Morgunblaðið - 09.11.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019
ára afmælishátíð Spítalans okkar5
Alma
Anna
Charlotta
Sigríður
Svandís
Dagskrá:
Kl. 15.00
Setning – Þorkell Sigurlaugsson, varaformaður Spítalans okkar
Kl. 15.10 – 15.25
„Þörfin kallar hærra með hverju árinu“ Áhrif kvenna á stofnun Landspítala
– Anna Stefánsdóttir, formaður Spítalans okkar
15.25 – 15.45
Nýtt þjóðarsjúkrahús – framþróun heilbrigðisþjónustu
– Alma Möller, landlæknir
Tónlist – Blásarakvintett Skólahljómsveitar Grafarvogs
16.00- 16.20
Vísindi og menntun til framtíðar
– Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
16.20- 16.50
Learnings and warnings from the boom of „digital health“ in Sweden
– Charlotta Tönsgaard, framkvæmdastjóri og stofnandi heilbrigðistæknisprotans
„Kind App“
16.50-17.00
Lokaorð
– Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Að málþinginu loknu er gestum boðnar léttar veitingar
Verið öll hjartanlega velkomin
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 15-17
á Icelandair Hótel Natura
UPPBYGGING LANDSPÍTALA:
Menntun, vísindi og nýsköpun í heilbrigðisþjónustu „Mér þykir ótrúlega vænt um
þetta,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir
sem í gær hlaut hin virtu frönsku
bókmenntaverðlaun Médicis étr-
anger fyrir skáldsögu sína Ungfrú
Ísland sem kom út í franskri þýð-
ingu Érics Boury. Stofnað var til
verðlaunanna fyrir rúmum 60 árum
og meðal þeirra sem hafa hlotið þau
eru Milan Kundera, Doris Lessing,
Umberto Eco og Paul Auster. „Ég
var nú ekkert viss um að þessi bók
um mínar persónulegu skáldsagna-
aðferðir sem ég legg sögupersónun-
um í munn yrði þýdd,“ segir Auður
Ava, en frá því bókin kom út í
Frakklandi í september hefur hún
hlotið afburðadóma þar í landi.
„Rýnar hafa beint sjónum sínum
að hugmyndum bókarinnar um
sköpunina og frelsið og séð hana
sem óð til minnihlutahópa. Einnig
hefur vakið athygli hugmyndin um
að tungumálið sé föðurland rithöf-
undar,“ segir Auður Ava sem var,
þegar blaðamaður Morgunblaðsins
náði tali af henni í gær, nýkomin af
blaðamannafundi í París þar sem til-
kynnt var um verðlaunin og á leið í
boð hjá frönskum útgefanda sínum
þar sem von var á fjölmenni.
„Ég er enn að átta mig á því
hversu mikil tíðindi þessi verðlaun
eru í franska bókmenntaheiminum,“
segir Auður Ava og tekur fram að
hún sé þýðendunum Éric Boury og
Catherine Eyjólfsson einstaklega
þakklát fyrir að gefa sér rödd á
frönsku.
„Ég ætlaði
fyrst að skrifa
bók um konu af
kynslóð ömmu,
sem fæddist í lok
19. aldar. Ömmu
mína langaði allt-
af að skrifa, en
hún var talandi
skáld. Hún hefði
örugglega orðið
miklu betra skáld
en ég ef hún hefði verið uppi á öðr-
um tíma með tilheyrandi mögu-
leikum,“ segir Auður Ava og rifjar
upp að hún hafi byrjað að skrifa bók-
ina þegar hún sat við dánarbeð móð-
ur sinnar vorið 2017.
„Bókin var mín leið til að hafa
mömmu lengur hjá mér þegar ég
valdi að skrifa inn í hennar tímabil,“
segir Auður Ava og vísar þar til sjö-
unda áratugar síðastu aldar en Auð-
ur Ava er sem listfræðingur sér-
fræðingur í þeim tíma. „Á endanum
er þetta samt tíma- og staðlaus bók,“
segir Auður Ava og bendir á að hún
hafi smyglað sínum persónulegu
teróríum um sköpunina og bók-
menntir inn í bókina sem hún leggur
sögupersónum í munn. „Söguhetjan
er fjarri mér, enda skrifar hún af
karlmannlegu sjálfstrausti. Ég er
miklu nær aukapersónu í bókinni
sem er móðir í kjallara í Norðurmýri
með ungbarn,“ segir Auður Ava og
tekur fram að hún sjái sjálfa sig í
fleiri aukapersónum bókarinnar sem
séu á jaðrinum. silja@mbl.is
„Mér þykir ótrúlega
vænt um þetta“
Auður Ava hlaut Médicis étranger
Auður Ava
Ólafsdóttir
miklar breytingar eiga sér stað á til-
tölulega skömmum tíma – eins og
innlendur vaxtamarkaður hefur
gengið í gegnum – má gera ráð fyrir
að einhverjir vaxtaverkir fylgi slík-
um breytingum. Þannig hafa lánveit-
endur í sumum tilvikum hert útlána-
reglur á síðustu mánuðum og
aðkoma lífeyrissjóðanna að fjár-
mögnun fasteignakaupa heimilanna
hefur aukist mikið síðustu misseri.
Það er því okkar mat að ef vaxta-
stig á landinu er almennt komið á
mun lægri stað til frambúðar en að-
eins fyrir fáeinum árum muni það
endurspeglast í lækkandi vöxtum
íbúðalána. Þetta ferli getur hins veg-
ar tekið smátíma,“ sagði Kjartan.
Hafa skilað lægri vöxtum
Ingólfur Bender, aðalhagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, sagði of
snemmt að fullyrða hvort vaxta-
lækkun Seðlabankans mundi skila
sér í lægri vöxtum af íbúðalánum.
Það kunni að skapast tregða gegn
vaxtalækkun í fjármálakerfinu.
„Það gæti orðið einhver tregða
gagnvart vaxtalækkunum. Vaxta-
lækkanir Seðlabankans hafa þó verið
að skila sér í lægri vöxtum af íbúða-
lánum undanfarið. Sama má segja al-
mennt í útlánavöxtum til fyrirtækja
og heimila sem og innlánsvöxtum.
Vegnir innlánsvextir fyrirtækja
og heimila eru um þessar mundir
rétt um 2%. Það er því talsvert svig-
rúm til lækkunar þar enn. Miðlunar-
ferlið ætti því ekki að vera heft af
þeim sökum,“ segir Ingólfur.
Bankarnir skoða að
lækka vexti útlána
Fara yfir stöðuna eftir vaxtalækkun Seðlabanka Íslands
Vextir Seðlabankans
Frá ársbyrjun 2016
6%
5%
4%
3%
2%
2016 2017 2018
3,0%
5,75%
Heimild: Seðlabanki Íslands
Meginvextir Seðlabankans frá janúar 1994
20%
15%
10%
5%
0%
1994 1999 2004 2009 2014 2019
5,35%
3,0%Heimild: Seðlabanki Íslands
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fulltrúar Íslandsbanka, Arion
banka og Landsbankans meta nú
hvort svigrúm sé til vaxtalækkana
eftir vaxtalækkun Seðlabankans.
Seðlabankinn lækkaði meginvexti
um 0,25% í síðustu viku.
Frá undirritun lífskjarasamning-
anna í byrjun apríl hafa meginvextir
lækkað úr 4,5% í 3%. Eitt megin-
markmið kjarasamningsins var að
stuðla að vaxtalækkun.
Hafa fulltrúar verkalýðshreyfing-
arinnar þrýst á bankana að skila
vaxtalækkunum SÍ til neytenda.
Hjá Íslandsbanka fékkst það svar
að bankinn væri að skoða þessi mál
en að ákvörðun lægi ekki fyrir.
Fulltrúi Landsbankans sagði
bankann ekki hafa tekið ákvörðun
um breytingu á vöxtum sem byggð-
ist á nýjustu vaxtaákvörðun Seðla-
bankans. Von væri á vaxtaákvörðun
fljótlega. Þá sagði fulltrúi Arion
banka að bankinn væri að meta stöð-
una eftir síðustu vaxtalækkun SÍ.
Mikið breyst á skömmum tíma
Kjartan Broddi Bragason, hag-
fræðingur hjá IFS-greiningu, telur
vaxtalækkanir SÍ munu endurspegl-
ast í lækkandi vöxtum íbúðalána.
„Á síðustu árum hafa breytilegir
vextir á íbúðamarkaði fylgt skil-
greindum markaðsvöxtum nokkuð
vel. Á aðeins tveimur þremur árum
hafa markaðsvextir lækkað tiltölu-
lega mikið og hefur það endurspegl-
ast í vaxtakjörum breytilegra lána
með tilheyrandi lægri greiðslubyrði
lántaka. Lán með föstum vöxtum til
lengri tíma hafa ekki fylgt þessari
þróun jafn vel. Ljóst er að þegar
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Umhverfisstofnun (UST) leitaði ekki
tilboða þegar hún samdi við félagið
Attentus – mannauð og ráðgjöf.
Þetta kemur fram í svari upplýs-
ingafulltrúa stofnunarinnar við
fyrirspurn Morgunblaðsins.
„Tilefni viðskipta við Attentus
voru veikindi mannauðsstjóra og
brýn verkefni í mannauðsmálum.
Ekki var leitað tilboða eins og vissu-
lega hefði þó verið rétt að gera.
Ástæðan var að aðeins átti að brúa
mjög stutt tímabil. Þegar í ljós kom
að það myndi reynast lengra réð
Umhverfisstofnun mannauðsstjóra
til starfa,“ sagði í svari Björns Þor-
lákssonar upplýsingafulltrúa.
Viðskipti fyrir 2,1 milljón króna
Alls var um að ræða sex reikninga
sem gefnir voru út á tímabilinu frá
8. maí til 30. september. Einn hljóð-
aði upp á 92 þúsund krónur en hinir
fimm upp á um 400 þúsund krónur.
Samtals 2.101.918 krónur.
Á tímabilinu keyptu átta ráðu-
neyti eða stofnanir þjónustu af
Attentus fyrir 2 milljónir eða meira.
Fyrirspurnir um tilgang við-
skiptanna og hvort þau hafi verið
innan samnings voru jafnframt
sendar á umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið, Lögreglustjórann á
Suðurnesjum, Dómstólasýsluna,
héraðsdómstóla, dómsmálaráðu-
neytið, forsætisráðuneytið og vel-
ferðarráðuneytið. Umhverfisráðu-
neytið var langstærsti viðskipta-
vinurinn; keypti þjónustu fyrir 16,3
milljónir. Spurningarnar voru
sendar um hádegisbilið á fimmtu-
dag og hafði eitt svar frá þessum
átta viðskiptavinum Attentus bor-
ist í gær.
Skylt að leita tilboða
Rætt var við Halldór Ó. Sigurðs-
son, forstjóra Ríkiskaupa, í Morg-
unblaðinu í fyrradag. Þar kom
fram að Attentus ætti ekki aðild að
rammasamningum Ríkiskaupa.
Halldór sagði aðspurður að þegar
ríkisstofnanir keyptu þjónustu ut-
an rammasamnings væri þeim
skylt að leita tilboða frá minnst
þremur aðilum, svo að um eðlilega
samkeppni væri að ræða í sam-
ræmi við 24. gr. laga um opinber
innkaup nr. 120 frá 2016.
Morgunblaðið/Eggert
Attentus Umhverfisstofnun samdi við Attentus, en leitaði ekki tilboða.
Stofnunin leitaði
ekki tilboða
UST keypti þjónustu hjá Attentus