Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Verðmæti slíkra langtíma raforku- samninga Landsvirkj- unar, sem er í eigu lands- manna, hleypur á mörg hundruð milljörðum. Útbreiddur misskilning- ur er að Ríkis- endurskoðun sinni þessu eftirliti. Í fréttum nefndi heilbrigðisráðherra að ætlunin væri að skoða skipun stjórnar yfir Landspítalanum. Ég tel vert að skoða samhliða hvort henni yrði falið að skipa endurskoðunar nefnd og innri endurskoðanda. Endurskoðunarnefnd er ætlað að bæta stjórnar­ hætti í þeim málefnum sem stjórn ber að annast. Meðal verkefna er að hafa eftirlit með gerð fjárhags­ áætlunar og reikningsskila, endurskoðun ársreikn­ ings, virkni innra eftirlits og innri endurskoðun. Í lögum um opinber fjármál frá árinu 2015 voru gerðar verulegar breytingar á reikningsskilum ríkisstofnana og þeim gert skylt að láta framkvæma innri endur­ skoðun hjá sér á grundvelli reglugerðar sem fjármála­ ráðherra setur. Þessi reglugerð hefur ekki enn verið gefin út. Útbreiddur misskilningur er að Ríkisendur­ skoðun sinni þessu eftirliti. Örfáar ríkisstofnanir láta framkvæma innri endurskoðun hjá sér en eitt meginúrlausnarefnið er að finna skipulag sem tryggir óhæði innri endurskoðandans. Skilyrðið er að hann heyri undir stjórn og hafi beinar boðleiðir til hennar. Þetta er vandkvæðum bundið í ríkisrekstri þar sem stjórnir eru sjaldan skipaðar yfir ríkisstofnunum. Tilgangur innri endurskoðunar er að vera virðisauk­ andi og bæta rekstur stofnana. Verkefnin eru gríðar­ lega fjölbreytt og geta falist í því að gera kannanir á fylgni við lög og reglur, skilvirkni, hagkvæmni og árangri einstakra starfseininga, ferla eða verkefna. Úttektirnar eru liður í stöðugum umbótum og kerfis­ bundnu eftirliti með starfsemi stofnunar. Þegar erfið mál koma upp getur stjórn falið innri endurskoðanda að gera óháða úttekt og koma með tillögur til úrbóta. Innri endurskoðun er órjúfanlegur þáttur í stjórn­ skipulagi fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, opinberra félaga og stærsta sveitarfélags hér á landi. Þetta á einnig við þegar litið er til Norðurlandanna en þar er búið að festa í sessi innri endurskoðun hjá hinu opin­ bera. Ég tel því mikilvægt fyrir ráðherra að skoða þetta fyrirkomulag og þann ávinning sem í því felst fyrir ráðuneyti og ríkisstofnanir. Innri endurskoðunar þörf fyrir Landspítala Ingunn Ólafsdóttir formaður Félags um innri endurskoðun mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 .......................... .........................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns VELDU GÆÐI! Þú færð gómsætar bollur hjá okkur allar helgar í febrúar. Einherji á toppinn? Greint var frá því á dögunum að Sir Jim Ratcliffe ætlaði sér ekki að kaupa lið í ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu. Lengi var sá orðrómur á kreiki að hann hefði hug á að kaupa Chel- sea. Ratcliffe er ríkasti maður Bretlands. Meðal eigna hans eru ýmsar jarðir á Norðaustur- landi og hefur í kjölfarið skapast neikvæð umræða um jarðakaup útlendinga. Gullið tækifæri blasir hins vegar við Ratcliffe til að bæta ímynd sína. Hann gæti slegið tvær f lugur í einu höggi með því að fjárfesta örlítið brot fjár síns í knattspyrnuliði Ein- herja á Vopnafirði. Þannig gæfi hann til baka til samfélagsins og myndi fagna Íslandsmeistara- titli innan nokkurra ára. Ekkert messuvín Drög að frumvarpi dómsmála- ráðherra um vefverslun með áfengi hafa verið birt. Er þetta enn einn liður í nútímavæðingu á sölu þessa stórhættulega varn- ings. Tillögurnar ganga út á að heimilt verði að af henda vöruna frá klukkan átta á morgnana og til níu á kvöldin. Það er framför miðað við opnunartíma Vín- búðanna. Þó má ekki af henda áfengið á helgidögum þjóðkirkj- unnar og f leiri opinberum frí- dögum. Klerkar landsins verða því enn að bíða þess að geta bjargað sér með eina messuvín á sunnudagsmorgni. sighvatur@frettabladid.is Þung staða álversins í Straumsvík (ISAL) er ekki ný af nálinni. Reksturinn hefur verið óarðbær um langt skeið – tap ISAL frá 2016 nemur yfir 20 milljörðum – og framleiðsla álversins var nýlega minnkuð um 15 prósent vegna taprekstursins. Endurnýjaður raforku­ samningur við Landsvirkjun fyrir um áratug, þar sem orkuverðið var hækkað og tenging við álverð réttilega afnumin, hefur ekki hjálpað til en aðrir þættir, einkum erfiðleikar á hrávörumörkuðum, skipta meira máli. Aðföng hafa hækkað í verði og á sama tíma hefur heims­ markaðsverð á áli lækkað verulega. Með stóraukinni álframleiðslu Kínverja, sem niðurgreidd er af þarlendum stjórnvöldum og stendur nú undir um 60 prósentum af álframleiðslu heimsins, hefur rekstrarumhverfi vest­ rænna álfyrirtækja versnað til muna. Útflutningur á áli frá Kína hefur farið vaxandi og haldið niðri álverði. Ólík­ legt er að þessi staða taki breytingum í náinni framtíð og álverð verður því áfram undir þrýstingi til lækkunar. Rio Tinto Alcan, eigandi ISAL, lætur nú að því liggja að rekstri álversins kunni að verða hætt. Félagið hefur boðað endurskoðun á starfsemi álversins, þar sem meðal annars verði skoðað að loka því, til að meta rekstrarhæfi þess og leita leiða til að bæta samkeppnisstöðuna. Fram undan eru viðræður við Landsvirkjun um raforkusamn­ ing félagsins en forstjóri álversins hefur sagt „aðalvanda“ fyrirtækisins stafa af háu orkuverði sem sé mun óhag­ stæðara en önnur álver þurfa að greiða. Sú fullyrðing er talsverð einföldun. Þótt breytingar verði gerðar á samningnum til lækkunar á orkuverðinu, ákvörðun sem erfitt er að réttlæta, yrði rekstur álversins eftir sem áður þungur ef aðrir ytri þættir héldust óbreyttir. Er hótun Rio Tinto trúverðug? Fyrir liggur að álverið er skuldbundið til að kaupa að lágmarki um 80 prósent raf­ orkunnar af Landsvirkjun fram til 2036, óháð því hvort álverið verði starfrækt. Fullvíst má telja að forsvarsmenn álversins hóti málaferlum, komi Landsvirkjun ekki til móts við kröfur álrisans um lægra orkuverð, þar sem látið verður reyna á ákvæði kaupskyldunnar og hvort móðurfélagsábyrgð sé til staðar. Mikilvægt er að hafa í huga þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Verðmæti slíkra langtíma raforkusamninga Landsvirkjunar, sem er í eigu landsmanna, hleypur á mörg hundruð milljörðum. Lækkun orkuverðs, jafnvel þótt tímabundið væri, myndi þýða að Landsvirkjun yrði af umtalsverðum fjárhæðum. Álverið í Straumsvík er ekki eins og hvert annað fyrir­ tæki á Íslandi. Það er einn mikilvægasti og verðmætasti viðskiptavinur Landsvirkjunar – nærri fjórðungur af raforkusölu hennar er til álversins – og verði starfsemi þess hætt hér á landi yrði það mikið efnahagslegt áfall. Álverið stendur undir um 60 milljörðum í útflutnings­ tekjur á ári og um fimm hundruð manns starfa hjá fyrirtækinu. Vandinn sem Landsvirkjun kann að standa frammi fyrir, nú þegar minni og stærri viðskiptavinir fullyrða að orkuverðið sé ekki lengur samkeppnishæft, er að það verði erfitt að finna aðra kaupendur að því magni af orku sem gæti losnað á næstu árum – einkum nú þegar áform um sæstreng til Bretlands virðast því miður óraunhæfari en áður. Það er eins gott að stjórn­ endur Landsvirkjunar, sem hafa teflt djarft, séu reiðu­ búnir með plan B. Ef ekki er hætta á að illa geti farið. Störukeppni  1 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.