Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 36
VIÐ URÐUM VITNI AÐ ÞEIRRA DJÚPU TENGSLUM, SAMSKIPTUM ÞEIRRA SEM EINKENNAST AF SKILNINGI OG VIRÐINGUÞetta er í fjórða skipti sem efnt er til fjáröf l-unaruppákomu fyrir rannsóknir á brjósta-krabbameini á New York Fashion Week en í fyrsta skipti sem Íslendingar koma þar að. Rúmlega 30 konur stigu fram og sýndu örin sem þær bera eftir bar- áttu sína við brjóstakrabbamein. Þar á meðal voru mæðgurnar Molly Weingarten og Debroah Spitalnik sem greindust með meinið með 25 ára millibili. Þegar Anna ræddi við Molly sagðist hún taka þátt og til þess að mótmæla „mýtunni um að hugrekki þýði að við eigum að fela ótta okkar við brjóstakrabba- mein. Allar okkar áhyggjur eiga rétt á sér, allt frá því að deyja eða missa hárið!“ Þar á meðal voru mæðgurnar Molly Weingarten og Deborah Spitalnik sem greindust með mein- ið með 25 ára millibili. Þegar Anna ræddi við Molly sagðist hún taka þátt til þess að mótmæla „mýtunni um að hugrekki þýði að við eigum að fela ótta okkar við brjósta- krabbamein. Allar okkar áhyggjur eiga rétt á sér, allt frá því að deyja eða missa hárið!“ Anna segir það hafa verið bæði áhrifaríkt og tilfinningaþrungið að fylgjast með konunum undir- búa sig og ræða við þær áður en þær stigu á tískupallana. „Við urðum vitni að þeirra djúpu tengslum, samskiptum þeirra sem einkenn- ast af skilningi og virðingu. Þátt- takan í þessu verkefni sýndi svo greinilega hversu djúpstæð áhrif þessi reynsla hefur haft á þær.“ toti@frettabladid.is Óttalausar konur sýndu ör sín Í New York Brakkasamtökin – brca.is Markmið Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning. Félagið stendur vörð um hagsmuni BRCA-arfbera og beitir sér fyrir eflingu þeirrar þjónustu sem BRCA-arfberum stendur, eða á að standa, til boða. Samtökin leitast sömuleiðis við að stuðla að aukinni kostn- aðarþátttöku ríkis við skimun, eftirlit og þær aðgerðir sem arfberar kjósa að gangast undir. Brakkasamtökin stuðla að sam- vinnu við erlend systursamtök. Íslenska teymið n Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður íslensku Brakka- samtakanna, tók viðtöl við skipuleggjendur og þátt- takendur. Brakkasamtökin munu sýna afraksturinn síðar sem hluta af því markmiði samtakanna að miðla efni um krabbamein og arfgengi krabbameina. n Steinunn Markúsdóttir er í stjórn Brakkasamtakanna og bauðst að vera ráðgjafi varðandi heildarútlit sýn- ingarinnar þar með talið hár, förðun og fatnað. n Birta Rán Björgvinsdóttir, Jón Gústafsson og Kolbrún Krist- jánsdóttir sáu um mynda- tökur og upptökur. Íslenski hópurinn fylgdist með fyrirsætunum allan laugardag- inn við undirbúning og æfingar. Viðtölin voru tekin þá en lang- flestar höfðu þær aldrei tekið þátt í neinu þessu líku áður. Anna Margrét og Steinunn Markúsdóttir frá Brakkasamtökunum tóku þátt í #fearLESS á tískuvikunni í New York um helgina þegar rúmlega 30 konur sýndu afleiðingar brjóstakrabbameins til þess að vekja aðrar til vitundar á táknrænan hátt. Molly Weingarten, frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, greindist með brjóstakrabbamein þegar hún var 32 ára gömul. Brjóstvefur og geirvörtur voru fjarlægðar og eftir uppbyggingu kaus hún að fá listrænt brjóstahúðflúr yfir örin. Með því að stíga fram losaði hún sig við tíu ára farg. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Regina Rosewater sýnir stolt örin flöt. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Debroah, móðir Mollyjar, sagði erfiðara að fylgjast með baráttu dótturinnar en að fá krabba sjálf. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Anna og Steinun segja það hafa haft djúpstæð áhrif á þær að fylgjast með hetjunum sem tóku þátt í sýningunni. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR Anna Margrét hafði í mörg horn að líta á tískuvikunni í New York. Einn skipu- leggjenda, Beth Fairchild, BRCA-arfberi með fjórða stigs krabbamein og Dana Donofree hjá AnaOno sem styrkir viðburð- inn. Eftir að hún greindist fór hún að hanna brjósta- haldara fyrir konur sem hafa farið í aðgerðir. MYND/ KOLBRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.