Fréttablaðið - 14.02.2020, Blaðsíða 22
Eftir því sem
samfélagið verður
nettengdara og háðara
því að stýra og safna
gögnum í gegnum netið
aukast veikleikarnir og
þar með talinn mögu-
leiki á ýmiss konar
árásum sem stefnt geta
þjóðaröryggi í hættu.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
Arnór Fannar Theodórsson, vörustjóri hjá Vodafone, segir að möguleikarnir á
netinu séu óteljandi og hafi breytt
mörgu í lífi fólks til hins betra en
hafi einnig sínar skuggahliðar.
„Vodafone leggur mikla áherslu
á að fjölskyldan sé vel tengd og
einn liður í því er netöryggi barna.
Netvörn Vodafone gerir foreldri
kleift að stjórna og takmarka
umferð heimilisins á vafasömum
heimasíðum og með læsingu á
myndlykli og í Stöð 2 appinu getur
foreldri sett inn PIN-læsingu sem
kemur í veg fyrir að hver sem er
geti leigt sér efni,“ upplýsir hann.
„Einnig er hægt að læsa
stöðvum eftir aldursstillingu sem
er einstakt í sjónvarpsþjónustu
á Íslandi. Með þessu stuðlar
Vodafone að öruggari umgengni
við internetið. Mikilvægasti
þátturinn í netöryggi er fræðsla og
upplýsingagjöf, bæði börn og full-
orðnir verða að tileinka sér með-
vitaða varkárni í umgengni sinni
við internetið og má þar nefna
sem dæmi netsvindl í gjafaleikjum
þar sem meðvitað er reynt að hafa
fé af fólki,“ útskýrir Arnór.
„Þrátt fyrir að internetið hafi
verið hluti af okkar daglega lífi
í tæplega 20 ár eru notendur
stöðugt að læra að umgangast það,
bæði hvað varðar tímann sem fólk
notar á internetinu, mörk sem
það setur í samskiptum sínum í
gegnum internetið og áreiðanleika
gagna sem það finnur þar. Inter-
netið er sístækkandi hluti í þeirri
þjónustu sem fólk sækir, hvort
sem um er að ræða bankavið-
skipti, að kaupa í matinn eða horfa
á sjónvarpið, það er því mikilvægt
að netöryggi og þær leiðir til þess
að gera enn betur á því sviði séu
ávallt í skoðun og að samtalið við
neytendur sé lifandi.“
Netöryggi í spennandi framtíð
Arnór Fannar Theodórsson,
vörustjóri hjá Vodafone, segir að
Vodafone leggi mikla áherslu á að
fjölskyldan sé vel tengd og einn
liður í því er netöryggi barna.
Á internetinu er
hafsjór af upp-
lýsingum og af-
þreyingu sem fólk
nýtir sér í daglegu
lífi, skóla og vinnu.
Einnig er hægt að
læsa stöðvum eftir
aldursstillingu sem er
einstakt í sjónvarps-
þjónustu á Íslandi.
Netöryggi er afar mikilvægt og þarf að huga að. Vodafone býður fjölskyldum upp á netvörn sem hægt er að stjórna.
Víðir Guðmundsson er með meistaragráðu í upplýsinga- og gagnaöryggi.
Nei, ég get ekki sagt að ég sé hakkari. Það er ekki krafa í mínu fagi þótt það sé tví-
mælalaust kostur,“ segir leikarinn
Víðir Guðmundsson sem hélt utan
til Svíþjóðar árið 2015 til að leggja
stund á meistaranám í upplýsinga-
og gagnaöryggi.
„Mig langaði að breyta til og
skipta um starfsvettvang. Mér
fannst þessi vettvangur spenn-
andi enda er hann í stöðugri
þróun, örum vexti og býður upp
á ótal möguleika, auk þess sem
eftirspurn eftir fólki með sérþekk-
ingu á þessu sviði er mikil um
allan heim. Svíþjóð varð svo fyrir
valinu því það var þá eitt af fáum
löndum sem buðu upp á meistara-
nám í þessum fræðum. Auk þess
lá sænskan vel fyrir mér, konan
mín talar reiprennandi sænsku og
það er stutt heim til Íslands,“ segir
Víðir kátur.
Fyrstu tvö árin eftir útskrift
starfaði Víðir sem upplýsinga- og
gagnaöryggisráðgjafi hjá PwC en
síðastliðið haust réð hann sig til
alþjóðlegs IT-ráðgjafarfyrirtækis í
Stokkhólmi.
„Hætturnar leynast víða, þær
eru margar og sífellt að breytast,“
svarar Víðir spurður hvar mesta
hættan liggi þegar kemur að net-
öryggi í dag. „Því er erfitt að benda
á eitthvað eitt. Við þurfum að líta
á netöryggi á heildstæðan hátt og
kannski er mesta hættan falin í því
hversu ómeðvituð við, og sam-
félagið allt, erum og hversu háð við
erum ýmiss konar tölvukerfum
Kostur en ekki krafa að vera hakkari
Leikarinn Víðir Guðmundsson söðlaði um og lauk háskólagráðu í upplýsinga- og gagnaöryggi.
Hann segir hætturnar leynast víða og að skortur á netöryggi geti stefnt þjóðaröryggi í hættu.
og tækni án þess að átta okkur á
hættunum sem fylgja því. Því þarf
að auka meðvitund fólks og auka
almenna fræðslu og menntun
þegar kemur að upplýsinga-,
gagna- og netöryggi.“
Erfitt að sjá við netglæpum
Víðir útskýrir að netöryggi sé
ávallt tengt tölvukerfum og inter-
netinu á meðan upplýsinga- og
gagnaöryggi sé eldra og víðtækara
hugtak sem snúi að verndun upp-
lýsinga í hvaða formi sem er, svo
sem á pappír, rafrænum skjölum,
samskiptum á milli kerfa og
stjórnun upplýsinga.
„Eitt af því sem heillaði mig við
fagið voru ýmiss konar forvarnir
og ég hef tvímælalaust áhuga á að
starfa við forvarnir innan sviðsins
sem er mjög breitt. Ég hef meðal
annars unnið með forvarnir og
menntun starfsmanna fyrirtækja
auk þess að greina veikleika hjá
fyrirtækjum gagnvart ýmiss konar
netárásum og gagnaþjófnaði en
flest atvik og gagnaleka sem eiga
sér stað má rekja til mannlegra
þátta og mistaka,“ upplýsir Víðir.
Hann segir landslagið vera að
breytast og að nú séu skipulögð
glæpasamtök sem stundi netglæpi
rekin eins og hver önnur fyrirtæki.
„Það getur verið erfitt að sjá við
þessum glæpum og takist hakk-
ara að brjótast inn í tölvukerfi er
meðaltími þar til árásin upp-
götvast um 200 dagar og þá á eftir
að takast á við skaðann sem er
löngu skeður í mörgum tilvikum.
Þetta kallar á aukna samvinnu á
milli landa og þar sem netið er í
raun landamæralaust geta aðilar
stundað alls kyns glæpastarfsemi
óáreittir á netinu á stöðum sem
hvorki íslensk né evrópsk lög ná
yfir. Því þarf breytinga við sem
gera lögreglu og yfirvöldum kleift
að takast á við tölvuglæpi á skil-
virkari máta,“ segir Víðir.
Vinnubrögð aðila sem ógni
netöryggi séu enda sannfærandi
og því þurfi meiri mannskap til
að vinna að netöryggi í nánustu
framtíð.
„Fjöldi starfsmanna hjá lögreglu,
með rétta kunnáttu til að afla og
varðveita sönnunargögn, er lykil-
þáttur sem þarf að huga að. Ég veit
að í mörgum tilfellum hér í Svíþjóð
er lögreglan í raun ófær um að
sinna öllum tölvuglæpum, bæði
vegna manneklu og vegna þess
hversu erfitt er að afla sönnunar-
gagna auk lagalegra þátta sem
flækja stöðuna enn meir.“
Alþjóðleg glæpastarfsemi
Víðir er spurður hvort gagna-
dulkóðun sé komin fram úr getu
glæpamanna til að leysa hana.
„Já og nei. Sumir dulkóðar eru
veikari en aðrir og þar af leiðandi
er auðveldara að brjóta þá. Annars
er gagnadulkóðun bæði of stórt og
flókið viðfangsefni til að svara í
stuttu máli. Eftir því sem samfélag-
ið verður nettengdara og háðara
því að stýra og safna gögnum í
gegnum netið aukast um leið veik-
leikarnir og þar með talinn mögu-
leiki á ýmiss konar árásum sem
geta stefnt þjóðaröryggi í hættu
með skorti á netöryggi. Til dæmis
að loka heilu raforkuveri, dulkóða
sjúkraskrár, loka eða trufla banka-
kerfi og svo framvegis. Allt gæti
það haft skelfilegar afleiðingar ef
ekki er gert ráð fyrir réttum við-
brögðum,“ svarar Víðir.
Hann segir Norðurlöndin alls
ekki undanskilin netglæpum og
jafn útsett fyrir þeim og önnur
lönd.
„Netglæpastarfsemi er alþjóðleg
og leitar að samstarfsaðilum í
löndum sem þeir sem hana stunda
vilja hafa starfsemi í. Þar leita þeir
að fólki sem kann tungumálið,
þekkir fyrirtækjaumhverfið og svo
framvegis. Þá má vera að lítil lönd
með fámennar þjóðir og tungumál
sem er einungis talað þar, eins og
Ísland, séu ekki eins varnarlaus í
mörgum tilfellum þar sem margar
árásir byggja á tungumálanotkun,“
segir Víðir sem sló í gegn í hlut-
verki Gosa í Borgarleikhúsinu á
sínum tíma.
„Ég hef ekki komið nálægt leik-
listinni síðan ég fór út til náms
2015. Ég sé hana ekki á radarnum í
dag en hver veit hvað framtíðin ber
í skauti sér?“
4 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RNETÖRYGGI