Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is Ný sjónvarpsþátta-sería frá hinum sívinsæla Steinda Jr., eða Steinþóri Hróari Steinþórs-syni eins og hann heitir réttu nafni, hefur göngu sína í dag. Í þáttunum Steinda Con ferðast hann um allan heim ásamt þekktum Íslendingum á furðulegar hátíðir eða svokölluð „con“, sem er blanda af hátíð og ráðstefnu. Á þær mætir fólk með sameiginleg áhuga- mál og ástríður. „Samúel Bjarki hjá framleiðslu- fyrirtækinu Skoti hafði samband og viðraði hugmyndina við mig, mér leist strax vel á verkefnið. Við settumst niður með Ragnari Hans- syni leikstjóra og þróuðum þetta áfram og stækkuðum. Við vildum gera heimildar-skemmtiþætti og gefa fólki innsýn í þessa furðulegu heima, hvers vegna er verið að halda þessar ráðstefnur og hátíðir árlega og hvaða fólk er þetta sem sækir þær? Svo tek ég frábæra gesti með mér til þess að gera upplifunina skemmtilegri fyrir áhorfendur,“ segir Steindi. Hann hafði ekki farið áður á ráð- stefnu né hátíð líkt og þær sem hann sækir í þáttunum. „Ég stórefast um að fólk hafi heyrt um þær allar, en þær eru til og eru haldnar árlega. Það geta allir keypt sér miða á þær, það verður fróðlegt að sjá hvort Íslendingar muni flykkj- ast til útlanda og prófa að upplifa þessar ráðstefnur. En svo er oft ágætt bara að sjá þær í sjónvarpinu og láta þar við sitja,“ segir hann sposkur. Slasaður Hugleikur Hann paraði saman gesti og hátíðir af mikilli kostgæfni, það var engin tilviljun hver fór á hvaða hátíð. „Ég valdi gesti sem mér fannst henta hverri ráðstefnu fyrir sig. Anna Svava lék sér að Pony-hestum þegar hún var yngri og var því full- komin á My little Pony hátíð fyrir fullorðna. Bergur Ebbi er framtíð- arfræðingur og smellpassaði á ráð- stefnu um geimverur og f ljúgandi furðuhluti. Sigrún, kærasta mín, kom með mér á stærstu blætis-hátíð í heimi, mér fannst tilhugsunin um að fara þangað án hennar mjög óþægileg, en annars vona ég bara innilega að enginn horfi á þann þátt. Hugleikur Dagsson kom með á stærstu LARP-hátíð heims af aug- ljósum ástæðum, en þar hittast yfir 10.000 nördar í Þýskalandi og fara í einn stóran hlutverkaleik. Heims- meistaramótið í lúftgítar var með mömmu minni, enda vildi ég hafa hana hjá mér ef ég ynni titilinn. Nú eða til að hugga mig þegar ég myndi tapa. Dóri DNA kom með mér til Ástr- alíu til að taka þátt í kassabílarallí á Outback-leikunum. Ekki endilega af því hann hentaði sportinu sérstak- lega vel heldur af því við þurftum að taka fjórar f lugvélar til að komast þangað og hann er f lughræddasti maður veraldar. Mér fannst það eitt- hvað skemmtilegt. Svo er hann líka skíthræddur við köngulær og þarna eru þær á stærð við lófann á manni,“ segir Steindi. Urðu einhver hrakföll við gerð þáttanna? „Hugleikur slasaðist á öxl í bar- daga upp á líf og dauða með plast- sverðum í hlutverkaleik í Þýska- landi. En það var ekkert sem einn bjór og „Currywurst“ gat ekki lagað.“ Mamma best Steindi er fljótur til svars þegar hann er inntur eftir því hver hafi verið besti ferðafélaginn. „Mamma mín var langþægilegust, það var ekkert vesen á henni. Við höfðum aldrei ferðast saman bara við tvö, það var frábær upplifun. Ég komst að mörgu sem ég vissi ekki um mömmu mína, eins og að hún fær sér orkudrykk fyrir morgunmat og borðar fjórar samlokur með kæfu á dag. Mjög skemmtilegt.“ Hann segir Dóra DNA vin hans hafa svo verið erfiðasta ferðafélag- ann. „Dóri DNA var langerfiðastur. Hann bölvaði mér allan tímann fyrir að hafa dregið sig hinum megin á hnöttinn til þess að gera hluti sem við hefðum allt eins getað gert á Akranesi, að hans sögn. Ég hef þekkt Dóra síðan við vorum krakkar, ég veit nákvæmlega hvar ég á að pota í hann og hvernig á að kveikja á honum. Áhorfendur munu fá bestu útgáfuna af Dóra, sá þáttur er geggjaður.“ Steinda kom mest á óvart hve mikið hann sogaðist inn í þá menn- ingu sem var við lýði á hverri hátíð fyrir sig. „Það kom mér í raun mest á óvart hvað maður sogast inn þessa heima. Ég fór gjörsamlega fordómalaus inn þetta ævintýri og gaf öllu séns, þótt ég skildi ekkert í neinu þegar ég mætti á staðinn. Mig langaði raunverulega að komast að því út á hvað allar þessar ráðstefnur ganga og reyna að tengja við fólkið sem sækir þær. Stundum gekk það upp og stundum ekki, en tilraunin var alltaf einlæg.“ Sýningar á þáttunum hefjast á Stöð 2 í kvöld. steingerdur@frettabladid.is Fór á blætishátíð með kærustuni Steindi Jr. fór á furðulegar ráðstefnur og hátíðir víðs vegar um heim- inn með þekktum Íslendingum. Hann segist hafa furðað sig mikið á því hve hratt hann sogaðist inn í hugarheim gesta hátíðanna. Steindi var mættur á forsýningu þáttanna í Laugarásbíói í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SIGRÚN, KÆRASTA MÍN, KOM MEÐ MÉR Á STÆRSTU BLÆTIS-HÁTÍÐ Í HEIMI, MÉR FANNST TILHUGS- UNIN UM AÐ FARA ÞANGAÐ ÁN HENNAR MJÖG ÓÞÆGILEG, EN ANNARS VONA ÉG BARA INNI- LEGA AÐ ENGINN HORFI Á ÞANN ÞÁTT. 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MARIA BAPTIST 23. febrúar Kl. 20.00 Silfurberg BEINT FRÁ BERLÍN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.