Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2017, Blaðsíða 33
arnir þurft að vera í meðferð sem reynir mjög á þá. Meðferð með hægðalosandi lyfjum, sem á að tryggja linar hægðir tvisvar á dag til að minnka hættu á lifrarheilakvilla, og þvagræsilyfjum, sem halda vökvasöfnun í kviði í skefjum, er erfið fyrir sjúklingana. Lyfjameðferðin getur valdið erfiðum einkennum hjá sjúklingum og ýtt undir innlögn á sjúkrahús (Kalaitzakis o.fl., 2006). Einkenni eins og þreyta vegna blóðleysis, svimi og jafnvægisleysi vegna lækkaðs blóðþrýstings eru dæmi um reynslu sjúklinganna. Flókin lyfjafyrirmæli og lítill stuðn- ingur við sjúklinga með óstöðugan sjúkdóm bjóða þeirri hættu heim að óundirbúnum innlögnum á sjúkrahús fjölgi. Meðferðarheldni verður meiri þegar sjúklingarnir skilja tilgang lyfjameðferðar- innar (Polis og Fernandez, 2015). Hlutverk hjúkrunarfræðinga Grundvallaratriði í störfum hjúkrunarfræðinga, sem sinna sjúklingum með skorpulifur er að vita hver eru algengustu einkenni þeirra, hvaða þjón- usta heilbrigðisstarfsfólks muni gagnast þeim best og hvaða leiðir eru færar til að bæta almenna líðan þeirra. Undanfari þess að koma með lausnir varð - andi bætta heilbrigðisþjónustu á Íslandi fyrir sjúk- linga með skorpulifur er að þekkja þarfir sjúk- lingahópsins, einkenni og umfang vandans. Fækk - un ótímabærra innlagna á sjúkrahús er eitt af þeim markmiðum sem bætt hjúkrun þessa sjúklinga- hóps á göngudeild gæti stuðlað að. Þegar ég hóf leit að greinum um hjúkrun skorpu lifrarsjúklinga var ekki um auðugan garð að gresja. Lítið sem ekkert hefur verið skrifað um þennan sjúklingahóp af íslenskum hjúkrunarfræð- ingum. Það getur varla verið vegna þess að hjúkr- unarviðfangsefnin séu svo léttvæg að ekki þurfi að skrifa um þau. Sjúklingar með skorpulifur eru annaðhvort með stöðuga (e. compensated) eða óstöðuga (e. decompensated) skorpulifur. Óstöð- ugri skorpulifur fylgja fjölþætt einkenni og oft eru fylgikvillarnir lífshættulegir. Álagið á þessa sjúk- linga er bæði líkamlegt og andlegt. Samkvæmt rannsóknum, sem ég skoðaði, hafa bæði sjúkling- arnir og aðstandendur þeirra mikla þörf fyrir stuðning heilbrigðisstarfsfólks. Einstakir fylgi- kvillar skorpulifur geta verið ábending um lifrar- ígræðslu ef illa gengur að halda fylgikvillunum í skefjum og auðvitað ef um lifrarbilun er að ræða. Sjúklingarnir eru í mjög mismunandi stöðu og því misjafnt hvaða hjúkrun þeir þurfa á að halda. Dæmi um hjúkrunarviðfangsefni Sjúklingar með óstöðuga skorpulifur og einhverja þeirra fylgikvilla sem ógna lífi þeirra, s.s. blæð- ingar frá æðahnútum í vélinda eða maga, vökva- söfnun í kviði (e. ascites), lifrarheilakvilla (e. hepa- tic encephalopathy) eða sjálfsprottna sýkingu í kviðarholsvökva, þarfnast stuðnings m.a. vegna flókinnar lyfjameðferðar. Undirliggjandi orsakir skorpulifrar geta verið mjög ólíkar og sjúklingarnir mismóttækilegir fyrir fræðslu, breytingum á lífsstíl og mismeðferðarheldnir. Viðfangsefni í viðtali við skorpulifrarsjúkling eru t.d. að komast að því hvort þeir fylgi með - ferðinni sem læknir ráðleggur og hvort þeir skilji hvernig lyfin virka. Hverjar verða afleiðingarnar ef meðferð er ekki fylgt og hver er ávinningurinn af að fylgja meðferðinni. Flestir vilja forðast sjúkra - húsvist og með því að fylgjast með lífmörk um, þyngdaraukningu, merkjum um breytingar á hegð - un, matarlyst og næringarástandi, úrgangslosun, elektrólýtum og blóðhag er hægt að grípa inn í áður en sjúklingurinn þarf að leggjast inn á sjúkra- hús. Eins og í öðrum sjúkdómum skiptir jafnvægi í hreyfingu og hvíld máli. Vökvi safnast fyrir í kviðarholi, einkum vegna portæðarháþrýstings og lágs albúmíns í blóði. Þetta er algengasti fylgikvilli skorpulifrar og getur vökvinn safnast fyrir á nokkrum vikum eða skyndi- lega á nokkrum dögum (Lee og Grap, 2008; Sar- gent, 2006). Stundum þarf að tappa kviðarhols- vökva af sjúklingum og skipuleggja inngrip eins og blóðgjafir hjá sjúklingum sem þess þurfa. Hvoru tveggja er hægt að skipuleggja og framkvæma á göngudeild ef sjúklingur er í góðu eftirliti þar. Allir vilja hafa einhverja stjórn á sínu lífi og samkvæmt rannsóknum er það að missa þessa stjórn og geta ekki skipulagt líf sitt erfitt fyrir sjúklingana. Aðstandendur þessa sjúklingahóps eru oft undir miklu álagi þar sem einkenni fylgikvilla eins og lifr- arheilakvilla eru lúmsk, en ef þeir fá fræðslu um hvernig birtingarmyndin er eiga þeir auðveldara með að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk þegar þeir verða varir við breytingar og geta þá hugsanlega afstýrt kasti eða komið ástvini sínum fyrr í viðeigandi meðferð. Hluti af stuðningsmeð- ferðinni, sem hjúkrunarfræðingar veita, er stöðug fræðsla til sjúklinganna um hvaða einkennum þeir eigi að fylgjast með og hvernig bregðast eigi við breytingum á líðan. Meðferðin er langhlaup og því er hvatning fólgin í því að styðja sjúklinga með Tímarit hjúkrunarfræðinga 33 Þurfa sjúklingar með skorpulifur á hjúkrunarfræðingum að halda?

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.