Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 4
nægja meirihluta verðandi foreldra (60%) með geðheilsuvanda til að ná tökum á vandanum (Thome og Arnardóttir, 2013). Staða geðheilbrigðiseftirlits fyrir verðandi og nýorðnar mæður á Selfossi Á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur ekk - ert formlegt þverfaglegt samstarf verið né sam- ræming á vinnulagi eða verkferlar til, til að halda utan um verðandi og nýorðnar mæður í vanda og fjölskyldur þeirra. Rúmlega 107 börn fæddust á Árborgarsvæðinu árið 2015 en það þýðir að um 30–40 fjölskyldur höfðu þörf fyrir frekari stuðn - ing, áfallaúrvinnslu eða önnur meðferðarúrræði ef rannsókn Önnu Karólínu Stefánsdóttur og félaga (2000) er höfð til viðmiðunar. Ljósmæður í mæðra - vernd og hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarna- vernd á Selfossi hafa fundið fyrir fjölgun mæðra sem stríða við andlega vanlíðan á með göngu og eftir fæðingu. Vandi þessara kvenna og fjölskyldna þeirra hefur oft verið flókinn og marg þættur, meðferðarleiðir verið óljósar og úr ræði fá auk þess sem utanumhald og skráning hefur ekki verið mark - viss. Þegar velferðarráðuneytið auglýsti haustið 2015 eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna með áherslu á verkefni sem miða að því að efla þver- faglegt samstarf í heilbrigðisþjónustu var ákveðið á HSU að sækja um styrk til að koma þessum málum í ákveðinn farveg. Í mars 2016 fékk síðan HSU úthlutað gæðastyrk til innleiðingar þverfag- legs samstarfs í geðheilbrigðisþjónustu Heil brigðis - stofnunar Suðurlands fyrir verðandi eða nýorðnar mæður og fjölskyldur þeirra. Tilgangur gæðaverkefnisins og framkvæmd Tilgangur gæðaverkefnisins er að auka þverfaglegt samstarf milli fagaðila og gera þjónustuna mark- vissari með því að skipuleggja ákveðið vinnulag og semja vinnuleiðbeiningar. Í byrjun mars 2016 hófst vinna við gæðaverkefnið þegar verkefnastjóri ung- og smábarnavernd, ljósmóðir og geðhjúkrun- arfræðingur HSU hittust og fóru yfir þáverandi vinnulag fyrir viðkvæmar verðandi og nýorðnar mæður og fjölskyldur þeirra í mæðravernd og ung- og smábarnavernd. Búnar voru til vinnuleiðbein- ingar og verkferlar til að greina þær mæður og fjöl- skyldur sem þurftu aukna þjónustu. Ákveðið verk- lag var skipulagt og lagað að starfsemi HSU (sjá mynd 1 og mynd 2) auk þess sem fylgt var vinnu- leiðbeiningum landlæknis og viðurkenndum mats - kvörðum til að koma í veg fyrir og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á meðgöngutím- anum og eftir fæðingu barns. Viðmið varðandi til- vísanir í önnur úrræði, svo sem í Miðstöð foreldra og barna, í FMB-teymi Landspítalans, og á göngu- deild geðdeildar Landspítalans voru síðan notuð ef vísa þurfti konum í önnur úrræði. Þegar vinnuleiðbeiningarnar voru nánast full- gerðar var haldinn fundur með ljósmæðrum og farið yfir hvernig leggja skyldi fyrir áhættumat í fyrstu mæðraskoðun og hvernig staðið yrði að skimun með kvarða við 16 vikur eða síðar ef þess þyrfti. Einnig var farið yfir vinnulag og skráningu á fundi með hjúkrunarfræðingum í ung- og smá- barnavernd á heilsugæslu Selfoss. Að lokum var skráning í SÖGU-kerfinu samræmd þegar búið var að fara yfir sniðmót, skráningu og útbúa flýti- gluggaskráningarform fyrir ljósmæður og hjúkr- unarfræðinga. Samstarf var hafið við Önnu Maríu Jónsdóttur, geðlækni Miðstöðvar foreldra og barna, um skipu- lag lyfjameðferðar, val á fyrstu lyfjum á meðgöngu og við brjóstagjöf. Auk þess kom Anna María um vorið og fræddi heimilislækna HSU, ljósmæður í mæðraeftirliti og hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd um þennan skjólstæðingahóp, geð - lyf og úrræði í boði. Um miðjan september hittust ábyrgðarmaður gæðaverkefnisins, ljósmæður og læknar heilsu- gæslu Selfoss til að fara yfir hvernig gengið hefði að koma gæðaverkefninu af stað og hvað mætti betur fara í samstarfinu. Í lok árs 2016 voru svo töluleg gögn tekin saman, s.s. fjöldi kvenna sem greindist með áhættuþætti samkvæmt skimun, fjöldi kvenna með andlega vanlíðan samkvæmt mælitækjum og þau úrræði sem konum og fjöl- skyldum þeirra var beint í. Fagaðilar sem tóku þátt í gæðaverkefninu Ábyrgðamaður gæðaverkefnisins var Anna Guð - ríður Gunnarsdóttir, MSc-hjúkrunarfræð ingur og verkefnastjóri ung- og smábarnaverndar heilsu- gæslu Selfoss. Aðrir fagaðilar eru Arndís Mogen- sen, ljósmóðir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem einnig er með sérmenntun í hugrænni atferl- 4 Tímarit hjúkrunarfræðinga Hjúkrun 2017: Fram í sviðsljósið

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.