Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 13
óyrtum samskiptum og smávægilegum atriðum
eða hlut um í umhverfinu sem aðrir taka ekki eftir.
Skerð ing á einu svæði heilans getur leitt til eflingar
á öðru svæði heilans, sbr. blindir sem heyra vel.
Við flutning á hjúkrunarheimili rofna tengslin
að hluta til eða alveg við fjölskylduna, umhverfið
og samfélagið, þ.e. allt það sem umvafði einstak-
linginn áður. Ef einstaklingurinn er með minnis-
sjúkdóm eru viðbrigðin enn þá meiri því það verða
líffræðilegar breytingar í heilanum sem valda breyt -
ingum á tengslum. Breyting verður á ferli hugsana
og skynjunar, hvernig brugðist er við umhverfinu,
samskiptahæfni breytist og ferli minninga og
margs konar vitrænir eiginleikar, eins og að rata
og leysa verkefni, taka breytingum.
Efling tengsla
Mikilvægt er að horfa á persónuna, ekki sjúkdóm-
inn. Þeir sem eiga við minnissjúkdóm að etja hafa
„aftengst“ minningum á vissan hátt og tapað getu
til ýmissa hluta. Viðkomandi tengist á annan hátt,
það er í gegnum tilfinningu, geðshræringu og at-
hafnir. Því er mikilvægt að kynna sér lífssögu íbú-
ans og tala „sama tungumál“ og hann. Það er
mikilvægur þáttur í að skapa nánd og efla sam-
kennd að tengjast viðkomandi og aðstoða hann
við að vera hluti af hópnum. Ekki á að nota orð
sem móðga eða særa viðkomandi. Þörfin fyrir að
vera eykst og þörfin fyrir að gera minnkar, stund -
um er nóg að sitja saman og haldast í hendur.
Tímaskorti er oft borið við inni á hjúkrunarheim-
ili, þá má benda á að gott tækifæri til tengslamynd-
unar skapast þegar verið er að aðstoða íbúa við
ýmsar daglegar athafnir.
Mikilvægt er að viðhalda tengslum við ættingja
og vini, starfsfólk er í lykilaðstöðu til að aðstoða
íbúana og hvetja þá til að viðhalda þeim. Hægt er
t.d. að grípa til tölvu og fara á samfélagsmiðlana,
með því að skoða myndir og rifja upp gamla tíma.
Mikilvægt er að tala alltaf af vinsemd, horfa með
athygli og væntumþykju, snerta af virðingu og vera
gætinn.
Öryggi – að búa við jafnvægi
Sjálfsmyndin og tengslin byggja undir öryggið sem
tengist sjálfstæðinu, öryggi er bæði öryggið í um-
hverfinu og tilfinningin að vera öruggur. Öryggið
endurspeglar innri þekkingu, þægindi í umhverfinu
og samskipti íbúa við starfsfólk. Viðhorf starfs-
manna til þeirra sem eru með minnissjúkdóm,
erfiða hegðun eða geðfötlunar geta ógnað öryggi.
Kunnugleiki og traust minnkar ótta. Einstak-
lingar með minnissjúkdóma lifa í ótta þar sem um-
hverfið er framandi, þeir hvorki rata né vita hvað
þeir eiga að gera. Starfsfólkið er mikilvægur hlekk -
ur til að skapa traust og kunnugleika. Kunnugleiki
getur byggst á að þekkja nafnið, útlitið eða hann
er kunnugleg tilfinning sem kemur þegar fólk kynn-
ist og myndar tengsl. Tilfinningalegar minningar
skapast við endurtekna atburði, minningarnar geta
verið jákvæðar en einnig neikvæðar.
Orðræðan getur bæði verið ógnandi og styðj -
andi, velja þarf því orð af kostgæfni. Næmleiki
gagnvart orðlausri tjáningu, sérstaklega tóni raddar
og líkamstjáningu, er mikill hjá fólki með minnis-
sjúkdóma. Ef starfsfólk kemur áhyggjufullt til vinnu,
er taugatrekkt og ekki með hugann við verkefnin og
samskiptin getur það haft áhrif á líðan íbúa og sam-
starfsfólks. Íbúinn þarf að þekkja starfsmanninn,
það er grunnur að trausti. Sá sem veit ekki hvert
hann er að fara á auðveldara með að setja líf sitt í
hendurnar á einhverjum sem hann þekkir fremur en
á einhverjum ókunnugum. Ef starfsmaðurinn veitir
íbúa hlutdeild í lífi sínu getur það dregið úr kvíða
þegar hann þarfnast aðstoðar. Mikilvægt er að
muna að fólk með minnisskerð ingu getur lært nýja
hluti og móttekið upplýsingar. Það gæti þurft að
endurtaka upplýsingarnar oft en nýjar minningar
verða til. Einnig skiptir máli að vera samkvæmur
sjálfum sér í upplýsingagjöfinni. Tilfinningatengdar
minningar eru mikilvægari í að skapa traust heldur
en að muna nöfn og dagsetningar.
Efling öryggis
Til að efla öryggi þarf að þekkja íbúann, væntingar
hans og þarfir og gera einstaklingsáætlun út frá
því. Þá þarf að vinna með kunnugleikann og
traustið, skapa heimilislegar aðstæður og laga um-
hverfið að íbúanum þannig að hann skynji dvalar-
heimilið sem sitt eigið heimili. Allt sem er öðruvísi,
sérstakt og litskrúðugt hjálpar til við að muna,
minningin getur verið tilfinningatengd. Draga þarf
Tímarit hjúkrunarfræðinga 13
Lífsgæði og vellíðan íbúa á Eden-hjúkrunarheimili
Til umhugsunar
Þekkir íbúinn starfsmanninn? Tengist íbúinn
heimili sínu? Hvernig eru tengsl íbúa við
sambýlisfólk og starfsfólk? Gætir starfsmaður-
inn þess að íbúinn viðhaldi tengslum sínum
við fólk, dýr og annað sem skiptir hann máli?