Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 35
Einstaklingum, sem greinast og lifa lengi með lífs - ógnandi sjúkdóma, fjölgar sífellt vegna framfara í greiningu og meðferð. Dæmi um slíkt eru bæði fleiri kostir í krabbameinslyfjameðferð, aðgerðum og ýmiss konar tækni sem lengir líf, s.s. notkun öndunarvéla hjá sjúklingum með langvinna lungna- teppu og MND. Þessi þróun leiðir þó ekki endilega til meiri lífsgæða og nýjar tegundir meðferðar eru oft mjög kostnaðarsamar og stundum ekki það sem sjúklingurinn og fjölskyldan óskar eftir. Til að veita sjúklingsmiðaða gæðaþjónustu er mikilvægt að þekkja óskir og vilja sjúklinganna. Lögð er áhersla á að sjúklingar fái tækifæri og stuðning við að ræða við fjölskyldu sína og heilbrigðisstarfsfólk um hvaða óskir og væntingar þeir hafa um með- ferð og hvað þeir vilja leggja áherslu á. Þess vegna þarf að ræða við sjúklinga um sjúkdómsástand og horfur og fá fram hvað þeim er mikilvægast. Rannsóknir hafa sýnt að heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hefja þessar samræður með markvissum hætti og hafa frumkvæði, ef alltaf er beðið eftir tækifæri gæti það reynst um seinan. Í þessari grein verður fjallað um hvað felst í samtölum um með- ferðarmarkmið, hugsanlegar hindranir fyrir slíkum samtölum og þátt hjúkrunarfræðinga í þeim. Auk þess segir höfundur frá reynslu sinni af því að hefja slíkar samræður. Samræður um framtíðarmeðferð og meðferðarmarkmið Hugtakið, sem notað er á ensku um slíkar sam- ræður, er advance care planning. Höfundur leggur til að þýða það áætlun um meðferðarmarkmið. Hugtakið áætlun um meðferðarmarkmið hefur verið skilgreint sem ferli umræðu sem fer fram að vilja einstaklings á milli einstaklings og heilbrigðis- starfsmanns. Umræðurnar eiga að snúast um óskir og áhyggjuefni sjúklingsins, mikilvæg gildi og markmið, skilning á veikindunum og sjúkdóms- horfum og val á meðferð og umönnun sem er í boði (Gold Standard Framework, 2016). Bent hefur verið á að samræðurnar skuli að minnsta kosti eiga sér stað við þá sjúklinga þar sem það kæmi heilbrigðisstarfsmanninum ekki á óvart að sjúklingurinn væri látinn innan árs. Á alþjóða- vettvangi hefur þróunin verið sú að líta á þessi samtöl sem hluta af líknarmeðferð sem sjúklingar með lífsógnandi sjúkdóma eigi að fá (Gold Stan- dard Framework, 2016; Landspítali, 2017; Na- tional Comprehensive Cancer Network [NCCN], 2016). Með samtölunum undirbýr sjúklingurinn sjálfan sig og fjölskylduna fyrir andlátið og kemur á framfæri óskum sínum varðandi meðferð við lok lífs og eftir dauða. Í leiðbeiningum um líknar- meðferð er lögð áhersla á að samræðurnar hefjist snemma í sjúkdómsferli sjúklinga með lífsógnandi sjúkdóma og þurfi að endurtaka reglulega í gegn- um sjúkdómsferlið (Ferrell o.fl., 2013; Landspítali, 2017; Temel o.fl., 2017). Í því felst að veita upp- lýsingar um sjúkdómsástand, horfur og almennt við hverju megi búast. Jafnframt er tilgangurinn að fá fram hjá sjúklingnum hvernig honum finnst best að fá upplýsingar og hversu mikinn þátt hann vill taka í ákvörðun um meðferð. Þá ætti að ræða hverju sjúklingurinn er tilbúinn að fórna og hvaða ástand sjúklingurinn er tilbúinn að sætta sig við, s.s. geta borðað sjálfur, tjáð sig eða séð um sig sjálfur (Bernacki og Block, 2014). Almennt hefur heilbrigðisstarfsfólk veigrað sér við því að hefja þessar samræður þar sem það hefur talið slíkt geta valdið sjúklingum og að- standendum andlegri vanlíðan (Bernacki og Block, 2014). Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að sjúk- Tímarit hjúkrunarfræðinga 35 Virkjum sjúklinga til að ræða um framtíðina og meðferðarmarkmið Kristín Lára Ólafsdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.