Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 11

Morgunblaðið - 09.11.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 Sir Stuart Peach, flugmar- skálkur og for- maður hermála- nefndar NATO, verður ræðu- maður á hádeg- isfundi Varð- bergs í Norræna húsinu mánu- daginn 11. nóv- ember frá kl. 12 til 13. Fram kemur í tilkynningu að er- indi hans ber fyrirsögnina: Strateg- ískar áskoranir NATO á norður- slóðum, NATO‘s Strategic Challenges in the High North. Áður en Stuart Peach varð for- maður hermálanefndar NATO sumarið 2018 gegndi hann öllum helstu trúnaðar- og forystustörfum innan breska hersins. Hermálanefnd NATO er skipuð fulltrúum herja allra NATO- ríkjanna auk Íslands. Æðstu yfir- menn herja bandalagsríkjanna koma einnig saman reglulega í nefndinni. Streymt verður frá fundinum á vef Varðbergs. Erindi um NATO og norðurslóðir Stuart Peach Átta prestar og guðfræðingar sóttu um embætti fangaprests þjóðkirkj- unnar. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 6. nóvember síðastliðinn. Umsækjendur eru: séra Bjarni Karlsson, séra Eysteinn Orri Gunn- arsson, séra Hannes Björnsson, séra Kristinn Jens Sigurþórsson, Randver Þorvaldur Randversson cand. theol., séra Sigrún Ósk- arsdóttir, séra Sveinbjörn Dagnýj- arson cand. theol. og Ægir Örn Sveinsson mag. theol. Matsnefnd mun fjalla um um- sóknirnar. Biskup mun skipa í emb- ættið þegar matið liggur fyrir. Hreinn hættur Séra Hreinn S. Hákonarson sem hefur gegnt embætti fangaprests frá árinu 1993 hefur látið af störf- um vegna aldurs. Embættið verður veitt frá og með 1. desember nk. Starfsvettvangur fangaprests eru fangelsin og þjónusta við fanga, aðstandendur þeirra og aðra er láta sig eitthvað varða um hag þeirra. Átta sækja um emb- ætti fangaprests Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur og rjúpnasérfræðingur hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands, ætlar að mæla veiddar rjúpur á Norðurlandi 11.-14. nóvember. Tilgangurinn er að fylgjast með holdafari fuglanna. Hann óskar eftir samstarfi við rjúpnaskyttur sem hafa veitt rjúpur í Þingeyjarsýslum í haust og fá lán- aða hjá þeim fugla til mælinga. Ólafur verður á Akureyri á mánu- dag, 11. nóvember, Húsavík á þriðjudag og endar væntanlega í Mývatnssveit á miðvikudag. Ólafur sagði í pósti til rjúpnavina að hann væri þegar búinn að mæla liðlega 50 fugla en þyrfti um 150 til viðbótar svo sýnið væri fullkomnað. Hann hvetur veiðimenn til að hafa samband við sig, hvort sem þeir eru með fáa fugla eða marga. Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Náttúrufræðistofnunar Íslands. gudni@mbl.is Vill mæla nýlega veiddar þingeyskar rjúpur Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Rjúpa Nú er verið að rannsaka holdafar rjúpna úr Þingeyjarsýslum. Allt um sjávarútvegkulturmennkulturmennKringlan KLÆDDUÞIG UPP Í HLÝJA VETRARÚLPU FRÁ PARAJUMPERS ... Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 20% afsláttur Skipholti 29b • S. 551 4422 Flottar úlpur Fylgdu okkur á facebook Buxur kr. 7.900.- Str. 36-52/54 • 7 litir Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Loftgæði, loftræsingar, innivist og vistvottun 14. nóvember kl. 13 - 17 á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ókeypis Ráðstefnan er haldinn af Grænni Byggð (Green Building Council Iceland) og Rannsóknastofu byggingariðnaðarins, Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt að vera í samvinnu við Mannvirkjastofnun og Verkfræðingafélag Íslands. Fundarstjóri: Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar Áskoranir varðandi loftræsingu og orkunýtni , Björn Marteinsson, dósent við HÍ og sérfræðingur Rb við NMÍ Orkuhermun og Raunnotkun – Er gott samhengi þar á milli? Sveinn Áki Sverrisson, verkfræðingur, VSB verkfræðistofa Loftræsilausnir í BREEAM verkefnum. Brynjar Örn Árnason, verkfræðingur, EFLA Lykill í að eyða rakavandamálum og skaðlegt inniloft. Ólafur H. Wallevik, HR og forstöðumaður Rb á NMÍ og Kristmann Magnússon, sérfræðingur Rb á NMÍ Loftræsing og loftgæði í skólum: Svansvottaður skóli á Íslandi. Alma Dagbjört Ívarsdóttir, verkfræðingur, Mannvit SIMIEN Orkuútreikningar fyrir BREEAM verkefni. Bjartur Guangze Hu, verkfræðingur, VSÓ Ráðgjöf Loftgæði og innivist. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur, EFLA og Rb á NMÍ Rekstur loftræsikerfa og orkunýtni á Íslandi. Karl H. Karlsson, Blikksmiðjan og HR Pallborðsumræður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.