Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 21
Landspítala. Niðurstöður sýndu að hjúkrunar - fræðingar verða fyrir tíðum truflunum og töfum í vinnu sinni, t.d. voru tíð skipti á milli vinnuflokka og vinnuathafna hjá hjúkrunarfræðingum, tíð rof á vinnu og tíðar hreyfingar milli staða. Jafnframt sýndi rannsóknin að hjúkrunarfræðingar beina at- hygli sinni að nýjum viðfangsefnum að meðaltali 175 sinnum á vakt. Að meðaltali fóru 16,9% af vinnutíma hjúkrunarfræðinga í lyfjaumsýslu og var vinna þeirra rofin að meðaltali 11,4 sinnum (Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, 2012). Rannsókn Kosits og Jones (2011) leiddi í ljós að truflanir við lyfjaumsýslu voru 27,5% (N=55) af samtals 200 truflunum í allt að 60 klukkustundir og var önnur algengasta ástæða truflana. Hafa verður í huga að truflanir og tíð rof á vinnu hjúkr- unarfræðinga við lyfjaumsýslu ógnar ekki eingöngu öryggi sjúklinga heldur auka þær einnig vinnuálag (Sigrún Gunnarsdóttir og Helga Bragadóttir, 2012; Tang o.fl., 2007; Westbrook o.fl., 2010). Mikið álag getur haft þær afleiðingar að hætta á mistökum verður meiri, meðal annars vegna þreytu (Petrova, 2010). Í þversniðsrannsókn Fathi og félaga (2017), þar sem 500 hjúkrunarfræðingar á sjö kennslusjúkrahúsum svöruðu spurningalista, kom í ljós að helsta orsök lyfjamistaka var þreyta vegna óhóflega langs vinnutíma og skipulags vakta vinnu. Í þversniðsrannsókn Mahmood og fleiri (2011), þar sem 84 hjúkrunarfræðingar svöruðu spurningalista um hvað í umhverfinu gæti leitt til lyfjamistaka, kom fram að helstu orsakir lyfjamistaka reyndust yfirvinna, streita og þreyta 70,2% (N=59) og hátt hlutfall hjúkrunarfræðinga á hvern sjúkling eða í 66,7% (N=56) tilfella. Eins og að ofan greinir tengist vinnuálag mörgum atrið- um í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þar á með- al eru mönnun, nýtt og óreynt starfsfólk, lélegt vinnu- umhverfi, þrengsli, skortur á fullnægjandi skipulagi í verkferlum, truflun, þreyta, áreiti og hávaði í um- hverfinu, streita og langur vinnutími (Karavasiliadou og Athanasakis, 2014; Kim o.fl., 2011; Tang o.fl., 2007). Tafla 2 sýnir ýmis atriði í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sem geta leitt til lyfjamistaka. Tegundir lyfjamistaka Algengar tegundir lyfjamistaka eru að gefinn sé rangur skammtur eða rangt lyf, tímasetning sé röng, rangur sjúklingur fái lyfið og að lyf sé ekki gefið svo eitthvað sé nefnt (Cheragi o.fl., 2013; Kim o.fl., 2011; Pham o.fl., 2011), sjá töflu 3. Rannsókn Pham o.fl. (2011), þar sem skoðaðar voru 13.932 tilkynningar um lyfjamistök á fjög- urra ára tímabili, sýndi að í 18% tilfella var rangur skammtur og 11% tilfella lyf ekki gefið og 4,4% tilfella lyf gefið röngum sjúklingi. Rannsókn Song og félaga (2008), sem snerist um 1278 tilkynningar um lyfjamistök á þriggja ára tímabili, sýndi að í 36,5 tilfella var gefinn rangur skammtur og 16,7% tilfella rangt lyf. Í rannsókn Berdot o.fl. (2012) var fylgst með 28 hjúkrunarfræðingum sem sinntu 108 sjúk- lingum. Rannsóknin leiddi í ljós að algengasta teg- und lyfjamistaka fólst í rangri tímasetningu lyfja gjafar eða í 72,6% tilfella og að lyf var ekki gefið í 14% tilfella. Í rannsókn Härkänen o.fl. Tímarit hjúkrunarfræðinga 21 Lyfjamistök og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga Tafla 2. Áhrifaþættir í starfsumhverfi og orsaka- þættir sem geta leitt til lyfjamistaka Orsakir Skýringar Sinnuleysi/Vanræksla Truflanir Þreyta og streita Langur vinnutími Yfirfara ekki flóknar lyfjagjafir Ófullnægjandi verkferlar Vinnuálag Mikið veikir og krefjandi sjúklingar Fáir hjúkrunarfræðingur miðað við fjölda sjúklinga Samskiptavandama l Samsetning mannafla ekki góð og ófullnægjandi heildarmönnun á deild Tímaskortur Þrengsli og hávaði Vanþekking á lyfjum Nýtt lyf/lyfjaform Lyf með svipuð heiti/áþekkar umbúðir Sjaldgæft lyf Nýtt/óreynt starfsfólk Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar Reynsluleysi starfsfólks Skortur a verklegri færni Að þekkja ekki ástand Nýr sjúklingur sjúklings Breytingar á ástandi sjúklings Flókin lyfjafyrirmæli Ólæsileg og óskýr lyfjafyrirmæli Ófullnægjandi samskipti Rangtúlkun á lyfjafyrirmælum Tafla 3. Yfirlit yfir algengar tegundir lyfjamistaka Rangur skammtur Rangt lyf Rangur sjúklingur Lyf ekki gefið Rangur tími Lyfið gefið á rangan hátt

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.