Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Jóhanna Helga Viðarsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103,
Þetta er þriðja árið í röð sem Eyrún Ósk heldur ástarljóðakvöld á Valentínusardaginn
en hún hefur fengið mismunandi
skáld í lið með sér til að lesa ástar
ljóð á þessum degi elskenda.
„Mér finnst gaman að halda
þessi kvöld, því lengi var ég svo
hrædd við væmni og ástarljóð. Mér
fannst eins og þau væru annars
flokks. Maður er alltaf að reyna að
vera svo ögrandi sem listamaður,“
segir Eyrún Ósk.
Eftir að hún hélt fyrsta ástar
ljóðakvöldið fyrir tveimur árum
ákvað hún að taka hugmyndina
lengra og búa til ljóðagjörning
með ljóðum sem fjölluðu ein
göngu um ást og kærleika. Kristín
Thorstensen leikstýrði honum og
Viktor Aron Bragason samdi tón
listina. Gjörningurinn var haldinn
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og
átti upprunalega bara að vera eitt
skipti en svo vatt þetta upp á sig
og hann hefur verið fluttur sex
sinnum, meðal annars í Finnlandi.
„Ég fann hvað það var mikil
áskorun fyrir mig að sleppa
þessum hömlum. Ég var einmitt
að hugsa það bara í dag hvað það
er mikil neikvæðni í gangi og hvað
það er í raun og veru ögrandi að
tala um ást og kærleika,“ segir
Eyrún Ósk.
„Ekki bara í listinni heldur í
samfélaginu líka. Mér finnst eins
og það megi ekki tala mjög opin
berlega um ást og kærleika því það
þykir ekki nógu fínt. En einhvern
veginn finnst mér eins og það sé
það sem heimurinn þarf núna.“
Semur ástarljóð til
mannsins síns
Eyrún segir að hugmyndin að
ástarljóðakvöldinu hafi uppruna
lega komið út frá því að hún hafði
gaman af að nýta sérstaka daga,
eins og Valentínusardaginn, sem
hvatningu til að skapa.
„Ég vel þá eitthvert þema tengt
deginum og út frá því f læðir fram
sköpun. Á Jónsmessunni var ég
með sólarljóðakvöld og fékk skáld
til að semja ljóð til sólarinnar
og sumarsins. Það var uppruna
lega þannig sem hugmyndin að
ástarljóðakvöldinu fæddist. En
svo þegar ég fann að það voru
einhverjar hömlur þá ákvað ég að
taka þetta lengra og þess vegna er
ég að halda það í þriðja sinn.“
Eyrún segist hafa ort eitthvað af
ástarljóðum áður en hún byrjaði
með ástarljóðakvöldin en engin
þeirra rötuðu inn í ljóðabækurnar
hennar. „En núna í fyrra gaf ég út
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is Eyrún Ósk stendur
fyrir ástarljóða
kvöldi þriðja
árið í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Í ljóðabókinni Mamma, má ég segja
þér? er eingönguað finna ljóð sem
fjalla um frið eða ástina.
ljóðabókina Mamma, má ég segja
þér? Hún fjallar öll annars vegar
um frið og hins vegar um ást og
kærleika. Núna yrki ég rosa mikið
um manninn minn, ég er of boðs
lega ástfangin þessa dagana. Við
erum að fara að gifta okkur í
sumar,“ segir Eyrún og hlær.
„Það er mikið af ástarljóðum
um hann í bókinni og hluti af
ljóðagjörningnum er þar líka.
Maðurinn minn var að segja við
mig að hann hefði þurft að venjast
því svolítið að sitja á ljóðakvöldum
og hlusta á mig lesa upp ástarljóð
um hann fyrir framan kannski
6070 manns. Hann var feiminn
við það fyrst en er aðeins farinn að
venjast því.“
Eyrún segir að hann hafi ekki
samið ástarljóð til hennar á móti.
„Hann er ekki í því að yrkja ljóð.
En hann er aftur á móti duglegur
að sýna það.“
Er ekki hrædd við
útlenskar hefðir
Eyrún segist ekki vera sammála
því að Valentínusardagurinn sé
eitthvert útlenskt fyrirbæri sem
ekki megi halda upp á á Íslandi.
„Mér fannst svo áhugavert þegar ég
fór að lesa mér til um þetta þegar
ég hélt fyrsta Valentínusarkvöldið,
af því margir halda að þetta sé
eitthvað amerískt en þvert á móti
má rekja uppruna Valentínusar
dagsins til Evrópu á 14. öld. Það
var sem sagt haldin messa heilags
Valentínusar í Evrópu og svo hefur
hún verið haldin í ýmsum formum
víða um heim. Það er eins með
hrekkjavökuna. Hún var evrópsk
hátíð til að byrja með. Ég er svo
lítið á því að við séum ein jörð og
við höfum öll áhrif á menningu
hvert annars. Hlutirnir byrja alltaf
einhvers staðar og fara svo eitt
hvert annað. Ég er aldrei hrædd
við eitthvað sem heitir útlenskar
hefðir.“
Eyrún Ósk hefur í nógu öðru að
snúast þessa dagana. Í ár kemur
út eftir hana skáldsaga sem ber
vinnuheitið Guðrúnarkviða.
„Bókin fjallar um konu sem vaknar
upp í eigin jarðarför. Hugmyndin
kom út frá því að ég er að vinna
mikið með meðvirkni, ég þekki
hana mjög vel. Ég skrifa mikið um
það sem ég er að berjast við sjálf.
Þessi kona vaknar sem sagt upp í
eigin jarðarför og kann ekki við að
láta vita að hún sé á lífi því hún vill
ekki trufla,“ segir Eyrún og bætir
við: „Mér finnst sköpun alltaf
kraftmest þegar verið er að tækla
eigin takmarkanir.“
Í augnablikinu er Eyrún Ósk að
vinna að ljóðabók sem er byggð
á persónulegum sögum fólks.
„Þannig að núna er ég að hitta fullt
af fólki. Taka kaffibolla með þeim,
ræða um líf þeirra og semja ljóð,“
segir Eyrún en hún reiknar með að
sú bók komi út á næsta ári.
Þegar þú horfir
svona á mig
snögghitnar
niðri við
suðurströndina
hitinn leitar upp
og dregur með sér
kaldara loft
stormur
austlæg átt
19-23 m/s
rauð viðvörun
við lendarnar
niðri við sköp
en bjartviðri
á hálendinu
við hjartastöðina
stjörnubjart
og norðurljós
undir kvöld
í speglunum tveim
til fjalla.
Úr ljóðabókinni
Mamma, má ég segja þér?
Ástarljóðakvöldið fer fram í
bókakaffihúsinu Norðurbakk
anum í Hafnarfirði klukkan 20.00
í kvöld. Auk Eyrúnar koma fram
skáldin Brynja Hjálmsdóttir,
Eygló Jónsdóttir, Halla Margrét
Jóhannesdóttir, Hlín Leifsdóttir og
Kristian Guttesen.
Mér finnst eins og
það megi ekki tala
mjög opinberlega um ást
og kærleika því það
þykir ekki nógu fínt.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir:
Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins.
Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is
NOTAÐIR BÍLAR
Veglegt sérblað um notaða bíla
kemur út þriðjudaginn 25. febrúar.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R