Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
Hafnartorg - +354 511 1900 - michelsen.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég leyni því ekki að ég er vonsvikin.
Við höfum unnið mjög vel saman
þessi fimm félög og töldum að við
ættum ágæta samleið,“ segir Ragn-
heiður Bóasdóttir, formaður Félags
háskólamenntaðra starfsmanna
stjórnarráðsins (FHSS). Fé-
lagsmenn felldu kjarasamninga sem
samflot fimm félaga innan BHM
gerðu við ríkið. Hin fjögur félögin
samþykktu samningana og munu
þeir taka gildi gagnvart þeim.
„Ég er mjög þakklátur, sérstak-
lega fyrir mikla þátttöku hjá fé-
lagsmönnum Fræðagarðs. Umræð-
an hefur verið hreinskiptin og góð.
Við erum mikið að hugsa til fram-
tíðar. Samið var um atriði sem varða
yngra fólk,“ segir Bragi Skúlason,
formaður Fræðagarðs sem er
stærsta félagið í samflotinu.
Félögin fimm eru auk Fræðagarðs
og FHSS, Stéttarfélag lögfræðinga,
Stéttarfélag bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga og Félag íslenskra fé-
lagsvísindamanna. Alls greiddu
1.456 félagsmenn atkvæði og var
þátttaka að meðaltali rúmlega 67%.
FHSS felldi með því að tæp 58%
þeirra sem þátt tóku greiddu at-
kvæði gegn samningum. Minnsti
munurinn hjá þeim sem samþykktu
var hjá lögfræðingum, tæp 50%
þeirra samþykktu samning. Í hinum
félögunum voru samningar sam-
þykktir með 58 til 64% atkvæða.
Gagnrýndu orlofsmál
Bragi segir að niðurstaðan hjá
FHSS hafi ekki að öllu leyti komið á
óvart. Við kynningar hafi verið þungi
í gagnrýni hjá einstaka félögum. Tel-
ur hann að það hafði einkum snúist
um ákveðin atriði í orlofsmálum.
Ragnheiður segir að stjórnin muni
bjóða félagsfólki að hitta sig til að
fara yfir niðurstöðurnar og fá fram
hvað fólk er ósátt við. Með það í far-
teskinu verði reynt að þoka málum
áfram við samninganefnd ríkisins.
Hún segist þegar hafa látið samn-
inganefnd ríkisins vita af niðurstöð-
unni og á von á að fundað verði fljót-
lega.
Samþykkt í 4 félögum og fellt í einu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarráðið Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins bætist
nú aftur í hóp þeirra rúmlega tuttugu BHM-félaga sem ósamið er við.
„Ég leyni því ekki að ég er vonsvikin“ segir formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórn-
arráðsins sem felldi samninga Reynt verður að þoka málum áfram við samninganefnd ríkisins
Niðurstaða
» Félag háskólamenntaðra
starfsmanna ríkisins felldi sinn
samning. 274 félagsmenn voru
á móti en 183 með.
» Hin félögin samþykktu. Fé-
lag íslenskra félagsvísinda-
manna með 42 atkvæðum
gegn 25, Fræðagarður með
308 atkvæðum gegn 155,
Stéttarfélag bókasafns- og
upplýsingafræðinga með 49
atkvæðum gegn 35 og Stétt-
arfélag lögfræðinga með 171
atkvæði gegn 161.
Útför Birgis Ísleifs Gunnarssonar, fv. borg-
arstjóra og seðlabankastjóra, fór fram frá Hall-
grímskirkju í gær. Útförina annaðist séra Sveinn
Valgeirsson. Organisti var Tómas Guðni
Eggertsson. Davíð Þór Jónsson, Matthías M.D.
Hemstock og Þórður Högnason léku á hljóðfæri.
Sigríður Thorlacius söng og karlakórinn Voces
Masculorum. Líkmenn voru, við hægri hlið kistu,
Davíð Oddsson, Sveinbjörg Jónsdóttir, Már Vil-
hjálmsson og Karl Gústaf Smith. Við vinstri hlið
Magnús L. Sveinsson, Erna Bergmann, Viktor
Gunnar Edvardsson og Eggert Hauksson.
Útför Birgis Ísleifs Gunnarssonar frá Hallgrímskirkju
Morgunblaðið/Hari
Formaður Blaðamannafélags Íslands
(BÍ) telur að verkfallsbrot hafi verið
framin hjá mbl.is og RÚV í verkfalli
félagsins í gær. Fréttir voru skrifaðar
á vefjum beggja miðla á meðan verk-
falli stóð og verktaki sinnti starfi
tökumanns á RÚV. Framkvæmda-
stjóri SA segir skýrt að félagar í öðr-
um stéttarfélögum eigi að sinna sín-
um störfum og stjórnendum sé
heimilt að ganga í störf undirmanna.
Samkvæmt skilningi BÍ er ekki
nóg að blaðamenn leggi niður störf
heldur mega fréttir ekki birtast á vef
miðlanna. „Það hryggir mig að fólk
stundi verkfallsbrot,“ segir Hjálmar
Jónsson, formaður BÍ. Hann segir að
málin fari fyrir Félagsdóm.
Halldór Benjamín Þorbergsson hjá
SA, segir að reglur séu skýrar. Verk-
föll nái til félagsmanna stéttarfélags
sem sinni tilteknum störfum. „Eðli
málsins samkvæmt eiga félagar í öðr-
um stéttarfélögum að sinna sínum
störfum eins og áður og síðan er
stjórnendum heimilt að ganga í störf
undirmanna sinna.“
SA segir
að reglur
séu skýrar
BÍ hyggst kæra
til Félagsdóms
Herdís Gunnarsdóttir, starfandi for-
stjóri Reykjalundar, mun láta af
störfum í næstu viku, þegar von er til
að sérstök starfsstjórn taki við mál-
efnum stofnunarinnar. Stjórn SÍBS,
eigandi Reykjalundar, hefur óskað
eftir því við heilbrigðisráðherra að
slík starfsstjórn verði sett á laggirn-
ar á meðan unnið verði að því að að-
greina rekstur endurhæfingar á
Reykjalundi frá annarri starfsemi og
eignum SÍBS og koma yfir rekstur-
inn varanlegri stjórn.
Í tilkynningu stjórnar SÍBS segir
að unnið hafi verið að breytingum á
stjórnskipulagi samtakanna. Aukið
sjálfstæði Reykjalundar falli vel að
þeirri vinnu. „Markmið samtakanna
er að vinna að viðeigandi forvörnum
hverju sinni sem
snúa að heilsu og
bættu lífi lands-
manna. Þá er
æskilegt, að mati
stjórnar SÍBS, að
framtíðarfyrir-
komulag Reykja-
lundar styðji við
nýja endurhæf-
ingarstefnu
stjórnvalda sem
líta mun dagsins ljós á vormánuð-
um.“
Í bréfi Herdísar Gunnarsdóttur til
starfsmanna kemur fram að hún hafi
í ágúst þegið boð um að taka að sér
starf framkvæmdastjóra endurhæf-
ingarsviðs Reykjalundar. Það hafi
hún gert í góðri trú og af einlægum
áhuga.
Verkefnum lokið
Hún segir að á daginn hafi komið
að hún hafi ekki verið upplýst um af-
ar mikilvæg atriði sem vörðuðu
starfsemina og innri samskipti á
vinnustaðnum. Vísar hún meðal ann-
ars til uppsagnar forstjóra og fram-
kvæmdastjóra lækninga.
Hún segist líta svo á að hún hafi
lokið verkefnum sínum. Meðal ann-
ars séu í góðum farvegi tvö atriði
sem hún setti sem skilyrði fyrir að
taka að sér starf forstjóra tímabund-
ið. Það er að staðan yrði auglýst og
skipuð starfsstjórn til að endur-
skipuleggja starfið. helgi@mbl.is
Reykjalundur fær stjórn
Herdís Gunnarsdóttir hættir sem forstjóri Segist ekki
hafa verið upplýst um mikilvæg atriði sem vörðuðu starfið
Herdís
Gunnarsdóttir