Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 1
L A U G A R D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 264. tölublað 107. árgangur
Vaxtalækkun í skoðun
» Fulltrúar stóru bankanna
þriggja sögðu vaxtakjörin til
skoðunar eftir síðustu vaxta-
lækkun Seðlabanka Íslands.
» Þeir lækkuðu útlánsvexti
eftir síðustu vaxtalækkun SÍ.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tel-
ur aðspurður tilefni til að ætla að síð-
asta vaxtalækkun bankans leiði til
vaxtalækkana hjá bönkunum.
Ásgeir segir greiningu á lánasafni
bankanna sýna að þeir hafi fylgt eftir
vaxtalækkunum Seðlabankans í ár
og lækkað útlánavexti til samræmis
við lækkun stýrivaxta. Þá bendi ekk-
ert til þess að svigrúm bankanna til
að lækka vexti frekar sé uppurið.
„Við höfum fulla trú á að peninga-
stefnan virki og einkum þá í banka-
kerfinu. Lægri stýrivextir ættu að
koma fram í lægri útlánavöxtum.
Miðað við nýja spá okkar um hag-
vöxt teljum við að lækkun stýrivaxta
um 1,5 prósentur á þessu ári sé
nægjanleg til að koma hagkerfinu
aftur af stað. Hér skiptir öllu að
bankinn var fljótur að bregðast við
með vaxtalækkunum eftir áfall í
ferðaþjónustu síðastliðið vor,“ segir
Ásgeir. Væntingar um að verðbólga
verði við 2,5% markmið SÍ sé til
marks um trúverðugleika bankans –
sem jafnframt gefi svigrúm til þess
að lækka vexti. „Við munum síðan
fylgjast vel með framvindunni og
bregðast við ef þörf krefur,“ segir
Ásgeir um stöðu efnahagsmála.
Reiknar með vaxtalækkun
Seðlabankastjóri telur bankana hafa svigrúm til að fylgja eftir vaxtalækkun SÍ
Seðlabanki Íslands muni bregðast við ef þörf krefur Komi hagkerfinu af stað
MBankarnir skoða … »4
AFP
Vinkonur Hin heimsfræga Kate Winslet er góð vinkona Margrétar Erics-
dóttur, en þær kynntust fyrir áratug. Margrét segir Kate einstaka manneskju.
Vængjaþytur vonarinnar er ný bók
eftir Margréti Ericsdóttur. Þar skrif-
ar hún um líf sitt með syninum Kela,
en um hann var gerð heimildar-
myndin Sólskinsdrengurinn sem
sýnd var árið 2009. Stórleikkonan
Kate Winslet var fengin til að lesa inn
á myndina fyrir erlendan markað og
tók ekkert fyrir. Tókst með þeim
Margréti og Kate góður vinskapur.
„Kate er einstök. Stundum í lífinu
hittir maður fólk sem manni finnst
maður hafa þekkt alla ævi, og þannig
var það með Kate. Við smullum bara
saman.“
Margrét og Kate stofnuðu saman
góðgerðarsamtökin Golden Hat
Foundation; samtök sem ljá ein-
hverfum rödd sína. Þær stöllur hitt-
ast reglulega og segir Margrét Kate
vera enn betri kokk en leikkonu, og
er þá mikið sagt. Þær skiptast gjarn-
an á uppskriftum. „Hún er besti
kokkur í heimi. Eitt sinn kom hún
fljúgandi til mín til að elda þakkar-
gjörðarmatinn fyrir okkur. Stundum
býður Kate mér að koma til sín í
nokkra daga svo ég geti hvílt mig. Þá
færir hún mér morgunmat og þvær af
mér fötin þótt ég segi henni auðvitað
að það sé nú óþarfi.“
Viðtal er við Margréti í Sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins í dag.
„Kate Winslet eldar ofan
í mig og þvær fötin mín“
Margrét Ericsdóttir og Kate Winslet eru vinkonur
LONDON,
KANARÍ OG
SYDNEY
AUÐVELT AÐ
HRÍFAST AF
GAIMARD
NÝ ÆVISAGA, 48FERÐALÖG 16 SÍÐUR
Þessi kampselur hefur undanfarna daga spókað
sig á ísspöng inn af Pollinum á Akureyri og glatt
þar ljósmyndara og aðra vegfarendur. Kampsel-
ur er sjaldgæfur flækingur við strendur Íslands
og er þá oftast einn á ferð, enda ekki mikil
félagsvera. Hann er algengastur fyrir norðan og
austan land að vetrarlagi en hefur þó fundist
víðar, m.a. við Elliðaárnar í Reykjavík. Nafn sitt
hefur hann fengið af áberandi veiðihárum.
Kampselur hefur verið að spóka sig á Pollinum á Akureyri
Ljósmynd/Mikael Sigurðsson
Sjaldgæfur flækingur við strendur Íslands
Flugfélagið Play, sem nú er í burð-
arliðnum, stefnir að því að meðalfar-
gjald þess á leið yfir hafið verði 125
dollarar, eða ríflega 15.600 krónur.
Þá gera áætlanir ráð fyrir að auka-
tekjur á hvert sæti verði að jafnaði
57 dollarar, jafnvirði ríflega 7.100
króna. Ekki er sérstaklega tilgreint
með hvaða hætti aukateknanna
verði aflað en þó er bent á að það
geti verið fyrir töskugjald og val á
sæti um borð. Þá gera áætlanirnar
að öllum líkindum ráð fyrir að tekjur
af veitingasölu og varningi um borð í
vélunum sé hluti af dollurunum 57.
Þetta kemur fram í kynningu sem
fjárfestar hafa fengið afhenta í
tengslum við yfirstandandi hluta-
fjársöfnun Play.
Þessar tölur sýna að gert er ráð
fyrir að farþegar félagsins muni að
meðaltali greiða 22.700 krónur fyrir
hvern floginn legg. Það jafngildir
því að ferð til og frá Íslandi muni
kosta 45.400 krónur. Í sömu áætl-
unum gerir félagið ráð fyrir að sæta-
nýting félagsins á árunum 2020-2022
verði á bilinu 90-91% en að félagið
þurfi að lágmarki 75% sætanýtingu
til að standa undir rekstrinum. Í
upphafi verður boðið upp á flug til
Evrópu en á nýju ári einnig til
Bandaríkjanna. Til að mæta örum
vexti hyggst félagið stækka flug-
vélaflota sinn mjög hratt á næstu 30
mánuðum. »22
Morgunblaðið/Hari
Nýtt Forsvarsmenn Play kynntu
félagið til sögunnar nú í vikunni.
Boða lágt
verð á leið
yfir hafið
Meðalfargjaldið á
15.600 kr. hjá Play