Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 27
Aðferð Tilraunasniði var beitt. Leitað var að hugsanlegum þátttakendum á átta heilsugæslustöðvum og sex læknastofum með því að skima sjúkraskrár þrjú undangengin ár. Þátttökuskilyrði voru einstak- lingar á aldrinum 45–65 ára með væga og miðlungs- alvarlega LLT – GOLD-stig II og III – (greint með blásturprófi) sem aðalsjúkdóm. Útilokaðir voru þeir sem höfðu annan aðalsjúkdóm en LLT, þar með talið astma (höfðu > 200 ml eða 12% aukn- ingu á FEV1 eftir innöndun á 200 µg albúteróli), þeir sem töluðu ekki íslensku, gátu ekki komið sér sjálfir í rannsóknasetur og þeir sem höfðu verið í skiplagðri endurhæfingu á undanförnum 6 mán- uðum. Þátttakendum var skipt í tilrauna- og saman- burðarhóp af handahófi. Tilraunameðferðin bygg- ist á fræðilegum ramma um samráð (e. partnership as practice) og efnisatriðum hefðbundinna sjálfs - umönnunarmeðferða. Hún var veitt með a) þremur til fjórum meðferðarsamtölum sjúklings og fjöl- skyldumeðlims við hjúkrunarfræðing, b) sex mán- aða reykleysismeðferð og c) 2 klst. hóptíma hjá þverfaglegu rannsóknarteymi og sjúklingi sem sagði batasögu. Samanburðarhópurinn fékk hefð- bundna heilbrigðisþjónustu og mætti í gagna- söfnun tvisvar. Að því loknu var honum boðið upp á samanþjappaða útgáfu af tilraunameðferðinni. Meðferðin og gagnasöfnunin fóru fram í Rann- sóknasetri hjúkrunarrannsókna í Eirbergi á Lands- pítalalóð. Gagnasöfnun fór fram þrisvar hjá til- raunahópi. Auk skráningar lýðfræðilegra breyta voru eftir- farandi mælingar gerðar: Reykingastatus (kolmón- oxíðmæling), fjöldi versnana sjúkdóms að mati þátttakenda, gagnsemi meðferðarinnar (12 níu atriða spurningar á fimm punkta Likertkvarða), sjúkdómsmiðuð heilsutengd lífsgæði (St. George’s Respiratory Questionnaire) (Jones 2008), áhrif sjúkdóms og meðferðar (Illness Intrusiveness Rat- ing Scale) (Devins, 2010), kvíði og þunglyndi (Hos - pital Anxiety and Depression Scale) (Zigmond og Snaith, 1983) og líkamleg virkni (International Physical Activity Questionnaire Short Version) (IPAQ Research Committee, 2005) (Jonsdottir o.fl., 2015). Niðurstöður Einkenni þátttakenda Tæplega þrjú hundruð (n=291) einstaklingum var boðin þátttaka. Af þeim voru 172 sem afþökkuðu, var ekki hægt að ná í, höfðu normalgildi á blást- ursprófi, blandaða sjúkdómsmynd, astma eða aðrar ástæður til að taka ekki þátt. Því var 119 einstaklingum tilviljunarraðað í tilrauna- (n=60) og samanburðarhóp (n=59). Í heildina voru sam- tals 30 einstaklingar sem komu í fylgd fjölskyldu - meðlims eða fjórðungur þátttakenda. Þar sem svo fáir fjölskyldumeðlimir tóku þátt, auk þess sem ekki komu alltaf sömu einstaklingar með hverjum þátttakanda, var ekki hægt að greina rannsóknar- gögnin um fjölskyldumeðlimi. Með þessu breyttist rannsóknin frá upphaflegri áætlun um fjölskyldu- rannsókn í að vera rannsókn á einstaklingum með LLT án þess að samspil og áhrif LLT á fjölskyldu - meðlimi væri rannsökuð. Alls luku 100 einstak- lingar rannsókninni, 48 í tilraunahópi og 52 í samanburðarhópi. Þannig var brottfall 20% í til- raunahópi og 12% í samanburðarhópi. Brottfall fjölskyldumeðlima var hærra eða 31% í tilrauna- hópi og 50% í samanburðarhópi. Meðalaldur þeirra sem luku rannsókninni var 59 ár. Konur voru 54 og karlar 46. Flestir voru með LLT á GOLD-stigi II og III eða 83 einstak- lingar. Níu voru á stigi I og átta á stigi IV. Þeir sem voru á stigi I voru mjög nálægt skilmerkjum um stig II og þeir sem voru á stigi IV voru mjög nálægt skilmerkjum stigs III. Því voru þessir 17 einstak- lingar teknir með í rannsóknina. Tilrauna- og sam- anburðarhópar voru sambærilegir á lýðfræðilegum breytum. Hins vegar reyktu marktækt fleiri í sam- anburðarhópi (69% á móti 50%) og áhrif sjúk- dómsins voru minni í þeim hópi við upphaf með- ferðar. Af þeim sem reyktu og voru í tilraunahópi þáði ríflega helmingur reykleysismeðferð (58%). Um og yfir 80% þátttakenda í tilraunahópi mættu í skipulagða viðtalsmeðferðartíma. Við upphaf rannsóknar reyndist fjórðungur þátttakenda vita að hann hafði LLT. Meginniðurstöður Almennt voru áhrif sjúkdómsins á þátttakendur ekki mikil. Má það greina á því að meðaltal mæl- inga á heilsutengdum lífsgæðum við upphaf rann- sóknar var um 35 heildarstig þar sem 100 stig gefa til kynna verstu mögulegu heilsutengd lífsgæði. Sama gildir um áhrif sjúkdóms og meðferðar þar Tímarit hjúkrunarfræðinga 27 Hagnýting niðurstaðna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.