Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.11.2019, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Stokkhólmi. AFP. | Svíþjóð er eitt af friðsömustu og öruggustu löndum heims en aukin notkun glæpahópa á sprengjum til að gera upp sakirnar við andstæðinga sína hefur valdið Sví- um áhyggjum. Sprengjusérfræðingar sænsku lög- reglunnar voru kallaðir út til að rann- saka 99 sprengingar á fyrstu tíu mán- uðum ársins en fáar þeirra ollu manntjóni. Sprengingarnar voru tvö- falt fleiri en á sama tímabili á síðasta ári. Þar að auki voru sérfræðingarnir kallaðir út 76 sinnum vegna sprengna sem sprungu ekki. Í síðustu viku sprakk til að mynda sprengja í stigagangi fjölbýlishúss í Malmö og önnur á svölum fjölbýlis- húss í Hässleholm á Skáni, syðsta hluta landsins, auk þess sem sprengja fannst fyrir utan verslunarmiðstöð í bænum Kristianstad á Skáni. „Við höfum ekki séð sömu þróun í öðrum löndum,“ sagði Anders Thorn- berg, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar. „Ég skil að margir skuli hafa áhyggj- ur af því sem er að gerast, fólki finnst að hefndarárásir glæpagengja séu að færast nær almenningi.“ Auk fjölbýlishúsa hafa sprengju- árásir glæpagengjanna beinst gegn litlum fyrirtækjum og lögreglustöðv- um, að sögn sænsku lögreglunnar. Sprengjurnar eru misstórar, sumar eru eins og flugeldar en aðrar stærri og öflugri. Í einni sprenginganna stórskemmdist framhlið tveggja fjöl- býlishúsa í borginni Linköping í Austur-Gautlandi. Fleiri ungir karlmenn bíða bana í skotárásum Þrátt fyrir sprengingarnar eru of- beldisglæpir tiltölulega fátíðir í Sví- þjóð. Flestar þeirra eiga rætur að rekja til illdeilna milli glæpagengja, að sögn Lindu Staaf, yfirmanns rann- sóknadeildar sænsku ríkislögregl- unnar. Staaf segir að glæpahóparnir hafi í fyrstu aðallega beitt handsprengjum og öðrum sprengjum sem framleidd- ar eru í verksmiðjum en nýlega byrj- að að nota heimatilbúnar og öflugri sprengjur. Hún segir að ekki sé vitað hvers vegna þessi þróun hafi orðið en að lögreglan hafi komist að því að glæpahóparnir beiti sprengjunum ekki í sama tilgangi og byssum. Þeir noti sprengjur til að ógna þeim sem árásirnar beinast að, til að hræða þá eða kúga fé út úr þeim. Glæpamenn- irnir beiti hins vegar byssum til að drepa óvini sína í öðrum gengjum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins voru gerðar 268 skotárásir í Svíþjóð og 33 biðu bana í þeim. Á sama tíma á síð- asta ári voru skotárásirnar 248 og dauðsföllin 37. Sænska dagblaðið Dagens Ny- heter skýrði einnig frá því í október að dauðsföllum meðal karlmanna á aldrinum 20-29 ára vegna skotárása hefði fjölgað um 200% milli áranna 2014 og 2018. Meiri harka í gengjastríðinu Staaf segir að meiri harka hafi færst í stríð glæpagengjanna. Yfir- leitt megi rekja árásirnar til fíkni- efnasölu og markmiðið með þeim sé oft að ganga lengra en óvinirnir frek- ar en að svara í sömu mynt. „Stund- um hafa menn gleymt því fyrir löngu hvers vegna illdeilurnar hófust og árásirnar snúast aðeins um hefnd,“ sagði Staaf. Hún segir að flestir árásarmann- anna hafi alist upp á stöðum sem sænska lögreglan skilgreinir sem fé- lagslega „berskjölduð svæði“, þar sem lífskjörin eru lökust og „glæpa- menn hafa áhrif á samfélagið“. Lög- reglan birti lista yfir 60 slík svæði í júní. Staaf segir að ungmennum sem alist upp á þessum svæðum sé hætt- ara við því að ganga til liðs við glæpa- hópa og sum þeirra líti á ofbeldi sem leið til að öðlast virðingu. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur öðlast mikla virðingu fyrir að skjóta einhvern til bana fyrir hönd einhvers annars.“ Sænski ríkislögreglustjórinn sagði að aukið ofbeldi glæpahópanna væri „ákaflega flókið úrlausnarefni“ en lagði áherslu á að lögreglan hefði hert baráttu sína gegn glæpamönnunum. Sprengingarnar hafa valdið nokkr- um dauðsföllum og dauði tveggja ungra barna í tveimur þeirra á ár- unum 2015 og 2016 ollu óhug meðal Svía. Staaf segir þó að sprengingarn- ar hafi sjaldan valdið alvarlegum mannskaða, þótt undarlegt megi virð- ast. „Í flestum tilvikum hefur það ver- ið einskær heppni að fólk skuli ekki hafa særst eða beðið bana,“ sagði hún. AFP Harðnandi ofbeldi Lögreglumenn á varðbergi fyrir utan lestarstöð í borg- inni Malmö í Svíþjóð eftir að glæpamaður hótaði að sprengja þar sprengju. Glæpamennirnir beita sprengjum oftar en áður  Ofbeldisverk í stríði glæpahópa valda Svíum áhyggjum  Sprengingum fjölgar Morðtíðnin lág í Svíþjóð » Þótt ofbeldisverkum ungra glæpamanna hafi fjölgað í Sví- þjóð á síðustu árum er tíðni of- beldisglæpa og morða lág þar miðað við önnur lönd. » Tíðni ofbeldisglæpanna er lægri en á síðasta áratug aldar- innar sem leið, að því er fram kemur í skýrslu sem glæpa- varnastofnun Svíþjóðar birti í júní. Manndrápum í stríði glæpagengja hefur fjölgað en öðrum morðum fækkað. » Meðalmorðtíðnin í heiminum var 6,1 á hverja 100.000 íbúa árið 2017, 3,0 að meðaltali í Evrópu en aðeins 1,1 í Svíþjóð. Í Finnlandi og Danmörku var hlutfallið 1,2 en á Íslandi 0,9. Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið 800 bein úr a.m.k. fjórtán loðfílum, eða mammútum, í miðhluta landsins og segja að svo mörg loðfílabein hafi aldrei áð- ur fundist í heiminum. Þeir telja að dýrin hafi drepist í gildrum sem menn hafi sett upp og segja að þetta sé í fyrsta skipti sem manngerð loðfílagildra finnst. Talið er að gildran hafi verið notuð til að veiða loðfíla fyrir rúmlega 14.000 árum, að sögn rannsóknarmanna Mannfræði- og sagnfræðistofnunar Mexíkó. Þeir segja að minnst fimm loðdýrahjarðir hafi verið á svæðinu innan um önnur dýr á borð við hesta og úlfalda. Talið er að loðfílar hafi dáið út fyrir um það bil 4.000 árum. Hundruð beina útdauðra loðfíla fundust í grennd við Mexíkóborg, að sögn Mannfræði- og sagnfræðistofnunar í Mexíkó Beinin fundust á stað sem ráðgert er að nota til urðunar 800 bein Ullarloðfílar Síðasti ullarloðfíllinn drapst á Wrangel- eyju í Síberíu fyrir um 4.000 árum Eru skyldir asískum fílum, svipaðir að stærð og lögun, en með löng, rauð hár Menn veiddu þá sér til matar og til að nýta bein og skinnið Voru jurtaætur Mammuthus primigenius Loðfílagildra Heimild: Mannfræði- og sagnfræðistofnunin í Mexíkó (INAH)/Livescience.com/National Geographic Ljósmynd: INAH Mexíkó- borg MEXÍKÓ Tultepec Fyrsta manngerða loðfíla- gildran sem vitað er um Talin 14.000 ára gömul Úr að minnsta kosti 14 loðfítum Fundu 800 bein í loðfílagildru Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York, er að undir- búa hugsanlegt framboð í forkosning- um demókrata þegar þeir velja for- setaefni sitt í kosningunum í nóvember á næsta ári. Bandarískir fjölmiðlar höfðu þetta eftir ráðgjöfum Bloombergs og sögðu að hann hefði hafið undirskriftasöfnun í að minnsta kosti einu ríki til að geta skráð sig sem frambjóðanda en ekki tekið lokaákvörðun um það. Howard Wolfson, ráðgjafi Bloombergs, sagði hann óttast að þeir demókratar sem hafa þegar boðið sig fram gætu ekki komið í veg fyrir endurkjör Donalds Trumps Bandaríkjafor- seta. „Mike telur að Donald Trump sé fordæmislaus ógn við banda- rísku þjóðina,“ hafði The Wall Street Journal eftir Wolfson. Michael Bloomberg er álitinn miðjumaður eins og Joe Biden en sagður telja varaforsetann fyrrver- andi vera of veikan frambjóðanda. Hann telur tvo helstu keppinauta Bid- ens, Elizabeth Warren og Bernie Sanders, vera of vinstrisinnuð. Bloomberg var borgarstjóri New York á árunum 2001-2013 og er einn af auðugustu mönnum Bandaríkj- anna. Hann er 77 ára og öll helstu for- setaefnin eru einnig á áttræðisaldri, Sanders 78 ára, Biden 77 og Warren 70. Donald Trump er 73 ára. bogi@mbl.is Bloomberg sagður undirbúa hugsanlegt forsetaframboð  Telur Biden of veikan en Warren og Sanders of vinstrisinnuð Michael Bloomberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.