Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656
Hannes segir að það séu ýmsir hlutir
sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga
til að tryggja netöryggi sitt og að
þar geti Síminn komið að miklu liði.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Vefveiðar (e. phishing) eru ein af þeim ógnum sem beinast gegn netnot-
endum í dag og full ástæða til að vera alltaf á varðbergi.
Framhald af forsíðu ➛
Það er ekki gaman
að borga fyrir
netöryggi en þegar þú
þarft á því að halda getur
það margborgað sig.
Net fyrirtækisins
í öruggum höndum
með Símanum
Víðnet frá Símanum er nettenging fyrir
fyrirtæki sem tryggir örugga gagnaumferð
og veitir aðgengi að reyndum sérfræðingum
allan sólarhringinn. Hafðu samband og við
finnum hagkvæmustu lausnina.
radgjof@siminn.is | s. 550 7000 | Netspjall siminn.is
betri kostur enda óþarfi að fara
í stórar fjárfestingar,“ útskýrir
Hannes.
„Þegar búnaður er í rekstri er
hann í eigu Símans og það skiptir
okkur mjög miklu máli að öll upp-
lifun og uppitími sé eins og best
verður á kosið og því er mjög stíft
eftirlit með honum,“ segir Hannes.
„Ef búnaður dettur út hringjum
við í viðskiptavininn um leið og ef
það er eitthvert vandamál til staðar
hefst bilanagreining. Það skiptir
okkur líka miklu máli að halda
viðskiptavinum upplýstum allan
tímann þegar eitthvað kemur upp
á.“
Eldveggir og öryggisafrit
„Þegar það er búið að tryggja sam-
felldan rekstur í búnaði og net-
tengingum þarf næst að huga að því
að hafa einhvers konar vegg, eða
öryggislausn. Þar þarf einna helst
að huga að öryggi á netbúnaðinum
sjálfum, en til þess eru notaðir
næstu kynslóðar eldveggir sam-
hliða þessum hefðbundnu,“ segir
Hannes. „Þeir bjóða upp á mun
fleiri tegundir öryggis. Það helsta
sem þeir bjóða upp á er vírusvörn
á netbúnaði, sem spornar gegn
því að tölvur á bak við búnaðinn
sýkist, vef- og póstsíur, sem sporna
gegn óæskilegum vefsíðum og
spam-tölvupóstum og svo netinn-
brotsvarnir, svo það sé ekki hægt
að brjótast inn í netkerfið í gegnum
búnaðinn.
Ofan á þetta kemur svo almennt
öryggi á tölvunum sjálfum og í
rekstrarumhverfinu á bak við það,“
segir Hannes.
„Þriðji punkturinn er að tryggja
gögnin sín með því að gera örugg
afrit af mikilvægustu gögnunum.
Þessar gagnagíslatökur eru ótrúlega
algengar og erfiðar og við erum að
sjá mörg dæmi um þær á Íslandi,“
segir Hannes. „Það er mikilvægt að
vera búin(n) að huga að þessu og
spyrja sjálfan sig: „Hvað gerist ef ég
missi öll gögnin mín? Hversu slæm
staða væri það fyrir mig og minn
rekstur?“ Það þarf að huga að afrit-
unarlausnum eða öruggri afritun
og það eru margar lausnir í boði.“
Þekking og ráðgjöf í boði
„Fjórði punkturinn er svo bara
þekking, síðast en ekki síst. Það
er mikilvægt að fyrirtækin sjálf
fræði starfsmenn sína um helstu
netógnir í dag,“ segir Hannes. „Við
sjáum mikið af vefveiðum, þar sem
er verið að reyna að plata fólk til að
ýta á hlekki eða jafnvel millifæra
stórar upphæðir inn á einhvern allt
annan en ætlunin var upphaflega.
Fyrirtækin þurfa líka að hafa
aðgang að þekkingu eða setja
sig í samband við sérfræðinga í
öryggislausnum og fá ráðleggingar
og kynningar á því sem er í boði
og hvað er æskilegt að hafa,“ segir
Hannes. „Síminn býður upp á slíka
ráðgjöf og hér er gríðarleg þekking
og sérfræðingar í bæði lausnum og
ráðgjöf í þessum málum.
Síðan eru náttúrulega alls konar
síður, eins og netöryggi.is, sem
er góður staður til að byrja á. Þar
eru ráðleggingar og fróðleikur um
þessi mál. Vefurinn er ekki tengdur
Símanum en þar eru mjög góðar
upplýsingar,“ segir Hannes. „Það
er líka fullt af öðru góðu efni um
netöryggi aðgengilegt á netinu
og það er gríðarlega mikilvægt að
fyrirtæki hugi að þessum málum og
skoði þetta.“
Sérsmíðaðar tengingar og
bætt yfirsýn á netbúnað
„Mörg fyrirtæki nota bara hefð-
bundnar internettengingar, en
hluti af því sem býðst með víðnets-
þjónustu Símans er að geta haft alls
kyns útfærslur af nettengingum,“
segir Hannes. „Þær geta verið allt
frá þessum hefðbundnu upp í mjög
flóknar útfærslur á víðneti Símans
sem gera fólki t.d. kleift að sam-
tengja mörg útibú eða forgangsraða
gögnum og þjónustum. Forsenda
fyrir þessu er mjög vandleg þarfa-
greining á notkun fyrirtækisins,
svo hægt sé að setja upp kerfi sem
virkar hikstalaust.
Við getum líka gefið fólki ýmiss
konar skýrslur um það sem er að
gerast á netkerfinu til að gera fólk
meðvitað um það sem er að fara í
gegnum netbúnaðinn þeirra,“ segir
Hannes. „Þær sýna hvort eitthvað
óeðlilegt sé að gerast á netinu sem
væri sniðugt að loka á eða bregðast
við á einhvern hátt. Slíkar skýrslur
eru ekki persónugreinanlegar en
þar getur komið fram ef eitthvað er
í gangi sem vert er að skoða betur.“
Eins og að kaupa tryggingu
„Með því að vera í þjónustu hjá
okkur fæst svo auðvitað aðgengi
að góðri þjónustu og vönum
tæknimönnum og við erum með
þjónustuborðið opið allan sólar-
hringinn, alla daga ársins. Út frá því
er svo hægt að komast í samband
við sérfræðinga Símans á ólíkum
sviðum,“ segir Hannes. „Við bjóðum
líka upp á vettvangsþjónustu, svo
það er hægt að fá vana tæknimenn
á staðinn ef þörf krefur.
Fólk þarf að hugsa út í þessa
þjónustu, það þarf ekki bara að
setja upp búnað svo það sé hægt
að komast á netið einu sinni og
búið, það þarf að tryggja að þessi
kerfi sinni alltaf sínu og gefi góða
reynslu,“ segir Hannes. „Ég heyrði
þetta orðað vel á UT-Messunni um
helgina. Þar var netöryggi líkt við
tryggingar. Það er ekki gaman að
borga fyrir netöryggi en þegar þú
þarft á því að halda getur það marg-
borgað sig. Maður tímir kannski
ekki þessum kostnaði í hverjum
mánuði, en um leið og eitthvað fer
úrskeiðis, til dæmis ef það verður
gagnagíslataka eða millfærsla fer á
rangan stað vegna einhvers svika-
pósts, þá er þetta mjög fljótt að
borga sig upp.“
2 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RNETÖRYGGI