Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 12
Það er fullt af
leikmönnum í
hópnum sem gætu átt
glæstan þjálfaraferil.
Jón Þór Hauksson
Afsökunarbeiðnir
eða eftiráskýringar
skila engu úr þessu. Leiðrétt-
ingar eða lagfæringar eru að
litlu gagni því tjónið er
orðið.
Úr pistli Harðar á Facebook
FÓTBOLTI Tilkynnt var á blaða-
mannafundi í gær að í fyrsta sinn
yrði boðið upp á þjálfaramenntun
í ferð kvennalandsliðsins til Spánar
í næsta mánuði. KSÍ býður þeim
leikmönnum landsliðsins sem
hafa áhuga að taka fyrstu tvö stig
þjálfaramenntunarinnar og hafa
nokkrir leikmenn lýst yfir áhuga á
því.
Næsta verkefni kvennalands-
liðsins er fjögurra liða æfingamót
í Pinatar á Spáni þar sem Ísland
mætir Norður-Írum, Skotum og
Úkraínu. Mótið er hluti af undir-
búningi kvennalandsliðsins fyrir
komandi leiki í undankeppni EM.
Vefsíðan Fotbolti.net vakti
athygli á því á dögunum að Helena
Ólafsdóttir væri eina konan sem
væri aðalþjálfari liðs í aðdraganda
Lengjubikarsins í 107 liðunum
sem eru skráð til leiks. Markmið
KSÍ með þessum möguleika er að
aðstoða leikmenn sem hafa áhuga
á því að starfa tengt knattspyrnu
eftir ferilinn, að flýta ferlinu.
Jón Þór Hauksson, þjálfari
kvennalandsliðsins, tók ákvörðun-
inni fagnandi.
„Það eru frábærar fréttir að KSÍ
geti boðið upp á þetta, það er að
frumkvæði leikmannanna að þetta
sé tekið inn. Ég er mjög ánægður
með að það hafi gengið eftir og
þetta sé að hefjast því við viljum
sjá sem flesta nýta sér þetta og taka
fyrstu stig þjálfaramenntunar. Það
er okkar hagur að sem flestir leik-
menn úr þessum hópi hafa áhuga
á því og skili sér út í þjálfun. Það
er mikilvægt skref fyrir íslenska
kvennaknattspyrnu,“ sagði Jón Þór.
Aðspurður sagði Jón Þór nokkra
leikmenn hópsins vera líklega til að
hella sér út í þjálfun.
„Það eru margir leiðtogar innan
hópsins, góðir fótboltamenn sem
myndu nýtast vel í þjálfun. Það er
fullt af leikmönnum í hópnum sem
gætu átt glæstan þjálfaraferil.“ – kpt
Margar í hópnum sem gætu átt glæstan þjálfaraferil
Jón Þór, þjálfari landsliðsins, tók ákvörðun KSÍ fagnandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HANDBOLTI „Við þurfum að taka
pening úr barnastarfinu okkar til
að greiða þetta. Við höfum ekki
æf ingagjöld og niðurgreiðum
ferðalög því við þurfum að fara til
Reykjavíkur í allar keppnisferðir og
þetta mun koma af þeim peningum.
Því miður,“ segja forsvarsmenn
Harðar frá Ísafirði um 400 þúsund
króna kostnað sem fylgdi því að
halda heimaleik í bikarkeppninni
í handbolta í október.
Harðarmenn eru ósáttir og geta
lítið skilið í kostnaðnum. Segja að
venjulega kosti um 140 þúsund að
halda bikarleiki en Þórsarar rukki
helminginn af 800 þúsund króna
flugferð vestur á firði. Í frétt Bæjar-
ins besta af leiknum, sem fram fór
í október, kemur fram að gestirnir
hafi komið á 19 manna Twin Otter
vél frá Norlandair. „Þetta er alveg
eðlilegt verð. Meira að segja ódýrara
en venjulega því þeir fengu afslátt af
þessu flugi,“ segir Friðrik Adolfsson,
framkvæmdastjóri Norlandair. „Ég
styrki öll íþróttafélög á Akureyri.
Mismikið að vísu og það er ekkert
launungarmál. Það er ekkert óeðli-
legt við þetta verð,“ bætir hann við.
Harðarmenn rituðu harðorðan
pistil á Fésbókarsíðu liðsins þar
sem segir að félagið ráði ekki við
að borga þennan pening. „Þórsarar
vissu það alveg og hafa meðal ann-
ars vísað til þess að þetta sé rétt-
lætanlegt þar sem Hörður vildi ekki
spila leikinn á útivelli. En Hörður
var heimalið – af hverju ætti félagið
að þurfa að spila á útivelli?
Það er ágætt að það komi fram að
Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar
á útivelli. Akstur til Akureyrar, gist-
ing og akstur heim kostaði 120.000
kr. eða rétt tæpum 480.000 kr.
minna en ferðakostnaður Þórs til
Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent
á að um er að ræða jafnlanga leið,
frá Akureyri til Ísafjarðar eins og
frá Ísafirði til Akureyrar.
Handboltinn er sjálfum sér verst-
ur. Ömurleg niðurstaða mótanefnd-
ar sem er staðfest af stjórn HSÍ.
Svona vex handboltinn ekki.
Svona deyr hann. Hafið skömm
fyrir þeir sem tóku ákvörðun um
þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsök-
unarbeiðnir eða eftiráskýringar
skila engu úr þessu. Leiðréttingar
eða lagfæringar eru að litlu gagni
því tjónið er orðið. Ánægja okkar af
þátttökunni er farin,“ segir í pistl-
inum sem vakti mikla eftirtekt.
Hjalti Þór Hreinsson, sem á sæti
í mótanefndinni, bendir á að liðin
kjósi yfirleitt að f ljúga á bikarleiki.
Þetta einstaka mál hafi verið skoð-
að gaumgæfilega og komst móta-
nefndin að því að þótt kostnaður
hafi vissulega verið hár hafi hann
verið réttmætur. „Mögulega þarf að
skerpa á orðalagi í reglugerðinni.
Það er ein af niðurstöðunum sem
kemur út úr þessu máli. Það er ekki
tekið fram, það sem mætti kannski
taka fram, að bæði lið skuli vera
sátt við ferðatillögu gestaliðsins.
Það þekkist alveg að f ljúga á leik-
stað en keyra heim sem dæmi.“
Ekki náðist í Þorvald Sigurðs-
son, formann handknattleiks-
deildar Þórs, en hann sagði í svari
við pistli Harðar að Þór hefði farið
eftir lögum og reglum. „Við höfum
lagt fram öll okkar gögn og maila
um þetta mál. Þætti eðlilegra að
þið gerðuð þessa árás á þá sem setja
reglurnar í stað þess að hnýta í þá
sem fara eftir þeim. Tölurnar þarna
ekki réttar...
Sambandið setur þetta upp, ekki
Þór. Þannig að ef þetta er rangt, þá
þarf hreinlega að endurskoða upp-
gjör f leirri bikarleikja. Kannski er
það eina rétta. En það verður sam-
bandið að segja til um.
Vil árétta, Þór hefur ekkert rangt
gert. Bara farið eftir formúlu sem
fengin var frá HSÍ.“
benediktboas@frettabladid.is
Reikningur setur starf Harðar í hættu
Heimaleikur Harðar frá Ísafirði og Þórsara í bikarkeppni HSÍ í október kostar Harðarmenn um 400 þúsund. Venjulega er kostnaður
mun minni við leiki. Ísfirðingar þurfa að taka fé frá barna- og unglingastarfinu til að eiga upp í reikninginn sem HSÍ hefur staðfest.
Reglugerð HSÍ um handknattleiksmót
Ferðakostnaður til og frá leik-
stað skal teljast með kostnaði
vegna leiks og skiptast jafnt á
leikaðila. Gestaliðið skal leggja
fram sönnun fyrir útlögðum
ferðakostnaði. Ferðakostnaður
getur verið kostnaður vegna
allt að 19 manns hjá meistara-
flokkum, það er 14 leikmenn,
starfsmenn A, B, C og D og einn
stjórnarmaður.
Leikur skal gerður upp á leik-
stað eftir leik. Ef ágreiningur
kemur upp um kostnaðarskipt-
ingu skal mótanefnd úrskurða
um réttmætan kostnað.
Úr leiknum umdeilda frá því í október sem Þór vann 39-16 og fór auðveldlega áfram í næstu umferð eftir erfiða byrjun. MYND/ANTON HELGI