Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 10

Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Náttsett 7.550,- FULL BÚÐ AF ÆÐISLEGUM NÁTT- OG HEIMAFÖTUM „Fiskmarkaðir auðvelda aðilum að hefja veiðar og að hefja vinnslu með því að tryggja sölu hráefnis og tryggja aðgengi að hráefni,“ sagði Daði Már Kristófersson, forseti fé- lagsvísindasviðs og prófessor í við- skiptafræði við Háskóla Íslands, á málstofu um mikilvægi fiskmarkaða á sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu sem lauk í gær. Fram kom í erindi hans að eftir að fiskimarkaðir tóku að starfa 1986 jókst verð sem seljendur fengu í sinn hlut sérstaklega borið saman við verð í Noregi, nú er almennt verð hærra en í Noregi. Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, var sammála Daða Má og sagði „fisk- markaði mikilvægan lið í að stýra hráefni þangað sem það nýtist best.“ Þá hafi íslenska kerfið með tilheyr- andi skilvirkni vakið athygli víða er- lendis að sögn hans. Þá benti Sveinn á í erindi sínu að strax eftir stofnun markaðina hafi það magn sem rataði inn á markaðina vaxið ört. „Ör vöxtur á fyrstu árum sýnir mikilvægi markaðina,“ sagði hann og sýndi fram á að 40% af ýsu sem landað er á Íslandi fari á mark- aðina, yfir 50% af steinbít og yfir 60% af skarkola. Hins vegar hafi dregið nokkuð úr þorski sem fer á fiskmark- aðina. Sýnir þetta að mikilvægi fisk- markaða sé mismikið eftir tegundum og að þeir sérstaklega mikilvægir fyr- ir þær tegundir sem veiddar eru í minna magni, að sögn prófessorsins. Telur hann markaðina tryggja samkeppni í vinnslu og geri útgerð- um kleift að losa sig við minni fisk og aukategundir, auk þess sem þeir veita möguleika útgerða til þess að jafna út skammtímasveiflur eftir teg- undum og stærð. Samhliða þessu gera markaðirnir íslenskum fyrir- tækjum auðveldara að sérhæfa sig, sem um sinn eykur samkeppnis- hæfni, sveigjanleika og aðlögunar- hæfni, að mati Sveins. gso@mbl.is Fiskmarkaðir auka samkeppnishæfni  Tryggja seljendum kaupendur og kaup- endum hráefni Morgunblaðið/Ómar Afli Fiskmarkaðir hafa ýmsa kosti. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Togari framtíðarinnar þarf að vera nokkuð stór, bjóða upp á fullvinnslu afurða með há- tækni í matvælavinnslu og trúlega sækir hann afla með léttari veiðarfærum en núna er. Hann mun væntanlega keyra að mestu á jarðefna- eldsneyti næstu 20-30 árin, en á þeim tíma gætu menn farið að horfa til vetnis og kjarna- orku. Þetta er meðal þess sem Alfreð Tulinius, skipatæknifræðingur og stjórnarformaður Nautic, sér fyrir sér þegar hann lætur hugann reika um þróun í útgerð næstu áratugi, en á sjávar- útvegsráðstefnunni í fyrra- dag flutti hann erindi undir heitinu hugleiðingar um fiskiskip framtíðarinnar. Í samtali við Morgunblaðið um þessa þróun var útgerð skuttogara við Ísland lögð til grundvallar. „Ég sé fyrir mér frekar stórt fullvinnsluskip, þar sem afurðir verða unnar alla leið í neyt- endapakkningar um borð,“ segir Alfreð. Hann segir að skipið gæti verið 90-120 metrar að lengd, en Sólberg ÓF, nýjasta vinnsluskipið í íslenska flotanum, er 80 metrar. „Í áhöfn skipsins væru 40-50 manns, en að- eins hluti þeirra væri að vinna með veiðarfæri og stærsti hópurinn væri starfsfólk í matvæla- iðnaði. Um borð yrði mikil sjálfvirkni þannig að einsleitni, samfella og gæði næðust með því að takmarka mannshöndina við framleiðsluna. Allt yrði unnið í neytendapakkningar og stærðir yrðu í samræmi við óskir markaðarins, flök og bitar í keðjupakka og keðjubréf allt af- greitt um borð eftir pöntun og þörfum. Hrogn yrðu sett í dósir og lifrin sömuleiðis og við myndum ekki kalla hana þorskalifur heldur Foie de Morue eða eitthvað svoleiðis.“ Alfreð segir að þróun í frystitækni gefi ýmsa möguleika og skemmi ekki frumuuppbyggingu í vörunni. Hann segist m.a. vilja líta til tækni sem Rússar hafi notað til að frysta kost þeirra sem fóru í geimstöðvar. Gamalt kerfi rakið til sex- og áttæringa „Útgerð á svona skipi kallar hins vegar á breytingu á veiðigjaldi og hlutaskiptakerfi,“ heldur Alfreð áfram. „Útgerðarmenn gera ekki athugasemd við að greiða auðlindagjald, en það er vitlaust gefið þegar kerfið er nánast að útrýma vinnsluskipum. Ef þú landar tonni af ferskum fiski borgarðu bara af tonninu sem þú landar, en ef þú fullvinnur aflann um borð þarf að borga auðlindagjald af virðisaukanum. Gjaldið má ekki vera þannig uppbyggt að það skikki menn í ákveðna útfærslu á útgerð. Svo má spyrja hversu ferskt flakið er og hversu mörg kolefnissporin verða þegar búið er að flytja flakið til útlanda með flugi á Saga class. Hlutaskiptakerfið þarfnast sömuleiðis að- lögunar þannig að svona skip sé rekstrarhæft. Það er jú fljótandi vinnsla og þannig séð lítið frábrugðin hefðbundinni vinnslu í landi sem starfar á fastlaunakerfi, með einhverjum af- kasta- og gæðabónusum. Kerfi sem á rætur sínar að rekja til tíma sex- og áttæringanna á ekki heima í sjálfvirknivæddri nútímafisk- vinnslu, hvort sem hún er í landi eða á sjó.“ Kannski hægt að naga 5% af orkunotkun Alfreð sér ekki fyrir sér miklar breytingar á eldneytisnotkun næstu 20-30 ár. Nú þegar sé búið að taka kúfinn af mögulegum sparnaði með hagkvæmni og hagræðingu. Skynsam- legur vélbúnaður, skrúfur, skrokklag, skrið- stillingar, gangráðar og tölvustýringar lág- marki orkunýtingu miðað við hvað sé verið að gera hverju sinni. Nú veiði menn fimm kíló af fiski á hvern olíulítra, miðað við 3½ kíló fyrir endurnýjun flotans. „Næstu 20-30 ár getum við kannski nagað einhver 5% af orkunotkun í hagræðingu innan skips og ég held að jarðefnaolía verði ráðandi næstu 20-30 árin hjá skipum sem stunda veið- ar langt frá landi. Hugsanlega geturðu blandað eldsneytið með lífdísli, en ég veit ekki hvað þarf marga hektara til að rækta bíódísil ofan í einn togara, get ímyndað mér að þeir séu nokkrir. Eftir 50 ár held ég hins vegar að tveir orku- gjafar standi upp úr fyrir skip sem eru ekki í föstum ferðum á milli a og b og geta hlaðið sig af rafmagni á báðum endum. Annars vegar vetni til efnahvarfs eða bruna fyrir gufutúrbín- ur til rafmagnsframleiðslu. Hins vegar alger- lega lokuð kjarnakerfi, sem er trúlega um- deildari aðferð, en ég held að við komumst ekki hjá því að horfa til þess möguleika. Nú þegar eru til kjarnaknúin skip þannig að þessi mögu- leiki er ekki svo langt í burtu.“ Þurfum að hugsa út fyrir kassann Þróun veiðarfæra og ný veiðitækni er nær í tíma en orkan um borð að mati Alfreðs. Hann segir að menn horfi meðal annars til fjar- stýrðra toghlera eins og Atli Jósafatsson hafi verið að hanna og léttari veiðarfæra. Ljós- og hljóðgjafar til að safna fiski saman verði örugg- lega reyndir enn frekar á næstu áratugum. „Það er ofsalega auðvelt að týna sér í að besta eitthvað sem nú þegar er um borð í skipi. Þá er hætta á að aldrei sé spurt hvort besta að- ferðin við veiðar sé að draga stóra innkaupa- poka á eftir skipinu og vona að rétti fiskurinn komi í pokann og í því magni sem við viljum fá hann. Hvalir og höfrungar smala fiski í torfur með loftbólum og ég velti því fyrir mér hvort neðan- sjávardróni sem myndar loftbólur gæti unnið þetta verk fyrir okkur. Við gætum síðan ein- faldlega dælt til dæmis síldinni um borð eða slegið hring utan um hana í staðinn fyrir að skafa upp með trolli. Á næstu áratugum þurf- um við að hugsa út fyrir kassann í veiði- aðferðum,“ segir Alfreð Tulinius. Er innkaupapokinn besta leiðin?  Hugarflug um skip framtíðarinnar, veiðitækni og eldsneyti  Mikill árangur nú þegar í orkunotkun Framtíðin Ekki þurfa að líða mörg ár áður en farið verður að gera svona vinnslutogara út frá Íslandi, 96 metra að lengd og 20 metra á breidd. Alfreð Tulinius Þegar Alfreð er spurður hvað hann ætli að veiða eftir 20-30 ár má ráða af svarinu að honum finnst spurningin ekki vel ígrunduð. „Ætlum við yfirleitt að stunda veiðar eins og við þekkjum þær núna eftir ald- arfjórðung? Þegar maðurinn var frum- stæðari en nú er veiddum við dýr okkur til matar, en svo uppgötvuðum við að það væri hentugra að hafa skepnurnar innan girðingar og geta gengið að þeim vísum. Ég held að í framtíðinni verðum við miklu meira í ræktun og hafbeit á stórum fljótandi hafbeitareyjum úti í hafi. Það gæti gefið meiri fyrirsjáan- leika, allt frá seiðum og alla leið í versl- unina. Um það snýst þetta,“ segir Al- freð. Hafbeit og ræktun AUKINN FYRIRSJÁANLEIKI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.