingar annast framkvæmd á lokastigi í lyfjaferlinu og geta gengið úr skugga um hvort lyfi sé rétt ávísað og skammtað áður en sjúk- lingurinn tekur það. Hjúkrunarfræðingar bera því umtalsverða ábyrgð á lyfjagjöfinni. Að saman- lögðu sést glöggt að hjúkrunarfræðingar eru síðasti hlekkurinn í öryggisneti spítalans þegar kemur að lyfjaumsýslu og geta komið í veg fyrir lyfjamistök (Elliot og Liu, 2010; Karavasiliadou og Athana- sakis, 2014). Við lyfjaumsýslu fylgja hjúkrunarfræðingar víða ákveðnum vinnuleiðbeiningum sem gjarnan eru auðkenndar með táknum sem kallast R-in 5 (e. five rights). Þessi tákn eiga að tryggja öryggi við lyfja- umsýslu og merkja: réttur sjúklingur, rétt lyf, réttur skammtur, réttur tími og rétt gjafaleið (Elliot og Liu, 2010; Kim og Bates, 2013). Rætt hefur verið hvort R-in 5 dugi til að tryggja örugga lyfja- umsýslu (Tang o.fl., 2007). Á síðasta áratug hafa til viðbótar við R-in 5 komið inn fleiri viðmið eins og R-in 6, R-in 7 og R-in 9. Þá er bætt við réttri skráningu, réttu formi og blöndun, réttri ástæðu/ réttum fyrirmælum og réttum viðbrögðum. Mark- miðið með þessu er að tryggja öryggi við lyfja- umsýslu og draga úr lyfjamistökum (Elliot og Liu, 2010). Eitt af meginverkefnum Landspítala undanfarin ár er lyfjaöryggi. Markmið verkefnisins er að 100% lyfjagjafa séu örugg ásamt því að innleiða R-in 6 til að auka öryggi við lyfjaumsýslu. Meðal aðgerða eru umbætur á lyfjaherbergjum og breytt verklag á lyfjagjöfum án fyrirmæla. Hluti af þessu verkefni felur í sér áform um að innleiða svokallað „closed loop medication system“ (Landspítali, 2015). Í þessu kerfi eru öll lyfjafyrirmæli rafræn og kerfið felur í sér notkun á strikamerki við lyfjagjafir til að auðkenna sjúklinginn áður en hann fær lyfið. Markmiðið með þessu kerfi er að auka öryggi og fækka lyfjamistökum (Henneman o.fl., 2012). Hversu algeng eru lyfjamistök? Í yfirlitsrannsókn Keers og félaga (2013) um lyfja- mistök í heilbrigðisþjónustunni kom í ljós að lyfja- 18 Tímarit hjúkrunarfræðinga Hjúkrun 2017: Fram í sviðsljósið

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.